Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 11 ættleiddu 20 karlmenn stjúpbörn sín á árunum 1991 til 1993 en það er önnur saga. Ættleiðingum fækkaði hins vegar verulega frá 1986 til 1990 eða um þriðjung, en þá voru 48 Umhverfisráðherra og frú ættleiða barn í Kólumbíu Merkilegt hversu fáir Islendingar hafa snúið sér hingað sagði Össur Skarphéðinsson þegar Morg- unpósturinn náði tali afhonum í Kólumbiu. Eins og komið hefur fram ætt- leiddu Össur Skarphéðinsson umhverfísráðherra og eiginkona hans, Árný Erla Sveinbjörns- dóttir jarðfræðingur, tveggja mánaða stúlkubarn fyrir þremur vikum. Vegna mikillar skrif- finnsku eru þau enn þar í landi, en koma heim um helgina eftir fimm vikna dvöl. MORGUNPÓSTURINN náði tali af hinum nýbakaða föður þar sem hann var í gærdag stadd- ur á hóteli í Kólumbíu. „Það er al- veg klárt að málin hér niður frá ganga upp. Kerfið í Kólumbíu er pottþétt og mjög skilvirkt. Ég er í raun alveg hissa á að ekki hafi fleiri fslendingar leitað á þessar slóðir." Fjögur ár eru síðan þau Össur og Árný fóru að vinna að því að ættleiða barn fyrir alvöru. „Þó að í okkar tilfelli hafi málin gengið heldur hægt fyrir sig er það ekki vegna kerfisins hér. Á þessum tíma kom bæði upp misskilningur og svo reyndum við fýrir okkur annars staðar. Við rérum fyrir í margar víkur í þessu máli og erum búin að standa í þessu algjörlega ein frá upphafi. En venjan er sú að ættleiðing í Kólumbíu taki ekki meira en tvö ár. Hvernig kom þetta til? „Við fengum upphaflega heim- ilisfang þessarar stofnunar frá ætt- ingjum okkar búsettum í Banda- ríkjunum. í framhaldi af því dutt- um við niður á kólumbísk systkini sem búsett eru á fslandi, Þau reyndust okkur afar vel, sem og fjölskylda þeirra í Kólumbíu." Því hefur verið haldið fram að ráðamenn í Kólumbíu hafi greitt götu þína íþessum tnálum? „Þegar ég fór hingað til Kól- umbíu í vor hitti ég fullt af ráða- mönnum, þar á meðal kollega minn úr kólumbíska umhverfis- ráðuneytinu, en það var ekki svo að þeir hafi greitt götu mína. í þessari ferð kynntist ég hins vegar mikið af fólki sem hefur reynst mér mjög vel síðan í þessum mál- um. Össur segir hins vegar töluvert erfitt að standa í þessu á eigin veg- um vegna þess hve bírókratían er erfið. Við ættleiddum í gegnum hálfsjálfstæða kaþólska stofnun sem hefur verið rekin hér í sextíu ár, en er undir umsjá fjölskyldu- ráðuneytisins í Bogotá. Fyrir utan það að gangast undir ýmiss konar kannanir heima, að þeirra ósk, eins og sálfræðipróf, úttekt á heimili, svo þarf maður að sýna bankayfirlit, sakavottorð, með- mæli og fleira, fara ættleiðingar- mál hér almennt í gegnum tvo fé- lagsráðgjafa, þar af tvisvar í gegn- um annan þeirra og í gengum Sri Lanka. Flest eru þau börn í dag á aldrinum átta til tíu ára. Lokað hef- ur verið fyrir ættleiðingar þaðan nú, ekki þó vegna þess hvernig fs- lendingar stóðu að málunum, held- ur vegna innanríkismála þar í landi. Á árunum 1980 til 1985 voru ætt- leidd að meðaltali 73 kjörbörn á ári. Inni í þeim tölum er innlendar ætt- leiðingar, þó ekki fósturforeldra heldur fósturfeðra. Að meðaltali Össur og Árný Erla Ættleiddu tveggja mánaða gamla kólum- bíska stúlku. dómskerfið. Þegar það er yfirstað- ið þarf barn að fá kennitölu og ríkisborgararétt. Allt tekur þetta gríðarlegan tíma í þessu hægma- landi kerfi. Það kostar líka tölu- vert að ferðast til Kólumbíu og dvelja í fimm vikur. En að auki þurftum við að ráða okkur lög- fræðing og túlk því hérna vita menn ekki að annars staðar í heiminum sé töluð enska.