Helgarpósturinn - 02.01.1995, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 02.01.1995, Blaðsíða 10
10 MORGUNPÓSTURINN ERLENT MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995 Morðingi hengir sig Breski morðinginn Frederick West fannst hengdur í fangaklefa sínum í gær. Ekki er enn vitað hvernig það gerðist, en flest þykir benda til þess að hann hafi fyrirfar- ið sér. West var gefið að sök að hafa myrt tólf ungar konur á heimili sínu í Glouchester. Við níu morð- anna naut hann aðstoðar konu sinnar, Rosemary, en eitt fórnar- lambanna var dóttir þeirra Heat- her sem var sextán ára þegar hún hvarf 1987.B Pólveijar skera núll Fyrir fjórtán árum skáru íslend- ingar tvö núll aftan af gjaldmiðli sínum en um þessi áramót var röð- in komin að Pólverjum sem eru enn stórtækari og skáru fjögur núll aftan af gjaldmiðli sínum, zloty. Þetta þýðir að það sem var tíu þús- und zloty í fyrradag er eitt zloty í dag. Einhverjar óánægjuraddir hafa heyrst um að kaupmenn muni hækka verð á vöru sinni í kjölfar þessa, en margir Pólverjar í eldri kantinum minnast með hryllingi gjaldmiðilsbreytinganna sem stjórn kommúnista efndi til 1950 til að komast yfir sparifé sem ekki hafði verið gefið upp.B Lánlaust sjálismorð Þjóðverji, 45 ára að aldri og íbúi í smábænum Schwabmúnchen, sprengdi hús sitt í loft upp en slapp þó heill á húfi þegar hann reyndi að fremja sjálfsmorð á gamlárskvöld. Hann hafði gert gat á gasleiðslu og bar síðan eld að. Var litla sem enga áverka að sjá á honum, en hann mun hafa átt í hjónabandserfiðleik- umJ Balladur stendur E d o u a r d Balladur, for- sætisráðherra Frakklands, stendur best að vígi alla þeirra sem hafa hug á forsetaemb- ættinu sem losnar þegar F r a n 9 o i s Balladur Mitterrand lætur af emb- ætti í vor. Balladur hefur reyndar enn ekki lýst yfir framboði sínu, en hin árangursríka lögregluaðgerð, þegar sérsveit lögreglu felldi fjóra flugræningja, þykir hafa slegið á orðróm um að Balladur sé ráðvillt- ur og linur.B Áramót án skakkafalla Svíar, Finnar og Austurríkismenn eru nú fullgildir meðlimir Evrópu- sambandsins. Engin ofsakæti braust þóútí þessum löndum um áramótin, og reyndar var viðast hvar friðlegt um að iitast. Er ekki venja að skrifa eftir ára- mót að þau hafi verið friðsamleg og farið vel fram? Líklega er hægt að staðhæfa þetta um þessi áramót, því friðlegt var um að litast í heiminum — með ör- fáum undantekningum þó. í Bo- sníu var venju fremur lítið um skothríð og sprengjur, í Palestínu og á Norður-írlandi ríkir friður, þótt vissulega sé hann ótryggur, en hins vegar fara Rússar með ófriði í Norður-Kákasus. En auðvitað voru ekki allir á því að eiga róleg áramót. í Bremen í Þýskalandi fóru nauðrakaðir of- beldismenn hamförum og börðust við lögreglu með steinum og flug- eldum. Þessir atburðir gerðust undir morgun á nýársdag, en einn- ig var ófriðlegt í bæjunum Rat- henow og Wernigerode i austur- hluta Þýskalands. Þar særðust þrír lögreglumenn og einn þeirra alvar- lega. I Berlín var hins vegar allt með friðsamlegra móti, þótt slökkvilið hafl reyndar verið kallað út átján hundruð sinnum á einum sólar- hring. Fyrir þrjú lönd eru þessi áramót líka mikil