Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 11 Mál Þorsteins V. Þórðarsonar, umsjónarmanns lífeyrissjóös starfs- manna Áburðarverksmiðjunnar, sent ríkissaksóknara Kominn í samkeppni við Aburðarverksmiojuna Þorsteinn ergrunaður um að hafa notað trúnaðargögn frá verksmiðjunni til undirbúnings stofnun samkeppnisfyrirtækisins. Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur nú lokið rannsókn á meintu misferli Þorsteins V. Þórðarson- ar, fyrrverandi umsjónarmanns Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðar- verksmiðjunnar, og sent málið rík- issaksóknara. Eins og MORGUN- PÓSTURINN greindi frá í nóvember setti Þorsteinn lífeyrisréttindi starfsmanna Áburðarverksmiðj- unnar í stórhættu með heimildar- lausum og vafasömum fjárfesting- um. Þorsteinn er einnig grunaður um að hafa keypt skuldahréf með mun hærri afföllum en skráð er í bókhald sjóðsins og haft af því milljónahagnað. Þessar fjárfesting- ar Þorsteins voru nreð miklum ólíkindum, en á einu og hálfu ári keypti hann skuldabréf af hinum og þessum aðilum fyrir U5 milljónir, sem er um það bil fjórðungur af heildareign sjóðsins. Mjög hæpnar tryggingar eru fyrir meirihluta þessara skuldabréfa og allt útlit fyr- ir að tap sjóðsins verði um það bil 70 milljónir króna. í frétt MORG- UNPÓSTSINS í nóvember kom fram að að öllum líkindum þyrfti að færa niður lífeyrisréttindi starfs- manna Áburðarverksmiðjunnar um 15 prósent vegna heimilda- lausra fjárfestinga Þorsteins. Nú er komið á daginn að þetta verður raunin. Spurningar hafa vaknað um hvort Áburðarverksmiðjan eigi að bæta starfsmönnum þennan skaða þar sem umsýsla sjóðsins var ein af verkskyldum Þorsteins við verksmiðjuna. Hákon Björnsson, forstjóri Áburðarverksmiðjunnar, segir ekki ljóst hver ábyrgð verk- smiðjunnar sé þar sem málið sé enn í skoðun. Haft var samband við Þorstein en hann sagði að samkvæmt ráð- leggingum lögmanns síns vildi hann ekki ræða þessi mál. Hefur stofnað eigin áburðarsölufyrirtæki Upp komst um misferli Þorsteins í kjölfar þess að honum var sagt upp störfum hjá Áburðarverk- smiðjunni eftir að forráðamenn verksmiðjunnar komust á snoðir um að hann hefði unnið að því að afla sér umboða erlendis til áburð- arinnflutnings og notað til þess söluskrár og upplýsingar frá verk- smiðjunni sem áttu að vera trúnað- armál. Samkvæmt heimildum MORG- UNPÓSTSINS leitaði Þorsteinn effir brottrekstúrinn hófanna um sam- starf á sviði áburðarinnflutnings hjá nokkrum íslenskum fýrirtækj- um, meðal annars einu olíufélag- anna, en án árangurs vegna þeirrar rannsóknar sem hann sætti. Þor- steinn lét þó ekki þar við sitja því hann er nú framkvæmdastjóri Áburðarsölunnar Isafoldar hf., sem tvö barna hans, Aðalheiður Þor- steinsdóttir og Tryggvi Þor- steinsson, og tengdadóttir, Jó- hanna Gunnlaugsdóttir, stofn- settu við fjórða mann. Skipa Aðal- heiður, Tryggvi og Jóhanna stjórn félagsins. Hefur gert viðskipta- vinum Aburðarverk- smiðjunnar tilboð Upplýsingar blaðsins herma að Þorsteinn hafi sent nokkrum við- skiptavinum Áburðarverksmiðj- unnar tilboð um að færa viðskiptin til sín. Þannig talaði hann til dæmis við forráðamenn að minnsta kosti tveggja kaupfélaga, sem eru um- fangsmiklir seljendur áburðar. Samkvæmt heimildum MORGUN- PÓSTSINS var Kaupfélag Eyfirðinga eitt þessara kaupfélaga. Magnús Gauti Gautason, framkvæmda- stjóri KEA, vill ekki gefa upp við hvaða áburðarsölur kaupfélagið hefur talað. Hins vegar sé það rétt að fleiri aðilar hafi verið kannaðir en niðurstaðan orðið sú að halda áfram viðskiptum við Áburðar- verksmiðjuna. Þorsteinn V. Þórðarson staðfestir að Áburðarsalan Isafold sé ekki bú- in að ná neinum stórum samning- um en bendir á að fyrirtækið sé ungt og þurfi sinn tíma. Aðspurður hvort það væri rétt að hann hefði tekið ýmis trúnaðargögn og sölu- tölur með sér frá Áburðarverk- smiðjunni til að nota við rekstur hinnar nýju áburðarsölu svaraði Þorsteinn: „Ég kannast ekki við það.