Helgarpósturinn - 05.10.1995, Side 14

Helgarpósturinn - 05.10.1995, Side 14
FIMMTUDAGUR 5. OKTOBER1995 IDDl Hveradölum 60 ára í tilefni af 60 ára afmœli Skíðaskálans bjóðum við gestum okkar sérstakt afmælistilboð nœstu sunnudaga: á sunnudögum kl. 14-17. í kaffihlaðborðinu er mikið úrval af gómsætum kökum og brauði. Verð kr. Matarhlaðborð á sunnudögum frá kl. 19-22. í matarhlaðborðinu er yfir 20 heitir og kaldir réttir sem njótavinsælda sælkerans. Lifandi tdnlist Píanó- og harmónikuleikur: Ólafur Beinteinn Ólafsson Verð kr. 1.935 í Skíðaskálanum er opið allar helgar Aðra vikudaga fyrir hópa Skíðaskálinn er í 20 mínútna fjarlægð frá borginni, staður, sem býður upp á stórkost- legt umhverfi, góða þjónustu og góðan mat. í Skíðaskálanum tökum við vel á móti gestum okkar; Þú velur matseðilinn meö okkur. Pantanasími 567 2020 Skíðaskálinn í Hveradölum Ykkar fólk í jjöllunum! Nýr framkvæmdastjóri HP Þorbjöm Tjörvi Stefánsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Helgarpðstsins frá og með síðustu mánaða- mótum, í stað Kristins Ai- bertssonar, sem gegnt hefur starfinu síðastliðið ár. „Þetta er spennandi starf og ögrandi umhverfi," segir Þorbjörn Tjörvi. Hann segist munu einbeita sér að því á næstu mánuðum að treysta rekstur blaðsins í sessi og tengja þær aðgerðir möguleg- um breytingum á eignarhaldi þess. Hann segist fagna því að fá tækifæri til að vinna að uppbyggingu fjölmiðils sem sé ómissandi á íslenskum blaðamarkaði. Að undanförnu hefur Þor- björn Tjörvi starfað við rekstrarráðgjöf, en hann er menntaður rekstrarhagfræð- ingur í Bandaríkjunum. HP þakkar Kristni Alberts- syni vel unnin störf í þágu blaðsins og óskar honum vel- farnaðar á nýjum starfsvett- vangi. Þorbjörn Tjörvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Helgarpóstsins Barnafjölskyldur iðnnema í Bjarnaborg leggjast gegn rekstri skemmtistaðar á Skúlagötu 30 (áður Casablanca) þar sem verulegt ónæði hljótist af gestum hans Klifra upp a svalir og ganga örna sinna í garöinum Félagsíbúðir iðnnema, Bjarnaborg, þar sem gestir veitingastaða í nágrenninu hafa vald- ið usla með ósæmilegu athæfi. Félagsíbúðir iðnnema (FIN) telja að ekki séu forsendur fyrir rekstri vínveitingastaðar á Skúlagötu 30 sem hafi af- greiðsluleyfi framyfir mið- nætti. Iðnnemar lýsa þessari skoðun sinni og rökstyðja í bréfi sem þeir hafa sent borg- arráði. Þeir beina jafnframt þeirri ósk til ráðsins að það leggist gegn endurnýjun vín- veitinga- og veitingaleyfis fyr- ir stað^ með slíkan afgreiðslu- tíma. Ástæðan er sú að veru- legt ónæði hefur hlotist af gestum staðarins fyrir barna- fjölskyldur sem búa í leigu- húsnæði FIN í Bjarnaborg á Hverfisgötu 83. í bréfi FIN segir að þann tíma sem rekstur vínveitinga- húss hefur farið fram á þess- um stað, frá því Bjarnaborg var tekin í notkun, hafi íbúar Bjarnaborgar orðið fyrir veru- legu ónæði af gestum staðar- ins: „Á því hefur borið að ölv- að fólk hafi klifrað upp á sval- ir Bjarnaborgar, farið inn í garðinn til að ganga örna sinna og safnast saman á Vita- torgi með tilheyrandi há- reysti." Iðnnemar benda á að um- rætt ónæði helgist fyrst og fremst af því að aðalgöngu- leiðin frá veitingastaðnum sé upp Vitastíg og framhjá Bjarnaborg þeim megin sem svefnherbergi íbúðanna eru. í stuttu spjalli sem Helgar- pósturinn átti við Kristin Ein- arsson, fram- kvæmdastjóra FIN, kom fram að hverfið hefði á undanförnum árum verið að breytast úr at- vinnu- og iðnað- arhverfi í íbúð- arhverfi. „Vegna þessa höfum við lagst gegn því að þarna, inni í miðju íbúðar- hverfi, séu veit- ingastaðir með tilheyrandi ónæði sem eru opnir lengur en til miðnættis. Við gerðum sömu athuga- semdir við r e k s t u r skemmtistaðar- ins Bóhem núna í sumar og það varð til þess að veitinga- leyfi þess staðar var ekki end- urnýjað. Það eru ekki bara við sem erum á móti rekstri af þessu tagi heldur einnig aðrir íbúar, eldri borgarar og sömuleiðis aðilar sem eru nú að reisa hótel við Skúlagöt- una.“ í bréfinu sem FIN sendi borgarráði kemur fram að samkvæmt upplýsingum iðn- nema eigi nú að fara fram grenndarkynning vegna um- sóknar um vínveitingaleyfi fyrir skemmtistað á Skúlagötu 30 þar sem skemmtistaðurinn Casablanca var rekinn áður. Af því tilefni biðja iðnnemar borgarráð að leggjast „gegn endurnýjun á vínveitinga- og veitingaleyfi, sem hafi það í för með sér að á Skúlagötu 30 verði heimilt að reka veitinga- stað, sem getur haft opið fram yfir miðnætti, verði um það sótt til lögreglustjóra- embættisins". Afrit af bréfinu, sem Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður FIN, skrifar undir, var sent matsnefnd vínveitingahúsa, lögreglu- stjóranum í Reykjavík, heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur, eldvarnareftirliti Reykjavíkur og félagsmálaráði borgarinn- ar til að vekja athygli á þess- um umkvörtunum. En iðnnemarnir eru ekki einir um að hafa lýst megnri óánægju með afgreiðslutíma vínveitingahúss á Skúlagötu 30. Eldri borgarar sem búa þarna í nágrenninu hafa nokkrum sinnum komið að máli við forsvarsmenn Félags- íbúða iðnnema og sagt frá því ónæði sem skapast af nálægð- inni við skemmtistaðinn. BSiSHÍÍt!! © tmw m * á lága veröinu Frábær dekk á frábæru SENDUHI P0STKR0FU Hraðar hjólbarðaskipingar Folksbiladekk Jeppadekk Vörubtladekk SKUTUVOGI 2 - SIMI 568 3080 I < i i i (

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.