Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNPÓSTURINN MENNING MÁNDDAGUR 10. OKTÓBER 1994 Listu Fagurt syngur svanurinn 56 ISLENSK EINSÖNGSLÖG Tvöfaldur GEISLADISKUR Útgefandi: Gerðuberg Dreifandi: Japis „Fagurt syngur svanurinn" er nafnið á albúmi með tveimur geisladiskum sem innihalda ein- göngu „síðasta lag fyrir fréttir“ músík. Á þeim eru hvorki meira né minna en fimmtíu og sex íslensk einsöngslög, þar af níu þjóðlög, og mætti ætla við fyrstu sýn að aðeins örvasa gamalmenni hefðu áhuga á að kaupa þá. Svo er þó ekki. Islend- ingar eru nefnilega fram úr hófi söngelskir, og hafa bæði ungir sem aldnir unun af að hlusta á fagra tónlist, sérstaklega ef hún er sung- in. Klassík Á diskunum er stiklað á stóru á því sem hefur verið að gerast í sönglistinni hérlendis síðustu hundrað árin eða svo. Nú munu ís- lensku einsöngslögin vera orðin um þrjú þúsund talsins, svo hér er aðeins um eins konar þverskurð að ræða. Flytjendurnir eru ekki af verri endanum, heldur teljast þeir meðal skærustu söngstjarna lands- ins. Þetta eru þau Sverrir Guð- jónsson kontartenór, Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Kolbeinn Ketilsson tenór, Rannveig Fríða Bragadóttir mezzósópran, Krist- inn Sigmundsson bassbaryton, Sóirún Bragadóttir sópran og Garðar Cortes tenór. Hver söngv- ari syngur um það bil átta lög áður en kemur að þeim næsta, en Sverrir Guðjónsson nýtur þó sérstöðu, því aðeins hann syngur þjóðlög, aldrei fleiri en tvö í hvert sinn. Fyrri disk- urinn hefst einmitt á honum, síðan kemur Sigrún Hjálmtýsdóttir, svo Sverrir aftur, þá Kolbeinn Ketils- son, því næst Sverrir enn á ný og þannig koll af kolli út báða diskana. Þetta er smekklegt fyrirkomulag, því þannig er blandað saman síð- ustu hundrað árum og grárri forn- eskju og maður skynjar betur þró- unina síðan þjóðlögin voru og hétu. Sum lögin eru líka beint eða óbeint sprottin úr gömlu hefðinni. Söngvararnir standa sig framúr- skarandi vel eins og við var að bú- ast. Sólrún Bragadóttir er stórkost- leg og að mínu mati stjarna disks- ins. Rannveig Fríða Bragadóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir eru litlu síðri, og karlmennirnir standa sig einnig prýðilega. Hér er auðvitað ekkert pláss til að fjalla um flutning einstakra laga, en þó verð ég að minnast á þjóðlögin í túlkun Sverr- is Guðjónssonar. Hann hefur sæta „Þegar best lœtur hristir listin upp í skilningarvitunum og kemurþannig róti á hugann. Ég hygg að þetta hafi Lind tekist með sýningu sinni. “ og ómþýða rödd sem hentar þess- um litlu lögum einstaklega vel. Gallinn við diskana er sá að upp- takan er ekki eins og best verður á kosið. Það er full mikið bergmál sem virðist vera í tísku hjá upp- tökumönnum hérlendis um þessar mundir. Nægir að benda á flesta af diskunum sem komu út um síð- ustu jól því til staðfestingar. Kven- raddirnar þola bergmálið vel, sömuleiðis hin háa kontratenór- rödd Sverris, en heldur syrtir í álinn eftir því sem neðar dregur. Kol- beinn Ketilsson hljómar beinlínis draugalega þegar hann syngur Smaladrenginn eftir Skúla Hall- dórsson, og einnig er margt skuggalegt sem Garðar Cortes læt- ur út úr sér þó hann syngi vel. Rödd Kristins Sigmundssonar virðist aft- ur á móti þola bergmálið betur, hvernig sem nú á því stendur. En verstur er tónninn í píanóinu; bassanótarnar yfirgnæfa oft þær háu, og stundum verður útkoman nánast pínleg, eins og til dæmis í laginu „Regn í maí“ eftir Jón Ás- geirsson. Þar hverfúr margt sem á að heyrast, og hljómar píanóið sem af hafsbotni. Þetta þykir mér mið- ur, því ekki er við Jónas Ingi- mundarson að sakast, sem leikur undir í öllurn lögunum og skilar sínu að öðru leyti prýðilega. Ekki get ég látið staðar numið án þess að minnast á kápu disksins, sem er ekki sú glæsilegasta. Hún er heiðblá með hvítum kössum, og