Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 48

Helgarpósturinn - 15.12.1994, Blaðsíða 48
 • Duna snyrtir skaupið • Ingólfur skilur íþróttadeildina eftir í höndum Samúels • Flinkir teiknarar og nýir kjúklingar Kla Jassísk leynd hvílir yfir ára- mótamótaskaupi Sjónvarpsins en lokavinnsla þess stendur nú yfir. Það er að mestu leyti sama liðið sem stendur fyrir gerð skaupsins í ár og í fyrra en leikstjóri þess er Guðný Halldórs- dóttir og skrifaði hún einnig hand- ritið í félagi við þau Eddu Björg- VINSDÓTTUR, GISLA Rúnar Jónsson og Randver Þorláks- son. 1 gærkvöld var leikstjórinn ásamt fleirum að setja lokapunkt- inn við klippingu skaupsins í Út- varpshúsinu við Efstaleiti en hljóð- setningin er enn eftir. Skaupið var skotið á völdum tökustöðum víða um bæinn og í sjónvarpssal í nóv- ember og desember en efnistökin munu vera svipuð og áður, það er að segja nett paródía á Sjónvarpið og þjóðmál ársins sem er að líða. Að sögn leikstjórans fær Guð- mundur Árni Stefánsson ekkert verri útreið en aðrir í skaupinu „enda svo margir búnir að skita í buxurnar á árinu“ eins og hún orð- ar það. Auk áðurnefndra gaman- leikara eru Eggert Þorleifsson og MagnCs Ólafsson í aðalhlutverk- um en margir fleiri leggja hönd á plóginn... £ins og sagt er frá annars staðar í blaðinu er Heimir Karlssón hættur hjá Islenska út- varpsfélaginu og genginn til liðs við Ingólf Hannesson og félaga hjá íþróttadeild Ríkis- útvarpsins. Liðs- aukinn kemur Ing- ólfi sérlega vel því um áramótin mun Ingólfur, sem er yf- irmaður íþrótta- deildarinnar, fara í fimm mánaða frí til þess að halda ut- an um allar sjón- varps- og útvarpsútsendingar, inn- anlands og utan, frá heimsmeist- arakeppninni í handbolta. Á með- an Ingólfur verður fjarverandi mun Samúel Örn Erlingsson taka við stjórnartaumunum. Stjórnun- arstörfin eru tímafrck og hug- myndin er að Heimir komi inn í starf Samúels og sjái um sjónvarps- vaktir íþróttadeildarinnar á móti Arnari Björnssyni... Ní i ýlega kom út bók í Sviss sem heitir Who Is Who in Graphic Design þar sem er að finna umfjöll- un um flesta þekktustu grafísku hönnuði og myndskreyta í heimi. Tveir íslendingar urðu þess heið- urs aðnjótandi að vera valdir í þennan hóp. Það eru þeir Þröstur Magnússon, sem þekktastur er fyr- ir hönnun frímerkja og myntar, og Hilmar Sigurðsson, auglýsinga- teiknari og einn af eigendum aug- lýsingastofunnar Grafít. Ein síða er helguð verkum hvors þeirra. Alls var sextán hundruð grafískum hönnuðum og myndskreytum boð- ið að senda verk sín til útgefand- ans, þar af hátt í tuttugu Islcnding- um. Þrjú hundruð komust í gegn- um nálarauga ritstjóranna. Þykir það mikil upphefð fyrir þá Þröst og Hilmar að hljóta náð fyrir augum þeirra... Un ' m síðustu helgi bættist enn einn veitingastaðurinn við fjöl- breytta veitinga- húsaflóru Reykjavíkur þegar skyndibita- staðurinn Boston kjúklingur g' -j opnaði. Eins og nafnið gef- ur til kynna snýst matargerðarlist staðarins um kjúk- ling og aftur kjúkling, en þar er hægt að fá fiðurféð grillað, djúp- steikt, í samlokum og salötum. Forsprakki og cigandi staðarins heitir Biarni Þórhallsson en hann hóf veitingaferil sinn hjá Domino’s pizza. I því samhengi er staðsetn- ing Boston kjúklings vel við hæfi því staðurinn er ör- stutt frá höfuð- stöðvum Domino’s við Grensásveg. Ólíkt öðrum skyndibitastöðum er plast og form- aika ekki alls ráð- andi í innréttingum Boston kjúk- lings. Það má þakka hönnuðinum Guðióni Bjarnasyni, sem mcðal annars á heiðurinn af innrétting- um í Kaffi List og í Oliver, tísku- verslunar Sævars Karls við Ingólfs- stræti. Auk snoturra innréttinga hefur Boston kjúklingur einnig vakið athygli fyrir mjög hóflegt verð á veitingum... Stdoine Pm kelsa „Fg vil hmu konýekl ið ineð gjjjljmmeíi fyllingu mnaii í o líkn góúar Herferðin „íslenskt, já takk“ stendur nú yfir öðru sinni og al- þingismenn láta ekki liggja á liði sínu. I gærmorgun lagði Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, hönd á plóginn í verksmiðju