Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 06.10.1994, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF 31 Morgunþáttur Aðalstöðvarinnar Óskalag sjúklings, þjóðhátíðar- dagar, gæludýrahorn og talnaspeki eru meðal þess efnis sem boðið er upp á í morgunþætti Aðalstöðvar- innar. Stjórnendur hans eru þau Hjörtur Howser og Guðríður Haraldsdóttir og hófst þátturinn í byrjun septembermánaðar. „Þátturinn heitir bara Morgun- þáttur AðalstÖðvarinnar því við höfum enn ekki komið okkur sam- an um betra nafn,“ viðurkennir Hjörtur. „Morgunþátturinn er ætl- aður fullorðnu fólki og hið talaða orð er haft í öndvegi. Við ætlum ekki að hafa kúk- og pissbrandara út í eitt heldur tala þegar okkur fínnst við hafa eitthvað að segja.“ Þau Hjörtur og Guðríður hafa bæði starfað á Aðalstöðinni áður. Ásamt hundinum sínum stýrði Hjörtur síðdegisþættinum Mosa en Guðríður var aftur á móti með þáttinn Gurrí og górillan sem og bókmenntaþátt ásamt Kolbrúnu Berþórsdóttur. „Við höldum inni þeim atriðum sem okkur fannst ganga vel upp í fýrri þátt- um okkar,“ segir Hjörtur. Haldið er uppi ötulli gagnrýni í Morgunþættin- um og meðal annars er eitt kaffihús tekið fyrir í viku hverri og því gefin einkunn í kaffibaunum. Hægt er að fá to baunir. „Við Guðríður erum mjog ólík en þó erum við sammála um svo margt. Guðríður er hin milda ög mjúka náttúrumanneskja en ég er fulltrúi töffaranna sem standa ekki inn í strætóskýlinu þótt hann rigni,“ segir Hjörtur borginmann- iega. „Við höldum að margir hlusti á þáttinn okkar og höfum í raun ekki aðra staðfestingu á því en þær símhringingar sem okkur berast. Við viljum koma á framfæri þökk- um til þeirra hlustenda sem haft hafa samband og hvetjum þá til að halda áfram að segja okkur hvað þeir vilja heyra í morgunþætti." Hjörtur Howser: „Guðríður er hin milda og mjúka náttúrumann- eskja en ég er fulltrúi töffaranna sem standa ekki inni í strætóskýli þótt hann rigni.“ Tyrkland - ísland Sjónvarpið sýnir beirrt Sjónvarpið mun sýna leik Tyrkja og Islendinga beint þann 12. október næstkomandi. Leik- urinn er liður í Evrópukeppni landsliða en eins og menn muna töpuðu íslendingar naumlega fyrir Svium í fyrsta leik riðilsins á LaugardálsveÍIinum. Arnar Björnsson og Bjarni Felixson halda utan með landsliðinu á sunnudag og lýsa beint Arnar í Sjónvarpinu og B Rás 2. mennská hér heima og við út í nóvember. Við spila í þýskalandi, Hollandi og Belgíu til að fýlgja síðustu plötu eft- ir og kynna nýja plötuna. Ánnars er þetta dálítið þannig að maður veit aldrei hvað gerist, við gætum þess vegna farið út á morgun eða þá ekki fyrr en í desember. En það er margt í gangi og þetta verður bara að skýrast með tímanum," segir Gunnar Bjarni. ■ Jet Black Joe að gefa út nýja plötu „Málið er að gera það sem mann lang- ar til en ekki það sem markaðurinn heimt- ar.