Helgarpósturinn - 02.01.1995, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 02.01.1995, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SPORT 21 íþróttamaður ársins: Magnús Scheving fannst Skemmti- staðir borg- 1 arinnarhafa ; ekki farið varhluta af þolfimibylgj- unni og oftar en ekki er Magnús fenginn til að sýna gest um réttu taktana. Otrúlega mnnsælli Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að þolfimimaðurinn Magnús Scheving var á fimmtu- dag valinn íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Magnús er eitt af óskabörnum þjóðarinnar, hann hefur komið sér upp góðri ímynd og sumir ganga svo langt að segja hann gallalausan. Svo eru aðrir sem furða sig á valinu og segja hugtakið íþróttir vera komið út á hálan ís. Magnús hefur verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu og það er reyndar það helsta sem andstæð- ingar hans benda á, hann sé ofnot- aður. Þeir sem eru hliðhollir hon- um segja hins vegar að það sé ekki honum að kenna, það hljóti að vera honum í vil ef svo margir vilja tengja nafn sitt við hann. Hólmfríður Gunnarsdóttir í Gallerí Sport, eða Fía eins og hún er betur þekkt, þekkir Magnús vel og kennir með honum í Gallerí Sport. Hún segir hann vera mjög ljúfan og skemmtilegan mann. „Þetta er mikill öðlingur,“ segir hún. „Hann hefur heilmikið að- dráttarafl og ég veit um fólk sem kemur hingað gagngert vegna hans. Hann er mjög opinn og stundum er eins og lifni yfir öllu þegar hann kemur í húsið.“ Fía segir að titillinn sé verðskuld- aður hjá Magnúsi og hún segir að íþróttin hagnist mikið á henni. „Þetta er nauðsynleg viðurkenning og einkar kærkomin,“ segir hún. „Hann átti sér fjölmarga aðdáend- ur og víst er að þeim fækkar ekki við þetta.“ Óstundvís Eins og nærri má geta er stunda- skráin þéttsetin hjá Magnúsi og oft er erfitt fyrir hann að fnæta á rétt- um tíma. Einn nemenda hans, María Björk Her- mannsdóttir kannast við þetta. „Hann kemur stundum of seint í tíma,“ segir hún hlæjandi. „En hon- um fyrir- gefs't það auðvitað v e g n a þess að flestir eru í tímunum vegna hans.“ María er ásamt hundrað öðrum unglingum í sérstökum tímum hjá Magnúsi. Reynt hefur verið að bjóða ung- lingum upp á tíma í öðrum líkams- ræktarstöðvum en ekki tekist vegna dræmrar þátttöku. María segir það stafa af vinsældum hans. „Hann er æðislega vinsæll og flestir taka hann til fyrirmyndar,“ segir hún. „Hann er opinn og hreinskilinn og vin- sældir hans eru miklar, sérstaklega á meðal stelpnanna.“ Magnús er smiður og hefur starfað sem slíkur. Hann er sagður hamhleypa til allra verka og fljótur að klára hlut- ina ef hann er á annað borð byrjaður á þeim. ■ Umdeildur Magnús er ekki óumdeildur maður frekar en flestir aðrir sem eru mikið í sviðsljósinu. Þó er lík- lega algengara að fólk hugsi hlýlega til hans og dæmin hér að framan sanna það. Hann er vinsæll í aug- lýsingaleik og er áberandi gestur á mannamótum. Þó hefur vakið at- hygli að hann smakkar hvorki áfengi né tóbak. Einn vinur hans orðar það svo: „Hann Maggi þarf ekki vín til að vera opinn og skemmtilegur. Það sem aðrir sækj- ast eftir með notkun þess hefur hann nóg af fyrir.