inn í þeim eru nöfn söngvaranna. Framan á kápunni má sjá vesældarlega, svart/hvíta mynd af manni sem horfir á brimið við Vestmannaeyj- ar. Þetta er nokkuð dæmigert fyrir klassíska geisladiska hér á landi. Ef selja á diskana verður að hugsa meira um útlit þeirra. Tónlistar- flutningurinn stendur nefnilega ekki alltaf bara fýrir sínu. Sérstak- lega ekki hér. ■ Frábær túlkun á islenskum einsöngslögum, enda ekki nein- ir viðvaningar á ferðinni. En upptakan er verri, og kápan verst. Á undan kaffinu og korginum LlND VÖLUNDARDÖTTIR GallerI Sævars Karls 7. - 27. okt. Það liggur beinast við að ætla að það hafi ekki verið rökhugsunin ein sem hafi komið Lind Völundar- dóttur til að setja 50 10 x 10 cm gull- itaða stólpa upp á endann og mis- munandi bolla ásamt undirskál ofan Myndlist Hannes Lárusson á hvern stólpa. Stólparnir standa óreglulega í rýminu, þó dálítið vinstra megin þegar komið er inn. Á einum veggnum eru klunnalegar blýantsteikningar af stólpunum og bollunum. Á öðrum vegg eru sjö litljósmyndir teknar af stólpunum þar sem rissið á veggnum myndar eins konar bakgrunn. Þegar þessi sýning er skoðuð er réttast að hafa það í huga að í listsköpun er tæpast um að ræða beinharðar skilgrein- ingar á veruleikanum, í listaverkum er fremur að finna framsetningar sem leiða til nýrra upplifana. Þegar best lætur hristir listin upp í skilningarvitunum og kemur þannig róti á hugann. Ég hygg að þetta hafi Lind tekist með sýningu sinni. Það er gaman að sjá fimmtíu mismun- andi bolla á stólpum í sjónhæð; spá létt í aldur og hönnun, hafa þeir ver- ið notaðir, voru þeir keyptir á forn- sölum, eru þeir gjafir, hnuplað, og svo framvegis. Það er til dæmis at- hyglisvert að bollarnir eru fjölda- framleiddir og virðast allir fremur ódýrir, margir eru skandinavísk eða hálfskandinavísk hönnun ffá sjötta eða sjöunda áratugnum og þá oft með einhvers konar geometrískum stílfærslum, á flestum bollum virðist hins vegar vera hefðbundið blóma- skraut. Ég tók eftir eiginlegum myndum á einungis þremur boll- um. Á einum voru nokkrar skjöld- óttar kýr, á öðrum var táknmynd fýrir kaffibar; svartur riddari á hesti, á þeim þriðja var Jesú Kristur eða annar heilagur maður með geisla- baug í bleikum kirtli að gefa að því er virðist hvítklæddu fermingar- barni heilagt sakramenti. Þannig gæti gesturinn sökkt sér ofan í boll- ana góða stund áður en hann fer yfir götuna og fær sér kaffi. Á bollasýningu má þó ekki gleyma að löngum hafa konur séð meiri fróðleik fólginn í kaffilögginni og korgnum sem þornar í botni bollanna heldur en útliti þeirra. Það er því full ástæða til að hvetja list- unnendur að nota nú tækifærið og spá í bolla Lindar Völundardóttur áður en þeir lenda aftur í umferð í eldhúsum borgarinnar og konurnar byrja enn að spá og spinna sína vefi. ■ Sýningin er björt og sjónræn. Ljósmyndirnar og veggjarkrotið orka tvímælis. Fallegsti óður til kaffibollans innan íslenskrar myndlistar fram að þessu. Rússlandsklisjur Rússneska SÖNGKONAN Danskir KVIKMYNDADAGAR HáskólabIói Ástæða er til að vekja athygli á danskri kvikmyndaviku sem stend- ur yfir í Háskólabíói fram á næstu helgi. Að sama skapi er ástæða til að vara frekar við bíómyndinni Rúss- nesku söngkonunni sem þyngslast áfram meðal annarra og væntanlega betri bita á hátíðinni. Efnið lofar svo sem ekki slæmu og hefði sjálfsagt dugað einhverjum í þolanlegan þriller. Tvö lík finnast í íbúð í Moskvu, annað er af danskri sendi- ráðskonu, hitt af rússneskri vændis- konu. En þar klárast hugmynda- auðgin, myndin veltist út í enda- lausar klisjur um rússneska þjóð og hvað glundroðinn sé mikill í Rúss- landi og hvað Rússar hafi, þrátt fýrir allt, mikla sál. Það er mikið faðmast og sungið, nokkuð um mæðuleg augnaráð og margir segja með sterk- um rússneskum hreim: „In Russia we have...