“ -jk Þorsteinn V. Þórðarson er kominn í samkeppni við fyrrum vinnuveitanda sinn, Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi, sem hann var rekinn frá í haust. Krítarkorthafar hafa annaðhvort ekki áttað sig á því að hægt er að taka reiðufé út á kortin í hraðbönkum eða hafa ekki áhuga á því PeningaúttekHr innan við ertt prosent af heiMan/eltu „Korthafar hafa tekið þessu fagn- andi en það má segja að peningaút- tektirnar hafi ekki verið eins miklar og margir óttuðust," segir Leifur Steinn Elísson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Visa Island, um þá nýbreytni krítarkortafyrirtækjanna að heimila korthöfum að taka út peninga í hraðbönkum. Gunnar Bæringsson, framkvæmdasjóri Kreditkorta hf., tekur undir með Leifi og segir peningaúttektir hafa verið minni em menn bjuggust við. Það voru Kreditkort hf. sem riðu á vaðið með þessa nýju þjónustu þann 17. janúar en Visa ísland fylgdi í kjölfarið þremur dögum síðar. Nú er lokið fýrsta úttektartíma- bilinu sem kortbafar gátu nýtt sér þennan möguleika og upplýsingar krítarkortafýrirtækjanna benda til þess að meirihluti viðskiptavina þeirra hafi annaðhvort ekki áttað sig á því að það er hægt að taka peninga út á kortin eða einfaldlega ekki haft áhuga á því. Leifur segir að kortliafar Visa hafi tekið út um það bil 30 milljónir í reiðufé á umræddu tímabili. Meðal- mánaðarvelta Visa íslands er um 3,6 milljarðar svo þetta er aðeins brot af henni, eða innan við eitt prósent. Korthafar Visa eru um 100.000 þannig að ef allir hefðu brúkað kort sín til að ná sér í aur er upphæðin 300 krónur á hvern um sig. Að sögn Gunnars Bæringssonar námu úttektir Eurocardkorthafa 9,3 milljónum á sama tímabili. Það er einnig um það bil eitt prósent af meðalmánaðarveltu Kreditkorta. Eurocardkorthafar eru 33.500 tals- ins en það gerir um það bil 278 króna úttekt á kort. Peningaúttektir Eurocard voru hins vegar að sögn Gunnars 1.500 talsins, eða að upp- hæð 6.200 krónur að meðaltali. Þess má geta að út á venjulegt kort er heimilt að taka út 10.000 krónur á viku en gullkorthafar geta tekið út helmingi hærri upphæð. -jk I návíqi Séra Karl Sigurbjörnsson, sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli, um aðskilnaö ríkis og kirkju „Kominn tími til að endurskoða þetta Ef'kominn tími til að skilja kirkjuna frá rík- inu? „Ég veit það ekki. Ég held að það sé kominn tími til að endurskoða þetta hjónaband, en hvort það er tímabært að skilja alveg á milli, það ef- ast ég um.“ Um hvað ætti þessi endurskoðun fyrst og fremst að snúast? „Það er vinna í gangi í þeim efnum og hefur verið að undanförnu. Þetta er spurning um yf- irfærslu ýmissa verkefna ffá stjórnarráðinu yfir til kirkjunnar og ýmislegt sem miðar að því að gera þjóðkirkjuna ábyrga og í raun mynduga í sínum fjármálum. Þetta er meg- inefnið í íagafrumvarpi „Almenningur í lcindinu lítur sem nú liggur fynr Al- þingi.“ tu þjoðkirkjunnar og notar En þetta frumvarp , x gerir ekki ráð fýrir fuii- nœrveru hennar ttl að gceða S=8i ÆjSílg Ufsitt einhverri andlegri þar með algjörum að- merkingu. Það skiptir ekki skilnaði skattpenmga og 0 x tekna kirkjunnar? litlu málijafnvelþóttþað sé „Nei, en það hefur hins vegar ríkt ákveðinn mis- Ojt á tlðum lltt Skllgreint Og skilningur meðal fólks 1 * « um sóknargjaldið. Þar grUUaaO. tekur ríkið einfaldlega að sér að innheimta í gegn- um skattakerfið gjald til allra safnaða og trúfélaga í landinu. Að þessu leyti erum við komin langt á undan öðrum Norður- landaþjóðum, þar sem það er bara þjóðkirkjan sem nýtur þess að hennar sóknargjöld gangi í gegnum skattkerfið. Þetta yrði áfram óbreytt samkvæmt þessu lagafrum- varpi. Það sem er á döfinni núna er að gerð verði eins konar ramma- löggjöf um kirkjuna, þannig að hún geti sjálf ráðið starfsmannahaldi sínu og þess háttar.