Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNPÓSTURINN FÓLK FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994 Þröstur Leo Gunnarsson leikur K. K. Madsen í Leynimel 13 „LífK. K. Madsen er vant að vera íföstum skorðum og allt á að vera á sínum stað. Þeg- arfólkið flyst inn til hans hans. “ Viðkvæmur og lítill í sér Gamanleikritið Leynimelur 13 í leikstjórn Ásdísar Skúladóttur hefur gengið undanfarnar vikur í Borgarleikhúsinu. Leikritið sömdu revíuhöfundarnir Indriði Waage, Emil Thoroddsen og Haraldur Á. Sigurðsson. Það var fyrst sett á svið árið 1943 hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Leynimelur 13 fjallar um það þegar sett eru bráðabirgðalög um leigunám íbúða. Húsnæðisnefndir sveitarfélaga fá þar með vald til að úthluta íbúðum fólks, sem ekki nýtir húsnæði sitt til fulls, til hús- næðislausra. K.K. Madsen klæð- skerameistari hefur nýbyggt sér voldugt skrauthýsi þegar það er tekið leigunámi. Húsnæðislausir flykkjast brátt inn á heimili Madsen og konu hans. Þröstur Leo Gunnarsson fer með hlutverk klæðskerameistarans. „K. K. Madsen er mikill snyrtip- inni,“ segir Þröstur Leo. „Hann er voðalega viðkvæmur og lítill í sér. Hann má þar af leiðandi ekki við neinum utanaðkomandi áhrifum. Líf hans er vant að vera í föstum skorðum og allt á að vera á sínum stað. Þegar fólkið flyst inn til hans fer veröld hans að molna.“ Hefurðu samúð með honum? „Já, ég get ekki sagt annað. Hver einasti maður myndi bregðast eins við og hann við að fá ókunnugt fólk inn á sig. Að auki er þetta fólk í allt öðrum klassa en hann. Þetta er bara húsnæðislaust pakk. K. K. Madsen er aftur á móti með málverk eftir helstu málara þjóðarinnar á veggj- unum og mublurnar sæmdu Bessa- stöðum vel.“ Ertu meira fyrir gamanhlutverkin en alvarlegri hlutverk? „Þetta er eiginlega í fyrsta sinn sem ég reyni við gamanhlutverk að einhverju ráði.“ Platanov var nú dálítið fyndinn. „Já, en hann þróaðist bara þann- ig“ Heldurðu að leikhúsgestum nú- tímans eigi eftir aðfinnast Leynimel- urinn jafnfyndinn og hann þóttifyr- ir 50 árum? „Ég held að við náum að gera sýninguna fyndna. Leikritið var skrifað um það sem er að gerast í þjóðfélaginu á þeim tíma en ég held að það geri ekkert t0.“ Hvaðferðu að œfa nœst? „Ég veit það ekki fyrr en eftir ára- mót. Ég var að vinna í bíómynd í sumar, Tár úr steini, sem er um Jón Leifs. Ætli það sé ekki kominn tími til að taka sumarfríið sitt.“ -GKG „Ég vona að það sé engin geðvonska í þessari bÓKa Hmfn gerir upp fortíðina í nýrri bókÁma Þómrinssonar. „Bókin er svona einhvers konar tegund af yfirheyrslu sem ég sam- þykkti að gangast undir hjá Árna Þórarinssyni. Þetta hefur stund- um verið ansi krappur dans hjá okkur, en þegar menn bæði takast á og um leið ætla sér að vinna sam- an, verður þessi krappi dans oft ástríðufullur. Þannig að þetta hef- ur að sumu leyti verið harðsnúinn tími með honum Árna. En þetta er hans bók, hann er þarna að takast á við viðfangsefnið mig, ég gengst undir uppskurð. Þetta er ekki þannig bók þar sem sá sem talað er við fær að leika al- veg lausum hala“, segir Hrafn. Á hvaða málum er tekið í bók- inni? „Til dæmis er mikið um sam- skipti okkar Vilmundar Gylfa- sonar, ég hugsa að ég hafi þekkt hann einna manna best, svona prí- vat. Við vorum uppeldisbræður og félagar alveg fram til hinstu stund- ar. Svo ræðum við náttúrlega um Listahátíðina, og kynni mín af mönnum eins og Ingmar Berg- man, Oscar Þeterson, Benny Goodman, Astrid Lindgren, Le- onard Cohen, Jaqueline Pic- asso og öllu þessu fólki sem mað- ur hefur kynnst í gegnum árin. Svo náttúrlega um mínar bíómyndir og samskipti við leikara og tækni- menn. Er rétt að bókin hafi verið skoðuð af lögfrœðingum með tilliti til þess hversu langa fangelsisvist og háar skaðabótaupphœðir húm gceti orðið valdur að? „Ég hef ekki hugmynd um það, enda ekki útgefandi bókarinnar. Eins og ég hef sagt þá stend ég fyrir mínum orðum og því sem er haft eftir mér orðrétt. En ég býst við að þegar verið er að ræða mál sem eru mörg hver mjög heit þá vilji útgefandinn ef- laust hafa vaðið fyrir neðan sig.