Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 29
MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 2a Skálað í kampavíni í leikslok. Dagur Sigurðsson sprautar yfir mannskapinn en auk hans eru á myndinni, frá vinstri, þeir Finnur Jóhannsson, Sigfús Sigurðsson, Davíð Ólafsson og Jón Kristjánsson. Valsmenn deildarmeistarar eftir magnaðan úrslitaleik við Stjörnuna Þorbjöm Jensson þjálfari Vals: i „Við spiluðum óhemjufasta vörn og markvarslan kom í framhaldi af því. Þegar við náum að spila svona fasta vörn erum við illviðráðanlegir. Við vissum vel að möguleiki Stjörnunnar lá í að byrja leikinn vel og ná einhverri forystu, þvi það hefur gjarnan verið þannig að yið höfum verið seigir á iokasprettinum og hafa liðin því orðið að ná einhverri forystu á okkur. Þetta var næstsíðasti bikarinn, sá síðasti kemur fljótlega." Geir Sveinsson, fyrírliði Vals: „Vilji, varnarleikur og markvarsla leggur grunninn að sigri okkar í þess- um leik. Viljinn var til staðar stans- laust og menn voru ákveðnir í að gefa ekkert eftir. Við eigum fínan heimavöll og hann skiptir miklu máli. Þeir komu okkur ekkert á óvart og ég held að við höfum ekki heldur komið þeim neitt á óvart. Þetta var bara spurning um hvort liðið ætti betri dag.“ Skúli Gunnsteinsson, fýririiði Stjömunnar: „Sóknarleikurinn var höfuðverkur okkar í dag, það sést best á tölunum. Viö sýndum ágætisbaráttu og í sjálfu sér var ekkert að vörninni sem slíkri en sóknin brást hjá okkur. Það eru mörg lið sem ætla sér alla leið. Við er- um eitt af þeim.“ Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari: „Þetta var kraftmikill handbolti sem við sáum hér í dag. Varnarlega var leikurinn mjög vel spilaður. Mér fannst báðir markverðirnir standa sig vel. Stjarnan var ekki nógu ákveðin I sóknaraðgerðum sínum í seinni hálf- leik, enda tókst þeim ekki að skora nema sjö mörk á meðan Valsmenn skoruðu ellefu. Þarna liggur megin- munurinn, það er að segja sóknarleik- urinn í seinni hálfleik. Ég hef trú á að Valur og Vfkingur leiki til úrslita um fs- landsmeistaratitilinn." Vktaleair j&fcarar á Hlíoarenda Það var alveg ólýsanleg stemmn- ing í íþróttahúsi Vals að Hlíðar- enda á laugardag er heimamenn og Stjarnan áttust við í hreinum úr- slitaleik um deildarmeistaratitil 1. deildar í handknattleik. Áhorfend- ur troðfylltu bekkina og létu heyra í sér svo um munaði, svo rosalega að á tíðum áttu menn í erfiðleikum með að heyra í sjálfum sér, hvað þá dómaraflautunum. Fyrir leikinn áttu þrjú lið möguleika á titlinum því auk Vals og Stjörnunnar áttu Víkingar einnig möguleika og hefðu orðið deildarmeistarar, ef jafntefli hefði orðið niðurstaðan á Hlíðarenda, þar sem þeir unnu leik sinn á móti Haukum. Leikurinn á Hlíðarenda olli ekki vonbrigðum og var hinn skemmtilegasti í alla staði. Alveg eins og úrslitaleikir eiga að vera. Það var ljóst strax í upphafi að hvorugt liðið ætlaði að gefa þuml- ung eftir. Gífurleg barátta ein- kenndi leikinn allan tímann og spiluðu bæði liðin sterka vörn. Stjörnumenn byrjuðu betur í leikn- um. Reyndar skoruðu Valsmenn fyrsta mark leiksins og komust síð- an í 2:1 en Konráð Olavsson jafn- aði metin með eftirminnilegu sirk- usmarki. Eftir það hafði Stjarnan undirtökin í fyrri hálfleik, komst í 6:9, og virtist ætla að hafa örugga forystu í leikhléi. Valsmenn skor- uðu þó tvö síðustu mörk hálfleiks- ins og var munurinn í hálfleik því aðeins eitt mark. Undir lok hálf- leiksins gerðist umdeilt atvik er Sigurður Bjarnason og Geir Sveinsson lentu í samstuði með þeim afleiðingum að Geir lá eftir á vellinum. Virtist á tímabili sem allt ætlaði um koll að keyra meðal leik- manna og aðstandenda liðanna, en mönnum tókst að afstýra því án frekari eftirmála. Stjarnan skoraði fyrsta mark síð- ari hálfleiks og komst síðan í 9:11 en lélegur leikkafli liðsins í kjölfarið varð til þess að Valsmenn skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöð- unni í 13:11. Eftir það héldu þeir for- ystu út leikinn og sigruðu örugg- lega, 19:16. Vörn Valsmanna var illviðráðan- leg og áttu Stjörnumenn í mestu vandræðum með að koma skotum á markið. Varnarveggurinn var óá- rennilegur og þau voru ófá skotin sem enduðu á honum. Það segir líka sína sögu að Stjarnan skoraði aðeins sjö mörk í seinni hálfleik. Guðmundur Hrafnkelsson fór á kostum í leiknum, sérstaklega í síð- ari hálfleik, og varði alls sextán skot, þar af tvö vítaköst. Hinum megin á vellinum var Ingvar Ragnarsson í marki Stjörnunnar og átti hann góðan leik í fýrri hálf- leik og varði