Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SPORT 23 Heil umferð í handbolta í gærkvöldi Ungir körfuboltarisar Þessir piltar eru þrír af efnilegustu körfuknattleiksmönnum landsins og allir eru þeir KR-ingar. Lengst til vinstri er Eyjarisinn, Friðrik Stefánsson, oft nefndur Heimaklettur enda er hann 2.03 á hæð. Þórhallur Flosason (1.95) stendur í miðjunni, efnilegur framherji með góðar hreyfingar undir körfunni. Atli Einarsson er tveggja metra tröll sem engum gefur grið í baráttunni. Þessum drengjum hefur Axel Nikulásson verið ór- agur við að gefa tækifæri í fyrstu leikjum KR-liðsins. Svo skemmtilega vill einnig til að Axel hefur með unglingalandslið karla að gera og það- an hafa piltarnir einnig mikla reynslu. Af hveiju nýr þjáfíari? Skagamenn hafa ákveðið að endurnýja ekki þjálfarasamning við Hörð Helgason fyrir næsta ár, þrátt fyrir að hann hafi gert liðið að Islandsmeisturum. Gunnar Sigurðsson formaður. „Þetta er bara ákvörðun sem stjórnin hefur tekið og sér fyrir sér sem rétta. Hvort annað kemur á daginn verður bara að koma í ljós. Þetta er ekki uppsögn af okkar hálfu heldur aðeins ákvörðun um að framlengja ekki samninginn. Ég ætla ekkert að fara nánar út í þetta mál, Hörður er vinur minn og þar að auki mágur. Þetta var því gífur- lega erfið ákvörðun að taka, en hagsmunum félagsins og einstakra manna má ekki blanda sarnan." Hver tekur við? „Það eru nokkrir menn undir smásjánni hjá okkur og viðræður standa yfir. Nokkrir hafa hringt og boðið krafta sína og til annarra hef- ur verið leitað. Það eru margir sem koma til greina.“ Er Logi Ólafsson einn þeirra? „Nafn hans hefur borið á góma. Hann er fær þjálfari og hefur verið að ná góðum árangri með kvenna- landsliðið. Hann gæti alveg haldið utan um það lið áfram þótt hann tæki við í. deildar liði. Ef viljinn er fyrir hendi get ég ekki séð að það væri neitt vandamál.“ Hörður Helgason, fyrrverandi þjálfari. „Mikil vonbrigði." Er ákvörðunar að vœnta? „Það liggur ekkert á.“ Hörður Helgason, fyrrverandi þjálfari. „Fyrir mér er þetta hið undarleg- asta mál. Þetta var ekki það sem ég bjóst við og ég hef ekki fengið þær skýringar sem ég hef óskað eftir. Þetta er hins vegar ákvörðun þess- ara manna og við því er lítið að segja, en vonbrigðin eru mikil, það get ég sagt þér.“H Valsmenn með besta liðið í deildinni Handbolti „Þetta var hörkuleikur og sigur- inn hefði getað endað báðum meg- in. Við vorum yfir 15:10 þegar Guð- jón var rekinn útaf og vorum dálít- inn tíma að stilla okkur saman aft- ur. Á sama tíma varði Bergsveinn allt sem á markið kom og þeir náðu að jafna. Það var síðan fyrst og fremst góð vörn og markvarsla hjá okkur sem skóp sigurinn," sagði Gunnar Beinteinsson eftir leik FH og Aftureldingar í gærkvöldi. Leikurinn endaði 24:22 eftir tvísýn- ar lokamínútur þar sem markverðir liðanna komu mikið við sögu. Framan af fyrri hálfleik var jafn- ræði með liðunum en FH voru ívið sterkari í lok hálfleiksins og leiddu með fjórum mörkum í hléi, 12:8. Leikmenn Aftureldingar komu ákveðnir til seinni hálfleiks og náðu að jafna, 17:17, en skömmu áður hafði Guðjóni Árnasyni verið vik- ið af leikvelli með þrjár brottvísan- ir. AUt til loka leiksins var jafnræði og jafnt á öllum tölum, en FH-ing- ar voru sterkari á lokasprettinum og sigruðu 24:22. Markverðir liðanna, Bergsveinn og Magnús voru menn