“ 162. grein stjórnarskrárinnar er kveðið á um að ríkisvaldið skuli styðja og styrkja þjóðkirkjuna sér- staklega. Er ekki óbeint vegið að öðrum trúfélögum og þar með trúfrelsinu þegar eitt trúfélag er styrkt öðrum fremur á þennan hátt? „Nei, það tel ég ekki. 1 þessu ákvæði felst viðurkenning á ákveð- inni sögulegri og menningarlegri staðreynd og eins á hlutverki kirkj- unnar í þjóðfélaginu. Ég tel það hlutverk mikilvægt, ekki bara fýrir kirkjuna heldur umfram allt fýrir þjóðina og hennar menningu.“ En hvað réttlætir það að ríkið styðji eitt trúfélag umfram önnur? „Þessi stuðningur er líka mikil krafa á hendur kirkjunnar. I fýrsta lagi felst þessi stuðningur í inn- heimtu á sóknargjöldum, sem öll trúfélög njóta. 1 öðru lagi greiðir ríkið laun presta. Það á rætur sínar að rekja til þess að árið 1907 yfirtók ríkið jarðeignir kirkjunnar. Þessar jarðeignir stóðu frá öndverðu und- ir launakostnaði starfsmanna kirkj- unnar, og þegar ríkið yfirtók þær þá hættu prestar að innheimta tekjur af þessum eignum og ríkið yfirtók forvörslu þeirra. Tekjurnar af jörð- unum renna í svokallaðan prest- launasjóð og við þiggjum okkar laun úr honum. Þessu verður vafa- laust breytt á þann hátt að laun presta komi beint frá kirkjunni. Söfnuðum þjóðkirkjunnar er að mestöðru leyti ætlað að standa á eigin fótum fjárhagslega, þeir eiga að reisa sín guðshús og sjá um sína starfsemi á alveg sama hátt og önn- ur trúfélög í landinu, þannig að það er ekki nema eðlilegt að launa- greiðslurnar komi þar inn líka fýrr eða síðar. En á meðan ætlast er til að kirkjan hafi skyldum að gegna við landsmenn alla, þá hljóti það á einhvern hátt að ganga í gegnum hið opinbera kerfi. Ég sé ekki að því verði raskað í fyrirsjáanlegri fram- tíð.“ Hver er framtíð kirkjunnar ef ríkið hættir að sinna þessari inn- heimtustarfsemi fyrir hennar hönd og aðskilnaður ríkis og kirkju verður að veruleika á öllum sviðum? „Ég get ekki talað fyrir hönd annarra presta, en ég óttast ekki um framtíð kirkjunnar þótt til þess kæmi. Ég hefði hins vegar meiri áhyggjur af þjóð okkar ef svo færi. Staðreyndin er sú, að þrátt fyrir allt eru 92 prósent þjóðarinnar innan vébanda þjóðkirkjunnar. Og miklu fleiri, líka þeir sem eru innan ann- arra trúfélaga, líta til þjóðkirkjunn- ar sem kjölfestu í okkar andlega lífi. Almenningur í landinu lítur til þjóðkirkjunnar og notar nærveru hennar til að gæða líf sitt einhverri andlegri merkingu. Það skiptir ekki litlu máli jafnvel þótt það sé oft á tíðum lítt skilgreint og grundað. Það, að hér skuli vera þjóðkirkja, er líka áminning til ríkisvaldsins og löggjafans um að byggja löggjöf þessa lands á þeim grunni sem kirkjan stendur fyrir, sem er mann- úð og réttlæti. Höfuðatriði þessa máls er kannski ekki veraldlegir hagsmunir kirkjunnar, heldur and- legir hagsmunir þjóðarinnar. Ef að- skilnaðurinn yrði jafn alger og hann er til dæmis í Bandaríkjun- um, þá hefði ég mestar áhyggjur af því að henni yrði eiginlega ófært að halda uppi starfi og þjónustu á landsbyggðinni. Það yrði eitthvað að koma til til að gera henni það kleift, en ég sé það ekki í svipinn hvað það ætti að verða.“B

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.