“ Össur segir töluvert um að Bandaríkjamenn sæki til Kólumb- íu til að ættleiða börn, enda séu þau að mörgu leyti lík Bandaríkja- mönnum. Ennfremur sem fjar- lægðin er ekki mikil. „Hér er allt slegið í gadda þann- ig að enginn möguleiki er á að fara með börn ólöglega út úr landinu. þetta er bara stefna sem landið hefur tekið, en hér er fátækt og styrjaldir í ýmsum héruðum og því fullt af foreldralausum börn- um sem þeir vilja ættleiða innan- lands sem utan og hafa skilvirkt kerfi í stað þess að láta þessi börn alast upp á götunni. Þeir ættleiða meira að segja allt upp í tíu ára börn sem eru auðvitað altalandi en láta þau frekar til latnesktmæl- andi landanna. En oft varðar þetta þjóðarstolt, þótt það séu til dæmis miklar hörmungar á Balkansaga og fúUt af foreldralausum börnum, eru þau ekki ættleidd til annarra, þjóðarstoltsins vegna. Ég verð að segja Kólumbíu til hróss að þetta er mjög vel gert hjá þeim og það er því merkilegt að svo fáir íslend- ingar hafi snúið sér hingað. Ég veit að margir eru að velta þessu fyrir sér en veit jafnffamt að þetta er erfitt þar sem það að geta ekki eignast börn er svo mikið felumál hjá mörgum. Þetta leggst þó ekki þungt á 100 kílóa húmorista eins ogrnig." Hvernig er svo að vera orðinn pabbi? „Það er helvíti gott.“ GK kjörbörn ættleidd og 1991 áttu sér stað 30 ættleiðingar, 41 barn var ættleitt 1992 en í fyrra 38. Kjörbörn á íslandi eru hvaðan- æva að úr heiminum en stærsti hópurinn, eftir að Sri Lanka lokaði fyrir ættleiðingar, kemur frá Ind- ónesíu. Alls 60 börn hafa verið ætt- leidd þaðan og nú fer að líða að því að barn númer sextíu verði ættleitt frá Indlandi. En íslendingar eru mest á slóðum Indlands um þessar mundir, eða í tengslum við ind- versk barnaheimili. Þá munu leið- irnar vera nokkuð greiðar um þess- ar mundir til Tælands og Víetnam. Dæmi eru einnig um það að börn hafi verið ættleidd til Islands frá Grænhöfðaeyjum, Tyrklandi og Costa Rica. Halda að að pessi börn séu programm- eruð öðruvísi Ættleiðingar voru lengst af, eins og flest sem ekki er samkvæmt formúlunni, mikið feimnismál á Is- landi og er jafnvel enn þann dag í dag ef marka má mismunandi við- brögð við frétt NIORGUNPÓSTS- INS um hvað umhverfisráðherrann og frú hans aðhafast í Kólumbíu um þessar mundir. Hins vegar fagna flestir þeir, sem rætt var við og staðið hafa í sömu sporum og ráðherrahjónin, fréttinni og vonast í kjölfarið að litið verði á þessa að- ferð til að eignast börn sem eðlileg- an þátt mannlífsins. Þetta sama fólk vonast jafnframt eftir því að þau hafi eignast öflugan bandamann sem stuðli að greiðari aðgang Is- lendinga að milliliðalausum ætt- leiðingum erlendis. Guðrún Sveinsdóttir, sem á tvö kjörbörn, annað frá Sri Lanka og hitt frá Indlandi, segist almennt lít- ið hafa orðið vör við fordóma gagnvart ættleiðingum hérlendis. „Það er orðið nokkuð algengt að sömu hjónin ættleiði tvö börn með einhverju millibili hér á landi sem ég tel helstu vísbendinguna um hvað gengur vel. Mér finnst fólk ekki líta á ættleiðingar neinum for- dómaaugum, hins vegar kemur það fyrir varðandi nýbúa. Umfjöllum um þá hefur verið heldur neikvæð að undanförnu. Oft gerir líka fólk ekki greinarmun á nýbúum og langt að komnu fólki sem alist hef- ur upp hér eins og aðrir Islendingar og borðar hangikjöt, laufabrauð og skyr. Fólk virðist í fljótu bragði halda að þessi börn séu prógramm- eruð til þess að læra eitthvað annað tungumál. Ég held hins vegar alls ekki að það sé illa meint. Miklu fremur tel ég að fólk hugsi ekki hlutina til enda,“ segir