Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994 LEIKHÚS Fimmtudagur Gauragangur Þjóðleikhúsinu. Söngleikur eftir Ólaf Hauk. Uppselt. Leynimelur 13 Borgarleikhúsinu. Gamall farsi. Menn ekki á eitt sáttir um hvort leikurinn hafi elst vel eða úrelst. Þröstur Leo í aðalhlutverki. Óskin Borgarleikhúsinu. Uppselt. Eitt besta íslenska leikrit sem samið hefur verið eftir Jóhann Sigurjóns- son. Páll Baldvin Baldvinsson leik- stýrir og Benedikt Erlingsson leikur Galdra-Loft. Uppselt. Macbeth Frú Emilía Seljavegi 2. Hroðalegur morðleikur eftir Shake- speare. Uppselt. Föstudagur Dóttir Lusifers Þjóðleikhúsinu, frumsýning á Litla sviðinu. Þetta er einleikur byggður á ævi og ritverk- um Karenar Blixen. Uppselt. Gaukshreiðrið Þjóðleikhúsinu. Sannar sögur af sálarlifi systra Þjóðleikhúsinu, Smiðaverkstæði. Viðar Eggertsson byggir leikgerð sina á sögum eftir Guðberg Bergs- son. Leynimelur 13 Borgarleikhúsinu. Óskin Borgarleikhúsinu. Hárið Islensku óperunni.. Laugardagur Dóttir Lúsifers Þjóðleikhúsinu, Litla sviðinu. Sannar sögur af sálarlífí systra Þjóðleikhúsinu, Smiðaverkstæði. Leynimelur 13 Borgarleikhúsinu. ' '' % . . .. ' ' l : 'V:íH ÍHiff ,7T"'.-í'wv, 3' ■ '■■■'ZZyr? J| -— MMl:. .. ^ m ;; m 9t í • m *-• ; E m ÆiÉm |v: - ÍL } 4 \ m mmBk 1 ^ V ■mM3snH&Í\ ÉJIP m Höfuðsnillingar í Reykjavík Allirsem hafa fengið smjörþeflnn af næturlrfinu í Reykjavík þekkja félagsskapinn sem erþaulsetinn við „Hringborð dauðans“ á Veitingahúsinu 22. Þetta eru litnkirmenn og svo margbrotnir að enginn þeirra rúmast íeinu sjálfi. Óskin Borgarleikhúsinu. Karameiiukvörnin, Leikféiag Ak- ureyrar. Sænskt bamaleikrít. BarParL.Æ, sýnt í Þorpinu. Macbeth, Frú Emelía, Seljavegi 2. Hárið Islensku óperunni. Uppselt. Sunnudagur Gaukshreiðrið Þjóðleikhúsinu. Býr íslendingur hér Islenska leik- húsið sýnir f Borgarleikhúsinu leikrit til minningar um Leif Muller. Aðeins þessi eina sýning. Óskin Borgarleikhúsinu. Uppselt. Hárið Islenska óperan. Það er löng hefð fyrir „snillinga- klúbbum" á Islandi og eru þeir þá gjarnan kenndir við veitingastaðina þar sem fundir eru haldnir. I „den“ var frægur bóhemahópur við Laugaveg 11 sem í voru skáldin Dagur Sigurðarson og Jökull Jakobsson sem báðir eru látnir. Auk þeirra Þorsteinn frá Hamri, Völundur Björnsson og fleiri. Annar frægur félagsskapur átti sér samastað á Hressó um alllangt skeið og dró að sér athygli, enda innihélt hann meðal annarra Flosa Ólafsson. Ekki má heldur gleyma mönnunum sem hafa um áraraðir komið saman í hádeginu á Hótel Borg: Clausen-bræður, Albert heitinn Guðmundsson og fleiri máttarstólpar þjóðfélagsins. Mikilvægi hópa af þessu tagi er óumdeilanlegt, þarna er varpað upp hugmyndum, þær gripnar á lofti og ákvarðanir teknar. Og með fullri virðingu fyrir sendibílastjór- unum sem hittast að morgni dags á Múlakaffí þá verður að vera vottur af snilligáfu innan félagsins ef kast- ljósið á að beinast að því. Og eitt er alveg víst að ekki vantar snilligáf- una í þá klíku sem mest kveður að í Reykjavík nú um mundir. Enda hefur sveipast goðsögn um hópinn sem situr við „Hringborð dauðans“ á „22“ og það er óhætt að reikna með því að þeir eigi í auknum mæli eftir að setja mark sitt á menning- una. Engir Jónar Jónssynir Talsmaður hópsins, „Dr.“ Bjarni Þórarins, segir nafngiftina til komna vegna þess að þeir taki oft inn á sig alls konar lið, allt ffá snill- ingum niður í úrhrök sem geta ver- ið þvílíkir böggarar að það er sem veröldin hrynji yfir mann. „Þá verður algjörlega ólíft og óþolandi við Hringborð dauðans og menn verða að beita brögðum til að losna við þetta skítapakk.