Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 44

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 44
44 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF FIMMTbDAGUR 15. DESEMBER 1994 i 1 8.DESEMBER - 15.DESEMBER 1994 sv ÞV Titill Flytjandi 01 01 LÖG UNGA FÓLSINS UNUN 09 02 BETTER THINGS MASSIVE ATTACK 04 03 THE WILD ONES SUEDE 02 04 GIRL, YOU’LL BEAWOMAN... URGE OVERKILL 06 05 T0M0RR0W SPOON 08 06 MURDER WAS THE CASE SNOOP DOGGY DOGG 14 07 NOTHINGMAN PEARLJAM 03 08 SWEETJANE COWBOY JUNKIES 11 09 WORKAHOLIC BONG 18 10 THE MAN WHO SOLD THE ... NIRVANA 07 11 FEELING SO REAL MOBY — 12 ODE TO MY FAMILY CRANBERRIES 05 13 BUST BUBBLEFLIES — 14 GOTT MÁL (REMIX) TWEETY 17 15 ÉG GEF MÉR KOLRASSA KRÓKR. — 16 TILL NOW BUBBLEFLIES — 17 LOVESPREADS STONE ROSES 20 18 ME AND MY BIG BROWN BELLY URMULL — 19 FELL ON BLACK DAYS SOUNDGARDEN 19 20 CONNECTION ELASTICA kraumandi undir... SIGHT FOR SORE EYES A CONSPIRACY THE RUBBERS SONG THANK YOU FOR HEARING ME MPEOPLE BLACK CROWES PHARCYDE SINEAD O ’CONNOR Lög uttgafólsins með Unun á toppnum aðra vikuna í röð!! Gáfnaljós vikunnar er gamla Bowie-lagið, TheMan Who Sold The World, íflutningi Nirvana semfer upp um 8 bekki. Hœsta nýja lagið á írski quartettinn Cranberries, Ode To My Family kemur beint inn í 12. bekk. Fimm ný lög koma inn í vik- unni. Níu lög hoppa og skoppa enfimm lög eru fal- listar. Aðeitis topplagið stendur í stað. X-Domino's listinn er valinn vikulega af hlustendum og dagskrár- gerðarmönnum X-ins. Listinn er frumfluttur á fimmtudögum kl. 16:00-18:00 og endurleikinn á laugardögum kl. 14:00-16:00. Það er Einar Örn Benediktsson sem sér um’ann! „Hann var sannur íslendingur og dó á 17. júnfc Menn gera sér ýmislegt til dund- urs á aðventunni. Sumir hafa tekið upp þann sið að senda alls konar föx fram og til baka um borgina — sjálfum sér og öðrum til skemmt- unar. Eitt slíkt er nú í gangi þar sem tíndar eru saman meintar tilvitnan- ir í minningargreinar í Mogganum. Þessu er trúlega logið upp á bæði Mogga og greinarhöfunda, en við látum nokkur sýnishorn flakka. „Drottinn minn gefðu dánum ró og hinum líkin sem lifa. “ „Hann kvœntist eftirlifandi eigin- konu sinni og átuþau tvö böm.“ „Gönguferðin þeirra varð styttri en menn vonuðu. Banvaenn sjúk- dómur beið hennar bak við stein og sló hanafljótt tiljarðar." „Hún hafði það sterka skapgerð að smávegis rigningarsuddi setti hana ekki úr jafnvœgi. “ „Þrátt fyrirgóða greind gekk hún aldrei í kvenfélag. “ „Það er löngu vitað mál að bestu og skemmtilegustu vinina eignast maður í lúðrasveitum.“ „Hann skrapp úr vinnu til aðfara í þrekprófun í Hjartavemd en kom þaðan liðið lík." „Ég bið þann sem lífið gafað hugga, styrkja og bceta aðstand- endum skaðann.“ „Tók hannfráfall konu sinnar mjög ncerri sér, vegna bamanna. “ Fyrirmyndirnar í bók Hallgríms Helgasonar Þetta er allt að koma liði. Auðunn gaf út æviminningar sínar, Lífsól, í samvinnu við Þor- stein Eggertsson blaðamann 1991. Auðunn var laus við björgunar- hring, pundinu var paddað jafnt utan á skrokk hans, og á manna- mótum var hann duglegur að þenja út kassann og skjóta maganum inn, hugsanlega með magabelti sér til fulltingis. „Hann varð af þessu all reiginslegur í fasi og næmt fólk hafði það jafnan á tilfmningunni að hann væri á leið upp úr buxunum, eins og súpermann að hefja sig til flugs. Og á vissan hátt var hann allt- af á leið úr buxunum. Auðunn var kvennamaður.