Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 Útgefandi Ritstjórar Fréttastjóri Framkvæmdastjóri Auglýsingastjóri Miðill hf. Páll Magnússon, ábm Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Kristinn Albertsson Örn ísleifsson Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt. Fáum okkur betri stjórnmálamenn og borgum þeim betur Ein helsta meinsemdin í íslenskum stjórnmálum er sú, að laun stjórnmálamanna eru of lág. Þessi staðreynd, ásamt meingölluð- um prófkjörum, eru helsta ástæða þess að ekki er nægilegt fram- boð af hæfileikafólki til stjórnmálastarfa, og þjóðin situr þar af leiðandi uppi með lélegri pólitíkusa en ástæða er til. I þessu ljósi má raunar furðu gegna hversu margir hæfileikamenn sitja á þingi, þrátt fyrir allt. Því miður eru þó alltof margir þingmenn, sem halda ekki máli, og myndu seint fá betur launaða vinnu á öðrum vettvangi. Það er auðvitað fráleitt að venjulegir kontóristar í stjórnsýsl- unni skuli vera betur launaðir en alþingismenn. Það er sömuleið- is út í hött, að ráðherrar skuli í mörgum tilvikum hafa lægri laun en undirmenn þeirra í ráðuneytunum. Afkáralegust verður þó þessi mynd þegar borin eru saman laun ráðherra annars vegar og best höldnu starfsmanna ríkisins hins vegar, það er að segja ríkis- bankastjóranna. Er eitthvert vit í því, að forsætisráðherra landsins skuli í laun- um vera þriðjungsdrættingur á við bankastjóra? Hér fara einfald- lega ekki saman ábyrgð og umbun. Nú er það auðvitað endalaust álitamál hvernig ber að launa hin ýmsu störf í þjóðfélaginu, og hver sé eðlilegur launamunur í hverju tilviki. I einkageiranum ræðst þetta oftar en ekki af fram- boði og eftirspurn, en á því eru þó nokkrar slæmar undantekn- ingar, sem felast fyrst og fremst í því, að fjölskyldutengsl, eða önnur annarleg sjónarmið, ráða meiru en hæfni viðkomandi ein- staklinga. Þetta þarf þó ekki að valda almenningi miklum áhyggj- um, því eigendur fyrirtækja, sem láta slík sjónarmið ráða ferð- inni, tapa fýrst og fremst á því sjálfxr. Öðru máli gegnir um hið opinbera þar sem verið er að véla með fjármuni almennings. Nú mætti svo sem til sanns vegar færa út frá sjónarmiði mark- aðarins, að það sé svo mikið framboð af fólki til stjórnmálastarfa á lágum launum að ástæðulaust sé að hækka þau. Málið er þó ekki svona einfalt - það skortir ekki fólk, það skort- ir hæft fólk. f þjóðfélaginu úir og grúir af fólki, sem væri afar vel til þess fall- ið að sitja á Alþingi - mun betur en margir þeirra, sem þar eru í fleti fyrir. Þetta fólk gefur hins vegar ekki kost á sér til þing- mennsku og ræður þar tvennt: störf þess eru betur metin og umbunuð á öðrum vettvangi, og leiðin til þings er torsótt hafi menn ekki fetað hina þröngu flokksstigu árum saman. Stjórnmálaflokkarnir og fulltrúar þeirra á Alþingi geta auðvitað sjálfum sér um kennt hvernig komið er. Af misskilinni hógværð og hreinu kjarkleysi hafa þeir ekki haft uppburð í sér til að rétta sinn hlut. Árum og áratugum saman hefur Alþingi horff upp á þjóna sína í stjórnsýslunni setja sig á hærri hest í launalegu tilliti en þingmenn og ráðherra. Þetta endurspeglar líka enn stærra vandamál, sem er óþolandi undirlægjuháttur löggjafans almennt gagnvart framkvæmdavaldinu og pótintátum þess. Eftir situr þjóðin með sárt ennið og verri stjórnmálamenn en hún á skilið. Páll Magnússon Pósturínn Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, sími 522-2211 fax 522-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáaugiýsingar: 552-5577 Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 17:00 virka daga, til 21:00 á þriðju- og miðvikudögum og milli 13:00 og 21:00 á sunnudögum. Ég er ekki búinn að týna reikningunum, strákar- ég er bara ekki með þá á mér. mmæ „Satt best að segja hélt ég að ég vœri liðið lík í pólitík.“ Óli Þ. Guðbjartsson skólastjóri. Ekki nema í kafi „í sundlaugunum á föstudaginn sögðu tnenn: Þúferð ekki að svara manni eins og Halldóri Halldórs- syni. “ Steingrímur Hermannsson bankastjóri. Þetta verða þá góð jól „Rauði þráðurinn íþessitm heildar- aðgerðum snýst um örvun atvinnu- lífs og nýsköpunar, kjarajöfnun og áframhaldandi stöðugleika." Jón Baldvin Hannibalsson efnahags- undur. Hinn eini sanni gagnrýnandi „Pappírinn í þessari bók œtti að endurvinna sem fyrst. “ Kristján Kristjánsson bókagagnrýnandi. Norrœnt samstarf hvað nú? „íslendingar leggja misjafnlega mikið upp úr norrœnu samstarfi. Ýmsir halda þvífram að það skipti litlu máli og hér sé um að rœða óþarfa sem gjarnan megi