Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 Kynningar- og auglýsingarstarf Hagkaups og Bónuss Bókastríðið útvegar stórmörkuðunum ódýra auglýsingu „700 bókabúðir fóru á hausinn vegna verðstríðs í „Laun höfunda eiga ekki að ráðast við kjötborðið í Frakklandi," segir Jóhann Páll Valdimarsson. Bónus eða grænmetisborðið í Hagkaup," segir Ingi- björg Haraldsdóttir. Kaupmenn hafa hingað til keypt bækur frá útgáfunum á 30 prósenta afslætti og selt með sinni álagningu. Það var Jóhannes Jónsson í Bón- us sem seldi bækur nú um helgina án nokkurrar álagningar sem aftur varð til þess að Hagkaup lækkaði verðið enn frekar, eða um 25 pró- senst. Bónus selur tólf titla alis og styðst þar við metsölulista DV en margir höfundar og útgefendur eru ósáttir við þá tilhögun þar sem þeir telja að hún stýri bóksölu meira en góðu hófi gegni. En núna eru útgef- endur farnir að selja bækur á magn- afslætti út af forlögunum. Það eru fleiri sem eiga hagsmuna að gæta. Verslanir sem versla ein- göngu með bækur geta með engu móti lækkað verðið til jafns við stórmarkaði og sjá fram á stórtap á sínum rekstri ef kúfur bóksölunnar færist yfir á stórmarkaðina en unr helgina ætla bóksalar, að sala í heíð- bundnum bókabúðum hafi dregist saman um helming. Eftir helgina hefur Hagkaup hækkað verðið aftur en Bónus ætlar að hafa 2-3 bækur á 30 prósenta afslætti allt fram til jóla. Appelsínur. sykur og kartöflur Hagkaup hafði fram eítir áttunda áratugnum og langt fram eftir þeim níunda yfirburðastöðu á markaðn- unr hvað varðaði lágt vöruverð en í matvörubransanum debúteraði fyr- irtækið 1967 með innflutningi á ódýrum appelsínum og síðan reis hitamál upp varðandi sykurinn- flutning og fleiri vörur. Síðar komu nýir samkeppnisaðilar til sögunnar og enn aðrir sóttu í sig veðrið. Þátt- ur Hagkaupa verður þó seint lítils metinn í verslunarsögu þjóðarinnar hvað varðar það að halda vöruverði niðri. Á níunda áratugnum risu mörg hitamál í kringum Hagkaup. Þar má nefna söluna á Húsavíkurjógúrt sem var á um 20 prósenta lægra verði en verð á jógúrt frá Mjólkur- samsölunni. Eftir að Mjólkursam- salan kærði söluna til Framleiðslu- ráðs var salan stöðvuð en almenn- ingsálitið var Hagkaupsmegin og málinu lyktaði þannig að Fram- leiðsluráð lét í minni pokann og sala á jógúrtinni var leyfð í Reykja- vík. Stjórnvöld hækkuðu hins vegar verðið til jafns við verð samsölunn- ar svo sigúrinn kom fýrir lítið. Kartöflumálið var næsta sprengja en þá samdi verslunin beint við Jens Gíslason, kartöflu- bónda í Þykkvabænum, fram hjá Grænmetisverslun ríkisins. Eftir á var reglum um dreifingarkerfi kart- aflna breytt til hins betra. Ótvírætt auglýsingagildi En árið 1980 var Hagkaupum bannað að selja bækur á 10 prósenta lægra verði til neytenda en bókaút- gefendur og bóksalar höfðu ákveð- ið, skömmu síðar kom Félag sjón- tækjafræðinga í veg fyrir að þeir seldu ódýr lesgleraugu. Hvert málið hefur rekið annað með jöfnu milli- bili og skilað sér í ríkulegri umfjöll- un fjölmiðla og haft ótvírætt auglýs- ingagildi fýrir fyrirtækið. Fólki er í fersku minni innflutningur á skinku, sala á mjólk úr Borgarnesi og Levi’s gallabuxur á helmingi lægra verði en