“ Eru einhver högg veitt í bókinni? „Nei, nei, þetta eru bara kitlur. Við komumst náttúrlega ekkert hjá því að koma inn á mál sem hafa slag í slag hrist þetta þjóðfé- lag. Hvort sem um er að ræða fjöl- miðlafár út af myndum eins og Blóðrautt sólarlag eða Óðal feðr- anna, eða þegar Geysir gaus. Þetta eru orðin svo mörg atvik að ég eig- inlega kem þessu ekki saman í höfðinu á mér lengur. Ég vona að það sé engin geðvonska í þessari bók, það er nú yfirleitt ekki í mín- um karakter, ég hef meira gaman af kómískari hliðum lífsins." En mun bókin ekki kotna illa við tieinn? „Allt orkar tvímælis þá gert er og einnig þegar sagt er. Það fer nú allt eftir því hvernig menn taka orð. Ég býst við því að einhver komist í geðshræringu yfir þessari bók, en ég vona að hann komist í góða geðshræringu." -HB Hrafn Gunnlaugsson „Þegar verið er að ræða mál sem eru mörg hver mjög heit þá vilji útgefandinn eflaust hafa vaðið fyrir neðan sig.“ „Þetta var bara erótískur dans(( —segir Linda Amardóttir sem skemmti hátt í eitt hundmð „blindfullum“ karimönnum um síðustu helgi í kariaklúbbnum sem hefurað- seturað Dugguvogi 12. „Margir gestanna, sem eru þekktir forstjómr í bænum, æddu inn á skrifstofuna með ávísanaheftin á lofti og buðu mérborgun tilþess að fam úröllu“ segirhún. „Ég strippa ekki,“ segir Linda Arnardóttir, 22ja ára stúlka úr Reykjavík, sem fékk dágóða upp- hæð um síðustu helgi fyrir að koma fram í karlaklúbbnum að Duggu- vogi 12. Klúbbur þessi hefur verið starfræktur um tíma undir stjórn Geirs Erikssonar, sem öðrum þræði rekur S.Ó kjötvörur í Hafn- arfirði. Linda segir Geir þennan hafa farið þess á leit við sig fýrir nokkru um að vera með strippsjó. „Hann hitti mig og vinkonu mína að máli fyrir nokkru og bauð okkur að dansa í klúbbnum uppi á borðum og spóka okkur og svona fyrir dágóða upphæð. En við vild- um það ekki svo við afþökkuðum boðið. Síðan hringir hann í mig tveimur vikum síðar og bauð mér aftur. Ég sagðist þá gera þetta ef ég mætti ráða ferðinni sjálf, það er, ég var ekki til í að fara úr öllu. Ég var hins vegar alveg reiðubúin að dansa kynþokkafullan dans. Hann tók því. En síðar var mér sagt af mági mínum, sem er besti vinur þessa manns, að Geir hafi auglýst þetta sem stripsjó, sem hefur sjálfsagt verið auglýsingabrella til að ná körl- unum inn á staðinn. Ég vissi auð- vitað ekkert af þessu. Eg fór því í Dugguvoginn í góðri trú og vonaði að allir yrðu ánægðir með það sem ég hefði upp á að bjóða. En þegar ég var búin að dansa komu allir karl- mennirnir snarvitlausir með tékk- heftin og veskin á lofti og spurðu mig- hvað ég vildi mikið til að fara úr öllu. Ég sagði þeim að það þýddi ekkert fýrir þá að reyna að veifa seðlunum framan í mig. Ég myndi aldrei fara úr öllu. Það eru takmörk fýrir því sem maður gerir. Einn þeirra sem var hvað brjálaðastur sagði að þeir væru allir veraldavanir Linda Arnardóttlr séð með aug- um móður sinnar. „Við mamma fáum okkur viskýdreitil saman tökum myndir," segir hún

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.