“ Og svo framvegis. Há- punktinum er þó náð við gröf Past- ernaks þegar óþolandi tilfinninga- söm kvenhetja lýsir því yfir að „po- ets never die“. Þá má sjá blika tár á hvarmi danska aðalleikarans. Þá er sagan löngu gleymd og skiptir engu máli því kvikmynda- hópurinn danski er löngu búinn að týna sér innan um alla fínu töku- staðina í Moskvu (sem hann telur Uppsetningar Halldórs E. Laxness hafa verið umdeildar. Á laugardaginn frumsýnir Frjálsi leikhópurinn „True Westcc eftir Sam Shepard í leikstjórn Halldórs. Falskir draumar vestri? „Það er með hans bestu leikritum og skrýtið að skuli ekki hafa verið sett upp hér fýrr. Ég stóð í samn- ingaviðræðum við Þjóðleikhúsið um að fá inni með það þar en það gekk ekki upp og ég veit ekki alveg ástæður fyrir því. Þá ákvað ég að kýla á þetta sjálfur. Þetta verk smell- passar við leikhópinn sem er ákaf- lega áríðandi og ekkert algengt að svo sé.“ Vestrí snýst um dramatískt uppgjör brceðrn en þú heldurþvífram að þetta sé tragikómedía - í hverju felstgrínið? „Það er mikil kómedía sem felst í því að menn eru að leika einhverja aðra karaktera en þeir eru sjálfur. Halldór E. Laxness hefúr flækst víða um heim og stúderað leiklist. Hann hafði sex ára viðveru á Ítalíu að lasra.lgik og vinna með leikhóp. Þaðan fór Halldór til Kanada og fékk inni á stofnun sem heitir Banff Center for the Arts sem hann segir að hafi verið algjör draumur í dós, „stórkostlegur staður þar sem ég fékk að vinna sem leikstjóri og höf- undur með öll tæki, ganga laus og vinna eins mikið og mig Iysti.“ Los Angeles var næsti viðkomustaður en þar nam Halldór leikhús, leikstjórn og kvikmyndaleik. Auk þess starfaði hann þar með leikhópi. „Ameríka er hörkuskóli það var gott að komast í þetta skemmtana- kapítal þar sem vinnubrögð eru svo- lítið sérkennileg en ekki verra að læra þau. Þetta eru svona skemmt- anapípulagnir að hætti Hollywood og amerísku línunnar og ekki mjög hátt skrifaðar af ýmsum hér á landi. En kaninn kann sitt fag og þar lærði ég mikla og góða tæknivinnu sem er ekki lítils um vert. Menn verða ekki leikstjórar eða listamenn einn tveir og þrír og það er gott að kunna að nota tækni til að koma sínum hlut- um á framfæri.“ En að Shepard, hvað er svona frd- bœrt við hann? „Hann er einkar spontant höf- undur. Hann þekkir mjög vel til þeirra stétta sem hann skrifar um - hann hefúr verið hluti af þeim - og þar af leiðandi verður það sem hann skrifar mjög raunverulegt. Hann vinnur hratt og er þar af leiðandi hrár en þessi hráleiki gefúr honum sérstakan tón sem á einkar vel við í okkar nútíma þjóðfélagi.“ En þetta tiltekna verk, Sannur FJm helgina opnaði Anna Jóhannsdótt- ir, nýútskrifaður myndlistarnemi, sýn- ingu í Gallerí Sólon íslandus. Eins og flestum myndlistarmönnum finnst henni erfitt að lýsa myndverkum sínum með orðum en segir þó að þær byggist að nokkru á hljómfalii náttúrunnar; á mikilli orku, enda hefur hún gaman af dansi sjálf. Anna hefur mikið dansað og sýnt Afró- dansa í Kramhúsinu. Fimmtán stórar myndir verða á sýningu hennar Sólon Islandus ffam til 23. októb- er. En því miður getur hún ekki verið við- stödd fyrstu einkasýningu sína þar sem hún er nú komin til Parísar í framhalds- nám við hin virta listaskóla École Nation- ale Supérieure des Arts Décoratifs. Valdemar Orn Flygenring sem flækingurinn Lee og Magnús Ragn- arsson sem menntamaðurinn Austin. Marga dreymir um að vera einhverj- ir allt aðrir en þeir eru og það verður fýndið að sjá menn rembast við það. En þegar einstaklingur kemur und- an þeim leik stendur hann eftir af- skaplega lítill sem er harmrænt: Að sjá þetta lítinn karl undir þessum stóra fleti.