Guðrún Sveinsdóttir. Guðrún Kristjánsdóttir Ein þeirra hjóna, sem rutt hafa sína eigin braut og staðið algerlega sjálf að ættleiðingum á eigin börn- um, eru hjónin Ingveldur Jóna Árnadóttir og Hannes Sigur- geirsson. Þau eiga tvö börn, Guð- rúnu, tólf ára og Sigurgeir, fimm ára, sem þau ættleiddu með nokk- urra ára millibili frá Kólumbíu í gengum ríkisstofnunina, sem oft er kölluð fjölskylduráðuneytið í Bogotá. f von um að geta hvatt aðra til þess að fara sömu leið ákvað Ing- veldur Jóna að segja upp og ofan af sinni reynslu, en bæði telur hún ættleiðingar alltof mikið feimnis- mál á íslandi auk þess sem henni finnst sem upplýsingar um þennan þrautseiga hóp sem leitað hefur til Kólumbíu hafi verið sniðgengnar af ýmsum aðilum. „Þetta er svo stór- kostlegt að ég vil gjarnan deila þessu með öðrum. AÍltof fáir vita að hægt er að leita milliliðalaust til Kólumbíu og dvelja þar í mjög hentugu húsnæði á vegum stofn- unnarinnar meðan á ættleiðing- unni stendur. Til þessa hefur þetta bara frést af því að maður þekkir mann.'Tngveldur Jóna segir kostn- aðinn við ættleiðingarnar miklu minni en sem næmi hálfri milljón, en í bæði skiptin hafi eingöngu þurft að greiða fyrir þýðingu á skjölum, túlk, ferða- og lögfræði- kostnað. „Ólíkt því sem nú er urð- um við aðeins að staldra við í tvær vikur í Kólumbíu en nú er þess hins vegar vænst að foreldrar dvelji þar um fimm vikna skeið. Við rétt sluppum fyrir horn í síðara skiptið en þá fór maðurinn minn einn út og sótti strákinn.“ Fenau strákinn í jólagjöf Nokkuð skemmtileg saga er í kringum komu sonar hennar, sem þá var ellefu mánaða, og manns hennar til landsins, en það var rétt fyrir jólin 1990. „Hann var sann- kölluð jólagjöf til fjölskyldunnar það ár, líkt og má segja um Össur Skarphéðinsson og frú hans nú,“ segir hún. Effir að fréttamenn Rík- isútvarpsins höfðu komist á snoðir um það að kólumbískt barn væri á leið til landsins á Þorláksmessu vildu þeir segja frá málinu. Ingveld- ur Jóna neitaði að láta sig í fyrstu en þegar fréttamaðurinn útskýrði fyrir henni hvað þessi frétt gæti orðið góð jólagjöf til Islendinga í miðjum óeirðunum sem þá ríktu í Kolumb- íu gaf hún sig. „Maðurinn minn hafði á orði að íslendingar hefðu fengið saltkjöt í jólamatinn þetta ár, svo rnikið var táraflóðið yfir frétt- inni sem flutt var á jóladag.“ En þrátt fyrir að Kólumbíuleiðin hafi reynst greiðfær segir Ingveldur Jóna ættleiðingamál reyna mikið á þolinmæði fólks. „Það er mín skoð- un að þessi mál eigi að vera erfið. Þegar öll börnin komu hingað til lands frá Sri Lanka á sínum tíma var afgreiðslan eins og á færibandi. Þetta er spurning um börn og framtíð þeirra, þess vegna á ekki að vera auðvelt að gera fólk að kjörfor- eldrum. Og þótt aldrei verði börn metin til fjár getur mikill kostnaður og langir biðlistar sett meiri strik í reikning sumra en nauðsynlegt er.“ Birtust á forsíðu upp- lýsingabæklings I kjölfar þess hve margir íslend- ingar hafa núorðið leitað til Kól- umbíu er sambandið sífellt að styrkjast, enda hafa Islendingar sýnt sig og sannað í þessum efnum. „Þetta er virkilega hægt og sam- bandið á milli landanna er alltaf að liðkast. Ég hef til dæmis alltaf haft gott samband við þá sem hafa að- stoðað okkur í Kólumbíu." En ein- mitt vegna þess komst hún að því í gegnum kunningja sína í Kólumbíu nýverið að ein myndanna sem hún sendi til stofnunarinnar af fjöl- skyldunni komst á forsíðu á upp- lýsingabækling stofnunarinnar. En sá bæklingur er sendur út um alla heim. Eftir afgreiðslu mála hér á landi, hvaða