Helgarpósturinn - 02.01.1995, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 02.01.1995, Blaðsíða 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995 V estmannaeyj ar Glumdi í Ijöllunum Lögreglan í Vestmannaeyjum segir að það hafi verið rólegt að gera hjá sér yfir áramótin, einhverj- ir smápústrar hafi orðið og einn tekinn grunaður um ölvun við akstur. Annars var rólegt yfir öllu og í litlu að snúast. Vestmannaey- ingar kvöddu gamla árið með brav- úr og var mikið sprengt. .Svo mikið að það glumdi í fjöllunum og var gríðarlega mikill hávaði. „Alveg stórglæsilegt,“ segir Ólafur varð- stjóri hinn ánægðasti. -JBG Reykjavík 70 manns á slysadeild „Það kom enginn lífshættulega slasaður til okkar í nótt en bekkur- inn var ansi þétt skipaður hjá okk- ur,“ segir Ágúst Kárason, sérfræð- ingur á slysadeild Borgafspítalans. Að sögn Agústs komu um það bil 70 manns á slysadeildina frá mið- nætti á nýársnótt frarri á morgun til að fá gert að sárum sínum. Fimm komu vegna brunasára en ekki var um alvarlega áverka að ræða nema í einu tilfelli. Barn hafði brennst illa, líklega eftir að blys éða flugeldur hafði komist undir föi þess. Barnið var flutt með 3. stigs bruna á til- tölulega afmörkuðu svæðí til frek- ari meðferðar á Landspítalann. Aðspurður segir Agúst að enginn hafi komið á slysadeild vegna augn- skaða og virðist sem fólk hafi tekið áskoranir um að fara varlega með flugelda til greina. Að sögn Ágústs mátti rekja flest óhöpp nýársnætur til ölvunar, fólk hafi hrasað og meift sig eða lamið hvert á öðru. Águst segir að rólegt hafi verið fram eftir kvöldi en um tvö-þrjú leytið hafi snarfýllst og þá hafi erillinn á biðstofunni verið mikill. „Það var troðfullt af fólki, flestir fullir og óánægðir með þjónustuna, eins og er kannski við að búast þeg- ar fólk er í þessu ásigkomulagi." ■ Tauskyggni yfir glugga Tösku- og hanskabúðarinnar við Skólavörð- ustig brann til ösku á nýársnótt. Talið er að kviknað hafi í þegar flugeldur lenti á skyggninu. Kópavogur Slökkti með þvottahús- slöngu Klukkan rumlega eitt eftir mið- nætti á nýársnótt kom upp eldur í þvottahúsi kjallara einbýlishúss við Sunnubraut í Kópavogi. Nágrannar bentu húsráðendum á eldinn og brást gestkomandi maður á heimil- inu snöggt við, stormaði inn í þvottahúsið í gegnum reykjarkófið, náði í vatnsslöngu og réði niður- lögum eldsins áður en slökkviliðið kom á vettvang. Þessi frækilega framganga kostaði manninn hins vegar nótt á slysadeild þar sem grunur lék á að hann hefði orðið fyrir reykeitrun við slökkvistörfin. Samkvæmt upplýsingum blaðsins mun hann hafa náð sér skjótt og er nú á góðum batavegi. Eldsupptök eru ekki ljós en helst er hallast að því að flugeldur eða glóð hafi borist inn um glugga þvottahússins. ■ Ofbeldi í miðborginni Varð fýrír árás og fótforotnaði illa Haildór Magnússon kvaddi gamla árið með fremur óskemmti- legum hætti svo ekki sé meira sagt. Á hann var ráðist með þeim afleið- ingum að hann fótbrotnaði mjög illa og var allan gamlársdag í aðgerð þar sem fóturinn á honum var skrúfaður saman. Málsatvik voru þau að hann stóð fyrir utan Veit- ingastaðinn 22 ásamt unnustu sinni, Jóhönnu Vigdísi Guð- mundsdóttur, og félaga sínum, Atla Geir Grétarssyni, og voru þau að bíða eftir leigubíl. Jóhanna vinnur á veitingastaðnum og var þetta skömmu eftir lokun, rúmlega þrjú. Þrjá menn bar að og fara þeir að abbast upp á Jóhönnu og gott betur því einn þeirra gerði sér lítið fyrir og sló hana hnefahöggi í and- litið. Hún er nú með mjög slæmt mar og glóðarauga. Halldór vildi ekki una þessu en áður en hann fékk rönd við reist kom árásarmað- urinn á hann höggi. „Ég var ein- hvern veginn með fótinn skorðað- an og dett með þeim afleiðingum að hann brotnar. Þá var ég úr leik, enda sperrileggurinn í sundur við ökkla. Það þurfti að setja skrúfu í mig og stálboga til að halda þessu saman og ég verð frá um einhvern tíma.“ Árásarmaðurinn lét ekki þar við sitja heldur vatt sér með það sama^að Atla, sló hann í andlitið með þeim afleiðingum að hann rotaðist og er með mikla áverka í andliti, auk þess sem hann fékk vægan heilahristing. Aðspurður taldi Halldór ekki geta tjáð sig um það hvort menn- irnir væru á örvandi lyfjum en taldi það ekki ólíklegt miðað við þann ham sem þeir voru í. Hann segir jafnframt að ekkert þeirra hafi þekkt mennina og árásin hafi verið alveg upp úr þurru og með engum aðdraganda. Málið hefur verið kært til lögreglunnar og mun rannsókn- arlögreglan taka við málinu í dag. JBG Halldór Magnússon fótbrotnaði mjög illa vegna tilefnislausrar árásar aðfaranótt laugardags: „Þá var ég úr leik, enda sperrileggurinn í sund- ur við ökkla.