Helgarpósturinn - 20.02.1995, Side 6

Helgarpósturinn - 20.02.1995, Side 6
6 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 Bréf til blaðsins Ráðuneytisstjórinn stýrir ekki fréttaflutningi RÚV Þótt einhver maður hafí íyrir því dóm Mannréttindadómstóls Evr- ópu að hann megi skamma lögregl- una opinberlega án þess að verða dæmdur í fangelsi fyrir þýðir það ekki að hann eigi að komast upp með það í nafni mannréttinda að segja hvað sem er, án tillits til þess hvort það er satt eða ósatt. Það er í sannleika sagt umræðum um mál- frelsi á íslandi til mikillar óþurftar þegar sá maður verður uppvís að lygum sem einna mesta athygli hef- ur vakið á undanförnum árum fyr- ir baráttu sína fýrir að fá að segja og skrifa það sem hann lystir. í greinarkorni í Morgunpóstin- um á fimmtudaginn var setur Þor- geir Þorgeirsson rithöfundur fram undarlega staðhæfíngu, sem er fjarri öllum sannleika. Hann full- yrðir að vorið 1990, þegar Mann- réttindanefndin úrskurðaði mál hans tækt fyrir Mannréttindadónrstól Evrópu, hafí ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, sem var staddur í Strassborg þegar úrskurð- ur nefndarinnar kom út, hringt undir eins í fréttastofu RÚV og skipað fréttamanni þar að túlka niðurstöðurnar sem sigur ráðu- neytisins. Því hafi fréttamaðurinn hlýtt. Fréttamaðurinn var undirritað- ur, og Þorsteinn Geirsson ráðu- neytisstjóri hringdi ekki í mig; ég hringdi í hann og reyndi sömuleið- is hvað ég gat að ná sambandi við Þorgeir Þorgeirsson, sem einnig var staddur í Strassborg, en án árang- urs. Sannleikurinn er sá að 14. mars 1990 hitti ég borgardómara nokk- urn vegna annarra mála og hann vakti athygli mína á því að mál Þor- geirs yrði afgreitt úr mannréttinda- nefndinni í Strassborg þennan dag. Þegar ég kom á fréttastofuna hóf ég að reyna að ná sambandi við Þor- geir og Þorstein í Strassborg. Sem fýrr segir tókst mér ekki að hafa upp á hinum fyrrnefnda. Ég hringdi meðal annars í hans ágætu eiginkonu, Vilborgu Dagbjarts- dóttur, ef vera kynni að hún vissi á hvaða hóteli hann væri, en svo var ekki. Hins vegar ræddum við góða stund um aðdraganda kærunnar, mér til upprifjunar. Klukkan var orðin meira en sex þennan dag þegar ég gafst upp á að finna Þorgeir og sneri mér að því að skrifa pistil um málið effir þeim upplýsingum sem ég hafði, en þær voru af eðlilegri ástæðu því miður eingöngu frá Þorsteini Geirssyni. Samkvæmt tölvuútskrift á fréttinni sem ég skrifaði fyrir sjöfréttir var klukkan 18 mínútur yfir sex þegar ég hófst handa við það. Þennan pistil las ég í kvöldfréttum og fór síðan til míns heima. Seint um kvöldið, þegar ég var lagstur til svefns, hringdi síminn. Á línunni var Þorgeir Þorgeirsson. Hann las mér sinn pistil, heldur óvægilega, og sakaði mig um að hafa gengið erinda dómsmálaráðuneytisins. Ég reyndi að malda í móinn og skýra mál mitt, en hann æstist því meir og þegar ég var orðinn þess áskynja að engu tauti væri komandi við manninn og hann vildi ekki hlusta á útskýringar mínar sagði ég; „Ég nenni ekki að tala lengur við þig, Þorgeir,“ og lagði á. Svo ekkert fari á milli mála sagði ég eftirfarandi í fréttapistli mínum um úrslit málsins hjá Mannrétt- indanefndinni í Strassborg í