Nóa Síríus. „Ég stóð við endann á færibandi þar sem verið var að raða konfekt- molunum í rétt hólf í kössunum,“ segir Salome. „Ég rak smiðshöggið á verkið, það er að segja setti mott- una yfir og miða sem átti að fýlgja með. Ég passaði að allt væri í lagi og að molarnir snéru rétt og setti síðan lokið á og raðaði konfektkössunum á pall fýrir lyftara sem ók með þetta í burtu í endanlega pökkun þar sem sellófanið er sett yfir. Þú hefur ekkert freistast til að stinga upp í þig rnola? „Nei það gengur ekki því þarna er þetta komið á endapunkt og það má ekki vanta mola í kassann. Það hefði kannski verið kvartað og mér kennt um þjófnaðinn.“ Hvaða molifinnst þér bestur? „Ég er voða mikil konfektkerling. Ég vil hafa það með gúmmelaðifýll- ingu innan í og mér þykir flöskurn- ar líka góðar.“ Býrð þú sjálf til konfekt fyrir jólin? „Ætli það verði ekki lítið um það núna en kannski geri ég það fyrir næstu jól, hafi ég tíma.“ Veltuaukning í íslenskum iðnaði fyrstu átta mánuði ársins var um 8 prósent miðað við árið í fyrra og söluaukning á íslenskum vörum varð að meðaltali 12 prósent á árinu 1993. Ef Islendingar ykju kaup sín á innlendum iðnvarningi um 10 pró- sent væri ekkert atvinnuleysi hér eftir þrjú ár, að sögn forsvars- manna „íslenskt já takk.“ lae Leikhús Þeir sem ekki komast til New York eins og leikhússpekúlantur- inn segir þá er það Kaffileikhúsið eða Hárið. Og það þarf enginn að kvarta undan þvísvosem. Myndlist Halldór Ásgeirsson heitir mynd- listarmaður sem sýnir „Hraun- um- rennur" í Gallerí Birgis Andr- éssonar. Allt fram rennur enda- laust og það íþessu fíniríisgaller- íi Birgis sem er Eyjamaður og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna þvíþetta hlýtur að skapa óþægileg hugrenningatengsl hjá honum, Eyjagosið og það allt. Popp Utgáfutónleikarnir eru enn í al- gleymingi og einir í kvöld hjá Smekkleysu á Tunglinu. Fullt af öktum og þeir sem eru enn í stuði á sunnudaginn ættu að kíkja við hjá Herði Torfa í Þjóð- leikhúskjallaranum en hann er með súperband sér til fulltingis. Klassík Efeinhverjir vissu það ekki þá eru jólin ekki bara pakkar og glimm- er. Eða, ja, á laugardaginn verður pípuorgelið þanið í Hallgríms- kirkju, nemendur Harðar Askels- sonar stíga petalana og puttast í svörtu og hvítu nótunum. Bíó í Bíóhöllinni er mynd sem heitir Skuggi og sérfræðingur blaðsins segir hana alveg þess virði að sjá, tæknibrellur, hasar og kína- menn með stóra stingi — stund- um alveg frábærlega sniðug og spennandi. Sjónvarp List og lýðveldi í sjónvarpinu á sunnudagskvöld. Bókmennta- þátturinn vakti usla fyrír að hafa kynjakvótann ekki í lagi, leikhús- þátturínn var svo leiðinlegur að hann vakti engin viðbrögð þann- ig að það er spennandi að vita hvað Dr. Gestur Guðmundsson gerir við rokkið. Veðurhorfur næsta sólarhrinq: Suð- vestan stinningskaldi með allhvössum éljum um sunnan- og vestanvert landið. Norðaustan- og austanlands verður þurrt og allvíða iéttskýjað. Veður fer kólnandi. Horfur á föstudaq: Suðvestanátt, nokk- uð hvöss sunnan og suðvestanlands með éljum. Mun hægara og úrkomulitið eða úrkomulaust annars staðar. Frost 4 til 6 stig. Horfur á lauoardaa: Allhvöss norðaust- an átt með éljum vestanlands en annars staðar fremur hæg suðvestan og vesta- nátt. Sunnanlands verða él en úrkomu- laust austanlands og á norðausturlandi. Frost 5 til 6 stig. Horfur á sunnudaa: Norðvestanátt norðanlands og austan, sums staðar all- hvöss og víða éi. Mun hægari vestanátt og smá él sunnanlands. Vestanlands verður hægviðri og úrkomulaust. Frost 6 til 7 stig. Veðrið um helaina Á að selja bœkur í stórmörkuðum? Greiddu atkvæði 39,90 krónur mínútan Það er einfalt að taka þátt. Þú hringir í síma 99 15 16, hlustar á spurninguna og greiðir síðan atkvæði með því að ýta á 1 eða 2 á símtækinu þínu. A sunnudaginn verður síðan talið upp úr Kjörkass- anum og niðurstöðurnar birtar í mánudagsblaði MORGUNPÓSTSINS. Hlustum allan sólarhringinn 2 1900 1

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.