Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 30
30 MORGUNPÓSTURINN BÆKUR FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 Stiörnuaiöf Diddú Asamt SlNFÓNÍUHLIÓMSVEIT ÍSLANDS Töfrar ★ ★★★★ „Nýi geisladiskurittn með Diddú er einfaldlega frábær. Kristján Jóhannsson fölnar við samanburðinn.“ Jet Black Joe Fuzz ★★★★★ „Þessir drengir standa vel undir því sem þeir eru að gera. Sem er ekki svo lítið. Það er í raun erfitt að ímynda sér að Fuzz sé íslensk plata úr Hafnarfirðinum, enda er hún það ekki. Hún er rokklensk ogþað er í rokk- landi setn rokkið sýður.“ Maus Ai.lar kenningar heimsins og ÖGN MEIRA ★ ★★★★ „Maus sýna það og sanna að íslendingar geta rokkað í þrusu ogþað án þess að herma eftir Pearl Jam. Ein af bestu plötum ársins.“ Ol.YMPIA Olympia ★ ★★★★ „Hvortsem mennfíla popp, rokk, danstónlist eða klassík er þetta skífa við þeirra hœfi. Hún er bceði frumleg og skemmtilegi sem er ekki al- gengt um þessijól.“ Tweety BIt ★★★★★ „Hundrað prósent poppplata með dansgólfsbíti þar sem gleðin rceður ríkjum eins og hún á aðgera.“ Birthmark Unfinished Novels ★★★★ Tónlistin á Unfinished Nov- els er eins fáguð og afslöppuð og popp yfirhöfuð getur orð- ið. Platan líður áfram eins og draumur. Birthmark býður upp á heilanudd afbestu sort.“ Bubbi 3 HEIMAR ★ ★★★ „Bubbi Morthens sýnir en einu sinni að áhcetturnar eru til þess að taka þcer. MC Bubbi tekurDj Bobo í nefið hvencersem er.“ : ■ V : .. Íííg ííw ■ : ' : "^sSSsíggjj; „Bókin er langtfrá því að vera fullkomið listaverk, hún hefur nokkra áberandi galla, en býr einnigyfir töfrum sem gera það að verkum að auðvelt er aðfyrirgefa gallana. Þetta er ein- faldlega ein þeirra bókaþar sem kostirnir vega svo mikluþyngra en gallarnir.(< Tilfinningaleg tök VlGDÍS GRlMSDÓTTIR Grandavegur 7 Iðunn 1994 444 BLS. ★ ★★★ Eigi að marka gagnrýnendur þá er Grandavegur 7 enn ein skraut- fjöður í hatt Vigdísar Grímsdótt- ur. Og þó mér finnist bókin ekki jafn góð og þeim sem hrifnastir eru þá þykir mér mikið til þessarar bókar koma. Bókin er langt frá því að vera fullkomið listaverk, hún hefur nokkra áberandi galla, en býr einnig yfir töfrum sem gera það að verkum að auðvelt er að fýrirgefa gallana. Þetta er einfaldlega ein þeirra bóka þar sem kostirnir vega svo miklu þyngra en gallarnir. Efni bókarinnar er sérlega heill- andi og ætti að bræða drjúgan hluta þjóðarsálarinnar. Ég ætla ekki að tí- unda efnið hér, svo rækilega hefur það verið auglýst. En þegar Vigdísi tekst best upp þá gerir hún efni sínu frábær skil. Þetta lof á sérstak- lega við þá kafla sem tengjast sam- skiptum Fríðu og látins bróður hennar. Sambandi þeirra systkina gerir Vigdís svo listileg skil að það hlýtur að kalla á aðdáun allra bók- menntaunnenda. Reyndar finnst mér Haukur ekki einungis vera minnisstæðasta persóna bókarinn- ar, heldur einnig ein ógleymanleg- asta persónusköpun þessa árs. Og það er lán þessarar bókar að þau systkini skuli eiga svo mikil sam- skipti á síðum bókarinnar. Þau bera þessa bók á herðum sér ásamt aft- urgengna hundinum (það hefur oft gefist vel að skella hundi inni í skáldverk og það gengur sannarlega upp hér og ekki sakar að hann skuli vera dauður því það er eitthvað sér- lega viðkvæmnislegt við afturgeng- inn hund í skáldverki). Ég er ekki frá því að í þessari bók megi greina sterk áhrif frá Gyrði Elíassyni og Haukur gæti hæglega átt heima í einu verka hans. Angur- vær gyrðisleg stemning svífur yfir veru hans í sögunni. Þeir gallar sem mér þykja áber- andi snerta lengd bókarinnar. Hún er rúmar fjögur hundruð síður og sú saga sem sögð er hefði rúmast á helmingi færri síðum. Efnið er teygt um of. Hins vegar er stíll bók- arinnar (með nokkrum undan- tekningum þó) fallegur og fagur- keranum sem í mér býr leiddist því aldrei þófið. Allmargar persónur koma við sögu og nokkrar þeirra þóttu mér í daufara lagi. Móðirin, skilningsrík og alltumvefjandi, rétt sleppur fyrir horn sem sannfærandi persóna. Hið sama finnst mér ekki hægt að segja um skáldið sem í bókinni heldur spjaldskrá um íbúa hússins og ætlar sér að skrifa um þá bók. Hugmyndin er í ætt við klisju og mér finnst Vigdísi ekki heppnast að vinna úr henni á nægilega sannfær- andi hátt. Sömuleiðis fannst mér