sjö- fréttum útvarps 14. mars 1990: Mál Þorgeirs Þorgeirssonar rit- höfundar var flutt fýrir mannrétt- indanefnd Evrópu í Strassborg í morgun. Þorgrímur Gestsson: (Þetta er inngangur sem fréttaþulur las). Mannréttindanefndin telur ástæðu til að fjalla nánar um tvö af þeim fjórum atriðum sem Þorgeir vill að fari fýrir Mannréttindadómstól Evrópu. Annað þeirra varðar tjáningarfrelsi í samræmi við tíundu grein mann- réttindasáttmála Evrópu en hitt snýst um fjarveru saksóknara við sum réttarhöld í opinberum mál- um eða sakamálum. Það sem ekki var talin ástæða til að fjalla nánar um er að dómarinn sem dæmdi málið í Sakadómi Reykjavíkur hafi verið starfsmaður ríkissaksóknara þegar málið var til meðferðar þar og kvörtun Þorgeirs um að hafa ekki fengið að verja sig sjálfur fýrir Hæstarétti. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu, og Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður voru viðstaddir mál- flutninginn í Strassborg, auk Þor- geirs Þorgeirssonar sjálfs og Tóm- asar Guðmundssonar, lögmanns hans... Síðan rakti ég á um það bi! 30 sekúndum (sjö línum í handriti) aðdraganda málsins en sagði að lokum: Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri sagði í samtali við fréttastofuna fýrir stundu að búast mætti við að nokkrir mánuð- ir liðu áður en ljóst yrði hvort mál- ið færi fyrir sjálfan Mannréttinda- dómstól Evrópu. Sé á einhvern hátt á Þorgeir Þor- geirsson hallað í þessum pistli er það vegna þess að þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir tókst mér ekki að ná tali af honum, en ef til vill hefur verið feill hjá mér að taka það ekki fram í pistlinum. Þess má geta að dómur í máli Þorgeirs Þorgeirsson- ar fýrir Mannréttindadómstóli Evr- ópu féll rúmlega tveimur árum síð- ar. Fyrr en þá var ekki hægt að segja í fréttum að hann hefði unnið mál- ið. Einhver virðist hafa hringt í Þor- geir kvöldið sem sagt frá þessu í fréttum útvarps og endursagt pist- ilinn, sem leiddi til þess að hann hringdi aftur í mig. Þorgeir hefur hins vegar aldrei séð textann sem lesinn var né gert tilraun til þess. Hafi honum mislíkað eitthvað sem hann hélt að þar hefði verið sagt — eða ekki sagt — átti hann að sjálf- sögðu að segja mér í rólegheitum hvað það var í stað þess að nefna mig ýmsum illum nöfnum og saka mig um að vera útsendari Þorsteins Geirssonar á fféttastofu útvarps. Þá hefði ég að sjálfsögðu skýrt frá sjónarmiðum hans í fréttum dag- inn eftir, hefði ástæða verið til. En ég hef ekkert við menn að tala sem hringja í mig frá útlöndum um miðja nótt tií þess eins að skeyta skapi sínu á mér. Auk þess veit ég af fýrri kynnum mínum af Þorgeiri að mislíki honum við einhvern þýðir ekki fýrir þann mann að eiga orða- stað við hann næstu árin. Staðreyndin um Þorgeir Þor- geirsson er nefnilega sú að honurn er ýmislegt annað til lista lagt en hafa hemil á skapi sínu. En ég virði það mjög við hann að hafa haft það úthald og þrek að geta fýlgt máli sínu eftir allt til enda, og ég gladdist þegar ég frétti að hann hefði haft sigur. Þorgrímur Gestsson blaðamaður. Þorgeiri andmcelt Vegna umrnæla Þorgeirs Þor- geirssonar rithöfundar um Frétta- stofu Útvarps á blaðsíðu 22 í Morg- unpóstinum fimmtudaginn 