Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNPÓSTURINN BÆKUR FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 Stiörnuaiöf HallgrImur Helgason Þetta er allt að koma ★ ★★★★ „Ein skemmtilegasta skáld- saga sem hér hefur verið skrifuð í tnörg ár. Þetta er sú jólabók sem ég mun tregust til að lána afótta við að henni verði ekki skilað aftur. Á skáldsagnasviðinu er húmoristi fœddur. “ í BARNDÓMl JakobIna Sigurðardóttir ★ ★★★ „Ákaflega falleg og stundum hjartnæm kveðja Jakobínu Sigurðardóttur til bernsk- unnar. Síðasta verk höfundar reynist lítilperla.“ SjÓN AUGU ÞÍN SÁU MIG ★ ★★★ „Hugmyndarík og vel skrifuð saga. Ein afbestu skáldsögum ársitis, besta verk höfundar til þessa. “ Deborah Tannen ÞÚ MISSKILUR MIG ★ ★★★ „Skemmtileg og áhugaverð bók um mismunandi hugs- anahátt kynjanna. Varast ber að taka henni sem algildum sannleika en hún er umhugs- unarverð ogþað er töluvert vitíhenni.“ Thor Vilhjálmsson Tvílýsi ★★★★ „Thor er á skáldlegu flugi í einstaklega góðu verki. Aðdá- endur hans eiga eftir að hrópa húrra.“ Vigdís Grímsdóttir Grandavegur 7 ★★★★ „Áhrifamikil ogfalleg bók sem œtti aðfanga ófá hjörtu. Bókin er langtfrá því að vera gallalaus en kostir hennar gera að verkum að auðvelt er aðfyrirgefa þá galla. Bók sem á örugglega eftir aðfjölga í aðdáendahóp Vigdísar." Einar Kárason Kvikasilfur ★★★ „Samanburðurinn við Heiniskra manna ráð er Kvikasilfri í óhag. Fyrir utan síðasta hluta verksins erþessi bók mun bragðdaufari." „Þetta er kannski hefðbundnasta verk sem Sjón hefur skrifað en þó vil ég ekki skilgreina þessa skáldsögu með þeim orðum. Sagan sýnist oft ámörkum draums og veruleika. Hún mun líkast til ekkifalla þeim í geð sem viljafylgja beinum söguþrœði ogsœtta sig ekki við útsýnisakra fráþeirri beinu braut.“ Sjón Augu þIn sáu mig Mál og menning 1994 231 BLS. ★ ★★★ Ég tel óhætt að fullyrða að þessi bók sé í hópi bestu skáldsagna árs- ins og að mínu mati er hún lang- besta verk Sjóns til þessa. I þessu vel skrifaða og hug- myndaríka verki segir sögumaður annarri manneskju, kannski unn- ustu sinni, söguna af fundi móður hans og föður. Það var á tímum seinni heimsstyrjaldar í smábænum Kukenstadt í Saxlandi að faðir hans, gyðingur, kom sem flótta- maður, illa til reika, til gistiheimilis þar sem Marie-Sophie þjónustu- stúlka fékk það hlutverk að hjúkra honum. Til að hafa ofan af fyrir sjálfri sér fremur en honum segir hún honum sögur. Frítíma sinn notar hún til funda við unnusta sinn, en hann er æfur vegna sam- veru hennar við gyðinginn. Unn- ustinn fær tíma til að vinna níð- ingsverk á unnustu sinni en getur ekki komið í veg fyrir sköpun barns hennar og gyðingsins. Þessi ástarsaga er sögð hlustanda sem óhikað grípur fram í fyrir sögumanni og spyr spurninga. Spurningarnar leiða sögumanninn út í ýmsa útúrdúra frá hinni eigin- legri ástarsögu og í hugarheimi Marie Sophie gerist einnig ýmislegt frásagnarvert. Sem dæmi um útúr- dúra má nefna að einn kafli bókar- innar er helgaður draumum bæjar- búa nóttina eftir komu flótta- mannsins og annar kafli er um barnamorðingjann Moritz Weiss. Og Gabríel erkiengill fær einnig pláss. Þessir svokölluðu útúrdúrar eru þó á engan hátt á skjön við meginsöguna, ýta fremur undir áherslur bennar. Þetta er kannski hefðbundnasta verk sem Sjón hefur skrifað en þó vil ég ekki skilgreina þessa skáld- sögu með þeim orðum. Sagan sýn- ist oft á mörkum draums og veru- leika. Hún mun líkast til ekki falla þeim í geð sem vilja fylgja beinum söguþræði og sætta sig ekki við út- sýnisakra frá þeirri beinu braut. En hinir sem hafa gaman af að láta teyma sig vítt og breitt um hin ýmsu sögusvið og njóta þess að láta koma sér á óvart munu hafa mikla ánægju af lestrinum. Þeir munu ekki sveipa sig skikkju raunsæis og kvarta hávært undan því að sögu- maður bókarinnar hafi verið skap- aður úr leir af manneskjum sem höfðu einungis þekkst skamma stund. Fyrir þeim mun sú sköpun einungis staðfesta það sem þá hefur alla tið grunað, að í ástinni sé sköp- unarmátturinn jafn sterkur og í skáldskapnum. Þetta er ákaflega vel skrifuð bók þar sem höfundur bregður fyrir- hafnarlítið fyrir sig ólíkum stílteg- undum og