Helgarpósturinn - 15.12.1994, Page 38

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Page 38
38 MORGUNPÓSTURINN MENNING FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 Fæddir morðingjar Natural Born Killers ★★ Boðskapurinn erað Amer- íka sé gegnsýrð afofbeldi. En Oliver Stone er ekki siður hugfanginn og hinir. Góður gæi Good Man ★★ Evrópu- menn eru fullir, heimskir og spilltir, en negrar hjátrúarfullir, heimskir og spilltir. Harpan hennar Kraftaverk á jólum Miracle on 34th Street ★★ Er jólasveinninn til eða er hann bara klikkæingur? Endurgerð á frægustu jólamynd allra tíma, en varla til bóta. Skýjahöllin ★★ Fyrir börn sem gera ekki miklar kröfur um persónusköpun. Leifturhraði Speed ★★★ Keanu Reeves er snaggaralegur og ansi sætur. Stjörnuhliðið Stargate ★★★ Guðirn- ir voru geimfarar. Bakkabræður í Paradís Trapped in Paradise ★ Jólamynd sem kemur engum íjólaskap en eyðileggur það varla heldur. Reyfari Pulp Fiction ★★★★★ Tar- antino er séni. Undirleikarinn L 'accompagnatrice ★★ Aðaltilgangurinn er að láta leikar- ann Richard Bohringer, hitta fallega og svarteygða dóttursína, Romane. kaffi og hlusta á tónlist og slíka við- burði sækja ekki aðeins menning- arvitar úr tónlistarlífinu heldur alls konar fólk. Geisladiskur og tónleikar Núna er nýkominn út geisladisk- ur með hörpuleik Elísabetar og flautuleik Peter Verduyn Lunel en hann er sólóflautuleikari Hollensku balletthljómsveitarinnar auk þess að leika einleik og kammertónlist, en þau Elísabet hafa leikið mikið snýr aftur hún ekki undir því að vera nógu mikið glæfrakvendi til að taka þátt í ævintýri af þessu tagi. Áhugamenn um tölvubrellur fá nóg til að kæta sig. Hnífar dansa af sjálfu sér, uppljómað risahótel hverfur og birtist á víxl. Leiktjöldin eru rosalega flott; það er stælt og stolið úr ofhlöðnum art deco-stíl og útkoman verður einhver ýkju- kennd útgáfa af New York á glæst- um tíma hraða og uppgangs fyrr á öldinni. Kannski er ekki fjarri að einhverra áhrifa gæti frá Fritz Lang, altént freistast maður til að hugleiða hvernig hann og sumir þýskir samtímamenn hans hefðu moðað úr tölvutækni nútímans. Erumhugmyndin er sniðug og höföar vel til gamalla unnenda drengjabóka. Djengis-kan snýr aftur úr geymslu, lengst ofan úr Tí- bet, og vill leggja undir sig heiminn á nýjan leik, ekki hálfan eins og forðum tíð, heldur hann allan. Allt er það nú dæmt til að mistakast þegar við annað eins snöfúrmenni og Skuggann er að eiga. Og má þá segja að komið sé fyrir Temjúdín eins og Halldór Laxness í kvæði: hófkyrktur foli ertu hnotinn, heysjúkur garðjálkur fallinn Elísabet Waage og Peter Verduyn Lunel halda tónleika í Áskirkju Elísabetar Maria Bonnevie gæti orðið heimsfræg. —- heim draga klótverar krumpnir korpnaðan belg. Eigum við að láta róbota eins og Madonnu hertaka ævintýraheim barnanna? spyr einn höfundur norsku ævintýramyndarinnar Konungur í álögum. Ef þessi bíó- mynd hans er svarið, þá hlýt ég að segja já. Frekar Madonnu. Ekki það að þjóðsögur og ævintýri eigi að forsmá; Norðmenn eiga glæsi- legan sjóð af slíkum litteratúr, en það sem hér er sett á mynd er ekk- ert ævintýralegt, bara bjánalegt og kauðskt. Það er kannski hægt að virða Norðmönnum til vorkunnar að þeir eigi ekki pening fyrir jafn fín- um tæknibrellum og Ameríkanar. Samt reyna þeir og hafa setið við með svo litlum árangri að brell- urnar iíta út eins og þær hafi verið gerðar á fornu pc- vélinni sem not- uð er til að skrifa þessa grein. Þess utan er fólk falið bak við slæður eða notuð jókerblys. Seint gæti þetta keppt við Síðasta bceinn í dalnum og frábærustu tæknibrellu íslenskra kvikmynda, þegar Óskar Gíslason filmaði flugferð barn- _ _ „ ..