hjá innflytjanda þeirra á íslandi, Pétri Arasyni í Levi’s-búðinni. Gallabuxurnar reyndust vera sviknar og fyrirtækið þurfti að bakka nreð það mál eftir að hafa lagt undir sig ómælda dálk- sentimetra í blöðunum og fengið fréttir um framtakið á báðum sjón- varpsstöðvum. Jóhannes Jónsson í Bónus stofn- aði fyrstu Bónusverslunina eftir þýskri fyrirmynd árið 1989 en síðan hefur sigurganga hans verið nær óslitin og náði Bónus að vera með lægsta vöruverð í landinu en á síð- asta ári seldi Jóhannes keppinaut- um sínum í Hagkaupum helmings- hlut í fýrirtækinu. Bónus hóf síðan verðstríðið nú sem varð til þess að Hagkaup lækkaði sitt verð einnig og Bónus seldi bækur um helgina án nokkurrar álagningar. „Bónus býð- ur betur," sagði Jóhannes Jónsson. „Það er okkar mottó.“ Bóksalar riftu sam- komulagi um 1rerð Fyrir fjórtán árum síðan, þegar Hagkaup hóf fýrst að versla með bækur, var í gildi samkomulag milli bókaútgefenda og verslana sem kvað á um fast verð á bókum og Verðlagsráð virti þann samning. Það var að frumkvæði bóksala sem þeim samningi var sagt upp fýrir þremur árum síðan og núna gilda landslög sem kveða á um frjálsa álagningu. Teitur Gústafsson, formaður Félags bóka- og ritfanga- verslana, sagði að samkomulaginu hefði verið rift vegna þess að þetta fasta verð hefði eingöngu gilt fýrir verslanir en útgefendur hefðu samt sem áður selt bækur á miklum af- slætti til þeirra sem versluðu beint við forlögin. „Það er betra fyrir neytendur að hafa bókabúðir sem selja ekki bara bækur, heldur rit- föng, skólavörur og tímarit" en hann vill ekki að gripið sé inn í núna. „I Frakklandi kom upp verðstríð milli þeirra sem versluðu með bæk- ur er heilmikil verslunarkeðja hóf að selja bækur á afsláttarverði. Verðstríðið leiddi til þess að versl- unarkeðjan hafði hina undir og um 700 bókaverslanir fóru á hausinn áður en yfirvöld sáu sitt óvænna og settu lög sem kváðu á um verslun með bækur,“ sagði Jóhann Páll Valdimarsson, formaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda. „Það gerðu þeir til varnar menningunni því að þeir sáu fram á að dreifing á bókum yrði ófullnægjandi og það yrðu að- eins örfáar metsölubækur frammi í verslunum ef svo færi að stórmark- aðir yrðu allsráðandi á bókamark- aðnum.“ Jóhann Páll sagði einnig að útgefendur væru ekki að vonast eftir því að einhver hönd gripi inn í. En viðbrögðin láta ekki standa á sér. Allt frá grát og tannagnístran, til baráttu einstaka verslunar sem reynir að skáka þeim stóru. Kaupfé- lag Árnesinga á Selfossi lækkaði verðið og Bókaverslun Árbæjar býður upp á stórlækkað verð á jóla- steikinni með bókum sem keyptar eru í búðinni. Viðbrögð bókaforlaganna Nú heyrast þær raddir að forlögin séu farin að dansa með í verðstríð- inu. Hagkaup á að hafa keypt bóka- pakka með afslætti á mun lægra verði þaðan en áður. „Það ganga þær sögusagnir að einhver forlög geri þetta en þau bera það öll af sér. Ég get fullyrt fýrir hönd Forlagsins og Máls og menningar að slíkt á ekki við um okkur,“ sagði Jóhann Páll Valdimarsson. „Mér finnst sá þáttur einna alvar- legastur í þessu máli og ekki falleg- ur,“ sagði Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins. Hún sagði að það væri erfitt fyrir höfunda að álykta gegn lækkuðu verði á bókum og þetta mál hefði margar hliðar. „Rithöfundasam- bandið hélt stjórnarfund á mánu- dag og þar var ákveðið að bíða átekta og sjá hvernig málin þróast þessi jól.