verkið er skemmtilega myndrænt. Samtöl gegna nokkuð stóru hlutverki í þessari bók og þau eru vel unnin og þjóna bæði efni og persónusköpun. Höfundur á mjög auðvelt með að bregða upp eftir- minnilegum myndum af persón- um, einnig þeim sem staldra ekki Sjón með sína bestu bók lengi við á sögusviðinu. Höfundur hefur lýst því yfir í viðtölum að Marie-Sophie sé persóna sem hon- um sé afar kær og mér fínnst líklegt að hún muni einnig kalla á kærleik lesenda. Þetta mun vera fyrsta bókin í trílógíu og það er óhætt að hlakka til framhaldsins. Ef það verður jafn gott og byrjunin þá gefst færi á að bæta höfundi það upp að hafa ekki verið tilnefndur til verðlauna fyrir þetta ágæta verk. Hugmyndarík og vel skrifuð saga. Ein afbestu skáldsögum ársins og besta verk höfundaritis. Kolbrún Bergþórsdóttir Guðbergur Bergsson Ævinlega ★★★ „í heildina erþetta gott og skemmtilegt verk en jafn hœfileikamikill höfundur og Guðbergur á að geta beitt sér afmeiri krafti.“ Silja Aðalsteinsdóttir Skáldið sem sólin kyssti ★★★ „Vel unnin, læsileg en var- færin ævisaga Guðmundar Böðvarssonar. Persóna skáldsins verður ekki athygl- isverð, konurnar í lífi hans verða öllu forvitnilegri. Skáldskapurinn fær góða meðhöndlun. Áhugi á bók- inni mun líkast til einskorð- ast við aðdáendur skáldsins." Hafliði Vilhelmsson Heiða fremur sjálfsmorð *★_____________ „Óhefðbundin ogáhugaverð unglingabók sem líðurfyrir afarslakan lokakafla." Gott unijoliii Gísli Rúnar Jónsson leikari Stöð 2 This is a Wonderful Life kl. 21 á aðfangadagskvöld á Stöð 2. Þetta er 6 vasaklúta klassiker sem er leikstýrt af Frank Capra. Mér finnst tímasetningin undarleg en maður tekur myndina bara upp og sér hana seinna. í Ameríkunni er þetta myndin sem allir sjá á jólunum. Sjónvarpið Mér er mjög skyldur árlegur vandamálapakki Sjónvarpsins á gaml- árskvöld þannig að ég get ekki lagt hlutlaust mat á hann en það þarf ekki að mæla með áramótaskaupinu því fólk horfir á það hvört sem því líkar betur eða verr. Jólabækur Engar ævisögur, Is- lendingar kunna ekki að skrifa þær. Ég hef huga á Grandavegi 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur, hún er mikill talent, og Það er að koma eftir Hall- grím Helgason. Bíó um jólin Mig langar að freista þess að sjá The Miracle on 34th Street en ég á upphaflegu út- gáfuna á myndbandi. Ég er samt svolítið smeykur við hana þvi sú gamla er feykilega góð. Mig langar líka til að sjá John Travolta í Pulp Fiction og Disney- myndina Li- on King. Gott í skóinn Ekki sælgæti, heldur þroskandi hluti sem eru líka skemmtilegir. Strákurinn minn sem er eins og hálfs árs fær lítil dýr og þannig lærir hann að þekkja þau og við kennum honum hljóðin líka. Jólapakkinn Hvað sem er úr versl- uninni 1,2,3 í Kringlunni. Ég snar- sturlast þegar ég fer þangað inn. Þeir eru með alls konar gamaldags skrautmuni sem höfða til svona leikmunadellukalla eins og mín. Spil Trivial Persuit með ýmsum sérsviðum og Fimbulfambið. Það er fjandi mikill gleðigjafi. íhugunarefni á jólum Að hugsa á kærleiksríkum nótum. Gísli Rúnár Jónsson „Ég vil fá jólin í æð með fallegum skreytingum, jólalögum og hlýju strax upp úr mánaðamótum nóvember og desember." ÍI7Z7ÐZ7Ð mrnUs) m(Bi) jþwff fomQ® wm Jólaskapið Fá jólin strax í æð með fallegum skreytingum, jóla- lögum og hlýju upp úr mánaða- mótum nóvember og desember og njóta aðventunnar. Það hefur mikið gildi. Andrea Róbertsdóttir fyrirsæta Jólamaturinn Kalkúnn með góðri stuffing og malt og appelsín með. Heimagerður ís á eftir. Jólamaturinn Hamborgarhryggur soðinn í óáfengu rauðvíni og síðan bakaður í ofni við vægan hita og borinn sírópi og jafnvel sinnepi með reglulegu millibili. Síðan mæli ég með nýjung sem ég hef ekki þorað að svissa yfir í sjálfur en það er reyktur kjúklingur, hann er meiri- háttar góður. Andrea Róbertsdóttir „Ég vil eitthvað fitandi í skóinn" Jólaplöturnar Suade, Spoon Jólabækurnar Orðabækur til að \ I undirbúa mig undir framhaldsnám. Skemmtistaður , Ingólfskaffi á j gamlárskvöld. j Gott í skóinn Eitt- hvað fitandi. ; Jólaspilið Við tökum yfirleitt Actionary eða Piction- ary eitt kvöld.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.