tíu skot, en náði sér Ólafur Stefánsson er farinn að leika á fullu með Val eftir erfið meiðsl á hné. Hann lék nánast all- an leikinn, lék mjög vel og skoraði fjögur mörk. Á myndinni reynir hann skot að marki Stjörnunnar í seinni hálfleik. Konráð Olavsson gerir tilraun til að stöðva hann, Einar Einarsson, til hægri, getur lítið aðhafst, en Dimitri Filipov hef- ur fengið sér sæti í vítateignum. ekki á strik í þeim síðari. Mörk Vals dreifðust nolckuð jafnt á leikmenn. Fyrirliðinn, Geir Sveinsson, og Ól- Sannfærandi sigur Víkinga á Haukum á Strandgötunni Valur-Stjaman 19:16 Mörk Vals: Geir 4, Ólafur 4/2, Dagur 3, Jón 3, Sveinn 3, Frosti 2. Varin skot: Guömundur Hrafnkelsson 16/2. Mörk Stjömunnan Filipov 6/2, Konráð 3/1, Sigurður 3, Magnús 2, Einar 2. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 10, Gunnar Erlingsson 3. Brottvísanir: Valur í 10 mínútur og Stjarnan 18 mfnútur. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigur- geir Sveinsson dæmdu erfiðan leik vel. Maður leiksins: Guðmundur Hrafn- kelsson, Val. afur Stefánsson voru markahæst- ir með fjögur mörk. Sérstaklega var gaman að fylgjast með Ólafi, sem er nú byrjaður að leika af krafti með liði sínu eftir erfið meiðsl. Hjá Stjörnunni var Dimitri Filipov markahæstur að vanda með sex mörk en aðrir náðu sér ekki á strik. Valsmenn eru vel að titlinum komnir. Þeir hafa sýnt einna jafn- asta leiki í vetur og almennt verið taldir með besta lið deildarinnar. Líklega hefur ekkert annað lið á viðlíka breidd að skipa og Valur og það verður mikilvægt vopn í bar- áttunni um stóru dolluna, sjálfan fslandsmeistarabikarinn. -RM Leikgleðin í fýrirrúmi hjá Víkingum Víkingssigur var aldrei í hættu er þeir heimsóttu Hauka á Strandgöt- una í síðustu umferð fslandsmóts- ins í handbolta á laugardaginn. Víkingar voru alltaf einu til tveim- ur skrefum á undan Hafnfirðing- unum, sem höfðu ekki eins gaman af leik sínum og mótherjarnir og því fór sem fór. Leikurinn endaði með sjö marka sigri gestanna, 22- 29. Leikurinn fór hratt af stað og var dálítið um sóknarmistök á báða bóga. Víkingar voru þó mun sam- heldnari og ákveðnari, enda skipti leikurinn þá mun meira máli en Haukana. Allan fýrri hálfleikinn héldu Víkingar Haukunum niðri með mikilli leikgleði og góðum sóknarleik. Haukarnir voru að berjast við að jafna en ekkert gekk, til dæmis um það er þegar Víkingar voru einum færri þegar flest lið eiga að geta skorað og varist, en ekki var það þannig hjá Haukunum í gær því þeir fengu á sig tvö mörk og skoruðu ekkert á þessum tveimur mínútum. Staðan í hálfleik var 11-15 og munurinn síst of mikill. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fýrri end- aði; með brosandi Víkingspiltum sem héldu áfram að auka forskot sitt með góðum leik og mikilli bar- áttu. Haukar hafa oft leikið betur, enda vantaði einn þeirra besta mann, Gústaf Bjarnason, en hann var í leikbanni. Petr Baumr- uk þjálfari fór fremstur í flokki sinna manna og skoraði sex mörk með þrumuskotum. Annars voru Haukarnir flestir í meðalmennsk- unni og enginn þeirra stóð verulega upp úr. Liðsheildin var ráðandi hjá Víkingspiltum, sem spiluðu mjög skemmtilegan handbolta og höfðu greinilega gaman af því sem þeir voru að gera. Bestur í annars mjög jöfnu liði þeirra var Bjarki Sig- urðsson, sem skoraði níu glæsileg mörk og greinilegt er að Bjarki ætl- ar sér að vera með í baráttunni á HM í vor. Gunnar Gunnarsson var ánægður í leikslok: „ Við byrjuðum leikinn vel með góðri vörn og markvörslu og héldum því út leik- inn. Þetta var skemmtilega spilaður leikur af okkar hálfú og við erum ánægðir með útkomuna.“ Aðspurður um úrslitakeppnina sagði Gunnar ennfremur: „Við ætl- um okkur náttúrulega að fara í úr- slitaleikinn, en eins og allir vita eru margar hindranir í veginum. Við tökum einn leik fyrir í einu og ger- um okkar besta. Það skiptir líka mjög miklu máli að mannskapur- inn sé heill, því þegar keyrslan er svona mikil er oft mikið um meiðsl.“ -ÞSG Nánari umfjöllun um úrslitakeppni 1. deildar í handknattleik er að finna á bls. 31. Haukar - Víkingur 22-29 Mörk Hauka: Baumruk 6, Aron 4, Slg- urjón 3, Sveinberg 2, Þorkell 2, Pétur2, Páll 2, Jón 1. Varin skot: Bjarni Frostason 12 Utan vallar: 8 mín. Mörk Vlkings: Bjarki 9, Rúnar 6. Birgir 4, Ámi 3, Gunnar 3, Kristján 3, Hinrik 1. Varin skofc Reynir Reynisson 14. Utan vallar: 8 mln. Dómarar: Egill Már og Öm Markússyn- ir, Ágætir. Maður leiksins: Bjarki Slgurðsson, Víkingl.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.