“ Auðunn er lífs- kúnstner, listaunnandi, listagóður kokkur, líf hans eitt kúnstverk og „Auðunn hafði tekið til höndum varðandi útlit sitt og lagað eftir smekk sínum og innsæi, mótað eig- ið andlit eins og post-human-lista- maður...“ Margt af þessu minnir óneitan- lega á Ingólf en Hallgrímur þeysir á Pegasusi út á tún í einni sérstæð- ustu ríðingarsenu íslenskra bók- mennta. Auðunn kemst yfir sögu- hetjuna í íbúð sinni á Rimini eins og svo margar aðrar sem vinna og hafa unnið hjá honum en Auðunn er einn kynmesti maður sem Island hefur eignast. Hann fer hantförum eins og sannur akróbat í hinum ýmsu stellingum, svo sem „Bú- mannsgleði“, „Tvívængju“, „Siggu f’rænku" og „Ríðum heim til Hóla“. Og í morgunsárið tekur hann koll- una ofan og er þá hvirfillinn þéttrit- aður kvenmannsnöfnum sem hafa gist rekkju meistarans — og í þar- tilgerða bók færir kóngurinn nafn söguhetjunnar og bætir aftan við í sviga (afm.). Sigríður M. Konráðs- dottir kórstjóri aiías ■ ín Þorgerður mgólfsdótt- ir Fjölskylda Ingólfs fær engan frið fyrir Hallgrími, eða öllu heldur þessum samanburðarfræðum. Ein af tilþrifameiri persónum bókar- innar er Sigríður Mirra, kórstjóri í Fjölbraut, og margt við hana minn- ir óneitanlega á Þorgerði Ingólfs- dóttur, kannski vegna þess að Þor- gerður er Kórstýran með stóru Ká- i. Mirra er fyrsta kórstýran til að mennta sig sérstaklega í kvenna- tónfræði og er lýst sem einum af fá- um brautryðjendakonum íslenskr- ar samtíðar. „Andlit hennar var fremur mjóslegið, allt að því fugls- legt, með nokkuð langvíuðu nefi, löngu og einsýnu, og hvössu augnaráði við rætur þess.“ Hún er ætíð ómáluð og röddin með skóla- bjöllukeim á háunótunum og er á þessum árum í hvítu möttu krep- yrjóttu síðpilsi. Mirra er kynvísari en Þorgerður og vill eingöngu stelpur í kórinn, enda vænlegra til árangurs, og máli sínu til stuðnings vitnar Mirra í „The Choir as an Organ“ eftir Judy Manyter sem seg- ir að „kórinn verði heilsteyptari sem líffæri ef einungis annað líf- færamunstrið stendur að honum.“ Mirra nær ótrúlegum árangri með kórinn sinn eða „kóruna“ enda nær hún að stilla saman strengi kórfé- laga svo hraustlega að algjör sam- stilling næst í blæðingum stúlkn- anna. Þarna ber skáldfákurinn Hallgrím í hæstu hæðir en í nektar- æfingar kórsins hóf kórstýran sam- hreinsun á því að ganga á milli stúlknanna með plastpoka og safna í hann bindum sem hún setti síðan í stóra klerkrukku fulla af vökvan- um Symbíósa. „Eftir því sem leið á veturinn fékk hann á sig rauðbrún- an lit og á nektaræfingum lét Sig- ríður krukkuna standa opna á gólf- inu milli sín og Kórsins. Gaus þá upp „frumkvenleg“ (ur-kvinnlig) lyktargufa..." Gunnlaugur Gunn- steinsson alías Hrafn Gunnlaugsson Gunnlaugur Gunnsteins- son er kraftmikill eldhugi ( stórtækur til uppsetninga. Þó svo að hann sé aðallega starfandi við leikhús í sögu Hallgríms þykir hann um svo margt líkj- ast Hrafni Gunn- laugssyni að fram hjá því verður vart litið. Gunnlaugur endar allar setningar sínar á „I love it“ og