16. febrúar sl. skal honurn bent á, að hvorki ráðuneytisstjóri dómsmála- ráðuneytisins, forseti Hæstaréttar né aðrir stunda ritskoðun á Frétta- stofu Útvarps. Hér starfa frétta- menn, sem láta ekki stjórnast af neinum „Stóra bróður“. Kári Jónasson fréttastjóri Útvarps Viðbrögð samkynhneigðra við skoðunum Árna Johnsen Einsog hraðsuðu- ketill — bullar bara og bullar - seg/r Guðni Baldursson og telurþetta ekki al- menna stefnu Sjálfstæðisflokksins í málinu. Guðni Baldursson: „Arni er nú þannig að hann hugsar ekki mikið áður en hann talar og ekki heldur á meðan hann talar.“ Svör nokkurra alþingismanna við spurningum um hjónabönd og ættleiðingar, sem birtust í MORG- UNPÓSTINUM á fimmtudag, hafa vakið mikla athygli. Sérstaklega þóttu svör Árna Johnsen fýrir hönd Sjálfstæðisflokks afdráttar- laus. Aðrir fulltrúar flokkanna voru hins vegar jákvæðir í garð hug- myndanna og töldu sumir ekkert þessu til fýrirstöðu. Orðrétt sagði Árni um rétt sam- kynhneigðra til hjónabands: „Ég er á móti því. Fyrst og fremst er það vegna þess að ég er íhaldssamur á ramma samfélagsins og ef maður skoðar þetta út frá almennum kristilegum grundvelli þá höfum við verið með fýrirkomulag sem hefur reynst ágætlega. Á síðari tím- um hefur verið síaukin lausung og hreyfing í mörgum þáttum sem hefur skapað mikið rótleysi og ég held að þrátt fýrir að einstaklingar búi við vaxandi skilyrði varðandi eðli og upplag, sem menn ráða ekk- ert við, sé ég enga ástæðu til þess að færa út kvíarnar með því að rétt- læta og viðurkenna hjónabönd af þessu tagi.“ Um það hvort samkynhneigðir hafi rétt til ættleiðinga sagði Árni: „Það finnst mér að þurfi að skoða á allt annan hátt. Mín afstaða byggist fýrst og fremst á því að mér finnst þetta óeðlilegt og það er jafnljóst að það er ekkert endilega heilagur sannleikur. Það ræður því enginn hvernig hann er skapaður en það á ekki að hvetja til þess að þessi hegð- un sé viðurkennd. Rökin fýrir því eru að mínu mati þau að það virðist vera mjög rík tilhneiging hjá fólki, sem situr uppi með þessar aðstæð- ur, að blanda kynlífi inn í nánast allt. Það er svo mikið í umræðunni hjá því sem fer beint inn á svið kyn- lífsins, miklu meira en hjá öðru fólki. Það finnst mér sýna veikleika sem ég vil ekki fyrir minn smekk stuðla að að verði vakinn upp. Ég held að því verði miklu meiri vandamál heldur en hitt.“ Finnum mikinn meðbyr Guðni Baldursson, sem sat í nefnd þeirri sem vann að endur- skoðun laga um réttindi samkyn- hneigðra, segist vera mjög ánægður með umræðuna. „Mér finnst flestir taka mjög skynsamlega á þessu og ég held að þeir endurspegli það hvernig fólkið í landinu hugsar," segir hann. „Nema svör Árna John- sen. Það er slæmt að hann skuli vera eini fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins vegna þess að ég held að hann sé ekki samnefnari fýrir flokkinn eða stefnu hans.“ Guðni segir ummæli Árna vera nokkuð sérstök. „Þau lýsa talsmáta þess sem ekki hefur kynnt sér mál- ið. Árni er nú þannig að hann hugsar ekki rnikið áður en hann talar og ekki heldur á meðan hann talar og ég held að samlíkingin um hann og hraðsuðuketilinn sem bullar bara og bullar eigi best við hér.