Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 21 fara fram á ári hverju, en engar op- inberar tölur eru gefnar út um fjölda aftaka, slíkar tölur eru „ríkis- leyndarmál“ Tveimur sjónvarpsfréttamönn- um var boðið að skoða sig um í Taiyuan-fangelsinu í Kína. Voru þeir leiddir um fangelsið, og eitt af því sem þeim var sýnt voru fangar, sem taka átti af lífí næsta dag, að borða mikinn veislumat. Þetta átti að sannfæra þá um manngæsku fangavarðanna. Að sögn Yin Jin, blaðamanns, sem var í haldi í fang- elsinu þegar þetta gerðist, var þó ekki fyrr búið að slökkva á mynda- vélunum og leiða fréttamennina annað, en allur maturinn var aftur tekinn frá föngunum. Þegar frétta- mennirnir voru sestir til borðs með vörðunum hófu hinir dauða- dærndu sín síðustu mótmæli og fóru að syngja mótmælasöngva. Aðrir fangar tóku undir með þeim, og afleiðingin var sú að öllum var stillt upp við vegg og barðir til óbóta. Yin Jin nefnir fleiri dæmi um pyntingar í kínverskum fangelsum sem hann sjálfur jafnt sem aðrir urðu að þola. Raflost, barsmíðar, illur aðbúnaður og þung fótajárn eru algengustu pyntingaraðferðirn- ar, og þeim er enn beitt á degi hverj- um í öllum helstu fangelsum Kína. Þeir sem fyrir þessu verða, eru iðu- lega samviskufangar sem ekkert hafa gert af sér annað en að hafa „rangar“ skoðanir. Þetta eru starfsaðferðir þeirra yf- irvalda sem íslenskir stjórnmála- og listamenn ganga á eftir þessa dag- ana, með grasið í skónum. Það er ekkert sem bendir til þess að Kín- verjar slaki á klónni í Tíbet eða hætti að pynta fólk og taka af lífi fyrir engar sakir í nánustu framtíð. Þeir munu halda því áfram, svo lengi sem þeir fá að gera það óáreitt- ir. Og það fá þeir að gera þangað til mannréttindi verða sett ofar við- skiptahagsmunum, sem verður víst seint. Það virðist því miður ekki síð- ur eiga við um íslensk stjórnvöld og fyrirtæki en önnur. -æöj Uvn flfclJGriNA OfMUtMiíHATÍf ítíÉA Pji Afot f,'MðlUAi|2o®i NAHAti PKlfi $ Z*eswiAAÍ=B6t«» trsfwveczt. swirnofe Gendun Rinchen, einn þekktasti leiðsögumaður Tíbets. Hann hvarf sporlaust í maí á síðasta ári. Honum var gefið að sök að hafa ætlað að afhenda evrópskri sendinefnd bréf um mannréttindamál í Tíbet. Viðskiptafrelsi bætir ekki úr skák Eitt helsta áhyggjuefni mannrétt- indasamtaka er síaukin beiting kin- verskra yfirvalda á dauðarefsing- unni. Aukið viðskiptafrelsi hefur þar síst bætt úr skák, því árlega eru tugir eða hundruð manna dæmdir til dauða fyrir misalvarlega fjár- málaspillingu. Ósjaldan eru haldnar fjöldaaftökur eftir hópréttarhöld, og er hinum dauðadæmdu ekið um götur borganna öðrum til viðvör- unar. Amnesty International veit af 2564 dauðadómum sem kveðnir voru upp árið 1993 og 1419 affökum. Talið er víst að þetta sé aðeins brot afþeim aftökum sem raunverulega Nýjar reglur um greiðslumat Aukið öryggi fyrir öllu íbúðarkaup kalla á vel ígrundaða ákvörðun og mikilvægt er að vanda þar til allra verka. Með tilkomu greiðslumats hafa einstaklingar átt auðveldara með að átta sig á væntanlegri greiðslubyrði. Nú hefur Húsnæðisstofnun endurnýjað reglur sínar um greiðslumat og miða þær að því að gera íbúðarkaup öruggari en áður. Helstu breytingar eru þessar: ■ Miðað er við að greiðslubyrði allra lúna fyrstu 3 úrin eftir íbúðarkaup, byggingu eða endurbætur, verði ekki hærri en 18% af heildarlaunum. ■ Meira tillit er tekið til sveiflukenndra launa en áður. Áhersla er lögð á heildarlaun umsækjanda samkvæmt skattskýrslu í stað mánaðarlauna síðustu þrjá mánuði. ■ Lánafyrirgreiðsla, s.s. skammtímalán banka til kaupanda, verður að vera formlega staðfest sem ákvörðun. ■ Sala lausajjármuna, t.d. bíls, ogaðstoð skyldmenna verður að hafa farið fram áður en Húsnæðisstofnun samþykkir kaup á veðskuldabréfi. Leitið til viðskiptabanka ykkar eða annarra fjármálastofnana eftir frekari upplýsingum varðandi hinar nýju reglur um greiðslumat. HÚSNÆÐISSTOFNUN HÚSBRÉFADEILD • SUÐURtANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 OPIO Kt. 846 VIRKA DAGA RÍKISINS #

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.