Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 12
12 MORGUNPÓSTURINN ERLENT MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 Foot þverneitar Michael Foot, sem var leiðtogi breska Verkamannaflokksins frá 1979 til 1983, neitar ásökunum um að hann hafi þegið aðstoð frá KGB til að fjármagna dagblaðið TribUne sem hann rak snemma á sjöunda áratugnum. Foot er 81 árs. Ásakanir þessar komu fram í The Sunday Times og eru runnar undan rifjum tveggja fyrrum sovéskra njósnara. Foot líkir þessum árásum við að McCarthyisminn sé endurvak- inn.B Óheppnir þjófar Þrír ungir menn sem voru í óða önn að stela koparvír meðfram járnbrautarlínum spölkorn sunnan við Parísarborg létu lífið þegar allt í einu birtist lest sem keyrði á þá. Þetta gerðist í bítið í gærmorgun, en lestin var af nýrri tegund sem þykir afar hljóðlát. ■ Ljónum vegnar betur Ljón í hinum fræga Serengeti- þjóðgarði í Tansaníu hafa að und- anförnu hrunið niður af völdum veirusjúkdóms sem herjar á þau. Á sumum svæðum er talið að allt af 80 af hundraði dýranna hafi drep- ist, en veiran kallast CDV og herjar einkum á skepnur af ætt katta og hunda. Nú eru hins vegar merki um að sjúkdómurinn sé í rénun, að minnsta kosti í bili. ■ Walesa er óþolimóður Walesa þrýstir á Lech Walesa var kokhraustur í gær þegar hann flaug frá Póllandi í gær í vikuheimsókn til ríkja Suður- Ameríku. Hann leyndi ekki óþolin- mæði sinni með lánlausar tilraunir vinstri flokka til að mynda nýja rík- isstjórn. „Það þarf að stjórna land- inu og veita því leiðsögn og ef þessi feluleikur heldur áfram þarf ég enn að taka djarfa ákvörðun,“ sagði Walesa á flugvellinum í Varsjá. ■ Svindlarar fá verðlaun Þjóðverjar ætla að beita nýstár- legum ráðum í glímunni við óprúttna kapítalista sem falsa alls kyns iðnvarning, allt frá fötum upp í hugbúnað fyrir tölvur. Erfitt er að koma lögum yfir slíka sjóræningja- starfsemi og ætla samtök þýskra iðnhönnuða í staðinn að veita þeim „verðlaun“, kannski mætti kalla það háðungarverðlaun. Þetta verða styttur af svörtum dvergum með gullin nef, en það að fá gullið nef á þýsku þýðir að græða fé með vafa- sömum hætti.H Forsetakosningarnar 1996 Repúblikanar hlaupa af stað Kosningavélin í Bandaríkjunum er farín að mala á nýjan leik. ígærkomu níu líklegustu frambjóðendur Repúblikanaflokksins saman í New Hampshire, þessu örsmáa fylkiþar sem yfiríeitt ræðst hver verður forsetaframbjóðandí. Bob Dole er líklegastur til að reyna að sigra Bill Clinton, en margir eru kallaðir. Níu stjórnmálamenn sem þykja líklegastir til að verða frambjóðend- ur repúblíkana í bandarísku forseta- kosningunum á næsta ári komu saman í Manchester í New Hamps- hire-fylki í gær. Rebúblikanaflokk- urinn þar hafði boðið þeim á fund þar, en það er einmitt í þessu litla fylki að hefð er fýrir því að kapp- hlaupið um útnefningu til forseta- framboðs hefjist í febrúar hvert kosningaár. Allar götur síðan 1948, þó með undantekningunni 1964, hefur sigurvegarinn í forkosningum í New Hampshire orðið forsetaefni rebúblikana. Vart þarf að spyrja að því að Bill Clinton forseti verði frambjóðandi Demókrataflokksins. Hann stendur hins vegar höllum fæti og telja repú- blikanar góðar líkur á að vinna aftur Hvíta húsið sem þeir héldu sam- fleytt í tólf ár í tíð Ronalds Reagan og George Bush. Eðlilega eru því ýmsir sem eru þess fýsandi að spreyta sig gegn Clinton. Þar fer fremstur Bob Dole, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. Hann er mjög virtur stjórnmála- maður, en hefúr það þó á móti sér að hann er 71 árs og yrði því elsti maður sem hefúr tekið við embætti Bandaríkjaforseta. Dole hefur tví- vegis áður reynt að verða frambjóð- andi flokks síns en vonir hans hafa í bæði skiptin dáið í New Hampshire, fýrst 1980 og svo 1988. Dole gerir þó lítið úr aldri sínum og sagði við stuðningsmenn sína í New Hamps- hire: „Ef þið haldið að aldur skipti máli, fýlgið mér þá bara eftir í einn dag.