Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 18
18 MORGUNPÓSTURINN FÓLK MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 i -• # ■ * vf Á * Hvað er það við tíunda áratuginn sem gerir það að verkum að tískan skírskotar í ríkum mæli til þeirrar svörtu og útskúfuðu hvatar sem leggur að jöfnu ofbeldi og losta? Sýning á myndum „súpermasókistans" Bobs Flanagan og Ijósmyndarans Malika verður opnuð á Mokka innan skamms þar sem holdsins list verður í öndvegi Súpermasókisti ■ / i / symr a Mokka I byrjun apríl verður opnuð afar sérkennileg myndlistarsýning á kaffihúsinu Mokka en þar leiða saman hesta sína tveir gerólíkir listamenn, þau Bob Flanagan súp- ermasókisti og ljósmyndarinn Malika. Viðfangsefni þessara ljós- myndara eru sadó/masókismi en Bob hefur gert list úr þessu helsta áhugamáli sínu. Malika fór hins- vegar á stúfana og ljósmyndaði fyr- irbærið með augum þess sem í dag þykja einnig teprulegar nerna hand- og fótajárn komi við sögu og einhvers konar vafi leiki á hvort rekkjufélaginn sé blóðþyrstur morðingi eða bara góður elskhugi. Og iðulega er samasemmerki þar á milli. Tími hinnar innantómu ímyndar Hver sér kynlíf í raun og veru sínum augum en ein leiðin er að sjá urinn hefst. En velmetinn breskur borgari, sem dags daglega gengur í stífpressuðum jakkafötum með hert bindið um hálsinn þar sem hann gefur fyrirskipanir, getur fundist látinn í nælonsokkabuxum eftir furðulegan kynlífsleik við vél, eins og sannaðist með breska þing- manninn fyrir ári. Þá var ungfrú Svipuhögg, sú sem hafði flengt breskan þingheim fyrir stórar fjár- hæðir, komin í orlof á karabíska Bob Flanagan. „Eg og Súperman eigum ýmislegt sameig inlegt. Það er eitthvað speisað og ofurmannlegt við okkur, Líttu upp. Hangandi í leðuról með þrusandi standpínu — sko — það er ég. Já, það er ég, enda líður mér oftast eins og ég sé frá öðru sólkerfi. Og þrátt fyrir væskilslegan lík- ama og viðkvæma sál bý ég yfir mun meiri mætti og hæfileikum en flest svokallað venjulegt fólk. Ég fæddist með alvarlegan erfðakvilla, sem átti að draga mig til dauða þegar ég var tveggja ára, svo þegar ég var tíu og tuttugu og þar fram eftir götunum. En ég tóri enn. Þetta er þrotlaus barátta uppá líf og dauða. Og í þeirri bar- áttu hef ég lært að takast á við sjúkdóminn með sjúk- legri hegðun." ■ Malika. Þar sem Bob Flanagan leggur hvatir sínar á borðið í sinni svörtustu mynd og segir um leið sögu sína leitast Ijósmyndarinn Malika við að laga hugmynda- fræði sadismans að hefðbundari fagurfræði og eru Ijósmyndir hennar því erótískar uppstillingar með sadómasókískri skírskotun. stendur fyrir utan, en hún vann sýninguna sérstaklega fyrir Hannes Sigurðsson listfræðing og Mokka. Hlutskipti áhorfandans á sýning- unni verður einmitt hið sama og Maliku, yfir myndirnar verða breidd svört tjöld og vilji fólk skoða þar gengst það inn á eina perver- sjónina til að verða vitni að annarri. Með því að draga frá tjöldin gerir það sig sekt um gluggagægjur (voy- eurism). Bak við tjöldin er svo sa- dómasókismi, annars vegar Bobs Flanagan og hins vegar með augum Maliku í ljósmyndum hennar, þar sem erótískur leikur ræður ferð- inni. Svart leður og rauð sokkabond Svart leður, hringir í nefi, geir- vörtum og kynfærum, ólar um hálsinn, gaddaskór, eldrauðar blúndur og rauð sokkabönd, húð- flúr á viðkvæmum stöðum og sa- dó/masókíst klám fer víðar en um hendur þeirra, sem vilja kenna sig við sadisma eða masókisma. Popp- stjörnur og tískufólk tekur frjáls- lega úr þessári menningu og gerir að sínu. Nærtækt dæmi er söng- konan Madonna en pönkið með sinni dauðadýrkun var einnig ná- skylt þessu fyrirbæri á sínum tíma hvað varðaði klæðaburð og útlit. Skyldari þessu er þó tíska tíunda áratugarins sem sækir beinar tilvís- anir í sadó/masókisma. ísland hef- ur ekki farið varhluta af þessu og skammt er síðan grein um fólk, sem hefur látið gata kynfæri sín, olli miklu írafári. Erótískar kvikmyndir Bob með eiginkonu sinni. Hér eru þau klædd uppá á hrekkjavöku en þau kynntust einmitt við slíkt tækifæri. að fólk deilir með sér valdi því að sá sem tekur við er í raun undirgefmn og sá sem gefur hefur valdið. „Let me see your beauty broken down,“ söng Leonard Cohen á áttunda áratugnum þegar fólk vildi frjálst kynlíf. „Like you would do for one you love.