Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 14
14 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 Pösturihn Útgefandi Ritstjórar Fréttastjórar Framkvæmdastjóri Auglýsingastjóri Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Miöill hf. Páll Magnússon, ábm. Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Styrmir Guðlaugsson Kristinn Albertsson Örn ísleifsson Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afsiátt. Samkeppni til góðs Kanadíska stórfyrirtækið Irving Oil hefur verið talsvert í frétt- um síðustu vikurnar — fyrst og fremst vegna þess að það hyggst hasla sér völl í olíuverslun á Islandi. Viðbrögð þeirra íslensku fyrirtækja, sem fyrir eru í þessari atvinnugrein, voru vægast sagt heimóttarleg til að byrja með. Á talsmönnum þeirra var helst að skilja, að borgaryfirvöld ættu að vernda þau fyrir þessari óáran með því að neita Kanadamönnunum um hentugar lóðir undir bensínafgreiðslustöðvar. Sem betur fer virðast íslensku olíufé- lögin nú hafa áttað sig á því, að það tekur enginn lengur undir svona forneskjuleg viðhorf. Þau geta ekki brugðist við utanað- komandi samkeppni með öðrum hætti en þeim, að bretta upp ermar og bæta eigin frammistöðu. Þau geta ekki og eiga ekki að treysta því, að stjórnvöld komi þeim til hjálpar, og þau mega vera viss um, að almenningur mun kaupa sitt bensín þar sem kjörin bjóðast best — og gildir þá einu hvort dælan sé merkt Skeljungi eða Irving. Ef íslensku olíufélögin standast ekki heil- brigða samkeppni — hvaðan sem hún kemur — þá hefur farið fé betra ef þau heltast úr lestinni. Þau hafa hingað til lifað í vel- lystingum praktuglega í andrúmi fákeppni og samráðs. Von- andi verður það brátt liðin tíð — almenningi til hagsbóta. Það væri raunar óskandi að utanaðkomandi samkeppni kæmi til á fleiri sviðum í íslensku viðskiptalífi, því það eru ekki bara olíufélögin sem hafa lifað í tiltölulega vernduðu umhverfi. Sama gildir um bankastarfsemi, tryggingafélög, samgöngufyrirtæki, símaþjónustu og svona mætti áfram telja. íslendingar eru nú að greiða hærra verð fyrir þjónustu fyrirtækja í ýmsum þessara at- vinnugreina en tíðkast í nágrannalöndum okkar. Með þessu er ekki verið að segja, að íslensk fyrirtæki í þessum greinum hafi staðið sig illa, enda eru sum þeirra afar vel rekin. Þau búa hins vegar ekki við þann grjótharða aga, sem er fylgifiskur miskunn- arlausrar alþjóðlegrar samkeppni. Á þessu er að verða breyting, sem betur fer fyrir lífskjör þjóðarinnar, og þá er að duga eða drepast fyrir íslensku fyrirtækin. Vonandi duga þau. Ekki fleiri skýiahallir í MORGUNPÓSTINUM í síðustu viku Var^agt frá væntanlegu til- boði breska fyrirtækisins Western Electric um stórfelld raforku- kaup frá íslandi. Það fylgdi sögunni að Bretarnir muni bjóða samning til fimmtíu ára, fjármagna allar framkvæmdir sjálfir og þegar búið væri að greiða niður lungann úr fjárfestingunni á til- tölulega fáum árum gæti söluverðmæti raforkunnar numið tólf milljörðum króna á ári. Sighvatur Björgvinsson iðnaðarráð- herra virðist hafa fulla trú á málinu og leggur til, að það „verði nú sett í fullan gang“. Guð láti gott á vita, myndi kannski ein- hver segja. Sighvatur má hins vegar vita, að það er enginn búinn að gleyma því þegar forveri hans í ráðuneytinu, og flokksbróðir, taldi sér henta fyrir síðustu kosningar, að þykjast hafa í poka- horninu álver á Keilisnesi fýrir kjördæmið sitt. Alþýðuflokks- menn fengu ágæta kosningu í kjördæminu, en ekkert er komið álverið, sem ekki er von, því þegar til átti að taka kannaðist eng- inn við að hafa ætlað að reisa slíka verksmiðju. Vonandi er Bretunum full alvara með fyrirætlunum sínum, en Sighvati er hollast að ganga hægt um gíeðinnar dyr. Sporin hræða. Páll Magnússon Pösturihn Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 AuglýsingadeiId: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Smáauglýslngadeildin er opin frá 9:00 til 17:00 virka daga, til 21:00 á briðju- og miðvikudöqum oq milli 13:00 oq 21:00 á sunnudögum. ■ Óttinn étur sálina Meirihluti Reykvíkinga er fylgj- andi því að íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu. Það er sérstaklega athyglisvert, að það eru erfmgjar framtíðarinnar, unga fólkið, sem snúast í auknum mæli á sveif með nánari tengslum við Evrópu. Fyrir því liggja margar auðskild- ar ástæður. Væntingar ungs fólks eru um hamingjuríkt líf, þar sem efnahagslegar áhyggjur eru fjarri. Það á sér þá ósk heitasta, að geta að loknu námi haslað sér völl í samfé- lagi, sem býður vel menntuðu fólki upp á innihaldsrík, vel launuð störf. Slíkt samfélag tryggir ekki aðeins efnislega velferð, heldur líka þá hamingju sem felst í því að starfa á sviði, sem