“ „Músikin er orðin harðari og kraftmeiri. Það er meiri tilrautia: starfsemi í gangi en áður hefur ver-' ið hjá okkur,“ segir Gunnar Bjarni, gítarleikari í Jet Black Joe. Jet Black Joe er að koma með nýja plötu og ber hún nafnið Fuzz, útgáfutónleikar nýju plötunnar verða í Rósenberg á morgun. „Fuzz er svona Hendrix-sound og ís- lenska þýðingin á orðinu er, loðið. Platan kemur að vísu elcki út fyrr en í nóvember, en við verðum með þessa tónleika á morgun vegna þess að það eru að koma hpllenskjr blaðamenn t-il landsins að spjalla við okkur og því þurftum við að svindla aðeins á tímanum.“ Á plötunni eru tólf lög og á Gunnar Bjarni flest þeirra eins og áður á plötum sveitarinnar. „Okkur langaði að spila kraft- meiri músik, lög sem er gaman að spila á tónleikum, þó er eitthvað af melódíum á plötunni. Við erum ekkert hræddir við sölu plötunnar þó að hún sé dálítið pönkuð, málið er að gera það sém mann sjálfan langar til en ekki það sem markað- urinn heimtar.“ Gunnar Bjarni segir að nýja plat- an komi iíklega út í Evrópu í febrú- ar og þá verði aðallega einblínt á Benelux-löndin, Norðurlöndin og Þýskaland. Annars fari það eftir því hvernig síðasta plata sveitarinnar gangi í Evrópu, en verið er að markaðssetja hana þar um þessar mundir. „í vetur tekur við grimm spila- Vinsæll sýnd- arveruleikií Tunglinu Það var nolckuð einkennileg stemmning í Tunglinu um síðustu helgi. Fullorðið fólk þyrptist í bið- röð til þess að freista þess að kom- ast í tölvuleik. Og engan venjulegan tölvuleik. „Ég er alla vega orðinn al- veg sjúkur,“ segir Kiddi Bigfoot, skemmtanastjóri í Tunglinu, sem heldur ekki vatni yfir sýndarveru- leikatækinu sem búið er að koma fyrir í Tunglinu fram yfir næstu helgi. En fræðumst um fyrirbærið. „Það sem gerir „Virtual Reality“, eða sýndarveruleikatækið frá- brugðið öðrum tölvuleikjum er það að þátttakandinn er hluti af leikn- um og stjórnar atburðarásinni með eigin hreyfingum.“ Tveimur stórum slíkum tækjum hefur verið komið fýrir í Tunglinu á vegum Smirnoff-umboðsins á Is- landi þeim að kostnaðarlausu og jafnframt gestum staðarins. „Það er bara einn leikur í boði, Game Hunter. Maður setur á sig hjálm og stýrir svokölluðum joystick (gleðipinna) sem virkar eins og byssa. Maður getur því bæði stjórn- að leiknum með líkamshreyfingun- um og höndunum, til dæmis þegar maður hreyfir hausinn fýlgir leik- urinn með.“ Tæki sem þessi eru verulega vin- sæl úti í heimi um þessar mundir, bæði skemmtistöðum og stærri spilastöðum. Um þessar mundir er það að ryðja sér inn í hið svokallaða PC-kerfi, það er að segja í heimilis- tölvurnar, en það er eflaust nokkuð í að það skili sér til íslands. En hvað fœr maður svo að vera lengi í tœkinu í senn? „Það er misjafnt. Það fer eftir því hvað maður er góður, sumir ná bara að vera í þrjár mínútur en mest er hægt að vera í kortér,“ segir hann og bætir við: „Við erum að Kiddi Bigfoot í tölvuátfittinu með gleðipinnann. Hann segist vita til þess að krakkar eigi erfitt með að komast í tölvuleiki fyrir mæðrum sín- um. stefna að því að kaupa svona tæki. Þau eru hins vegar dýr. Eitt kostar sex milljónir króna erlendis en þá á effir að tolla þau og svo framvegis.