Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 47

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF 47 4- „Halló stelpur. Ég er 22 ára strákur sem býr í Reykjavík og ég hef áhuga á að kynnast stelpum hérna í borginni eða í nágrenni hennar. Þær stúlkur sem höfða til mín eru barmmiklar og kittkí ogþœr sem vilja lifa lífinu til hinsýtrasta, þannig að efþú hefur áhuga þá myndi éggjarnan vilja hitta þig og kannski bjóða þér út að borða eða gera eitthvað íþeirn dúr. Efþér líst á þessa auglýsingu hafðu þá endilega samband ogýttu á 1. Takkfyrir/' Það er beðið e) ftir þér á Stej fnumótal l l n U n n l A&eins 39,90 mínútan þeim bestu aðjaaati Janúarhefti breska tónlistartímaritsins Q er það hundraðasta í röðinni en það kom fyrst fyrir sjónir lesenda sinna í oktöber árið 1986. Q hefur unnið sér sess sem eitt vinsælasta blaðið í músikbransanum og í tilefni þessara tímamóta voru valdar 99 bestu plöturnar sem fjallað hefur verið um af gagnrýnendum blaðsins. Deput, plata Bjarkar, er þar á lista og í umsögn um hana er hún lofuð sem ein óvenjulegasta og frumlegasta plata síðustu ára. Björk er einnig einn örfárra tónlistarmanna sem hefur komist tvisvar á forsíðu Q, fyrst sem Sykurmoli og síðan sóló. Polly Harvey, Björk og Tori Amos Klassísk mynd í Q, þar sem ólíklegt má teljast að þær verði aftur saman á mynd. „Vont en það venst Nú þegar tugir þúsunda íslendinga eru búnir að sjá Gump í Háskólabíói er ekki úr vegi að skoða negatívu hliðarnar á Forrest. Hún er auðvitað einhliða myndin sem er dregin því öll samúð áhorfandans, sem situr óhultur í myrkrinu með skrjáfandi popppokann í kjöltunni, er með þessum greindarsnauða náunga og allir hafa gaman að því að fyigjast með því hversu langt er hægt að ná hálfheilalaus. Þetta er ákveðin birtingarmynd ameríska draumsins en ekki laust við aumingjadýrkun í bland. Ætli það færi ekki um mannskapinn ef hann hefði svona hnetu sem yfir- mann til dæmis. Hafþór Ólafsson fékk nokkra Gumpa í hausinn að eiga við. Þegar maðurinn, sem ég og all- cc ir samstarfsmenn mmir erum sammála um að hafi heila á stærð við baun, er gerður að yfirmanni deildarinnar, starfs- lýsingin hljóðar upp á að hann eigi að vera tengiliður milli toppanna og okkar hinna en orka hans virðist fara í það að sleikja þessa toppa og gefa heimskulegar skipanir, þá... er greinilega lögmálið lögmál. Þegar ég hef eytt löngum tíma í að útskýra fyrir manni nokkrum að það séu stjarnfræðilega litl- ar líkur á að vinna í lottói, farið fram og til baka refilstigu lík- indafræðinnar, en hann horfir á mig og segir þrjóskulega: „En þú eykur líkurnar á því að vinna með því að kaupa miða,“ sem er reyndar rétt en ekki alveg það sem málið snýst um, þá... bið ég hann að heita á mig. Þegar ég, sem ætlaði að vinna góðverk dagsins með því að hjálpa sjóndapri konu yfir um- ferðargötu og hún í byrjun þakkar mér kærlega fyrir en tekur upp á því, þar sem ég er að leiða hana yfir götuna ásamt fjölda fólks, að æpa: „Rán! Hjálp! Hann er að ræna mig!