“ Menn verða sem sagt að vera banvænir í orðum, annars er þetta viðurnefni hálfgert öfugmæli því þarna er lífið diskút- erað af miklum móð. Bjarni vinnur hluta úr deginum á „22“ og situr þá í neðri deildinni, þar sem er gólf veitingastaðarins, og skrifar og grúskar. Bjarni er rútíneraður kaffi- húsamaður — hefur sótt kaffihús af kappi í um 30 ár. Móði, sem til- heyrir kjarnanum, er hins vegar svo snobbaður að hann kemur helst ekki í neðri deildina nema hann eigi leið þar um. Móði kýs að vera í efri deildinni sem er pallurinn við barinn en þangað færir „Dr.“ Bjarni sig gjarnan þegar líður á kvöldið og vinnu er lokið. Móði á mjög sérstæðan feril og auk þess ganga um hann tröllasögur eins og alltaf er þegar þjóðsögur í lifanda lífi eiga í hlut. Hann ku víst hafa komið að mótorhjólagengi þar sem þeir voru að þjarma að stúlku og Móði kom henni til bjargar og þeir tóku hann fyrir í staðinn — þeim viðskiptum lauk þannig að Móði hefur vart beðið þess bætur. Þá á hann að standa í málaferlum við spítala erlendis vegna læknamis- taka og þær eiga að vera ófáar millj- ónirnar sem hann fer fram á í bæt- ur. Sú saga gengur einnig að stór hluti bótanna hans leggist milliliða- laust á barinn og honum séu síðan skammtaðir drykkir af starfsfólki „22“ til að þær endist fyrir drykk út mánuðinn. Þetta þykir sjálfsagt mál enda er þetta eitthvað sem al- mennilegir menn eiga ekki að þurfa að hugsa út í. En allar þessav sögur eru óstaðfestar og riddararnir við Hringborð dauðans þurfa að búa við Gróu á Leiti eins og annað frægt fólk. Mennirnir við Hringborð dauð- ans eru lífskúnstnerar og fjöllista- menn. Flestir hafa þeir staðið fyrir uppákomum á ýmsum sviðum og félagsskapurinn náði athygli þjóð- Sýnishom aflistum Hringborðsms Hér getur að líta dæmi þess sem hrekkur upp úr mönnum þegar þeir hafa lengi setið, spjallað og krufið málin til mergjar. Ljóðin eru eftir „Dr. Fritz“ en þegar við á þá flytur „Séra ísleifur" þau. Síðan fer Friðrik Ólafsson í vinnu. Hún opnar skut sitt hægt og mjúkt og hljótt og hispurslaust og hurt erkvíð- inn flúinn. En stundin liður alltof, alltof fljótt og áður en varir er hún farin, búin. Annað dæmi um kveðskap „Dr. Fritz“: Setið á steikhúsinu Ég er svo h issa — svo öldungis hlcssa. Himinninn, sem var grár áðan er orðinn blár, núna, og sólin hellir geislum sínum yfir glaðbeitt mannfólkið. Skyldi þetta stafa afþví að ég fékk mér eina Matheus með matnum? arinnar í einum hinna misgóðu þátta Sjónvarpsins „Gestum og gjörningum“ sem voru á dagskrá síðastliðinn vetur. I langbesta þætt- inum sem var frá „22“ tróðu nokkr- ir þeirra upp. Hér er ekki talað um einhverja Jóna Jónssyni og fram- ganga þeirra er nokkuð á skjön við það sem þjóðarsálin hefur vanið sig við enda var eftir þessu tekið. Þeir sem skipa flokkinn hafa haldið lengi til á „22“ og „lifað“ marga eig- endur. Þeir eru meira að segja farn- ir að tala um að þeir þurfi fljótlega að fara að endurnýja í þeim geiran- um. Ekki örorkufyllibyttur Félagarnir vilja að það komi skýrt fram að þeir séu engar ör- orkufyllibyttur eins og sumir virð- ast halda. Þeir snari að vísu einum og einum „kvæsanoff* á hátíða- stundum. „Séra ísleifur" er einn úr innsta kjarna og hann bætir því við að þeir veifi oft til mannfjöldans „af því að það er nú það minnsta sem maður getur gert, sjáðu til.“ „Séra ísleifur" segir einnig að það megi alveg segja ffá því að þeir eru að stofna Félag íslenskra fjöllistamanna (skamm- stafað FlFL) og undirbúningur fyrstu sýningar er í fullum gangi. „Við ætlum að opna félagskapinn með grandör — sýningu sem verð- ur drukkin, eða: „The sýning sem verður drukkin sko.“ Þar verða ýmsar uppákomur en meginþemað er að þarna verða sjö tegundir af vínum í mismunandi litum. Þessu verður raðað upp úti á borð og þá tekin mynd úr þyrlu. Síðan kemur fólk sem borgar þúsundkall fyrir að fá að koma inn í dýrðina, en sýn- ingin verður í porti hér í bæ. Það er reyndar ekki fullfrágengið með portið -— ég er enn í stríði við yfir- völd varðandi það. Fólkið verður myndað þegar það kemur inn og Þetta hlýtur að reddast? 5 Fax 22311 -f

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.