“ Þótt tölvukynslóðin sé ekki vaxin úr grasi, það er að segja hún er vart komin á skemmtistaðaaldurinn, kemur þessi mikli tölvuleikjaáhugi ekld á óvart, alltént ekki í Ijósi þess- arar útskýringar Kidda: „Ég veit í það minnsta um nokkur heimili sem eru með Nintendo-tölvur þar sem krakkarnir eiga mjög erfitt með að komast í tækin fýrir mæðr- um sínum.“ Þetta gildir væntanlega um eldri systkini einnig, eða þau sem sækja skemmtistaðina. ■ POPP Leifturhraði Speed ★★★ Keanu Reeves er tjómandi geðsleg hetja og ekki jafn úttútnaður og margir kollegar hans íþvífagi. Það er líka kostur við myndina að hún er ekki jafn úttútnuð og myndirnar þeirra. 4.45 - 6.50 - 9.00 - 11.15 Skýjahöllin ★★ Ábyggilega ekkert óhollt fyrír börn en tilþrifalítið fyrst og fremst. Krakkar og dýr leika ágætlega, en fullorðnir leikarar eru íkeppni í ofleik. 5.00 - 7.00 - 9.00 Umbjóðandinn The Client ★★★ / rauninni er ekki minnsta ástæða til að kvikmynda flóknar skátdsögur Grishams. En þetta er þó skásta tilraunin. 9.00 - 11.10 Sonur bleika pardusins The Son of the Pink Panther ★ Ein mynd með Roberto Benigni er kappnóg. Þegar þær eru orðnar tvær í þess- um litla bæ er orðinn alltof stór skammtur af þessum sprellikaríi. 7.05-9.10- 11.15 Leifturhraði Speed ★★★ Það er krístilegt af Keanu Reeves að vilja bjarga strætófarþegum í Los Angeles. Það eru víst ekki margir sem telja púkkandi upp á svoleiðis lið. 4.45 - 6.50 - 9.00- 11.15 Sannar lygar True Lies ★★ Schwarzenegger kann ekki að dansa tangó en getur fundið upp ótal brögð til að niðurlægja konuna sfna. Hún elskar hann bara meira fyrir vikið. Þegar hann mætir á Harrier-þotunni fer maður að hail- astá band með terroristunum. 5.00-6.45-9.00- 11.00 Ég elska hasar I Love Trouble ★★ Það var náttúrlega argasti mis- skilningur að Julia Roberts skyldi verða heimsfræg kvikmynda- stjarna. Enda er hún óðum að missa þá tign. 9.00 Steinaldarmennirnir The Flint- stones ★★ Það er mikið affrauð- plasti og margt haganlegt gert úr því. Vandinn er bara sá að þetta er allt frekar leiðihlegt. 5.00 -7.00 Háskólabió Kúrekar í Npw York The Cowboy Way ★ Mætti maður þá frekar biðja um Kúreka norðursins. Woody Harrelson lætur eins og fífl en er samt skásti partur myndar- innar. 5.00 - 7.00-9.00- 11.00 Jói tannstöngull Johnny stecc- hino ★ Eini brandarinn í myndinni dugir ekki til að halda manni vak- andi i tvo tíma. Roberto Benigni er ákaflega þreytandi leikari. 7.05 - 9.10-11.15 Blaðið The Paper ★★ Það er augljóst að höfundarnir þekkja vei til starfa á blaði. Því er myndin möst fyrir fagfólk og kannski ekki svo ónotaleg dægrastytting fyrir aðra. 5.00 - 7.00- 9.00- 11.10 Fjögur brúðkaup og jarðarför Four Weddings and a Funeral ★★★ Breska yfirstéttin makarsig í ágætri kómedíu og Hugh Grant er sjarm- erandi hjálparvana. Enda dreymir konur um að taka hann að sér. 5.00 - 7.05 - 9.05 - 11.15 Laugarásbíó Dauðaleikur Surviving the Game ★ Ekta „freeze motherfucker"- mynd með hinum óviðfelldna lce T. 5.00 - 7.00 - 9.00- 11.00 Regnboginn Neyðarúrræði Desperate Reme- dies O Þegar líður á langar áhorf- andann að hefna sín á öllu þvíljóta og leiðinlega fólki sem gerði mynd- ina. Sérstaklega þó búningahönn- uðinum. 