________ _____ - m -_____ _|arnason Björn Bjarnason alþingismaður er áberandi maður í þjóðlífsumræðunni og ef hann hefði fæðst svartur í Ameríku þá væri hann í hljómsveit með lce-T, lce-Cube, Snoopy Dog og hinum strákunum að deila á kerfið „jó, mother fucker“, sem hann af augljósum ástæðum væri utan. Þessum rapptexta laumaði hann í grein í Moggann fyrir viku. Málflutningurþeirra sem vilja að Island sœki tafarlaust um aðild að (sjuggutuggusjuggsuggutuggtuggtugg) ESB (jóóo!) — EES (jóó!) E (jó) F (jó) T (jó) A (aaaa) Stðan Jón Baldvin Hannibalsson flutti þingheimi þennan boðskap margoft annan í sama dúr sjávarútvegshagsmunum sína hagsmuni sína ekki séð borgið með (jó bró) JJ aðild að (jó motlierfucker) (sjuggu tuggusjuggsuggu tuggtuggtugg) ESB (jóóo!) — EES (jóó!) E (jó) F (jó) TJjó) A (aaaa) Staða íslands hefur ekki breyst að öðru leyti en því að hún hefurstyrkst (sjugg sjugg sjugg) Jón (jó) Jón Baldvin (jó bró) Jón Baldvin Hannibalsson (jó motherfocker) (sjuggutuggusjuggsuggutuggtuggtugg) ESB (jóóo!) — EES (jóó!) E (jó) F (jó) T (jó) A (aaaa) Þegar Elísabet Waage var þrettán ára gömul fylgdist hún með þáttum Leonards Bernstein í sjónvarpinu þar sem ýmis hljóðfæri hljómsveitarinnar voru kynnt. Hún var alin upp í tónlistarfjölskyldu, pabbi hennar lék á kontrabassa með Sinfóníuhljómsveitinni og mamma hennar söng í Þjóðleik- húskórnum. Amma hennar var auk þess söngkona og sjálf haföi Elísa- bet lært á píanó frá átta ára aldri. Þegar Leonard Bernstein lauk upp leyndardómum hörpunnar opnaðist nýr heimur fýrir Elísabetu og hún varð hrifin af þessu hljóð- færi sem hljóðfæraleikarinn var í faðmlögum við og framkallaði tón- ana með því að snerta strengina með fingrunum. En það var ekki kennt á hörpu í Tónlistarskólanum en vinur pabba hennar gat útvegað gamla hörpu sem stóð ónotuð einhvers staðar og hörpuleikari Sinfóníuhljómsveitar- innar leiðbeindi henni fyrstu skref- in. I hugum leikmanna vekur harp- an einkum upp tvenns konar myndir. Annars vegar er það engill- inn sem svífur skýjum ofar með litlu hörpuna sína og hins vegar er það unga stúlkan á heldri heimilum í Evrópu 18. og 19. aldarinnar sem hlýtur tilsögn í hörpuleik og öðru því sem þóttu kvenlegar dyggðir. Engill og púki Elísabet segist ekki vera hrifin af fyrri hugmyndinni þar sem hún gefi ranga mynd af hljóðfærinu en í því sé ekki bara engill heldur líka púki og báðir henni jafn kærir. En hún segir áð meðan að góðborgar- anir létu stúlkubörn sín læra hörpuleik þafi tónskáld þeirra tíma ekki sinnt þljófærinu sem skyldi en seinni tíma tónskáld hafi samið mörg verk fyrir hörpu, bæði ein- leiksverk og kammertónlist. Um ástæðuna fyrir því að harpan varð fyrir valinu hjá heldri stúlkum þess tíma segir Elísabet: „Það gæti legið í stellingunni við hljóðfærið. Það gaf þeim færi á að láta skína aðeins í bert hnéð og handleggirnir tóku sig einkar vel /út í faðmlögum við hljóðfærið. /Þær fengu líka gjarnan unga menn1 til að fletta fyrir sig nót- unum.“ saman á undanförnum sjö árum. Á tónleikum í Áskirkju næstkomandi sunnudag klukkan 17 munu þau kynna efni af disknum sem hefur meðal annars að geyma Intermezzo úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson, einleikssvítu fyrir hörpu eftir Benjamin Britten og Arpeggione sónötu Franz Schu- berts. Þau Elísabet og Peter munu spjalla um verkin milli atriða og auk þess lauma fleiri verkum inn í dagskrána en þau sem heyra má á geisladisknum. -ÞKÁ Konungur í álögum Kvitebjörn kong Valemon ★ Álagaísbjörninn er sauð- meinlaus og ævintýrið kauðskt. Heilagt hjónaband Holy Matrimony ★ Lítil hugmynd sem reynt er að treina með annarri ennþá minni. Daens ★★★ Gamaldags sósíalreal- ismi en á köflum áhrifaríkur á að horfa. Mynd sem hefði fengið fimm stjörnur i Prövdu. í loft upp Blown Away ★★ Spæng- ingin ilokin erfín upphitun fyrírgaml- árskvöld. Þrír litir: Hvítur Trois couleurs: Blanc ★★★★ Mynd sem segir frá því hvað er mikill vandi að vera maður, og vandar sig viö það. Bein ógnun Clear and Present Dan- ger 0 Fárántega aivörugefið og - kariaiegt. Forrest Gump ★★★★★ Annað hvort eru menn með eða á