“ Eldsvoði að Kambsvegi Glerbrot um rigndi yfir svefri- herfoergið „Það var laust fyrir klukkan sex sem okkur barst tilkynning um eld- inn. Þegar að var komið logaði glatt í sólstofunni og eldurinn var byrj- aður að teygja sig inn í íbúðina sjálfa,“ segir Bergsveinn Alfons- son, aðalvarðstjóri hjá Slökkvilið- inu í Reykjavík. Litlu mátti muna að illa færi þegar eldur kom upp í sólstofu í húsi við Kambsveg síðla nýársnætur. Reykskynjari í íbúðinu vakti upp húsmóðurina sem gat Eldur kom upp í sólstofu í húsi við Kambsveg síðla nýársnætur. Litli mátti muna að illa færi en vælið í reykskynjara vakti hús- ráðendur áður en eidurinn náði að teygja sig inn í svefnherbergi þeirra. vakið mann sinn, en hann hafði verið sofandi í herbergi næst sól- stofunni. Örstuttu síðar sprakk rúða sem skilur sólstofuna frá her- berginu og rigndi við það glerbrot- um inn í herbergið, meðal annars yfir rúmið sem maðurinn hafði verið sofandi í. Hjónin voru komin út úr húsinu þegar slökkviliðið kom á staðinn en þar sem grunur lék á að konan hefði orðið fyrir reykeitrun var hún flutt á slysa- deild. Bergsveinn segir að þrátt fyrir að eldurinn hafi verið orðinn tölu- verður hafi gengið greiðlega að slökkva hann. Hann segir enn fremur að ekki sé ljóst hver elds- upptök hafi verið en líklegt þykir að jólaskreyting hafi komið þar við sögu. ■ Lögreglan í Reykjavík Mjögskyn- sömára- mótanótft „Þetta var ekki svo slæmt miðað við margar aðrar áramótanætur," segir Jónas Hallsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. „Ölvunarlætin upphófust um hálftvö-leytið og rénuðu út um hálfhíu. Á því tímabili voru liðlega 100 tilfelli skráð hjá okkur, 20 manns voru settir í fangageymslur og sex teknir grunaðir um ölvun við akstur. En allt gekk þetta þó stóráfallalaust fyrir sig og það má segja að þetta haff vérið mjög skyn- söm áramótanóít lijáökkur.“B Spellvirki í Breiðholti 14 rúður brotnar Töluvert var um það að rúður væru brotnar fyrstu nótt ársins. Spellvirkjar voru á ferð víða um bæinn en stórtækastir voru þeir í Hólmaseli í Breiðholti þar sem voru brotnar fjórtán rúður í auðu verslunarhúsnæði. Skemmdarvarg- arnir í Hólmaseli létu sér hins vegar ekki nægja að mölva rúðurnar heldur fóru þeir einnig inn í hús- næðið, helltu niður málningu sem var þar að finna og frömdu ýmis önnur spellvirki á innanstokks- munum.B Mikill áhugi útlendinga á íslenskum áramótunum Gamlárskvöld minna spenn andi í Bandaríkjunum John Harrington frá Washing- ton í Bandaríkjunum var einn þeirra 1200 ferðamanna sem komu sérstaklega til íslands til að upplifa áramótin. „Þetta er búið að vera ótrúleg upplifun og ennþá ævintýralegri en ég hafði ímyndað mér. í mínu heimalandi er gamlárskvöld ólíkt minna spennandi en hér á landi. Brennur eru yfirleitt bannaðar og allar flugeldasýningar skipulagðar út í ystu æsar. Vonandi verður þetta ekki í síðasta sinn sem ég kem hingað til lands,“ sagði John í samtali við MORGUNPÓSTINN. Um það bil 60 Jap- anir fögnuðu nýju ári hér á landi. Að sögn Ragnars Baldursson- ar, eiganda veitinga- staðarins Samurai, er nýárshátíðin stærsta hátíð Japana en þá eru lögbundnir frídagar yf- irleitt þrír. Ragnar segir Japani yfirleitt vera ánægða á íslandi og það sem laði þá að sé fámennið og hin ósnorta náttúra lands- ins. -HM John Harrinton og Debra Harrinton frá Bandaríkjunum hrifust af skipulagsleysi ára- mótanna hér. Ennósamið við sjúkraliða íGarai Samkomulag náðist síðdegis á gamlársdag við sjúkraliða á Nátt- úrulækningaheimilinu í Hvera- gerði og á Skjólvangi á Höfn í Hornafirði. Að sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur, formanns Sjúkraliðafélagsins er um sams konar kjarasamning að ræða og gerður var fyrir helgi, að því und- anskildu að þessum sjúkraliðum er raðað í hærri launaflokka en sjúkraliðum í Reykjavík. Það er því um töluverða launahækkun að ræða sem er í samræmi við laun annarra sjúkraliða á landsbyggð- inni. Enn er ósamið við sjúkraliða á Garðvangi í Garði en þeir hafa hingað tií verið með um 15 prósent hærri laun en aðrir sjúkraliðar. Fundur er boðaður hjá ríkissátta- semjara í dag og gerir Kristín sér vonir um að samningar náist á þeim fundi. -HM

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.