5.00 - 7.00 - 9.00- 11.00 Allir heimsins morgnar Tous les matins du monde ★★★ Voða- lega siðfáguð mynd. Sem breytir þvíekki að þetta er ekkkert annað en myndskreytt skáldsaga. En músíkin er falleg. 5.00 - 7.00 - 9.00 - 11.00 Gestirnir Les Visiteurs ★★★ Mátulega vitlaus kómedía sem kemur þeim á óvart sem héldu að Frakkar hefðu engan húmor. 5.00- 7.00-9.00- 11.00 Sögubió Skýjahöllin ★★ Mynd fyrirbörn sem gera ekki miklar kröfur um persónusköpun. 5.00 - 7.00 - 9.00 - 11.00 Umbjóðandinn The Client ★★★ / fyrrí myndum eftir bókum Gris- hams voru Tom Cruise og Julia Roberts. Leikaravalið hér er mikil framför. 4.45 -6.50-9.00- 11.10 Stjornubio Ulfur Wolf ★★ Jack Nichoison kann þessa rullu utanað núorðið. Glottið á honum er orðið voða rú- tínerað. 4.45 - 6.50 - 9.00 - 11.20 Biódagar ★★★ Hér er margt sem gleður augað. Meistarar myndar- innar eru Jón Sigurbjörnsson og propsmaðurinn sem reddaði spur- flöskunum. En það vantar einhverja þungamiðju. 5.00 - 7.00 - 9.00 Tilgerð og leiðindi Neyðarúrræði Desperate Remedies Regnboganum o Jól TANNSTÖNGULL JOHNNY STECCHINO HáSKÓLABÍÓI ★ I einhverri stílfærðri ný-sjá- lenskri fortíð þvælist um ljótt og leiðinlegt fólk, almúginn er kaun- um hjaðinn og styttir sér stundir við að hlæja ógeðslegum tryllings- hlátri, heldra fólkið er klætt í skræpóttar gardínur og hefur ekki Bíó ___________ Egill Helgason undan að senda hvort öðru losta- fullt og þýðingarmikið augnaráð. Þessi augnaráð eru eini vísirinn að dramatískri spennu í myndinni. Á köflum er þetta reyndar pínu- lítið hlægilegt, alveg á óvart, að menn skuli hafa nennt að gera þetta af slíkri alvöru. En í heildina er þetta skelfilega tilgerðarlegt, leiðin- legt andlega allslaust og úr tengsl- um við allt. Það er auglýst að þetta eigi að vera einhvers konar gesamtkunst- werkþar sem renni saman þættir úr leikhúsi, óperum og kvikmyndum (og erótík (sic!)). Og kannski hefur höfundunum fundist þeir hafa ver- ið komnir vel áleiðis með að finna einhverja merkilega niðurstöðu í þessum expressjóníska ýkjustíl. Áhorfandanum fer hins vegar smátt og smátt að líða eins og hafi verið gubbað á sig. Og viðbrögðin eru þau að hann langar til að gubba á móti. Sérstaklega á búningahönn- uðinn sem missir gjörsamlega stjórn á sér þegar líður á myndina. Annar ýkjumaður er á ferðinni í Háskólabíói. Ég man að mér þótti ítalski leikarinn Roberto Benigni ákaflega fýndinn í Down by Law. Þegar hann sagði söguna um það hvernig móðir hans eldaði kanínu hélt ég kannski að hann væri snill- ingur. En kannski var það bara leik- stjórinn Jarmusch sem er svona snjall, því í gamanmyndinni Johnny Stecchino kemur annað á daginn. Benigni fettir sig og grettir og lætur öllum illum látum sem fýrr; það verður ekki skafið af hon- um að hann er mikill gúmmíkarl. En mikið er hann þreytandi. Það er raun að horfa á hann. Og ekki bæt- ir úr skák að það er ekki nema einn brandari í myndinni og sá ekkert sérstaklega fyndinn. En langur er hann. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.