Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 15
I > > & I » I m i s i » ■ Nyft tímarit um þriðja heiminn ■ Sœvar telur að fíkniefnamál sanni sakleysi hans í Guðmundarmálinu ■ Filippía selurfötin sín í Noi . ískuverslunin Noi ætlar í fyrsta sinn á föstudag að halda tískusýn- ingu á fatnaði þeim sem hún selur við Skólavörðustíginn. Sýningin verður nánar tiltekið haldin á skemmtistaðnum Tunglinu á jóla- fötum verslunarinnar. Það sem þyk- ir tíðindum sæta í tengslum við þessa tískusýningu er að fýrirsæt- urnar Bryndís Biarnadóttir og Andrea Róbertdóttir hyggjast ganga um sviðið í Noi-fatnaðinum, en þær hafa hingað til þótt tregar til að ganga um svið skemmtistaða bæjarins. Jafnframt sýningunni á ítölsku fötunum frá Noi ætlar Fil- IPPtA EUSDÓTTIR að sýna nokkrar ný- hannaðar flíkur. En eftir því sem MORGUNPÓSTURINN kemst næst er hún nýbyrj- uð að selja hönnun sýna íNoi... undirbúningi er stofnun tíma- rits sem mun sér- hæfa sig í um- fjöllun um mál- efni þróunarland- anna. Forkólfur- inn og væntanleg- ur ritstjóri er Gestur Hrólfs- son, sem stundaði nám í fræðum tengdum þróunarlöndunum í Dan- mörku og Englandi um árabil. Þessi áform hans eru hrein hugsjón en þó er stefnt að því að fýrir- tækið beri sig. Gestur hef- fengið til liðs við sig þekkta menn eins og Jón Orm Halldórsson, há- skólakennara, sem er öðrum mönnum fróð- ari um fjarlæg lönd og framandi lífshætti. Þá hafa fyrirtæki og stofnanir gefið vil- yrði um að styrkja þetta framtak... 'ÆVAR ClESIELSKI er dagana að reyna afla sér gagna úr dómsmáli vegna fíkniefn- amisferlis sem kom upp áður en farið var að rann- saka hvarf Guðmundar Einarssonar um miðjan áttunda áratuginn. Þar er meðal annars að finna yf- irheyrslur fyrir dómi yfir Erlu Bolladóttur og Kristjáni Viðari Viðars- syni sem bæði tengdust Guðmundarmálinu. Þeir sem séð hafa þessi gögn segja að þegar þau séu bor- in saman við rannsóknar- niðurstöðuna í Guðmund- armálinu blasi allt annar veruleilci við en dæmt hafi verið eftir. Sævar mun vonast eftir að þessi gögn styrki veru- lega fjarvistar- sönnun hans kvöldið sem Guð- mundur hvarf... P. Samúelsson & Co. hafnaði Ford segir Bogi Pálsson, framkvæmdastjóri tlfJL fyrirtækisins. Fyrir tveimur vikum sagði MORGUNPÓSTURINN frá því að allar líkur væru á því að bílaumboðið Brimborg rnyndi kaupa Ford- um- boðið á íslandi af Globus, sem hyggst draga sig út úr bílaviðskipt- um. í frétt blaðsins kom fram að Toyota-umboð- ið P. Samúelsson & Co. hefði leitað eftir þvi að fá Ford-umboðið en ekki fengið. Bogi Pálsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, hafði samband við blaðið af þessu tilefni og vildi árétta að P. Samúelsson & Co. hefði ekki leitað eftir því að fá Ford-umboðið hér á landi, heldur hefðu full- trúar frá aðalstöðvum Ford í Evrópu haft sam- band við fyrirtækið af fyrra bragði með það fyrir augum að skoða fyrirtækið sem einn val- kost fyrir Ford á Islandi. „Við tókum á móti þeim og hlustuðum á það sent þeir höfðu að segja. Við ræddum þetta hér og komumst að þeirri niðurstöðu að við hefðum ekki áhuga á að taka þetta að okkur þar sem við teldum að nú- verandi umboð okkar myndi skarast um of við Ford, það er að segja að þetta væru vörur sem stefndu á sama markhóp,“ segir Bogi. : RAÐGREIÐSLUR TIL 24 MÁNAÐA RAÐGREIÐSLUR VISA hafa reynst afar örugg og vinsæl leið til greiðsludreifingar vegna kaupa á dýrari munum, svo sem húsbúnaði, heimilistækjum, innréttingum og jafnvel bifreiðum. Með RAÐGREIÐSLUM VISA getur þú jafnað út greiðslubyrði þinni á þægilegan og ódýran hátt á allt að 24 mánuði eftir því sem þú hefur þörf fyrir og söluaðili samþykkir. $ INNKA UPA 77? YGGING og framlengdur ábyrgðartími búnaðar og tækja. Láttu RAÐGREIÐSLUR VISA létta þér róðurinn... OG OSKIN RÆTIST! VISA VISA ÍSLAND Álfabakka 16,109 Reykjavík, síml 567 1700 'S—f nWnÍMf 1—7 ,^te" Skáldið sem sólin kyssfi Ævisagit Guðnumitjr Böftvnrssonar, listræn og vonduö bók eftir Silju Aöalsteinsdótlur. Saga Halldóru Briem Gnpandi frásögn, stóriírotin örlagasaga eftir SteinunniTóhannesdóttur. Lífsgleði Viðlirl og endurminningar þjóökunnra fslendinga. Pórir S.Guobergsson sltráöi. Einu sinni á ágústkvöldi Söngvasafn Jónasar Arnasonar með nótum og myndum cftir valinkunna listamenn. ásamleg veiðidella Eggert Skúlason skráði. Skemmtilegar veiðisögur. STEKKJARHOLT 8-10 - 300 AKRANES SÍÐUMÚLI 29 - 108 REYKJAVÍK

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.