Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FÓLK 33 Hljómsveitin Slowblow sendir frá sér geisladisk Hljómsveitin Slowblow, sem samanstendur af Orra Jónssyni og Degi Kára Péturssyni, hefur verið starfandi í tvö ár og er núna að senda frá sér geisladisk sem þeir gefa út sjálfir. Dagur leit við á ritstjórn MORGUNPÓSTSINS með afurð- ina, Quicksilver Tuna, og svaraði nokkrum spurningum. Hvers konar tónlist erþetta? „Mér hefur alltaf reynst erfitt að útskýra tónmál í talmáli, enda óbrú- anlegt bil þar á milli. Eftir á að hyggja held ég þó að þessi plata sé nokkurs konar spítali, öll lögin eru einhvern veginn lasin. Mismunandi mikið þó: sum bara með smáskeinu, önnur þurfa kannski hækju og einn- ig eru þarna lög sem þyrfti að keyra beinustu leið á gjörgæslu. Til að forðast misskilning verður samt að koma fram að þessi veikindi laganna eru engan veginn óvænt uppákoma, heldur algerlega fyrirfram hönnuð útkoma." Slowblow? Hvers konar nafn er þetta eiginlega? „Það er ekki komið til af góðu. Við vorum búnir að fullgera plöt- una okkar og ekkert vantaði upp á nema nafhið. í einhverri panik snéri ég við bassamagnara og á bakhlið- inni stóð þetta orð: Slowblow. Þetta er eitthvert rafeindafræðilegt hug- tak, en við hrifumst að andstæðun- um og simmitríunni í því: Slow þýð- ir jú „hægt“ og blow getur þýtt „sprenging“: Hæg-sprenging.“ Af hverju er þetta orðið svona al- gengt að íslenskar hljómsveitir beri er- lend heiti? „1 okkar tilfelli er um alþjóðlega starfsemi að ræða, við leitumst við að koma undir okkur fótunum beggja vegna hafsins. Nú, íslending- ar skilja ensku en sjaldgæfara að Ameríkanar skilji Islensku.” Þegar talið berst að hljóðfæra- slætti segir Dagur að þeir notist ekki við neinar tölvur heldur hefðbundin hljóðfæri og spili á þau sjálfir. Varð- andi kostnað við plötuna segist Dag- ur vona að heilbrigðiskerfið standi straum af honum. En á að fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi? „Það háir talsvert daglegum rekstri dúettsins að Atiantshafið skilur meðlimina að, og okkur hefur ekki enn tekist að ráða fram úr því í sambandi við tónleikahald. Það er vissulega óheppilegt.“ JBG MYND: ALDA LÓA Dagur Kári — atinar helmingur dúettsins Slowblow. Hinn helm- ingurinn, Orri Jónsson, er búsettur í New York. Gott úr er góð gjöf Eitt besta úrval landsins af vönduðum úrum frá Sviss, Frakklandi og Japan. Bjóð- um upp á mekanisk úr, bæði sjálftrekkt og handtrekkt, svo og Quartz rafhlöðuúr. Meðal margra tegunda eru; frá Sviss: Rolex, Movado, Oris, Olma, Silvana, Gro- vana, Continental, Pierpont, Tissot, Edox, Pierre Balmain; frá Frakklandi: Jaz, Yema; frá Japan: Seiko, Citizen, Orient, Pulsar, Casio, Adec, QQ. Hringið og leitið upplýsinga Póstsendum FRANCH MICHELSEN ÚRSMlÐAMEISTARI LAUCAVECUR 15 ■ SÍMI: 91-28555 ■ REYIOAVÍK Skartgripir í úrvali Silfurhringar frá kr. 1.000, Silfurmen frá kr. 1.300,- Silfurlokkar frá kr. 400,- Silfurarmbönd frá kr. 400, Silfurkeðjur frá kr. 600,- Gullhringar frá kr. 3.500,- Gullmen frá kr. 3.500,- Gulllokkar frá kr. 550,- Gullarmbönd frá kr. 500,- Gullkeöjur frá kr. 1.100,- Perlufestar frá kr. 5.200,- Perluarmbönd frá kr. 3.600,- Perlulokkar frá kr. 1.850,- Perlumen frá kr. 3.500,- Flora Danica skartgripir, Classic Collection í úrvali, nælur, prjónar, men, stór og lítil, lokkar, armbönd og hringar. Hringið og leitið upplýsinga Póstsendum FRANCH MICHELSEN ÚRSMÍÐAMEISTARI LAUCAVECUR 15 ■ SÍMh 91-28555 ■ REYKIAVlK Gjalddögum fjölgar úr 4 f 12 Leið til að jafna greiðslubyrðina Húsnæðismálastjórn hefur samþykkt neðangreindar breytingar á gjalddögum húsnæðislána og húsbréfalána frá Húsnæðisstofnun ríkisins: B Gjalddagar á nýjum fasteignaveðbréfum húsbréfadeildar verða 15. dag hvers mánaðar frá ogmeð 1. janúar 1995. B Frá og með gjalddaganum 1. febrúar 1995 verður greiðendum lána, sem útborguð hafa verið úr Byggingarsjóði ríkisins frá ogmeð 1. september 1986, gefinn kostur á mánaðarlegum afborgunum. Fyrsti gjalddagi eftir breytingu verður 1. mars 1995. B Hið sama gildir um verðtryggð lán, sem útborguð hafa verið úr Byggingarsjóði verkamanna frá og með 1. júlí 1980. B Frá ogmeð gjalddaganum 15. mars 1995 verður öllum greiðendum afborgana af fasteignaveðbréfum í eigu Byggingarsjóðs ríkisins, húsbréfadeildar, gefinn kostur á mánaðarlegum afborgunum. Fyrsti gjalddagi eftir breytingu verður 15. apríl 1995. Greiðendur eru um þessar mundir að fá tilkynningu um fjölgun gjalddaga ásamt eyðublaði þar sem þeir geta farið fram á fjölgun gjalddaga úr 4 á ári í 12. HUSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 69 69 00 OPIÐ K'L. 8-16 VIRKA DAGA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.