hverfa. Þegar betur er að gáð kemur í Ijós að þetta samstarf snertir nánast alla í samfélaginu. “ Með inngöngu Svíþjóðar og Finnlands hefur vaknað upp um- ræða um norrænt samstarf. Fyrr- verandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Karl Bilt, hefur gefið það í skyn að nauðsynlegt sé að gjörbreyta nor- rænni samvinnu og leggja hana niður að verulegum hluta. Norrænt og alþjóðlegt samstarf Við íslendingar hljótum að hrökkva við þegar slíkar yfirlýsing- ar koma frá áhrifamiklum aðilum á Norðurlöndunum. Norræna sam- starfið er okkur mjög mikilvægt og er í reynd lykillinn að ýmsu öðru alþjóðlegu samstarfi. Með sam- vinnu við Norðurlöndin höfum við náð mun meiri áhrifum á alþjóð- legum vettvangi en annars hefði getað orðið. Það er nauðsynlegt fyrir ísland og Noreg að viðhalda sterkum tengslum við nágranna- þjóðirnar þannig að norræn áhrif geti orðið sem mest í þeirri þróun sem nú á sér stað í Evrópu. Flvort sem mönnum líkar betur eða verr þá þurfa Svíar og Finnar að beina auknum kröftum að samstarfinu innan Evrópusambandsins og hætt er við að það komi til með að bitna á Norðurlandasamstarfinu. Mikilvægi fyrir ísland íslendingar leggja misjafnlega mikið upp úr norrænu samstarfi. Ýmsir halda því fram að það skipti litlu máli og hér sé um að ræða óþarfa sem gjarnan megi hverfa. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að þetta samstarf snertir nánast alla í samfélaginu. Norðurlöndin hafa komið upp viðamiklu samstarfs- neti á undanförnum áratugum. Það eru ekki aðeins ríkisstjórnir og þjóðþing sem vinna saman heldur áfram þrátt fyrir inngöngu Svíþjóð- ar og Finnlands í ESB. Mikilvægi norræna samstarfsins endurspeglast jafnframt í þeirri staðreynd að flugferðir milli íslands og Danmerkur eru tvisvar á dag og einu sinni á dag til Svíþjóðar og Noregs. Af 18 þúsund íslendingum sem búa á erlendri grund eru n þúsund á hinum Norðurlöndun- um. Það er því enginn vafi um þýð- ingu samstarfsins fýrir Island. Þungavigtin ..' " y——-------- Halldór m Ásgrímsson jy.. j ■ FORMAÐUR Framsóknar- A|L.l flokksins Aðlögun að Evrópu- samstarfinu Þau Norðurlönd sem nú hafa gengið í ESB vilja aðlaga norræna samstarfið að því sem er að gerast á vettvangi Evrópusambandsins. Mörg mál sem fjallað hefur verið um á vettvangi Norðurlandaráðs eru til umfjöllunar í ESB. Löndin vilja forðast tvíverknað sem er eðli- legt. Þetta er ekki aðeins neikvætt heldur felast í þessari stöðu marg- vísleg tækifæri. Það er áhugi fyrir því að hafa ísland og Noreg með í samstarfinu og gefur okkur mögu- leika til að hafa óbein áhrif á vett- vangi ESB. Það er því rétt af okkur að vera jákvæð fyrir breytingum og taka þátt í að endurskipuleggja nor- ræna samstarfið á þeim grundvelli. Norræn skrifstofa í Brussel Við höfum, nokkrir af þeim þingmönum sem starfa á vettvangi Norðurlandaráðs, lagt fram þá til- j lögu að Norðurlöndin byggi upp skrifstofu í Brússel sem fari með norræn mál. Hugmyndin er að skrifstofan komi á framfæri nor- rænum áherslum og vinni að upp- lýsingaöflun fyrir þær norrænu stofnanir sem starfa víðs vegar á Norðurlöndum. Einnig eru uppi hugmyndir um að tengja betur saman starf þingmanna og ráð- herra sem starfa annars vegar á vettvangi Norðurlandaráðs og hins vegar á vettvangi ESB. Meira en pappír og ferðalög Á ráðstefnu, sem haldin var um þessi mál í Hveragerði í upphafi vikunnar, var það eindregin skoð- un að nauðsynlegt væri að styrkja norrænt samstarf og viðhalda því. Það eru góðar fréttir fyrir okkur ís- lendinga og við þurfum því að leggja okkur fram um að ná fram hagstæðri niðurstöðu fýrir alla að- ila. Við leggjum fram aðeins eitt prósent til fjárlaga Norðurlanda- ráðs. Við störfum þar á jafnréttis- grundvelli og fáum margvíslegan stuðning til að efla menningarstarf, atvinnulíf og önnur samskipti. Við höfum líka mikilla hagsmuna að gæta að því er varðar þróunina í Evrópu og hljótum að fagna þeim vilja sem uppi eru um að viðhalda kraftmiklu norrænu samstarfi. Það er engin ástæða til að óttast ein- angrun landsins svo lengi sem nor- ræna samstarfið byggir á traustum grunni. Hér er um að ræða sam- starf sem er meira en pappír og ferðalög. Norræna samstarfið er fyrst og fremst grasrótarsamstarf. Ekkert samstarf lifir þó lengi án forms og skipulags, sem tekur mið af aðstæðum á hverjum tíma. Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árm Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Erlendsson Jón Steinar Gunnlaugsson, Oskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.