upplýsingarfáið þið um vænt- attleg börn? „Það er misjafnt hvað maður fær mikið af uppiýsingum. Þetta gekk ekki eins fyrir sig með stelpuna og strákinn, en að öðru leyti voru mál- in í svipuðum farvegi. Við fengum til dæmis mynd af stráknum, upp- lýsingar um heilsufar hans og fleira, en minni upplýsingar um stúlkuna á sínum tíma. Eftir að hafa fengið upplýsingarnar í hendurnar áttum við að segja já eða nei. Mér finnst það raunar fáránlegt því maður segir aldrei nei. Að fólk fái tækifæri til þess að velja á milli barna finnst mér að eigi ekki að vera inni i myndinni. Það sem ég hugsaði með mér var að einmitt þessi börn væru ætluð okkur.“ Nú hafa þessi mál jafnan verið mikið feimnismál, hvernig snýr sá þáttur að þér? „Ég held satt að segja að ættleið- ingar séu ekki eins mikið feimnis- mál og þau voru. Enn í dag virðist þetta samt viðkvæmt mál gagnvart sumum, að því leyti að það hefur þótt löstur að geta ekki átt barn. Það er tilfinning sem ég er alveg gjörsamlega laus við. Það eru hins vegar ekki allir í kringum mig. Ein kona sagði við mig effir að ég ætt- leiddi stelpuna; ,Æ> Jóna mín, það er gott að þú fékkst barn. Það hjálp- ar svo oft til að konur verði ófrísk- ar.“ Það er eins og þetta ætti að vera mér huggun. Mér fannst þetta bara ágætt eins og þetta er og er alveg laus við að sitja uppi með einhverj- ar tilfinningar sem ég á erfitt með að sætta sig við. Ég held að svo sé líka í flestum öðrum tilfellum.“ GK Glasafrjóvganir niður- greiddar, ættleiðingar ekki Guðrún Sveinsdóttir, starfsmað- ur Islenskrar ættleiðingar, vill lítið gera úr gagnrýni þeirra sem ættleitt hafa börn án milligöngu félagsins. Þegar börn séu ættleidd frá Ind- landi fari hluti milliliðakostnaðar- ins til þessa einkarekna barnaheim- ilis sem Islendingar eiga viðskipti við og að hluta til í góðgerðarstarf- semi. Þótt barnaheimilið sé einka- rekið eru allar ættleiðingarnar háð- ar samþykki stjórnvalda. Og ávallt er reynt að hafa fyrst upp á ind- verskum kjörforeldrum áður en börnin fara úr landi. „Við höfum ekkert á móti því að hjón sem hafa leyfi yfirvalda fari eigin leiðir í ætt- leiðingum. Félaginu koma þau mál ekkert við. Ef eitthvað er höfum við frekar reynt að styðja við bakið á þessu fólki. Við veitum hins vegar engin leyfi og fáum lítið frá yfir- völdum. Þar af leiðandi getum við lítið gert fyrir fólk í þessum hug- leiðingum annað en að beina því áfrarn á réttar brautir. Félagið starf- ar því meira sem foreldrafélag, en sameiginlegir hagsmunir þess eru meðal annars að berjast fyrir því að foreldrar ættleiddra barna fái fullt fæðingarorlof,“ segir Guðrún, en til þessa hefur þessi hópur fengið mánuði skemmra fæðingarorlof en aðrir. Þótt ættleiðingar séu orðnar töluverðar framhjá félaginu hefur þeim engu að síður fækkað og eru allir því sammála að aukin íjölgun glasafrjóvgunar, eftir að íslendingar tóku þá tækni í sínar hendur fyrir þremur árum, sé helsta skýringin. Alls 250 pör á ári hafa farið í gegn- um glasafrjóvgun tvö síðastliðin ár. Glasafrjóvgunin í fyrsta sinn kostar 105 þúsund krónur en 60 þúsund í næstu þrjú skiptin. Hver meðferð kostar engu að síður 200 þúsund krónur sem þýðir að glasafrjóvgan- ir á íslandi eru niðurgreiddar og voru einnig á meðan fólk sótti þessa þjónustu erlendis. En nokkrir hafa bent á að hér sé nokkuð órétt- læti á ferðinni þar sem ættleiðingar séu með engu niðurgreiddar af ís- lenska ríkinu. Hafa ættleitt tvö börn með nokkurra ára millibili Þessi böm voru ætluð okkur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.