tímamót. Finnland, Sví- þjóð og Austurríki ganga í Evrópu- sambandið. í engum þessara landa var þó mikið um fagnaðarlæti af þessu tilefni, það var eins og menn hefðu eytt öllum kröftum sínum í kosningabaráttu og sigurvímu sem fýlgdi í kjölfarið. I Austurríki var mikil gleði 12. janúar eftir að þjóðin hafði samþykkt að ganga í Evrópu- sambandið. Þá opnuðu menn kampavínsflöskur og þeyttu bíi- flautur. Lítið bar á slíku, enda sagði talsmaður Franz Vranitzky kansl- ari að Austurríkismenn hefðu fagn- að nóg í bili. Að vísu kom fólk sam- an á Stefansplatz í miðborg Vínar og drakk kampavín sem hafði verið litað blátt, en það er litur Evrópu- bandalagsins. Hins vegar var ekki skotið upp flugeldum eða hrópað húrra. Austurríkismenn eru þó bjartsýnir um þessi áramót og skrifaði leiðarahöfundur Tiiglich Alles, víðlesins dagblaðs, að Austur- ríkismenn hefðu ekki verið í jafn góðu skapi í meira en áratug og ástæðan fyrir því væri einföld, Evr- ópusambandið. Innganga Svíþjóðar og Finnlands í Evrópusambandið fór líka frið- samlega frarn, enda eru þessar þjóðir þekktar fyrir annað en að sýna miklar tilflnningar opinber- lega. Þar var reyndar skotið upp flugeldum, en þó ekki í meira mæli en venjulega. I Svíþjóð hefur aðal- umræðuefni áramótanna verið Óvíða þykir skemmtilegra að vera á gamlárskvöld en á Times Square manngrúi á áramótum og fagnaði ákaft að vanda. rýmkun á tollalöggjöf sem mun hafa í för með sér að Svíum er gert auðveldara að verða sér úti um vín- föng. Þetta þýðir reyndar ekki að einkasölu ríkisins á áfengi verði hætt, en hins vegar mega sænskir ferðamenn sem koma frá útlönd- um nú taka fimm lítra af áfengi með sér inn í landið sem er tvöföld- un á því magni sem áður var leyft. Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sagði í ávarpi að Svíar myndu leggja mikla áherslu á að Eystrasaltsríki og þjóðir Mið- Belgía Fimm eru þegar látnir en óttast er að fleiri muni deyja af völdum þessa skelfilega áramótabruna. Fimm brenna inni Fimm létust þegar eldur braust út á hóteli í Antwerpen í Belgíu á gamlárskvöld. Þar var mikil veisla í gangi, enda aðeins klukkustund í áramót, og óttast læknar að fleiri kunni að látast. í ofanálag brennd- ust tuttugu gestir afar illa. Alls er talið að 141 maður hafi beðið skaða í brunanum. Alls var ráðgert að 450 gestir yrðu í þessari skelfilegu áramótaveislu. Að sögn lögreglu braust eldurinn út þegar kertislogar læstust í jólatré. Borgaryfirvöld hafa hins vegar ekki staðfest þetta. Víst er þó að eldur- inn braust út í anddyri hótelsins en breiddist þaðan inn í danssalinn þar sem veislan stóð yfir. Eldur og reykur breiddist út á skammri stundu og fólk hafði lítinn tíma til að forða sér. Eldinn tókst að slökkva á aðeins fimmtán mínútum en þá hafði eld- ur, reykur og hiti þegar unnið skaða. Næstu sólarhringana mun koma í ljós hvort fleiri látast af völdum brunans. Margir eru illa brunnir eða með reykeitrun á háu stigi og í kjölfar þessa geta komið upp kvillar eins og lungnabólga sem draga fólk til dauða.B New York. Þar var samankominn Evrópu fengju inngöngu í Evrópu- samhandið. Stofnanir verða að breytast svo þær geti orðið jafn lýð- ræðislegar og áhrifaríkar þótt að- ildarríkin