“ „Við höfum ekkert stað- fest í þessu máli,“ sagði Teitur Gúst- afsson. Að sögn Óskars Magnússonar, forstjóra Hagkaups, er um að ræða 20- 30 titla frá velflestum forlögum sem fýrirtækið keypti án þess að nýta sér venjulegan greiðslufrest og skilarétt. Með því að taka áhættuna fengi fyrirtækið afslátt umfram þau 30 prósent sem venjulega væru veitt. Meðvituð kynningarstarfsemi „Það þarf ekki annað en að skoða dæmin úr Hagkaup nokkur ár aftur í tímann til að sjá að þetta er meðvit- aður hluti af kynningarstarfsem- inni,“ sagði Gunnar Steinn Páls- son, almannatengill hjá Hvíta hús- inu. „Ef að þeir keyptu tilbúnar aug- lýsingar til að ná sama árangri þá hefði það hlaupið á tugum milljóna á undanförnum árum. Með þessu þá sýna þeir ffam á að þeir eru ekki bara ódýrari heldur út- sjónarsamari og klárari en önnur fýrirtæki og það er sú ímynd sem fólk vill kaupa. Þetta er því raun- verulega ómetan- legt fýrir fýrirtæk- ið og ég get ekki sem auglýsinga- maður slegið fram neinni ákveðinni tölu. Það er verið að fleyta rjómann af atvinnugrein á mesta álagstíma án þess að menn hafi hugsað sér að selja bækur á öðr- urn árstíma og hvað þá allar bækur. Hagkaup og Bónus eru í krafti sterkrar stöðu sinnar að slá sig til riddara og ég er ekki einn um þá skoðun heldur eru margir mínir viðskiptafélagar sama sinnis að ef þessi Sófahasar fær að líðast hefur það mjög skaðleg áhrif á marg- ar atvinnugreinar til iengri tíma og menninguna almennt.“ „Þeir eru búnir að fá rnikla urn- fjöllun í blöðum og góða ókeypis auglýsingu,“ sagði Teitur Gústafs- son. „Það er auðvitað það sem þeir eru að vilja með þessu.“ Metsala af lista Þáttur Jóhannesar í Bónusi er ekki bara sá að undirbjóða Hagkaup heldur tók hann upp á því að selja einungis metsölutitla sanrkvæmt fýrsta íista DV og margir rneina að þannig sé bóksölunni stýrt í ákveðið horf en fýrsti listi DVhefur löngum ekki sagt nema hálfa söguna um endanlegan lista, þar senr jólabók- salan er í raun ekki hafin þegar hon- um er slegið fram. Auk þessara tíu titla hafa þrír aðrir slæðst með og Jóhannes kvað það vera vegna mik- illar eftirspurnar. í fyrstu héldu margir að þetta væru samantekin ráð Hagkaupa og Bónuss þar sem þetta sé að hálfú leyti sama fýrirtæk- ið eftir að Hagkaup keypti sig inn í Bónus. „Ég hélt fyrst að þetta væru samantekin ráð,“ sagði Jóhann Páll Valdimarsson. „En nú er ég búinn að sjá að svo er ekki.“ Aðspurður' um þá ákvörðun Bónuss að selja einungis tíu bækur af fyrrnefndum lista sagði hann að það væri vissu- lega verið að stýra bóksölunni í ákveðið horf með vafasömum hætti en metsölulistar senr slíkir hefðu verið auglýsing fýrir bækur eins og þeir væru kynntir í blöðunum og við þessu væri ekkert að gera. „Þessi tilhneiging til að stýra smekk og ákveða fyrirfram hvað er söluvæn- legast er alls staðar úti í þjóðfélaginu og á kostnað annarra bókmennta, svo fáránleg sem hún er,“ sagði Ingibjörg Haraldsdóttir. „Islensku bókmenntaverðlaunin, þar sem út- gefendur tilnefna bækur og velja síðan lítinn útvaldan hóp þar úr sem á að selja, eru angi af sama meiði. Þó ég leggi þetta tvennt ekki að jöfnu er tilhneigingin sú að draga sölubækur saman í ákveðinn dilk.