móti. Ég er með. Með tvo nemendur í hörpuleik Elísabet snéri sér al- farið að hörpunámi þegar hún var 16 ára gömul og lauk seinna einleikaraprófi á hörp- una en hún hefur einnig kennara- próf á píanó. Hún lærði í Hollandi þar sem hún kynntist eiginmanni sínum sem er hollenskur en þau eru búsett jöfnum höndum á Is- landi og í Hollandi. Þrátt fyrir það hefur hún tvo nemendur í hörpu- leik hér uppi á Fróni. Elísabet hefur haldið alls kyns tónleika með reglulegu millibili og hún tekur sem dæmi kaffitónleika sem séu algengir í Hollandi. þá er spilað í hádeginu á sunnudögum fyrir fólk sem kemur til að fá sér Temjúdín Skuggj BIóhöllin ★★★ KONUNGUR I ÁLÖGUM HASKÓI.ABIO ★ Skuggi er eins og kvikmynduð teiknimyndasaga. Það koma nokkrir rammar og þeir eru æsi- legir, svo dettur allt í dúnalogn og maður bíður eftir því að blóðið komist aftur á kreik þegar nýr skammtur birtist í næsta tölublaði af Fálkanum. Með öðrum orðum: Myndin er stundum frábærlega spennandi og sniðug, sérstaklega þegar vaða uppi Kínamenn með stóra stingi, en þess á milli gerir hún ekki meira en rétt að lulla áfram. Þegar Robert Louis Steven- son skrifaði Gulleyjuna gerði hann það fyrir beiðni lítils frænda síns sem bað hann lengstra orða að hafa engar stelpur í sögunni. Það er leitt að höfundar Skugga vissu ekki af þessu þjóðráði drengsins; mynd- in verður eiginlega aldrei leiðinleg nema þegar aðalkvenpersónan fær að vera með, að minnsta kosti rís farið í bíó með Aqli Gangið niður dimma ganga kvíkmyndahúsanna með Agli Bióborgin Sérfræðingurinn The Specialist ★ Gengur út á að sýna likamsparta á Stone og Stattone. Sóigleraugun eru samt best. í blíðu og stríðu When a Man Loves a Woman ★★ Nákvæm lýsing á alkó- hólisma í væmnum thirtysomething- stn. Næturvörðurinn Nattevagten ★★★ Mátulega ógeðsleg hrollvekja og á skjön við huggulega skótann ídanskri kvikmyndagerð. Fjögur brúðkaup og jarðarför Four Weddings and a Funeral ★★★ Hugh Grant er sjarmerandi hjáiparvana og konur vilja bjarga honum. Laugarásbío Bióhöllin Skuggi The Shadow ★★★ Djengis- kan er tekinn ofan úr skáp, vill leggja undir sig heiminn en mætir Skuggan- um. Gríman The Mask ★★★ Myndin er bönnuð innan tólfára og þvítelst lögbrot að þeir sjái hana sem skemmta sér best, tiu ára drengir. Regnboginn Háskólabíó Lilli er týndur Baby’s Day Out ★ Óheppnu þrjótarnir eru ekki vitund fyndnir. Allir heirnsins morgnar Tous les matins du monde ★★★ Músikin er fatteg. Sagabió Sérfræðingurinn The Specialist ★ James Woods er svo góður sem vondi karlinn að maður hlýtur að halda með honum. Stjörnubío Einn, tveir, þrír Threesome ★★★ Möst fyrír karla og konur á aldrinum 14 til 20. Bíódagar ★★★★ Margt fallega gert en það vantar þungamiðju. anna í kisdinum. Fyrir utan hjarnbreiður á heið- um er það eina sem gleður augað Maria Bonnevie, unga stúlkan sem Hrafn Gunnlaugsson leiddi fram í Hvíta víkingnurn. Ég held það verði varla langt þangað til að augu heimsins eiga eftir að horfa á hana — nema kannski hún sé of hraustlega seljastúlkuleg. Því vissu- lega er hún engin mjóna og litla angist að merkja í fari hennar, heldur hefur hún heilbrigt fas úti- vistarkonu I skuldlausu velferðar- ríki. Sagnaminnið er gamalkunnugt, þetta er enn eitt tilbrigðið við æv- intýrið um Fríðu og Dýrið. Bonnevie er geðþekk Fríða, en af Dýrinu sem hún festir ást á, hvíta- birninum, stafar ekki meiri ógn en af drukknum manni sem kemur í ísbjarnarfeldi á grímuball. Máski er þetta allt í lagi fyrir fólk á aldrinum milli skriðdeildar og grunnskóla, en líklega er myndin ekki mjög ánægjuleg fyrir neinn nema foreldra sem eru friðlausir af áhyggjum yfir því að amerískur lágkúltúr sé að gleypa börnin sín með húð og hári. í framhjáhlaupi: Það er rétt að óska Sambíóunum til hamingju með nýuppgerðan, fallegan og þægilegan sýningarsal uppi í Bíó- höll. - Egill Helgason

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.