“ Níundf áratugurinn var tíminn þar sem ráðlegast þótti að fá það ekki. Áratugur plágunnar geys- aði og boðað var afturhvarf til mey- dóms og sveindóms, sem skilaði sér ekki alltaf í breyttri kynhegðun, en ímyndin var komin með bindi eða öryggisnælu í nærfötin og á mark- aðinn komu nýir smokkar og latex. Klúbbum sadó/masókista var lokað á mörgum stöðum vegna gruns um að þar færi fram varasamt kynlíf með tilliti til smithættu. Tíundi áratugurinn er í raun tími hinnar innantómu ímyndar jafnt og að vera tími sem tekur allt og alla í sátt. Plágan er ekki farin en ímyndin um öruggt kynlíf hefur skilað sér inn í sadó/masókúltúrinn sem tekur latexið fegins hendi með í leikinn og bannar áfengis- og eit- urlyfjaneyslu í sínum húsum — setur öryggið á oddinn og líka ör- yggisnæluna ef því er að skipta. Fletur menninguna út Það sem gerir tískuna líka sér- staka er að hún sækir tilvísanir hingað og þangað og fólk kaupir hugmyndina án þess að nein mein- ing sé þar á bakyið. Hún tekur fyr- irbæri og gerir að sínum og fletur með öðrum orðum menningu út. Hugmyndafræðin verður jafn mik- ið tabú þó að ímyndin sé allstaðar á útopnu. Það er því engin trygging fyrir mann, sem er haldinn kvala- losta, að taka með sér dömu heim í rauðurn sokkaböndum, leðurpilsi og með hringi í geirvörtunum. Hún gæti hringt á lögregluna þegar leik- Húsmóðirin Bob Flanagan með tannburstann. Hann segist njóta þess að þvo með honum stofu- gólfið en oft vanrækja að bursta tennurnar. hafinu en áður hafði hún hótað að fletta ofan af næturleikjum þing- manna. Nýtur þess að írera húsþræll Kaffihúsið Mokka hefur undan- farið gert list holdsins mikil skil og mörgum er í fersku minni sýning á verkum Witkin en hann er bæði fýrirlitinn og dáður fyrir myndir sínar, sem hann vinnur utan um rómantíska umgjörð gömlu klass- ísku meistarann, og fer svo fram úr ímyndunarafli og „almennu vel- sæmi“ í útfærslu sinni. Fenn'nistinn Carolee Schneemaan sýndi einnig holdsins list á Mokka í boði Hannesar Sigurðssonar en femín- iskir myndlistarmenn hafa klofnað í tvo meginhópa — þann sem sýnir ekki neitt og hinn sem sýnir alit í von um að vekja þannig hina sönnu kynímynd konunnar upp af þeim þyrnirósarsvefni sem karlkynsórar hafa vaggað henni í frá upp- hafi vega. Líf og list Bobs Fla- nagan er í raun og veru aðeins það sem gæti kall- ast skrumskæling á valda- jafnvægi og ójafnvægi þorra almennings. Bob og kona hans, ljósmyndarinn Sheree Rose, lifa fjölskyldulífi í heimabæ sínum í Kaliforníu, þar sem þau búa ásamt tveimur börnum sínum. Bob keyrir börnin í skólann, þvær eldhúsgólfið, vaskar inn og kaupir matinn. Það eina sem gerir Bob frá- brugðinn öðrum feðrum að degi til er að hann bein- línis nýtur þess að vera húsþræll og gerir það af innlifun. Til langs tíma skúraði hann stofugólfið með tann- burstanum sínum. Þegar dimman er dottin á og börnin sofnuð upp- heíja þau hjónin ástaleiki, sem miða að kvöl og niðurlægingu Bobs súpermasókista, en leikir masókista af hans stærðargráðu geta leitt til ótrúlegustu hluta. Dæmin sýna að þeir jafnvel éta hver annan, eða sjálfa sig, skera stykki af og rífa í sig af innlifun. Hann lifir Þó að lungnasjúklingurinn Bob gangi lengra á myndunum í sjálfs- pyntingum og sársaukanautn en flesta órar fyrir að sé hægt án þess að láta lífið, dregur hann samt mörkin. Þau eru í stuttu máli þau að hann gerir ekkert, og konan hans ekki heldur, nema með sam- þykki þeirra sem taka þátt. Börn og varnarlaus dýr eru ekki á dagskrá. Leikurinn fer fram með fullu sam- þykki þess sem kvelur og hins sem lætur kveljast. Sjálfur segir Bob um líf sitt: „Líf mitt er sætbeisk saga um lítinn, veikan dreng sem fann frið- þægingu í tippinu sínu þegar allt lagðist á eitt við að koma honum fýrir kattarnef. Hann hefur í það minnsta fengið ríflegan skammt af sársauka, óþægindum og niðurlæg- ingu á sinni stuttu, ömurlegu ævi. Tippið virtist þrífast á öllum þeim óþverra sem afgangurinn af líkamanum mátti gefldist við hverja raun, drakk mótlætið í sig eins og svampur. Eða réttara sagt þá fýlltist minn asnalegi tilli af sjálfsöryggi og var einatt í essinu sínu þegar verst bjátaði á. Fyrsti rassskellur fæð- ingarlæknisins fékk ekki bara veikluð lungun til að taka við sér. Flengingin sendi höggbylgju gegnum lokuvöðvann, upp enda- þarminn og beint inn í stilkinn á skínandi litla till- anum mínum, sem æ síðan hefur gengið með þá snar- brjáluðu hugmynd í hausnum, að kvöl og kynlíf sé það sama.“ -ÞKÁ

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.