“ Guðni segir það ekki rétt hjá Árna að samkynhneigðir blandi kynlífi inn í nánast allt. „Ég sjálfúr hef aldrei talað opinberlega um kynlíf og í rauninni held ég að menn eins og Árni tengi sjálfir sam- kynhneigðina bara við kynlíf. Þeir fara þá sjálfir að hugsa um kynlíf og þetta er því ekki frá okkur sjálfum komið.“ Guðni segist nú finna fýrir aukn- um meðbyr með skoðunum sam- kynhneigðra í samfélaginu og ljóst sé að innan skamms verði gerðar einhverjar réttarúrbætur. „Við vilj- um sjá stefnumið flokkanna í þess- Opinn fundur Fjölskylduverndar um tengsl fjöl- skyldunnar og ríkisvaldsins á þriðjudaginn með fulltrúum stjórnmálaflokkanna Ætlum að velta upp ýmsum brennandi spumingum —segir Pétur Gunnlaugsson Samtökin Fjölskylduvernd hafa boðað til opins fundar um málefni fjölskyldunnar og ríkisvaldsins á þriðjudag. Fulltrúum allra flokka hefur verið boðið til samkomunnar og segist Pétur Gunnlaugsson, formaður Fjölskylduverndar, von- ast eftir málefnalegum umræðum á fundinum. Fjölmiðar hafa verið uppfullir af frásögnum af forræðis- málum á undanförnum misserum og hefur Fjölskylduvernd beitt sér sérstaklega við að aðstoða forsjár- lausa foreldra. Skemmst er að minnast þess þegar Aðalsteinn Jónsson og Sigrún Gísladóttir fóru leynt með börn sín efir að barnaverndaryfirvöld höfðu svipt þau forræði tímabundið. „Við ætlum að velta upp ýmsum brennandi spurningum," segir Pét- ur. „Hvar eru mörkin á milíi ríkis- valdsins og fjölskyldunnar? Hvað má ríkið ganga langt í aðgerðum sínum og hver er stefna ríkisins í fjölskyldumálum? Þetta verða sem- sé vonandi heitar og skemmtilegar umræður og vonandi færir fólk góð rök fyrir máli sínu.“ Fundurinn hefst kl. 20.30 í Safn- aðarheimili Langholtskirkju og Pétur segir alla áhugamenn vel- komna. -Bih Pétur Gunnlaugsson, formaður Fjölskylduverndar. Samtökin standa fyrir opnum fundi þar sem meðal annars á að ræða hversu langt ríkið geti gengið í aðgerðum sínum. Arni Johnsen: „Það virðist vera mjög rík tilhneiging hjá fólki, sem situr uppi með þessar aðstæður, að blanda kynlífi inn í nánast allt.“ um málum nú rétt fýrir kosningar. Kristilegir hafa nú þegar málað sig út í horn í þessum málum og því er ekki seinna vænna fyrir aðra að hefja málefnalega umræðu um þau.“ -Bih Keflavík Fimm gistu fangageymslur Helgin varlremur tíðindalítil í Keflavík að sögn fulltrúa lögregl- unnar. „Það var bara þessi hefð- bundna ölvun en engin óhöpp, skemmdarverk né slys.“ Föstu- dagskvöldið var venju fremur ró- legt en talsverður erill var aðfara- nótt sunnudags og fimm gistu fangageymslur sökum ölvunar. Þá voru tveir teknir grunaðir um ölv- unarakstur.H Akureyri Flug teppt í gær Flug frá Akureyri lá niðri í gær sökum snjókomu. Að sögn Sig- urðar Kristinssonar, afgreiðslu- stjóra Flugleiða, hefur þetta verið afspyrnuslæmur vetur hvað þetta varðar og þeir væru eiginlega orðnir illu vanir í þessum efnum. Þegar MORGUNPÓSTURINN hringdi norður um miðjan dag í gær biðu tæplega tvö hundruð manns flugs þeim megin endans. „Það er rokhvasst núna, hliðar- vindur og slydda,“ sagði Sigurður. „Og veðurspáin og veðrið eru ekki sammála. Samkvæmt spánni á ekkert að vera svona slæmt veð- ur.“H

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.