Helgarpósturinn - 02.11.1995, Side 4
4
FIMIVmJDAGUR 2. NÓVEMBER1995
jm
Yfirheyrsla
• HvaÖ hefur Ámi Sigfússon,
oddviti minnihluta Sjálfstæöis-
flokksins, aö athuga viö þaö
að borgarstjóri leyfi „borgara-''
legar fermingar" í Ráöhúsinu
og mæti þar jafnframt og leggi
bömunum lífsreglumar?
Ekki í verkahring
borgarstjórans að
draga úr kristileg-
um gildum
„A síðasta árl var efnt til svo-
kallaðrar borgaralegrar ferm-
ingar í Ráðhúsi Reykjavíkur og
okkur í Sjálfstæðisflokknum
fannst ástæða til að minna á að
ferming er kristilegt hugtak:
staðfestíng á skírninni ög stað-
festing á trú okkar. Borgaraleg
ferming hafnar þessari stað-
festingu, en líkir eftír henni ein-
sog orðið ber með sér. Við
borgaralega fermingu á síðasta
ári lagði borgarstjórinn börn-
unum lífsreglurnar. Eða þannig
iýsti formaður þess hóps, sem
gekkst fyrir athöfninni, hlut
hennar í blaðagrein og kvaðst
hæstánægður með þetta nýja
hlutverk borgarstjórans. Sjálf-
stæðisinenn í borgarstjórn
vildu sjá til þess með tillögu-
flutningi sínum að Ráðhús
Reykjavíkur yrði ekki notað
undir slíka athöfn aftur.“
í málflutningi ykkar felst um-
talsverð andúð á borgaralegri
fermingu. Finnst ykkur hún
bijóta í bága við þau gildi sem
höfð eru í hávegum hér á
landi?
„Ég tel að samfélag okkar hafi
þörf fyrir að efla kristna trú og
kristin giidi. Ég tel það ekki
vera hlutverk Ráðhússins eða
borgarstjórans að draga úr
þessum mikilvægu gildum.
Þessar skoðanir feiast í tillögu-
flutningi okkar í málinu. Menn
eiga auðvitað að geta ráðið sín-
um málum og trúað eða trúað
ekki, en staðsetningin er nokk-
uð sem við eigum að geta tekið
afstöðu til.“
En getur ekki verið að sá hóp-
ur sem í þessu tilviki nýtti scr
hið opna Ráðhús hafi spilað
hlutverk þess og borgarstjór-
ans meira upp en efni gáfu
til?
„Því hefur ekkert verið mót-
mælt af borgarstjóra, að hún
hafi flutt þetta erindi og lagt
börnunum lífsreglurnar. Og af
hennar svörum má ráða að hún
var þarna annaðhvort í hlut-
verki borgarstjóra eða sem ein-
staklingur — að styðja þessa
athöfn.“
Var Ingibjörg Sólrún ekki
bara að leggja börnunum lífs-
reglurnar einsog hvert annað
foreldri; á svipaðan hátt og þú
leggur börnum þfnum lífsregl-
urnar?
„f fermingu er það presturinn
sem leggur lífsreglurnar og
þarna var borgarstjóri frekar í
hlutverki prestsins en foreldris."
-ssh
Minnihluti Sjálfstæðisflokksins lagði
fram tillögu i borgarstjóm þess efnis að
Ráðhúsið verði ekki oftar vettvangur fyr-
ir svokallaðar „borgaralegar fermingar“,
sem samtökin Siðmennt hafa gengist
fyrir á undanfömum ánim. Borgarstjór-
inn Ingihjörg Sólrún Gísladóttir vísaði til-
lögunni frá i krafti meirihlutavalds
Reykjavikurlistans og sagði
Ráðhúsið öllum opið.
Stefán Hrafn Hagalín sló á
þráðinn til Boga Ágústssonar í
gær og spurði sakleysislega hvernig
fréttastjóra sjónvarps litist á þær tillögur
Ríkisendurskoðunar að fréttastofur
hljóðvarps og sjónvarps verði sameinaðar
- og hvort hann væri ekkert smeykur um
að missa starfið...
aðalfréttatímum útvarps klukkan sjö og
sjónvarps klukkan átta. Það er borin
von í flestum tilvikum. Miðlarnir eru
hreinlega svo ólíkir."
Varst þú sem fréttastjóri sjónvarps
spurður álits vegna úttektar Ríkisendur-
skoðunar?
