Helgarpósturinn - 05.10.1995, Side 2
2
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995
HP spyr
Er O J Simpson
sekur eða sak-
laus?
Fjóla Steingrímsdótt-
ir nemi:
„Ég held að hann sé
sekur.“
Þórður Vagnsson
dagskrárgerðarmaður:
„Ég mundi dæma um
það ef ég væri í kvið-
dómi. Ég er ekki í að-
stöðu til að taka af-
stöðu."
Kim Larsen, vísinda-
maður frá Danmörku:
„Ég hef ekki fylgst
með þessu frá upphafi
og þekki ekki þau sönn-
unargögn sem lögð hafa
verið fram. En ég hef
það á tilfinningunni að
hann sé I aðstöðu til að
fá bestu lögfræðingana
og þannig sýknudóm."
Nína Björk Þórsdóttir
nemi:
„Ég held að hann sé
sekur. Allt sem fram hef-
ur komið bendir til þess
en þeir gátu ekki sannað
það. Hann hefur nátt-
úrulega efni á að borga
bestu lögfræðingum
Bandaríkjanna, sem
tapa aldrei. Það er því
ekkert skrítið þótt hann
hafi verið sýknaður."
Callie McDonald,
eróbikkþjálfari frá
Bandaríkjunum:
„Þetta er fáránleg spurn-
ing. Tólf manna kviðdóm-
ur af mismunandi stétt-
um, kyni og kynþáttum
— ólíkar manneskjur —
kemst að því eftir fjög-
urra tíma fund að hann
sé saklaus. Maður er ekki
sekur fyrr en sekt hans er
sönnuð. Hann er saklaus.
Helsta sönnunargagnið
var blóðugur hanski sem
var svo lítill að hann,
handstór sem hann er,
átti ekki möguleika á að
komast í hann. Sökinni
var komið á hann.“
Egill Ólafsson stórleikari er á leið utan til að taka þátt í sérstakri afmælisuppfærslu á
Vesalingunum í Royal Albert Hall í London á sunnudag. Guðrún Kristjánsdóttir ræddi
við goðið um heimsfrægðina sem hann ef til vill hafnaði
Vesalings Egill
Af því tilefni að tíu ár eru lið-
in frá því söngleikurinn Vesal-
ingarnir var fyrst settur upp í
London hefur Agli Ólafssyni,
stórleikara og tónlistarmanni
með meiru, verið boðið að
taka þátt í sérstakri konsert-
uppfærslu á söngleiknum sem
fram fer í Royal Albert Hall á
sunnudag. Að Agli meðtöldum
er tíu leikurum, sem brugðið
hafa sér í hlutverk Jean Valje-
an, boðið til London. „Camer-
on Makintosh Ltd.; fyrirtækið
sem setur upp Vesalingana,
Cats og fleiri söngleiki, hefur af
rausnarskap boðið nokkrum
vesalingum víðs vegar að úr
heiminum til London af þessu
tilefni. Það verður örugg-
lega afar gaman að hitta
japanskan kollega sinn,“
segir Egill Ólafsson, ein
af okkar fyrstu söng-
leikjastjörnum, sem fyr-
ir sjö árum brá sér í
þetta hlutverk í til-
komumikilli uppfærslu
Þjóðleikhússins, og
var þá þegar
orðinn
nokkur sjóaður í söngleikjum.
Egill segir að ekki muni
mæða mikið á honum í Lond-
on. „Við, þessir tíu, verðum að-
eins með í nokkrum línum í
upphafi og enda verksins. Svo
verður partí á eftir þar sem
maður sýnir sig og sér aðra og
svo framvegis: Að öðru leyti er
konsertinn sunginn af þeim
einsöngvurum sem upphaflega
tóku þátt í sýningunni í Lond-
on. Mér skilst að Colm Wilkin-
son, sem lék upprunalega Jean
Valjean í London en er nú Jean
Valjean í New York, verði í að-
alhlutverkinu á sunnudag."
Augljóst má vera að hróður
Egils hefur borist víða, því
þetta er ekki í fyrsta sinn sem
hann er beðinn að rifja upp Je:
an Valjean í Vesalingunum. í
vor var leitað til hans frá Mak-
intosh og hann beðinn að taka
að sér aðalhlutverkið í Hels-
inki, í uppfærslu sem frum-
sýnd verður eftir áramót. „Ég
var þá búinn að ráða mig í
Þrek og tár. Maður er alltaf
fastur í einhverjum samning-
um. Svo er ég svo óttalega
heimóttarlegur og trúr upp-
runa mínum að ég vil hvergi
annars staðar vera en á Is-
Egill Olafsson rifjar upp sjö ára
gamlar minningar í Royal Albert
Hall í London á sunnudag. Honum
var einnig boðið aðalhlutverkið í
Vesalingunum í Helsinki en þáði
ekki.
landi. Hitt er svo annað mál að
það er allt.af gaman að kynnast
einhverju öðru.“
Erum uið hér á íslandi að
koma í veg fyrir heimsfrœgð
þína?