leiksins en markahæstir voru Hans hjá FH og Ingimundur hjá UMFA, báðir með sjö mörk. ■ Handbolti Staðan Valur 5 121:104 10 Víkingur 5 127:108 8 FH 5 129:115 8 Selfoss 5 117:117 7 Afturelding 5 128:103 6 Stjarnan 5 130:127 6 Haukar 4 111:109 6 KA 5 126:122 3 HK 5 116:119 2 KR 5 103:115 2 ÍR 4 86:108 0 ÍH 5 92:138 0 Aðrir leikir KA - HK (12:6) -26:17 Heima- menn áttu ekki í neinum vandræð- um. Sigmar Þröstur fór alveg á kostum og varði 27 skot! Jóhann Gunnar og Patrekur voru marka- hæstir hjá KA en Baldvin Bald- vinsson markvörður var bestur gestanna. Alfreð Gíslason og Valdimar Grímsson voru meiddir. ÍR - Haukar Frestað vegna Evr- ópuleikja Hauka um helgina. Selfoss - Valur (7:14) 24 : 28 Gestirnir eru því enn með fullt hús. Axel Stefánsson varði 16 skot fyrir Val en markahæstir þeirra voru Jón kristjánsson með 7 mörk og Júlíus Gunnarsson með 6. Hæstir heimamanna voru þeir Grímur Hergeirsson og Nenab Reabos- avijevic með fimm mörk. KR - Stjarnan (13:11) - 22 : 24 Stjörnumenn höfðu betur á enda- sprettinum. ÍH - Víkingur (8:11) - 15 : 21 Mjög slakur leikur og hefði sigur Víkinga átt að vera stærri. Reynir Reynisson var bestur og varði 20 skot fyrir gestina. Islendingar mæta Englendingum á laugardag Eigum okkar möguleika íslenska kvennalandsliðið mætir því enska í átta liða úrslituni Evr- ópukeppninnar í knattspyrnu á laugardag. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og er ástæða til að hvetja alla til að mæta og styðja stelpurnar því mikið er í húfi. Leikurinn er geysilega mikilvæg- ur. Beri Islendingar sigur úr býtur úr báðum viðureignunum, sú seinni er í Brighton 30. október, erum við komin í fjögurra liða úr- slit Evrópukeppninnar, búin að tryggja okkur sæti í lokakeppni HM og eigum góða möguleika á að senda heilt kvennalandslið á sjálfa Ólympíuleikana í Atlanta 1996. Logi Ólafsson landsliðsþjálfari segir engan vafa leika á því að enska liðið sé sterkt. „Við erum hins vegar áður búin að ná hag- stæðum úrslitum gegn sterkum þjóðum og nægir að nefna sigur- inn á Hollendingum því til sönn- unar. Við verjumst vel og eigum svo okkar sóknir sem geta ráðið úrslitum. Það skiptir engu máli hvað andstæðingarnir heita ef við vinnum okkar vinnu.“ Enska liðið er mjög sterkt og hefur lengi verið í fremstu röð kvennalandsliða. Skemmst er að minnast sigurs þeirra gegn ís- lensku stelpunum í tveimur leikj- um árið 1992, 4:0 ytra og 2:1 hér heima. Það er því ljóst að leikurinn ætti að geta orðið mjög spennandi og öllum má vera ljóst mikilvægi hans. Eggert Magnússon, formaður KSl, sagði þetta vera tækifæri þjóðarinnar til að sýna stuðning- inn í verki. Miðaverð er aðeins 500 krónur og frítt er inn fyrir sextán ára og yngri. Bih Logi Ólafsson landsliðþjálfari KKÍsemur vidDHL I gær var undirritaður samstarfs- samningur Körfuknattleikssam- bands íslands við DHL Hraðflutn- inga hf. Samningurinn, sem er til þriggja ára, felur í sér að hér eftir heitir úrvalsdeildin í körfuknattleik DHL-deildin og mun KKl sjá um að kynna sem víðast fýrirtækið og starfsemi þess. Meðal annars eru auglýsingaspjöld DHL í þeim íþróttahúsum sem leikið verður í í deildinni í vetur, og leikmenn munu bera merki DHL á stuttbux- um sínum. Á móti kemur myndar- legur fjárstúðningur fyrirtækisins við körfuknattleikssambandið. Þar með er DHL Hraðflutningar hf. orðinn einn af