séu tuttugu. Innganga þessara þriggja ríkja þýðir að landflæmi Evrópusam- bandsins hefur stækkað um þriðj- ung, íbúafjöldinn hefúr aukist um 6.2 af hundraði en þjóðarfram- leiðsla um sjö prósent. Á Ítalíu lenti lánlaus faðir í því að skjóta til dóttur sinnar þegar hann fagnaði áramótum með því að hleypa af úr byssu. Hann hefur ver- ið ákærður fyrir morð af misgán- ingi. önnur stúlka á Ítalíu beið bana þar sem hún fylgdist með flugeldaskothríð af svölum afa síns og ömmu. I Napólí er hefð fyrir miklum flugeldasýningum og þar sprengja menn gjarna heimatilbúna flug- elda. Þeir geta reynst stórhættuleg- ir, enda slösuðust 160 Napólíbúar þessi áramót en það þykir ekki nema hversdagslegt. Að vanda flutti páfi áramóta- boðskap. Hann fór hörðum orðum um stríðsmenn og bað þá að láta af athæfi sínu andspænis Kristi og börnum. Páfi sagði að konur myndu gegna lykilhlutverki í því að koma á friði í heiminum, sér-. staklega í löndum á borð við Bo- sníu og Tsjetsjníu. Með þessum orðum er talið að páfi vilji rétta konum sáttahönd, en hann hefur legið undir ámæli fyrir að vilja ekki kvenpresta. Fjöldi manns var sam- ankominn í rigningu á Péturstorg- inu til að hlýða á orð Jóhannesar Páls.B Bosnía Vbnir um frið Nýtt ár hefst með friði í Bosníu en stríðsaðilar þar hafa gert með sér samkomulag um fjögurra mánaða vopnahlé. Ýmsir hafa Ieyft sér að vera bjartsýnir af þessu tilefni og segir Yasushi Akashi, sérlegur sendimaður Sameinuðu þjóðanna, að hann vonist til að friðarviðræður verði teknar upp á nýjan leik í kjölfarið, jafnvel strax í janúarmánuði. Kyrrt var yfir Sarajevo þegar vopnahléið tók gildi á hádegi í gær og sagði Michael Rose, hers- höfðingi og yfirmaður sveita Sam- einuðu þjóðanna í Bosníu, að sér litist vel á blikuna eftir að hann átti fund með herforingjum úr liði Serba og Bosníumanna og ræddi hvernig vopnahléinu yrði fram- fýlgt. Butros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, var í sjöunda himni í gær og lýsti því yfir að vopnahléið „dá- samleg nýársgjöf' fýrir íbúa Bo- sníu.B Flóttafólk í Bihac; er kannski of mikil bjartsýni að vonast eftir friði? Tsjetsjnía Rússar taka Grozní Pavel Gratsjov, varnarmála- ráðherra Rússlands, lýsti því yfir í gær að sveitir Rússa hefðu hertek- ið miðborg Grozní, höfuðborgar Tsjetsjníu. Hann sagði að allur miðbærinn og flest hverfi borgar- innar væru nú í höndum Rússa. Þessar yfirlýsingar hafa þó ekki fengist staðfestar svo óyggjandi geti talist. Gratsjov sjálfur mun vera stadd- ur í Mozdok, bæ í suðurhluta Rússlands, en þaðan er hernaðar- aðgerðum stjórnað. Samkvæmt opinberum fréttum í Rússlandi hefur forsetahöll Dzhokar Dúdajevs, leiðtoga Tsjetsjena, verið umkringd og er mikið skotið í nágrenni hennar. Líklegt er að byggingin muni falla í hendur Rússa á hverri stundu. Átökin í Tsjetsjníu hafa snú staðið í þrjár vikur og á laugardag héldu Rússar innreið sína í Grozni. Þeir hafa mikla hernaðar- yfirburði yfir Tsjetsjena sem þó þykja hafa óvenju mikinn kjark og baráttuþrek. Langvinnar skærur í landinu gætu reynst Rússum dýr- keyptar. Langvinnar skærur í Tsjetsjníu gætu reynst Rússum dýrkeyptar. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.