„Ég veit það ekki,“ segir
hann og dregur seiminn, „...
ætli það sé ekki eitthvað annað
sem kemur í veg fyrir það? Af
einhverjum völdum — eins og
segir í kvæðinu — hefur það
reynst mér um megn.“
Þess má geta að konsertupp-
færslan í London verður tekin
upp fyrir þarlent sjónvarp.
Vonandi fáum við íslendingar
að sjá eitthvað af því í framtíð-
Hljómsveitin sem mest kraumar undir í dag er sýru-djasssveitin Sælgætisgerðin.
— Nýtt og ferskt í íslensku tónlistarlífi, segja þeir sem til þekkja.
Djass fyrir þá sem hlusta ekki á djass
Þeir líkjast ekki Júpíters,
ekki Milljónamæringun-
um og ekki Mezzoforte;
þeir hafa eitthvað algjörlega
nýtt fram að færa í íslensku
tónlistarlífi. Þetta er mat
manna sem hlýtt hafa á „sýru-
djass“-sveitina Sælgætisgerð-
ina, sem í gær og á sunnudag
tekur upp læf á Glaumbar.
Sögur herma að seint á
sunnudagskvöld hafi Bubbi
Morthens — eftir að hafa sjálf-
ur átt annríkt kvöld — verið
svo áfjáður í að heyra í sveit-
inni að hann hafi hringt niður á
Glaumbar rétt í þá mund sem
átti að loka staðnum og farið
fram á það við þjón nokkurn,
sem þar starfar, að Sælgætis-
gerðin fengi að spila tvö eða
þrjú lög til viðbótar, bara fyrir
hann. Þjónninn varð ekki við
þessari bón Bubba. Það breytir
því ekki að þetta kvöld voru
helstu sprautur íslensks tón-
listarlífs með eyrun opin á
Glaumbar.
En hver er þessi sveit sem
Bubba fýsirsvo mjög að hlýða á
og hvað er sýrudjass?
„Sælgætisgerðin varð til á
Glaumbar fyrir ári, en auk mín
skipa hana Ásgeir Jón Ásgeirs-
son, Jón Ómar Erlingsson,
Samúel Jón Samúelsson, Birg-
ir Nielsen og Snorri Sigurðs-
son; allt strákar úr FÍH,“ segir
Steinar Sigurðsson saxófón-
leikari hljómsveitarinnar.
„Djassinn sem við spilum er
mjög blandaður. Eins og við
tölum gjarnan um er þetta
djass fyrir þá sem hlusta ekki á
djass. Þetta er enda mun þægi-
legri og skemmtilegri tónlist en
hefðbundinn djass. Við erum
bara nýtt band sem komið er til
þess að hleypa nýju blóði í ís-
lenskt tónlistarlíf.“
Steinar segir töluverðan
lúðrablástur í Sælgætisgerð-
inni, en auk saxófóns er einn á
básúnu og annar á trompet.
„Munurinn á okkur og Júpíters
er til dæmis sá að í þeirri
hljómsveit voru sjö á blásturs-
hljóðfærum og því var þar sá
bigbandfílingur sem ekki er að
finna í okkar hljómsveit. Svo
gaulum við stundum sjálfir eða
fáum til liðs við okkur gesta-
söngvara."
Góður rómur er semsé gerð-
ur að þessari nýju hljómsveit,
sem í heilt ár hefur slípað sig
saman á sunnudagskvöldum á
Glaumbar og er um þessar
mundir að taka þar upp geisla-
disk. Þeir sem vilja vera með í
óhljóðunum og klappinu geta
því brugðið sér á Glaumbar á
sunnudagskvöld og hlýtt á það
sem verður á væntanlegri
geislaplötu þessarar forvitni-
legu hljómsveitar.
Strákunum í Sælgætisgerð-
inni hefur tekist að skapa sér-
stakt andrúmsloft á Glaumbar
á sunnudagskvöldum. Helstu
sprautur íslensks tónlistarlífs
eru farnar að leggja við hlustir.
Garðar Vilhjálmsson, bróðir Einars spjótkastara, heldur eftirminnilegt afmælisboð
Þrítugsafmæli um borð í Fokker og snekkju
Garðar Vilhjálmsson framkvæmda-
stjóri varð þrítugur nú seint í sept-
ember. í sjálfu sér er ekki í frásögur
færandi þegar menn ná þeim áfanga nema
hvað sumum er lagnara en öðrum að láta
á sér bera.