“ Skæðasti keppinautur Doles á þessu stigi málsins er Phil Gamm, öldungadeildarþingmaður frá Tex- as. Gamm hyggst lýsa formlega yfir framboði sínu í Dallas í næstu viku og verður fýrstur manna til þess. Samband Doles og Gamms hefur verið erfitt og er búist við því að þeir verið kvikindislegri hvor í annars garð eftir því sem líður á kosninga- baráttuna. Gamm hefur ásakað Dole fýrir að vera ekki alvöruíhalds- maður, Dole hefur svarað því til að hann hafi verið íhaldsmaður þegar Gamm var ennþá í gagnfræðaskóla. Skoðanakönnun sem gerð var meðal kjósenda flokksins í New Hampshire sýndi að Dole hafði yfir- burðaforystu og fékk 45 af hundraði atkvæða. Gamm og hinn erkiíhalds- sami dálkahöfúndur Pat Buchan- an fengu hvor sín 10 prósentin. Á eftir komu William Weld, ríkisstjóri í Massachusetts, með níu prósent og Lamar Alexander, fyrrum ríkis- stjóri í Tennessee, með þrjú prósent. I annarri skoðanakönnun var Dole með 19 af hundraði og forystu, en 18 prósent fékk Colin Powell hershöfðingi, blökkumaðurinn sem er fyrrum formaður bandaríska herráðsins, en hann er ekki repú- blikani og hefur aldrei sagst ætia í framboð. Buchanan fékk 9 prósent en aðrir höfðu lítinn sem engan stuðning. Margir voru reyndar óákveðnir. Dole nýtur þess að hann er lang- þekktastur ffambjóðenda, en ljóst er að Gamm mun hafa úr mestum fjár- munum að spila. Buchanan þykir hins vegar líklegastur til að vinna stuðning hinna hægrisinnuðustu í flokknum, eins og fyrir síðustu kosningar þegar hann gerði harða hríð að Bush forseta. Buchanan er kokhraustur og segir að þótt hann hafi tapað þá hafi aldrei orðið neitt lát á kosningabaráttu sinni; hann segist manna best túlka viðhorf al- mennra flokksmanna. Aðrir sem komu til New Hamps- hire í gær og munu halda ræður eru Bob Dole þykir sigurstrangleg- astur repúblikana. Hann er hins vegar 71 árs og hefur tvívegis mátt sæta því að fá ekki útnefn- ingu flokks síns. Arlen Specter, öldungadeildar- þingmaður frá Pennsylvaníu, Ri- chard Lugar, öldungadeildarþing- maður frá Indiana, dálkahöfundur- inn Alan Keyes, Robert Dornan, fulltrúadeildarþingmaður ffá Kali- forníu, og Lynn Martin, fýrrverandi vinnumálaráðherra. Enn er auðvitað nokkuð í kosn- ingar og flestir kjósendur munu ekki byija að gera upp hug sinn fýrr en í lok þessa árs og upphafi þess næsta. Hins vegar þykir mikilvægt að vinna stuðning „fótgönguliðanna“, flokks- manna sem eru reiðubúnir að leggja mikið á sig fýrir ffambjóðanda sinn. Þannig er sagt að Gamm hafi unnið stuðning Bobs Smith, öldunga- deildarþingmanns New Hampshire. Dole birti hins vegar heilsíðuauglýs- ingu í helsta dagblaði Manchester í gær og þar stóð að 20 þúsund repú- blikanar í fýlkinu hefðu gengið hon- um á hönd.B Brúðkaup ársins í Serbíu Meðal Serba þykir þetta brúð- kaup ársins. Þar er Arkan liðsfor- ingi þjóðhetja, þótt Bandaríkja- stjórn hafi sett hann á lista yfir stríðsglæpamenn 1992. Talið er víst að einkaher hans, Serbnesku