kemur til sögu þegar hann á að leikstýra óperu- uppfærslu skóla- félagsins sem hann vill hafa með vík- ingalegu yfirbragði og umfram allt með „action" Gulla Love-it tekst að breyta , kyrrlátasta stofudrama í þrælspennandi fjölskyldu- uppgjör með því að bæta i óvæntu morði og nauðgun- t arsenu inn í uppfærslur sínar. milli skáldsögu og viðtalsbókar og/eða ævisögu. Aukinheldur er Ragnheiður Birna fædd 1959 og sagan fylgir henni fram á þennan dag þannig að tíminn í sögunni er skuggalega nálægt núinu. Einnig gefur Hallgrímur samanburðar- fræðum undir fótinn með því að brúka þekkt nöfn eins og Magnús Ver, Steinn Ármann Magnússon, Þorgeir Ástvaldsson, Þorsteinn Eggertsson og fleiri (án þess þó að þeir karakterar minni að öðru leyti á þekkta alnafna sína úr raun- heimi). Einnig koma nokkrir stutt- lega við sögu í „eigin persónu“ eins og Hemmi Gunn, Jordan, Helga Hjörvar og Hilmar Oddsson, Guð- bergur Bergsson og fleiri. Hallgrím- ur Helgason er þannig öðrum höf- undum óskammfeilnari í því að má út mörk raunveruleika og skáld- skapar. Og svo við stígum nokkur spor í þeim dansi þá spyr Hallgrím- ur Helgason Hallgrím Helgason í viðtali í Alþýðublaðinu 25. nóv- ember: „Þú notar stundum beinar fyrirmyndir og atburði úr samtím- anum...?“ Þetta er sumsé allt í einum alls- herjar hrærigraut. Eitt af því sem hefur dúkkað upp í þeirri stífu bók- menntaumræðu sem hefur átt sér stað hér innan blaðsins er að nokkrir aðilar hafa þráfaldlega ver- ið nefndir sem augljósar fyrir- myndir ýmissa persóna Hallgríms þó svo að hann fari með þær út fyr- ir þann ramma sem líf hvers og eins markar í raunveruleikanum. Það þarf kannski ekki að taka fram en þessi samanburður er auðvitað eins ábyrgðarlaus og skáldskapur er al- mennt og gripinn á flugi hér á rit- stjórninni og úti í bæ. Auðunn Ástþórsson alías Ingólfur Guð- brandsson Ferðamálafrömuðurinn Auðunn Ástþórsson á ferðaskrifstofunni Út- ferð er ein eftirminnilegasta per- sónan og Ingólfur Guðbrandsson hefur verið nefndur sem fyrirmynd hans. Auðunn er einn af glæsileg- ustu og kassamestu mönnurn sinn- ar kynslóðar en umfram allt sól- brúnn, líklega þeldekksti Islending- ur allra tíma og stundum minnir hann einna helst á fullsminkaðan óperusöngvara. Auðunn byggði upp veldi sitt með ódýrurn sólar- landaferðum og skákaði keppi- nautum sínum í Sunnu og Útsýn með persónufylgi og fögru starfs- Einar Kárason sagðifyrir skemmstu í viðtali við MORGUNPÓSTINN að hann teldi að það þyrfti um það bil 250 þúsund manngerðir til að búa til eitt stykki samfélag. Þetta leiðir til þess að íslenskar skáldsögur hafa tilhneig- ingu til að verða lykil- rómanar sem þýðir með öðrum orðum að íslenskir lesendur erufljótir að finna hugsanlegar fyrir- myndir skáldsagnaper- sóna. Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason hefur vakið nokkra athygli ekki síst fyrirþœr sakir að hún er á við besta kitlusmokk — persónur bókarinnar skarast hœttulega við ýmsa þekkta samtíma- menn. Þetta undirstrikar Hallgrímur með frásagnarmátanum en hann bindur saman ýmsa kafla bókar- innar með eins konar mannlífsvið- tali við aðalpersónuna, Ragnheiði Birnu, og leikur þannig línudans

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.