gegnum göngu um langa skóla er orðið að hugðar- efni. í dag er hins vegar fjarri því sjálfgefið, að vel menntað ungt fólk fái að loknu námi starf sem það hefur menntað sig til. Ástæðan er einföld: íslenskt at- vinnulíf er fábreytt, það er byggt upp á framleiðslu hráefna. Við höfum framleitt fisk, sem til fárra ára fór að mestu leyti lítt unninn til útlandj. Og nú vilja menn fram- leiða orku, sem á líka að selja Þungavigtin Össur Skarp- HÉÐINSSON ráðherra óunna til annarra landa. Úrvinnsl- an, sem jafnan krefst hugvits og þekkingar og þarmeð ungs menntafólks, er vanþróuð hér á landi. Okkur hefur hreinlega skort fjármagn til að byggja upp háþró- aðan iðnað. Við, sem teljum að Islendingar eigi að grandskoða þá möguleika sem felast í fullri aðild að Evrópu- sambandinu, byggjum afstöðu okkar á því einu, að það gæti leitt af sér aukna hagsæld fyrir Islend- inga. Engin þjóð hefur borið skaða af aðild að Evrópusambandinu. I öllum tilvikum hefur aðild leitt til verulegs bata í efnahagslífi við- komandi þjóða. Allar aðrar þjóðir Evrópu hafa annaðhvort sótt um aðild eða lýst yfir áhuga sínum til þess. Eru hagsmunir Islendinga öðruvísi en annarra þjóða? Aðild að Evrópusambandinu myndi að öllum líkindum hafa sömu jákvæðu áhrifin á efnahag Is- lands og annarra þjóða. Hann myndi styrkjast og í dag er það svo, að fá önnur lönd laða jafnlítið af erlendu fjármagni inn í atvinnulíf sitt og íslendingar. Aðild myndi væntanlega leiða til þess, að fleiri íjársterkir aðilar litu á ísland sem íýsilegan kost til að byggja upp fyr- irtæki, sem nýttu innlent atgervi og séríslensk hráefni, einsog til dæmis orkuna. Um leið myndi það skapa ný, vellaunuð störf fyrir velmennt- aða unga Islendinga. I dag blasir hins vegar við veru- leg hætta á atgervisflótta frá ís- landi. Bráðefhilegt ungt fólk, sem heldur til náms erlendis, er líklegt til að staðnæmast þar og koma aldrei aftur, ef okkur tekst ekki að skapa hér jafngóð skilyrði og í námslöndum þess. Aukin upp- bygging, og aukin fjölbreytni at- vinnulífs samfara aðild að Evrópu- sambandinu, gæti hins vegar skap- að þessi skilyrði. I kjölfar hennar er líklegt, að mun fleiri vellaunuð störf fyrir velmenntað fólk verði til á Islandi, þannig að tækifærin til að Ummæli Eru ekki daudarefsingar bannaðar? „Ég er búinti að vera d aftökulista Sjúlfstœðis- flokksinsfrá upphafi.“ Sverrir Ólafsson, fyrrv. listahátíðarmógúll Ekki ef GÁSog Jack Magnef eru til ráðgjaf- ar „ Við getum alveg séð um það sjálfirað takmarka okkur og sjá til þess að við eyðum ekki of miklu í þessari kosningabaráttu. “ Sigurður Tómas Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokks Eru ekki allir í vinnuflotgöHum? „Ég vil nú ekki staðfesta að húsið sé að detta í sjóinn en það hallast eitthvað. “ Jón Skúlason hjá Slysavarnafélaginu Það er svo gaman að kenna „Þegar ég held þvífram að kenn- arar leggi nemendur í einelti hefég til hliðsjónar ýmis dcemi frá ferli mínum...“ Bragi Ásgeirsson myndlistarkennari Hefurðu leitað í bflskúmum? „Ég hef verið aðfinna búta úr bílnum hér ogþar eftir ábendingar frá al- menningi. “ Þorbjörn Pétursson festa rætur í gamla landinu yrðu fleiri. Þetta er það, sem ungt fólk í dag hlýtur að staðnæmast við, þegar það vegur og metur, hvaða stefnu það telur æskilegt að Island taki í framtíðinni. Þessvegna er ffáleitt að halda því fram, að umræðan sé ekki á dagskrá, einsog flestir stjórnmálaflokkanna gera í dag — utan Alþýðuflokkurinn. Afstaðan til Evrópu mun einfaldlega ráða úrslitum um framtíð fjölmargra ungra Islendinga. Ottinn er ekki farsæll grundvöll- ur til mikilvægra ákvarðana. En óttinn hefur verið ráðandi um af- stöðu okkar til erlendra tengsla, og nægir að minna á umræður stjórn- arandstöðunnar um EES á sínum tíma. Það er hins vegar ekkert ótta- legt við það, að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Einungis þannig er hægt að fá fram, hvaða kjör eru í boði fýrir íslendinga. Þegar það liggur fyrir, er fýrst hægt að taka afstöðu. Það gerir enginn fyrir íslensku þjóðina. Það gerir hún einfaldlega sjálf, milliliðalaust, í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Við hvað eru menn þá hræddir? „Það er sérstaklega athyglisvert, að það eru erfingjar framtíð- arinnar, ungafólkið, sem snúast í auknum mœli á sveifmeð nánari tengslum við Evrópu. Fyrir því liggja marg- ar auðskildar ástceð- ur. Vœntingar ungs fólks eru um ham- ingjuríkt líf, þar sem efnahagslegar áhyggj- ur eru fjarri.“ Þungavigtarmenn eru meðal annars: Ámi Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Erlendsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, ögmundur Jónasson, össur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.