Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 40

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 íarið í leikhús með Hallgrími Á Broadway Islensku leikhúsin eru komin frí, Bara Hárið og Kaffileikhúsið enn í gangi. Farið þá til New York. Þar hófust á dögunum sýningar á Hapgood eftir Tom Stoppard, verk um breskan njósnastjóra, sýnt í Lincoln Center, 150 W. Ó5th street. Miðapantanir í síma 239 6200. Svæðisnúmerið íyrir New York er 212. Einnig eru nýhafnar sýningar á Me and Jezebel, gaman- leik eftir Elizabeth Fuller, byggð- um á sannri sögu um það þegar Bette Davis fékk að gista eina nótt á heimili í Connecticut en endaði á því að vera heilan mánuð. Hljómar spennandi. Þetta er sýnt í Actors Playhouse, 100 Seventh Avenue. Sími 691 6226. Á Broadway má svo sjá söngleik- inn góða Grease í uppsetningu Tommy Tunes. Gamla Bláa-lóns- goðið Brooke Shields er í aðal- hlutverki. Leikhúsgagnrýnandi New York Times segir meðal ann- ars í gagnrýni sinni: „Þessi háværa og klaufalega uppsetning er í raun ekki annað en tjasl á tjasl ofan, á einhverju sem var aldrei neitt sér- stakt til að byrja með. Sýningin fyllir mann ekki af þrá eftir einfald- ari heimi, eins og hann var í gamla daga, heldur þrá eftir einfaldari leiðum til að túlka hann.“ O’Neill leikhúsið 230 W. 45th street (239 6200) Á Off Broadway: Das Barbecu, gamanleikur með tónlistarívafi, látinn gerast í systkinabrúðkaupi í Texas og lauslega byggður á Hringnum eftir meistara Wagner. New York Times: „Þessi smarta, ánægjulega og kjötmikla endur- sögn á Niflungahringnum með Texas-barbikjú-kryddi er mál- blendin æfing í meginstraumsleik- húsi. Leikararnir fimm sem fara fimlega með 30 hlutverk eru skemmtilegir, en hvorki þeir né sýningin sjálf demba sér af krafti útí þeirra eigin yfir-ýkt Valhallar- sukk, eins og maður heíði þó gjarna kosið.“ Minetta Lane Theat- er, 18 Minetta Lane (420 8000) Einnig á Off Broadway: Grandmas Sylvia’s Funeral, „um- hverfissinnaður ferlisskarandi gamanleikur“ eins og segir í frétta- tilkynningu frá Playhouse on Vandam, 15 Vandam St.(ó9i 1555) Fimmtudagur Þá mun enginn skuggi verða til Kalffileikhúsið í Hlaðvarpanum kl. 21.00 Föstudagur Eitthvað ósagt Kaffileikhúsið i Hlaðvarpanum kl. 21.00 Hárið Islenska óperan kl. 20.00 og 23.00 Laugardagur Leikhús I tösku, jólabarnaleikrit Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum kl. 15.00 Sápa eftirAuði Haralds, með Eddu Björgvins og fleirum Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum kl. 21.00 Hárið Islenska óperan kl. 20.00 og 23.00 Myndletur töívualdar Nokkrar táknmyndir úr sendibréfum á InterNet Reiður Sköllóttur ■ ■ 1 30 1 V Skeqqiaður Brotin L. gleraugu r .. 1 1 ■O Óviss Pípureykinga- maður 1 ■ ■ 0 1 ■■■ ■ Syfjaður Reykinga- L maður Vonbrigði Klofin tunga 3 Spangir Heyrnartól ukápur sem standa upp úr jólabókaflóðinu fvrir Ijótleika Markaðs búskapur BROSAÐ GEGNUM TÁRIN eftir Helga Jónsson Bókaútgáfan Tindur Þessi unga stúlka lítur út eins og örvinglaður sjúkraliði sem hefur lagst í langvarandi drykkju í verk- fallinu. Og drengurinn að baki er með flagaraglott sem menn bera yfirleitt ekkifyrr en þeirfá undir- höku. EG ELSKA ÞIG — HELD EG eftir Jane Pitt Iðunn Unglingabók, en maðurgerir ein- hvem veginn frekar ráð fyrirþví að þetta sé mynd afhöfundinum fremur en sögupersónu, sem menn geta gert sér grein fyrir því hversu krcesilegt það er ef menn hafa í huga Jennu og Heiðar. •Vill l'ÚíxWít . VESTLTO-ARIXN VESTURFARINN eftir Pál Pálsson Forlagið Einhvers staðar segir Organistinn að einkenni sannrar listar sé að menn fái það á tilfinninguna að þeirgeti gert verkið sjálfir. Það á ekki við íþessu sambandi þó teikningin sé kauðsk. ÞU.SF.MKOMST MARKAÐSBÚSKAPUR eftir Þorvald Gylfason og fleiri Mál og menning Heimskringla. Orabaunir, bakaðar baunir, Hunts heilir tómatar... Það er spuming, efbókmenntadrengimir uppi í Máli og menningu hafa ekki áhuga á markaðsmálum, hvortþeir œttu að vera að gefa þetta út. Ætti að seljast vel uppt Árbæ. Vömlisti frá Kaupfélagi Rangœinga. ÞÚ SEM KOMST - LJÓÐSAGA eftir Þorstein Stefánsson Birgitte Hövrings Bibliotexforlag Það er mynd af útgefandanum stoltum á bókasafninu sínu. Váááá. SEKUR eftir Scott Turow Alveg eins og merkisspjald sem vœri