“ Bih A undanförnum árum hefur Magnús leikið í fjölda auglýsinga og í raun er hann orðinn tákn nokkurra vörumerkja með heilbrigðri ímynd sinni. áárinu? Lárus Guðmundsson: Árangur tveggja íslenskra íþróttamanna fínnst mér standa upp úr. I fýrsta lagi er engum blöð- um um það að fletta að Magnús Scheving er vel að titlinum Iþróttamaður ársins korninn. Magnús er gríðarlega mikill íþróttamaður og þrátt fýrir að sum- ir setji út á greinina sem slíka fer ekki á milli mála að þar er glæsileg- ur fulltrúi á ferð. Hinn íslendingur- inn er félagi minn Arnór Guðjohn- sen. Hann sló enn einu sinni í gegn á árinu, ætlar seint að gefast upp. Þessir tveir standa að mínu mati upp úr á árinu og ég hlýt að sam- gleðjast þeim.“ Magnús Ver Magnús- son, kraftatröll: „Mér er auðvitað minnisstætt persónulega að á árinu vann ég aft- ur titilinn Sterkasti maður heims. Ég fór í keppnina til að vinna og því kom þetta kannski ekki svo mjög á óvart en gleðin var óneitanlega mikil. Einnig var mjög gaman að fylgj- ast með úrslitum heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu í sumar og marga fleiri eftirminnilega at- burði mætti telja til.“ Atli Eðvaldsson, fjármálamaður: Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu sem haldin var í Bandaríkj- unum í sumar var að mínu mati eftirminnilegasti íþróttaviðburður- inn á árinu. Þar sannaðist enn einu sinni að knattspyrnan er göfugust allra íþrótta og missti maður varla úr leik í heilan mánuð. Þetta gekk svo langt að fólk þorði ekki lengur að koma í heimsókn, enda var aldr- ei heitt á könnunni á meðan að leikir stóðu yfir. Þjóðverjar, sem ég hef lengi haft miklar taugar til, stóðu sig ekki alveg nógu vel en sér- staklega var gaman að fylgjast með Svíum sem að mínu mati hefðu átt að leika til úrslita í keppninni.“ Þorvaldur Örlygsson á síðum Shoot Eráförum frá Stoke Enska knattspyrnutímaritið Sho- ot segir frá því í nýjasta heffi sínu að allar líkur séu á því að íslenski landsliðsmaðurinn Þorvaldur Ör- lygsson sé á förum frá t. deildarliði Stoke þar sem hann leikur nú. Blaðið segir að í gangi séu samn- ingaviðræður á milli félagsins og Þorvaldar og fari Lou Macari, stjóri Stoke, fyrir félaginu. Enn- fremur segir orðrétt: „Islenska stjarnan vill umtalsverða launa- hækkun ef hann á að vera áfram hjá félaginu þegar samningar hans renna út. Ef það gerist ekki hefur enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace sýnt áhuga á þessum 28 ára gamla leikmanni," segir í ShootM Er Toddy að fara frá Stoke? Italski boltinn Baggio líklega á forum fra Juve Framtíð knattspyrnusnillingsins Roberto Baggio hjá (talska liðinu juventus er enn óráðin og um helgina var enn ákveðið að setja viðræður um nýjan langtima- samning til hliðar. „Við höfúm ákveðið að bíða að- eins með frekari viðræður," sagði Baggio er hann flutti blaðamönn- urn tíðindin. „Juventus hefúr ekki enn fullmótaðar hugmyndir um fýamtíðina og á meðan að þannig er verður ekki samið.“ Santningur Baggio og Juve rennur út í júní á næsta ári og er talið að sífelld meiðsli leikmanns- ins geri stöðu hans ótryggari hjá liðinu en annrs væri. Þar að auki þykir frammistaða hins tvítuga Al- essandro Del Piero hafa verið með ólíkindum en hann er einmitt sá sem hefur leyst Baggio af í meiðslunum.B Roberto Baggio Framtíð snill- ingsins er óráðin og óvíst hvort hann leíkur áfram með Juventus.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.