“ „Markviss kynningarstarfsemi hjá Hagkaup," segir Gunnar Steinn Pálsson. „Bónus býður betur,“ segir Jó- hannes Jónsson og neitar því að verslunin hafi gert hagstæðari innkaup hjá útgefendum. Laun ráðast ekki í Bónus „Ég á mjög bágt með að trúa því að neinn útgefandi reikni höfund- arlaunin út frá þessu lækkaða út- söluverði bóka,“ sagði Jóhann Páll, en neitaði því þó ekki að samningar höfunda kæmu ekki í veg fyrir slíkt eftir atburði undangenginna daga. „Samningar höfunda verða væntan- lega endurskoðaðir fljótlega eftir áramót og þá Iíka með þetta fyrir augum. Samningurinn er gerður við aðrar aðstæður og þessi mál því í lausu lofti. Þetta á í raun við um allar hliðar á þessu máli. Það er ljóst að þetta kallar á breytingar því að gert er gert og ekki verður snúið til baka. Þetta verður væntanlega næstu árin og þýðir stórbreytt landslag í þessum málum. Hvert þessi þróun leiðir okkur verður bara að koma í ljós.“ „Fólk gleymir því þegar þetta verðstríð er til umfjöllunar að bóka- verð er svona hátt vegna bóka- skattsins og ríkisstjórnin sleppur fyrir horn með sinn hluta meðan stórmarkaðirnir standa uppi sem vinir litla mannsins. Þeir sem tapa á þessu öllu eru svo litlu bókabúðirn- ar og höfundarnir," sagði Vigdís Grímsdóttir rithöfundur. „Rithöfundar munu að sjálf- sögðu ekki una því að laun þeirra séu ákveðin við kjötborðið í Bónus eða grænmetisborðið í Hagkaup. Þetta er sú hlið sem snýr að höfund- um og við komum til með að fylgj- ast grannt með þessu hjá Rithöf- undasambandinu og kanna hug út- gefenda til málsins," sagði Ingibjörg Haraldsdóttir. Skil á bókum Fólk getur eftir sem áður skilað bókum víðast hvar án þess að fram- vísa kassakvittun og því hægt um vik að kaupa nokkrar bækur í Bónus eða Hagkaupum og skila þeim í bóka- verslun og fá þar innleggsnótu sem nemur mun hærra verði. Jóhann Páll sagði að útgefendur myndu ekki gera athugasemd við það fýrirkomu- lag enda ekki í þeirra verkahring. Aðspurður um hvort Bónus myndi selja bækur eftir jólin sagðist Jó- hannes ekki reikna með því. En effólk vill skila bókum? „Við verðum kannski með það eitthvað lengur til að mæta því.“ Bóksalar verða því að inna af hendi þjónustu sem skilar sér ekki í kassann. „Það hefúr verið litið til sérstöðu bókarinnar sem gjafavöru vegna þess að það er hægt að skipta henni víðast hvar án tillits til hvar hún er keypt,“ sagði Teitur Gústafs- son en hann sagðist vonast til að fólk skilaði bókum jöfnu hlutfalli í stórmarkaðina og það verslaði þar. Óstaðfestar heimildir herma að bóksala í Hagkaup um helgina hafi velt á annan tug milljóna. Jóhannes í Bónus vildi ekki gefa upp neinar tölur en sagði að þúsundir eintaka hefðu selst í Bónus. Hvort að þessi bókastyrjöld verður þess valdandi að framtíðarsess bókanna verði í kjötborðinu við hliðina á nauta- hakkinu og svínakótilettum mun tíminn leiða í Ijós. -ÞKÁ

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.