kannski í lagi efþað vceri ekki merkispjaldið „Bannað að stöðva bifreiðina“. ÞRJÁR ÓÐARSLÓÐIR eftir Böðvar Guðmundsson Mál og menning Lítur út eins og auglýsingfrá Bón- us, gerð af Félagi íslenskra bóka- verslana, eða galsafengin ung- lingabók fremur en Ijóðabók sem hún víst er. Emtetómennog srjórruTiálamenn EMBÆTTISMENN OG STJÓRNMÁLAMENN eftir Gunnar Helga Hálfdánarson Mál og Menning Heimskringla Eins og myndskreyting í gamla Þjóðviljanum — á slcemum degi. HEIMS UM BOL Björn Dúason safnaði saman Bókaútgáfan Tindur Tilfinningin sem maðurfcer er sú sama ogþegar maður hefur safn- að saman jólagjafapappírnum og labbar með hann út í tunnu. ÞJÓÐ Á ÞINGVÖLLUM eftir Ingólf Margeirsson Vaka- Helgafell Þrátt fyrirgleði barnanna þá sér maður ekkert annað en bílalest- ina. Maðurfcer á tilfinninguna að einhver sé að sópa undir teppið. BANKABÓKIN eftir Örnólf Árnason Eldey Lítur frekar út eins og spámaður- inn eftir Gibran eða afmcelisdag- bókfyrir unglingsstúlkur, en ekki þessi grimma ádeila sem höfundur vill að hún sé. HERBRUÐIR eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur Fróði Mcetti halda að Þóra haft teiknað kápuna sjálf. MUU Ui«IUU UIIMUMXU* ADDA LÆRIR AÐ SYNDA eftir Jennu og Heiðar Almenna bókafélagið Vatnslitirnir gefa til kynna að þetta séfremurþunnurþrettándi. OFURHUGINN — OLI I OLIS eftir Bjarka Bjarnason Skjaldborg Þó svo að maðurinn hafi átt bens- ínstöðvar þá eru bensínafgreiðslu- menn sem slíkir ekki tnjög áhuga- verðir svona viðfyrstu sýn. GOLFARAGRIN eftir Braga V. Bergmann Fremri hf. Teikningin er svo ófyndin að mað- ur hefur ekki gaman að hennifyrr en eftir að hafa fengið kúluna í hausinn. BJORN OG SVEINN eftir Megas Mál og menning Óskiljanleg kápa nema efvera kynni að útgefendumir hafi verið orðnir verulega þreyttir á við- fangsefninu. HAU.DÓR LAXNESS BIRGIR OG ÁSDÍS eftir Eðvarð Ingóifsson Æskan Kreólalitimir eru svo magnaðir að maður er hrceddur við að koma við hana afótta við aðfá lit á puttana. BREKKUKOTSANNÁLL eftir Halldór Laxness Vaka-Helgafell Það sem gerist í hjónabandi teikn- arans og Laxness er að það er ekki eins ogLaxness dragi teiknarann upp með sér á hcerra plan heldur gerir teiknarinn allt til að draga Laxness niður á sitt. BAK VIÐ ÞÖGLA BROSIÐ eftir Birgittu Halldórsdóttur Skjaldborg Sambland af tímaritinu Stíl, sem fórá hausinn um árið, ogparinu á ströndinni á útsaumsmyndinni frcegu. Svo ósmekkleg að jafnvel fyrirscetan lokar augunum. ÞÖGNIN ROFIN eftir Kristján Pétursson Skjaldborg. Myndin afþessum úlpuklcedda náunga sem snýr baki í lesendur, í bland við titilinn, gefur til kynna að hér sé fjallað um perra sem koma úr skápnum. Svo er ekki. Undirtitillinn er örlagaþrungnar sakamálasögur. Horfið á vídeó með Siqurióni Hjúfrið um ykkur í sófanum með Sigurjóni Heill heimur út affyrir sig The Shining Ef fólk er í skapi fyrir hrollvekju eru fáar myndir pottþéttari en hryllings- meistarastykki Stanleys Kubrick, The Shining. Það er sama þó maður hafi séð hana hundrað sinnum, allt- af er hún jafn hrollvekjandi og mögnuð. Ég held því reyndar fram að engin mynd í sögunni komist með taernar þar sem Shining hefur hælana. Fyrir utan það að vera frábær hrollvekja, þá er hún algerlega einstök kvik- mynd sem á sér enga líka og það má segja að hún sé ekki bara kvik- mynd, heldur eitthvað annað og meira, kannski martröð í sýndar- veruleika. Sýndarveruleika-samlíkingin er reyndar alls ekki svo fráleit þegar við sjáum hvernig myndavélin ferð- ast um ganga hótelsins (þar sem myndin gerist að mestu) eins og um áhorfandann sjálfan væri að ræða. Tónlistin skapar líka stóran sess, en hún er samansafn nútímatónverka eftir tónskáld eins og Bela Bartok, Wendy Carlos og György Ligeti. Óþarft er að minnast á leikarana Jack Nicholson og Shelley Du- vall sem bæði falla eins og flís við rass inn í þessa martröð. Til að ná hámarkshrolli þegar horft er á Shining er gott að það sé vont veður úti, til dæmis snjóstormur, og harðfiskur er öndvegis meðlæti. The Shining fæst meðal annars í: Videóhöllinni við Lágmúla Aðalvideóleigunni við Klapparstíg og öllum helstu leigum bæjarins. Hrjúfrið um ykkur í hræðilegum martraðarheimi The Shining. Sigurjón Kjartansson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.