“, þá... læt ég hana eiga sig, næst. Þegar einfeldningurinn í næsta húsi, sem er alltaf að snudda heima hjá mér og ég af góð- mennsku hef tekið á móti, tek- ur upp á því að gefa út ijóða- bók, að miklu leyti unnin upp úr því sem ég hef sagt við hann, en ég er skáld, og hún selst og selst miklu betur en bókin sem ég gaf út, þá... hefur leiátið á minni bók ver- ið vont. Þegar grænjaxlinn sem kom til vinnu fyrir mánuði og ég þurfti að kenna öll brögðin í bransanum fer að segja mér að það sé betra að gera þetta svona en ekki hinsegin, og bætir um betur með því að vera einstaklega frekur til fjörsins og sker sér sérlega stóra sneið af umtalstíma starfsmanna- funda, þá... er ég greinilega lun- kinn kennari og hef uppbyggileg áhrif. Þegar ég, sem er virkilega ósáttur við það að gagnrýnandi nokkur sé við störf og hef margsinnis sýnt fram á það með gildum rökum í vinahópn- um að hann er gersamlega óhæfur, verð fyrir því að vit- leysingurinn í félaginu tekur upp á því að skrifa greinar í blöðin þar sem þetta sjónarmið kemur fram en rökstuðningur hans er fyrir neðan allar hellur, vatn á myllu kölska, og hann vitnar klaufalega í mig máli sínu til stuðnings, þá... á ég kjánalegan vin sem aftur á penna. Þegar ég fyrir kurteisissakir spyr þverhausinn í vinnunni hvort hann hafi tekið pennann minn, sem ég veit að hann gerði og gott betur, ég veit að hann veit að ég veit að hann tók hann, og hann segir nei upp í opið geðið á mér og bætir um betur og segir með alvöru- þunga: „Ertu að segja mig ljúga?“, þá... segi ég já og býð honum í ólsen-ólsen einvígi. Þegar ég er kominn með Ijósku heim eftir ball og ekkert bendir til annars en að hún ætti að vera til í tuskið, liggur við að hún spyrji: „Hvar er þetta frí- merkjasafn?“, ég reyni að gefa eitt og annað í skyn undir rós en kvenmaðurinn einfaldlega skilur ekki hvað ég á við, þá... sýni ég henni mitt ágæta frímerkja- safn og fyrstadagsumslögin að auki. Þegar ég hitti tengdapabba í fyrsta skipti og hann skorar á mig í skák og það kemur snemma í Ijós að ekki er hann bara afskaplega slakur í þeirri íþrótt heldur er hann með ein- dæmum skapstór og tapsár, nýja kærastan fylgist með og hvetur mig til dáða, þá... máta ég hann í hasti. Þegar stjórnmálaflokkurinn sem ég starfa með ákveður það á miðstjórnarfundi að setja bekkjarfíflið frá í barnaskóla í baráttusætið í næstu kosning- um, þá... segi ég hinum í flokkn- um að þetta sé vont en það venst því ég hef reynsluna. Þegar mágur minn sem ég skulda pening, biður mig um að leika jólasvein í blokkinni, en hann býr í Engihjalla í Kópa- vogi, af því að ég sé svo hress og skemmtilegur náungi og hann veit að ég hef ekkert þarfara að gera, þá... borga ég mági með rentum. Horfið á sió ) sjopvarp með Dr. Gunna Látið Dr. Gunna leiða ykkur um frumskóg dagskrárinna Ríkissjónvarpið Stöd 2 Fimmtudagur 10.30 Alþingi 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Jól á leið til jarðar 18.05 Stundin okkar (e) 18.30 Fagri-Blakkur 19.00 Él 19.15 Dagsljós 19.45 Jól á leið til jarðar (e) 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.50 Syrpan 21.15 Karí míkli (1:3) Charlemagne Fjölþjóðleg sam- suða um Karlamagnús. 23.00 Ellefufréttir 23.15 Þingsjá 23.35 Dagskráríok Föstudagur 16.40 Þingsjá (e) 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðaríjós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Jól á leið til jarðar 18.05 Tommi og Jenni 18.25 Úr ríki náttúrunnar 19.00 Fjör á fjölbraut (11:26) 19.45 Jól á leið til jarðar (e) 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.40 Kastljós 21.20 Ráðgátur (1:22) Derrick hættur íbili en ístaðinn fáum við tvo alrikislögreglumenn sem vinna ídularfulli máli næsta 22 föstudaga. 22.10 Karí mikli (2:3) 23.45 Jólaball hjá RuPaul Ftisavaxni klæðskiptingurinn frá New York sér pabba kyssa jóla- svein. 