aðalstuðningsaðil- um sambandsins og varla þarf að fjölyrða um hve mikils virði það er sambandinu og íþróttinni, sem er á mikilli uppleið hér á landi um þess- ar mundir. ■ Enska úrvalsdeildin Ú T I Leikiri U J T Mörk Mörk Stio 8 3 1 0 14-4 Newcastle 4 0 0 11-4 +17 22 8 3 1 0 9-4 Notth. For. 3 1 0 8-3 +10 20 8 4 0 0 13-1 Blackburn 1 2 1 4-4 +12 17 8 4 0 0 9-0 Man. Utd. 1 1 2 5-6 + 8 16 7 2 1 0 7-1 Liverpool 2 1 1 9-4 +11 14 8 3 0 1 7-4 Leeds 1 2 1 4-4 + 3 14 7 2 0 2 7-4 Chelsea 2 0 1 6-6 + 3 12 8 1 2 1 5-5 Southamptn 2 1 1 7-8 -1 12 8 2 2 0 3-1 Norwich 1 1 2 2-5 -1 12 8 1 0 3 4-8 Tottenham 3 0 1 10-8 -2 12 8 3 1 0 10-1 Man. City 0 1 3 1-9 + 1 11 8 1 2 1 4-4 Aston V. 1 1 2 4-6 -2 9 8 1 1 2 4-5 Wimbledon 1 2 1 2-4 -3 9 8 1 1 2 6-5 Arsenal 1 1 2 2-4 -1 8 8 1 1 2 2-5 West Ham 1 1 2 2-5 -6 8 8 1 0 3 5-8 Ipswich 1 1 2 4-7 -6 7 8 0 1 3 2-9 C. Palace 1 3 0 4-3 -6 7 8 1 1 2 6-7 QPR 0 2 2 5-8 -4 6 8 1 2 1 7-7 Leicester 0 1 3 2-7 -5 6 8 0 3 1 5-6 Sheff. Wed 1 0 3 5-11 -7 6 8 1 1 2 4-6 Coventry 0 2 2 4-12 -10 6 8 0 3 1 6-7 Everton 0 0 4 1-11 -11 3 1. deildin Ú T I Leikir u J T U J T Mörk Mörk Stiq 10 5 0 0 (12-1) Wolves 2 2 1 (6-5) +12 23 10 4 1 0 (10-3) Middlesbro 3 1 1 (6-3) +10 23 10 3 2 ' 0 (7-0) Reading 2 1 2 (7-5) +9 18 10 4 2 0 (8-3) Swindon 1 0 3 (4-6) +3 17 10 5 0 0 (13-6) Tranmere 0 2 3 (3-8) +2 17 10 3 2 0 (10-5) Charlton 1 2 2 (9-12) +2 16 10 4 0 1 (12-5) Stoke 1 1 3 (3-12) -2 16 9 3 1 1 (10-5) Sheff. Utd 1 1 2 (4-4) +5 14 10 3 1 1 (7-3) Bolton 1 1 3 (8-9) +3 14 10 3 1 1 (7-3) Derby 1 1 3 (5-8) +1 14 10 3 1 1 (12-6) Grimsby 0 3 2 (6-8) +4 13 10 1 2 2 (5-7) Portsmouth 2 2 1 (5-4) -1 13 10 3 0 2 (7-6) Port Vale 1 1 3 (4-8) -3 13 10 3 0 2 (6-6) Southend 1 1 3 (5-14) -9 13 10 1 3 1 (6-5) Sunderland 1 3 1 (4-4) +1 12 10 3 0 2 (10-7) Oldham 1 0 4 (5-9) -1 12 10 1 2 2 (2-4) Bristol C. 2 1 2 (7-6) -1 12 10 2 2 1 (5-5) Barnsley 1 1 3 (4-7) -3 12 10 2 2 1 (11-7) Millwall 0 2 3 (2-8) -2 10 10 0 2 3 (3-8) Luton 2 2 1 (7-6) -4 10 10 1 3' 1 (7-8) Watford 1 1 3 (2-7) -6 10 10 0 3 2 (3-5) Burnley 2 0 3 (4-8) -6 9 9 1 1 1 (2-3) WBA 0 3 3 (5-11) -7 7 10 0 2 3 (5-10) Notts Cnty 1 1 3 (6-8) -7 6 Fjölmiðlaspá Leikir SvÍÞJÓÐ ÍSLAND Samtals 1 X 2 1 X 2 1 X 2 1. Chelsea - Leicester 10 0 0 10 0 0 20 0 0 2. Liverpool - Aston V. 10 0 0 9 1 0 19 1 0 3. Man. City - Notth For. 1 7 2 2 6 2 3 13 4 4. Norwich - Leeds 4 5 1 4 0 6 8 5 7 5. Newcastle - Blackburn 10 0 0 5 3 2 15 3 2 6. Sheff. Wed - Man. Utd. 1. 0 9 1 1 8 2 1 17 7. Southamptn - Everton 8 1 1 8 2 0 16 3 1 8. Tottenham - QPR 10 0 0 9 1 0 19 1 0 9. West Ham - C. Palace 4 5 1 7 3 0 11 8 1 10. Wimbledon - Arsenal 0 ~Ö~ 10 ~cT 1 9 0 1 19 11. Bristol C. - Millwall 5 5 0 6 2 2 11 7 2 12. Notts Cnty - Port Vale 7 1 2 8 2 0 15 3 2 13. Swindon - Wolves 0 6 4 4 2 4 4 8 8 Piltalandsliðið Tapgegn Frökkum Islenska piltalandsliðið, skip- að leikmönnum 18 ára og yngri, beið lægri hlut fyrir frönskum jafnöldrum sínum á Varmárvelli í gærdag. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í Evrópukeppn- inni en áður höfðu Frakkar unn- ið stóran sigur á Lúxemborg, 4:0. Sigurmark leiksins kom snemma í seinni hálfleik en fram að því og eftir það voru sóknir íslensku piltanna mun hættu- legri og átti varnarmaðurinn Vil- hjálmur Vilhjálmsson meðal annars þrumuskot í þverslána.B

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.