tígris- dýrin, hafi framið hryllileg grimmdarverk í stríðinu gegn Kró- ötum og Bosníumönnum. Arkan, sem heitir réttu nafni Zelko Raznjatovic, er vanur skot- hríð og það voru skothvellir sem glumdu þegar liðsmenn hans og aðdáendur fögnuðu brúðkaupi hans og þekktrar þjóðlagasöng- konu sem kallar sig Ceca með því að skjóta án afláts úr byssum sínum upp í loftið. Hún syngur lög sem einkum höfða til stækra serbneskra þjóðernissinna. Arkan, sem líka er þekktur fyrir að stunda heldur skuggalega kaup- sýslu, var klæddur í hefðbundinn búning Svartfjallamanna í tilefni brúðkaupsins, gullbryddaða blússu og hatt og hnéhá leðurstígvél. Hann sýndi hins vegar ekki mikla vígfimi þegar hann samkvæmt hefð þurfti að skjóta niður epli sem hékk á stöng yfir húsinu þar sem brúð- kaupsveislan fór fram. Arkan skaut sex skotum upp í loftið, missti hatt- inn í jörðina, og þá loks hitti hann endann á stönginni svo eplið varð laust. Loks keyrði Arkan á brott, skaut úr byssu sinni upp um þak bifreið- ar sinnar, og keyrði til Belgrad þar sem var haldin veisla fýrir nánustu vandamenn. Þar var tekið fram að mættu ekki vera neinar byssur. Stríðsglæpamaðurinn og þjóð- lagasöngkonan.B Popp í Peking Það var mikil gleði i Peking á laugardags- nótt þegar sænska rokkhljómsveitin Roxette hélt þar tónleika. Þetta eru fyrstu popptónleikar sem haldnir hafa verið í borginni síðan drengirnir í Wham fóru þar um fyrir tíu árum og þóttu láta ófriðlega. Tónleikagestir þurftu að borga nánast mánaðarlaun verkamanns til að fá miða, en til að gæta þess að allt færi vel fram var strengdur risastór borði yfir sviðið og á honum stóð: „Framfarir eftir vegi sósi- alismans að kinverskum hætti." Embætt- ismenn höfðu áður farið vandlega yfir lög og texta Roxette í leit að siðspillingu. Eft- ir marga mánuði fékkst loks samþykki fyrir tónleikunum sem voru svo vel heppnaðir að hæverskt kínverskt æsku- fólk dansaði í sætum sínum og veifaði logandi kveikjurum. Vörðurinn hér á myndinni lét sér þó fátt um finnast.H „Guð hefur gleymt mér“ Jeanne Calment verður 120 ára á morgun og er talin vera elsta mannvera í heimi. Það segir að minnsta kosti Heimsmetabók Gu- inness. Calment er blind, nánast heyrnarlaus og bundin við hjóla- stól og býr á elliheimili í Arles í Provence-héraði í Frakklandi. Þar fæddist hún 1875. Hún heíúr lifað sautján Frakklandsforseta, hún snæddi á veitingahúsi í Eiffelturn- inum meðan ennþá var verið að byggja það mannvirki og sá fyrstu kvikmyndina sem framleidd var af Lumiére-bræðrunum. Líklega þykir þó merkilegast af- spurnar þegar hún, fjórtán ára stúlka, hitti málara sem dvaldi í heimabæ hennar. Hún segir að hann hafi verið „ljótur eins og syndin, skapstyggur, sínöldrandi og lyktandi af áfengi“. Þessi ná- ungi kom stundum í búð föður hennar og keypti striga. Hann hét Vincent Van Gogh og það var einmitt í Arles að hann málaði nokkrar mikilfenglegustu myndir sögunnar. Jeanne Calment segist búast við því að lifa áfram. Um það hefur hún ákveðna kenningu: „Guð hlýtur að hafa gleymt mér.“ Mörg dæmi eru um það að fólk hafi sagst vera eldra en Jeanne Cal- ment, en hún mun hafa alla papp- íra í lagi og það telst óyggjandi að hún sé 120 ára. Hún hefúr góða möguleika á að verða eldri en Jap- aninn Chigechiyo Izumi sem Gu- inness-bókin telur elsta mann sem hefur lifað, en hann andaðist 1986, 120 ára og 237 daga.B Jeanne Calmet hitti Van Gogh.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.