“ Það er líklega rétt að þú fáir að svara spurningunni: Hvaða erindi á þetta við okkur? „Eins og titillinn ber með sér er þetta vestri og vestrastemmningin er mjög sterk hér þó að við þykjumst vera orðin mjög kúltiveruð. Menn eru í atkvæðakaupum og dílingum og subbuskap. Pólarnir, plús og mínus, eru sterkir í verkinu. Við er- um með þessa tvo bræður. Annar hefur gengið menntaveginn en hinn er fullkominn flækingur — búinn að standa í dílíngum og alls konar hlutum og heldur því alltaf fram að hann geti komið sér áfram í ein- hverju frjálsu framtaki. Svo kemur það upp úr kafinu að það eru allt einhverjir falskir draumar. Bræð- urnir berjast og þegar það gerist skapast mikil eyðilegging og yfirleitt tapa allir. Þessir menn gleyma sér í miklli baráttu sem felur í sér mikla eyðileggingu. Þeir leggja heimilis- tæki hverfisins í rúst, búsáhöld, rit- vélar og svo framvegis og stúta heimili móður sinnar.“ Er ekki dýrt að vera með þessi lœti? „Jú, og þetta stendur í járnum peningalega - algjör Las Vegas Bíó sig líklega hafa fundið fýrstur allra) og í því hvað rússnesku aukaleikar- arnir eru heillandi viðkunnanlegir og eiga heillandi bágt og eru því eig- inlega stikkfrí frá því að leika, heldur mega bara vera sitt dásamlega rúss- neska sjálf. ■ Danir fara til Rússlands að leita að einhverri mikilvægri nið- urstöðu og úr verður bastarður. Rökréttur heimur Gumps Forrest Gump BIóhölunni, HAskólabIöi Helsti kosturinn við Forrest Gump er að hann er alltaf samur við sig. Það er alveg sama hvernig heimurinn verður vitlausari og vitlausari og allir eru að farast í honum, tortíma öðrum en þó aðallega sjálfúm sér - Forrest Gump er alltaf hárnákvæmt trúr upp- lagi sínu. Gump lifir á litlum bút af heimin- um og hann tekur þennan bút með sér hvert sem hann fer. Besti vinurinn sem hann eignast er annar afglapi sem lifir á öðrum jafnagnarsmáum bút. Það er dæmi um finlega frásagnarlist bíómyndarinnar að bútarnir þeirra vinanna tengjast ekki. Þeir reyna ekki að skilja hvor annan, gefa neitt eða taka neitt hvor frá öðrum - þannig byggist vinátta þeirra á fullkominni tillitssemi og virðingu. Ástæður Gumps fýrir því að gera eitthvað eru alltaf fullkomlega ein- faldar og rökréttar - á sinn hátt. En það eru ekki ástæður hinna sem telja sig virka og jafnvel mikilvirka þátttak- endur í sjónarspili lífsins. Kannski fer Gump svipaða leið og þeir - af því þangað eru allir að fara - en í allt öðr- um erindagjörðum. Og af því kvik- myndin heldur sig samviskusamlega við sjónarhorn Gumps fer áhorfand- anum smátt og smátt að finnast að einungis búturinn hans sé raunveru- legur; að heimur Gumps sé rökréttur, heimur hinna rökleysa. Flestir nema hann hendast um eins og vígahnettir, í spennu sem er nánast tilgangur í sjálfú sér. Hún er enda- slepp en stundum er hún eins og dýpsta merking þess að lifa. Gump er álengdar en annað veifið slæðist hann óvart inn í þennan flókna leik, líkt og til að árétta það hittir hann þrjá Bandaríkjaforseta, spilar borðtennis í Rauða-Kína og kemur upp urn Wat- ergateinnbrotið, en alltaf án þess að hafa snoðrænu um reglurnar. Á end- anum er það samt ekki hann sem er útúrdúr heldur allt hitt sem án afláts leitaði frá útjaðrinum inn að miðju. Hann er fullkomlega heilsteyptur og með hann í forgrunni verður bak- sviðið, saga Bandaríkjanna í þrjá ára- tugi, eins og dauft flökt; líf æskuástar- innar sem lætur berast með öllum tískubylgjum þessa tímabils eins og gráthlægilegt fikt. Að þessu leyti er Gump heilagur maður, heilagur bjáni. Heimur hans er lokað kerfi. Efasemdir ná ekki að brjótast þangað inn og heldur ekkert illt. Góðmennska hans byggist frekar á eðlisávísun en einhverju siðferðis- kerfi. Mitt í bjánaskapnum heldur hann alltaf sinni reisn. Og þar er hann svosem ekki einn á báti. Svona per- sónur eru ekki nýgræðingar í heims- bókmenntunum eða kvikmyndasög- unni. Gump hefúr ýmsa drætti frá náungum eins og góða dátanum

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.