þáttur ástkonu skáldsins ekki nægi- lega vandlega unninn. En þessir gallar sem mér þykja mjög augljósir nægja ekki til að toga verkið niður á meðal- mennskuplan. Kostir þess bæta sannarlega fyrir þessar brotalamir. Hún var æði skarpleg athuga- semdin sem kom frá Hrafni Jök- ulssyni í ritdómi hans um þessa bók og var eitthvað á þá leið að Vig- dís Grímsdóttir væri rithöfundur sem tæki lesendur sína tilfinninga- legum tökum. Ég held að Vigdís hafi aldrei áður læst klónum jafn rækilega í lesendur og í þessari bók. En það er einnig vert að taka fram að léttara yfirbragð er á þessari skáldsögu en fyrri verkum höfund- ar. Því kæmi ekki á óvart þótt fjöl- margir aðdáendur skáldkonunnar ættu eftir að telja þetta bestu bók hennar. Áhrifamikil og falleg bók sem cetti aðfanga ófá hjörtu. Bókin er langt frá því að vera gallalaus en kostir hennar gera að verkum að auðvelt er að fyrirgefa þá galla. Bók sem á örugglega eftir að fjölga í aðdáendahópi Vigdísar. Kolbrún Bergþórsdóttir Unun Æ ★ ★★★ „Það kcemi ekki á óvart þó Smekkleysu tcekist að hala hér inn enn eina gullplötuna úr ólíklegustu átt. Ununflyt- ur nefnilega lög ungafólksins oggerirþað vel. “ Fagurt syngur svanurinn 56 lSLENSK EINSÖNGSLÖG ★ ★★★ „Frábcer túlkun á íslenskum einsöngslögum, enda ekki neinir viðvaningar á ferð- inni. En upptakan erverri, og kápan verst.“ Bong Release ★★★ „Plata Bong er of meðvituð og patent til að vera almenni- leg. Lögin eru ágcet ogfrá- bcerlega unnin,það vantar bara neistann tilþess að gera þau frábcer." Gntt um iníin Olafía Hrönn Jónsdóttir leikkona Leiksýningar Það er gaman að fara með börnin í leikhús á jólunum því það er svo hátíðlegt. Ég mæli með Snædrottningunni á milli jóla og nýárs og svo auðvitað frumsýn- ingunni á Fávitanum fyrir fullorðna fólkið á annan í jólum. Jólabækur Mér líst vel á Jólamatur Það er þetta týpíska, hamborgarhryggur með rauðvíns- sósu og sér sósu fyrir börnin. ískaffi er hressandi á eftir góðri máltíð en það er kaffi með ís, rjóma og súkkulaðispæni. Jólapakkinn Mér finnst rosalega gaman að fá gjafir sem fólk býr til sjálft. Það er einhvern veginn allt öðruvísi og maður rýnir betur í hlut- inn. Grandaveg 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur og svo er ég búin að fá Ævinlega eftir Guðberg Bergsson í afmælisgjöf og hlakka til að lesa hana. í luktum heimi eftir Fríðu Á Sigurðardóttur hljómar líka vel. Bíó á jólum Mig langar til að sjá jólasveinamynd- ina Kraftaverk á 34. stræti og Forrest Gump ef hún verður sýnd ennþá. Það er ynd- isleg mynd sem á vel við um jólin. Ólafía Hrönn Jónsdóttir „Það er gott að fyrirgefa á jólunum og brjóta odd af oflæti sínu.“ Jólahugleiðing Það er gott að fyr- irgefa á jólunum og brjóta odd af oflæti sínu. Gott í skóinn Það sem gleður mín börn mest er að fá pínulítið nammi. Spil Scrabble, Pictionary og Fimb ulfamb, það er skemmtilegt. Síðan gaf ég pabba Kól- umbus og ætla að spila það. Jólastemmn- ingin Að vera í faðmi fjöl- skyldunnar og taka því ró- lega. Ágústa Johnsen þolfimikennari Jólatrimm Ég mæli með þolfimi um jólin svo fólk geti leyft sér að borða vel og brenni kaloríumar í burtu áður en þær hlaðast upp á líkamanum. Jólamaturinn Ég er mikið fyrir fuglakjöt, kalkún eða önd og ég mæli eindreg- ið með kalkún. Jólapakkinn Mér finnst við eiga að styrkja bókaútgef- endur og gefa sem mest af bókum í jóla- gjöf. Jólabækurnar Mig langar í nokkrar bækur en sú sem kemur fyrst í hug- ann er bókin hennar Vigdísar Gríms. Jólaplöturnar Mér finnst nýja jóla- platan með saxafónleikaranum Kenny G. góð og svo er ég spennt fyrir disknum með Mannakorn og jólaplötunni með Siggu Beinteins. Gott í skóinn Eitthvað lítið og snið- ugt til að leika sér að. íhugunarefni Að hverfa til upprun- ans og hugsa um tilganginn með þessu öllu saman. Jólin eru svo stutt að mér finnst skynsamlegt að njóta desembermánaðar og fara á jóla- hlaðborð og fá gesti í heimsókn á aðventunni aí stað þess að gleyma sér í spani og stressi fram á að- fangadagskvöld. 7" • ^ ÁGÚSTA Johnsen „Ég mæli með þolfimi um jólin svo fólk geti leyft sér að borða vel og brenni kaloríurnar í burtu áður en þær hlaðast upp á líkamanum."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.