Afmælisdagur Garðars rann upp 21.
september og var efnt til veislu tveimur
dögum síðar, þann 23., sem bar upp á
laugardag. Alls var hátt í eitt hundrað
mönnum og konum boðið í fagnaðinn,
sem hófst með því að gestir voru boðaðir
á Reykjavíkurflugvöll. Þegar þangað kom
var hersingin kölluð út í tvær af fokkervél-
um Flugleiða sem voru að búa sig undir
flugtak á leiðinni til Nuuk á Grænlandi.
Fólkið þusti út í vél og var þar lesin hin
hefðbundna rulla „... hæð yfir Grænlandi,
skyggni ágætt...“ o.s.frv. Flugferðin náði
þó ekki öllu lengra því þar við sat og var
nú gestunum, eftir þetta litla glens, vísað
út í rútu pg haldið á vit skemmtisiglinga-
skipsins Árness. Endanlegur áfangastað-
ur afmælisveislunnar var semsé um borð
í Árnesi. Siglt var um sundin blá fram und-
ir morgun í dýrlegum fögnuði.
Þótt afmælisveisla þessi teljist með
frumlegra móti kom það vinum og kunn-
ingjum Garðars — sem er einn aðstand-
enda Sumarhúsaiðjunnar, fyrrverandi
bílasali og einnig fyrrverandi sólbaðs-
stofueigandi — ekki svo mjög á óvart, því
Garðar er þekktur fyrir að berast mikið á,
eða eins og einn vina hans orðaði það: „Ef
Garðar væri kvenmaður myndi hann ör-
ugglega nota lykkju frá Cartier.“
, Hvar vprður
Amundl Amunda-
son á næstunni?
Ámi dansar
kalypsó á Ba-
hamaeyjum!
Það er ljóst að það gustar
um Alþýðuflokkinn um þessar
mundir eins og sjá má á bréfi
Sigurðar Tómasar Björgvins-
sonar hér á öðrum stað í
blaðinu. En það vegur ekki
síður þungt að lífið og sálin í
flokksstarfinu, Amundi
Ámundason, lét nýlega af
störfum sem auglýsingastjóri
Alþýðublaðsins. Menn spyrja
sig: Hvað verður um Áma? —
en margir telja hann töfra-
mann á sínu
sviði. „Það er
búið að bjóða
mér vinnu á
öllum fjöl-
m i ð 1 u m
1 a n d s i n s
nema Tíman-
umý sagði
Ámundi þeg-
ar blaðamað-
ur HP hitti hann á förnum vegi
í gær. En Ámundi er ekkert að
stressa sig. „Nú er stefnan
tekin á Bahamaeyjar,“ sagði
hann hinn brattasti. „Þar vérð
ég frá 12. þessa mánaðar til
þess 18. og fer með breiðþotu
Atlanta. Þar ætla ég að dansa
kalypsó og er einmitt núna í
Kramhúsinu að læra samba
og tjatjatja til að vera við öllu
búinn. Nú, ég geri ekki langan
stans á íslandi þegar ég kem
frá Bahamas því þann 19. fer
ég í helgarferð til Amsterdam.
Þegar ég kem aftur skulum
við sjá hverjir verða í starfi
hjá Alþýðublaðinu og flokkn-
um.“
Ámi segist núna vera að
beita sér fyrir því að fá at-
vinnuleysisbæturnar hækkað-
ar og segist ekki muni slá
hendinni á móti forstjóra-
stöðu hjá Atvinnuleysistrygg-
ingasjóði ef til hans verði leit-
að. En að endingu, Ámundi: Er
OJ Simpson sekur eða sak-
laus?
„Ég mundi segja að hann
væri sekur. Mér finnst réttar-
kerfi Bandaríkjanna gersam-
lega hafa brugðist. Það er út
úr korti að halda níu mánaða
réttarhöld og svo eru ein-
hverjir menn í kviðdómi, sem
ekkert hafa til brunns að
bera, og segja að hann sé sak-
laus eftir stutta fundarsetu.
Því miður er ég ekki eins
myndarlegur og Simpson og
yrði örugglega dæmdur sekur
ef ég færi til Bandaríkjanna.“
Hrósið fœr
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri fyrir
að vera eina hugsanlega
forsetaefnið sem hafði vit
á að aftaka framboð með
öllu. Nú situr hún
landsmóðurleg í
ráðhúsinu á meðan hinir
rífa í hár sér af angist...