00.35 Útvarpsfr. í dagskráriok Laugardagur 09.00 Morgunsjónvarp bama 10.50 Hlé 13.00 í sannleika sagt (e) 14.00 Kastljós (e) 14.25 Syrpan (e) 14.55 Enska: Man. Utd - N. For. 17.00 Iþróttaþátturinn 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Jól á leið til jarðar 18.05 Einu sinni var... (11:26) 18.25 Ferðaleiðir (11:11) 19.00 Strandverðir (4:22) 19.45 Jól á leið til jarðar (e) 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.40 Lottó 20.50 Hasar á heimavelli (16:22) 21.20 Danny deyr ekki ráðalaus Eftir sögu R. Dahl um feðga i enskri sveit sem eiga íútistöðum við herragarðseiganda. 23.05 Ógn frá öðrum heimi The Tum of the Screw Mögnuð draugamynd. 00.35 Utvarpsfr. í dagskráriok Sunnudagur 09.00 Morgunsjónvarp bama 10.20 Hlé 13.05 Eldhúsið (e) 13.20 f skjóli regnbogans Mynd unnin isamvinnu Magnúsar Guðmundssonar og TV2 ÍDan- mörku. i myndinni ergerð itarieg rannsókn á starfsemi Green- peace. 14.15 Meistaragolf 15.10 John Steinbeck 16.05 Mig dreymir um hvít jól Um Irving Beriin. 17.00 Ljósbrot 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Jól á leið til jarðar 18.05 Stundín okkar 18.30 SPK 18.55 Undir Afríkuhimni (26:26) 19:20 Fólkið í forsælu (24:25) 19.45 Jól á leið til jarðar (e) 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.45 List og lýðveldi Nú gerir Gestur Guðnason félags- fræðilega könnun á dægurtónlist og tiðaranda. Hann klikkarömgg- lega ekki. 21.45 Jóladagskrá Sjónvarpsins 22.10 Helgarsportið 22.30 Kari mikli (3:3) 00.00 Útvarpsfr. í dagskráríok Fimmtudagur 09.00 Sjónvarpsmarkaðurínn 12.00 Hlé 17.05 Nágrannar 17.30 Með Afa (e) 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19 20.20 Sjónarmið Stefáns Jóns 20.55 Dr. Quinn 21.50 Seinfeld 22.20 Dauðasyndir Mortal Sins Séra Christopher Reeves er kaþólskur prestur i klipu. 23.50 Meinsæri Ftussicum 01.40 Bláa eðlan 03.10 Dagskráríok Föstudaciur 09.00 Sjónvarpsmarkaðurinn 12.00 Hlé 16.00 Popp og kók (e) 17.05 Nágrannar 17.30 Myrkfælnu draugarnir 17.45 Jón Spæjó 17.50 Eruð þið myrkfælin? 18.15 NBA-tilþrif 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19 20.20 Eiríkur 20.55 Imbakassinn 21.35 Kafbáturínn (19:23) 22.30 Toys Ein stærsta fýlubomba síðustu ára i kvikmyndabransanum. Robin Williams fiflast i drepteiðiniegri þvælu um leikfangaverksmiðju. 00.30 Bonnie & Clyde: The True Story 02.05 Whispers in the Dark 03.45 Showdown in Little Tokyo 05.05 Dagskráriok Laugardagur 09.00 Með Afa 10.15 Gulur, rauður, grænn og blár 10.30 Baldur búálfur 10.55 Ævintýri Vífils 11.20 Smáborgarar 11.45 Eyjaklikan 12.15 Sjónvarpsmarkaðurinn 12.40 Jóladagskráin 1994 (e) 13.00 Allt sem ég vil í jólagjöf 14.30 Úrvalsdeildin 16.10 Hundasaga 17.45 Popp og kók 18.40 NBA molar 19.19 19:19 20.05 Fyndnar fjölskyldumyndir 20.45 Bingó lottó 22.05 Handagangur í Japan Mr. Baseball Bandarisk hafnar- bolta hetja fer til Japans og kynn- ist ólikri menningu. 00.00 Jennifer 8 01.35 The Hot Spot 03.40 The Final Alliance 05.10 Dagskráríok Sunnudagur 09.00 Kolli káti 09.25 f bamalandi 09.50 Köttur út í mýrí 10.15 Sögur úr Andabæ 10.40 Ferðalangar á furðuslóð- um 11.00 Brakúla greifí 11.30 Listaspegill: fátæk böm í Gvatemala 2 12.00 Á slaginu 13.00 fþróttir á sunnudegi 16.30 Sjónvarpsmarkaðurínn 17.00 Húsið á sléttunni 18.00 f sviðsljósinu 18.45 Mörk dagsins 19.1919:19 20.05 L.A. Law 21.05 Fyrírheitna landið Come See The Paradise Hið ágætasta drama með Dennis Qu- aid og Tamlyn Tomita. 23.30 60 mínútur 00.20 WorkingTrash 01.50 Dagskráriok

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.