„Já. Þeir sátu lengi með mér, ræddu
málin og veltu upp spurningum. Ríkis-
endurskoðun vann þessa úttekt af mik-
illi kostgæfni. Það er ekkert grín að
koma inní þessa flóknu stofnun ánþess
að hafa nokkra sérþekkingu á rekstri út-
varps og sjónvarps — og setja sig eins
vel inní málin og raun ber vitni. Ég er
ánægður með skýrsluna í öllum megin-
atriðum.“
Verður ekki annaðhvort þú eða Kári
Jónasson að víkja úr fréttastjórastarfi
ef af sameiningu verður?
„Ef af sameiningu verður er augljóst
að annar okkar víkur. Það gengur ekki
upp að hafa tvö höfuð á sömu stofnun."
Þú ert ekkert smeykur um að missa
vinnuna?
„Ég held að menn eigi ekki að taka af-
stöðu til svona grundvallaratriða á slík-
um forsendum. En ef þannig færi myndi
ég auðvitað að sumu leyti fagna því að
hætta að vera bjúrókrati og geta orðið
fréttamaður á nýjan leik. — Eg á varla
von á því að mér verði kastað út.“
Vil
frekar vera
fréttamaður
en bjúrókrati
Þessum tillögum Ríkisendurskoð-
unar fylgja bæði kostir og gallar.
Kostirnir eru þeir, að fréttastof-
urnar gætu orðið öflugri miðill samein-
aðar en sem samkeppnisaðilar að hluta
til — og einnig myndi nást fram einhver
sparnaður. En sparnaður er sýnd veiði
en ekki gefin því forsendur hans eru
þær að sjónvarpið flytji í Efstaleiti. Og
það er ekki ljóst hvort það sé hagkvæm
aðferð. Gallarnir eru þeir, að sjálfstæð-
um ljósvakafréttastofum myndi fækka
úr þremur í tvær. Það tel ég að yrði til
skaða fyrir almenna umræðu og upp-
lýsingamiðlun og jafnvel lýðræðislega
umræðu í landinu. Slíkur fjölmiðill yrði
risi í þessu litla samfélagi og umtalsvert
stærri en nokkur annar. Og myndu ekki
vakna spurningar um hvort rétt væri að
veita á þennan hátt einum aðila stjórn-
valda of mikið vald í hendur?" sagði
Bogi Ágústsson, fréttastjóri sjónvarps,
í samtali við Helgarpóstinn um þá til-
lögu Ríkisendurskoðunar að fréttastof-
ur útvarps og sjónvarps verði samein-
aðar til að ná fram tugmilljóna sparnaði
og skapa öflugri miðil.
Bogi vill nefna að í tillögum Ríkisend-
urskoðunar sé hvergi að finna athuga-
semdir við núverandi rekstur frétta-
stofu sjónvarps. „Þvert á móti er bent á
að útsendingarmínútum hafi fjölgað um
66 prósent frá árinu 1988, þó svo að
hlutur fréttastofu sjónvarps af heildar-
útgjöldum Ríkisútvarpsins hafi lækkað
á sama tíma. Hver mínúta sem við send-
Bogi Agústsson, frétta-
stjóri sjónvarps: „Ég
kem einfaldlega ekki
auga á þær leiðir að
sameiningu sem virðast
liggja að baki þessari
hugmyndaauðgi Ríkis-
endurskoðunar. Tug-
milljóna sparnaði er
bókstaflega ekki hægt
að ná ánþess að skerða
þjónustuna." Mynd: Jim
Smart
um út í dag er þannig 37 prósentum
ódýrari en árið 1988.“
En afhverju er fréttastjóri sjónvarps að
benda sérstaklega á ágalla þess að mið-
ill hans verði efldur?
„Ég kem einfaldlega ekki auga á þær
leiðir að sameiningu sem virðast liggja
að baki þessari hugmyndaauðgi Ríkis-
endurskoðunar. Að mínu mati er ekki
hægt að draga mikið úr starfsmanna-
fjölda ánþess að skaða þjónustuna.
Tugmilljóna sparnaði er bókstaflega
ekki hægt að ná ánþess að skerða þjón-
ustuna. Mér finnst í þessu samhengi útí
hött, að ætlast til þess að einn maður
fari á blaðamannafund og sinni síðan
Fjölmiðlar
Ónot í beinni útsendingu
að var eitthvað léttóhuggulegt við
að horfa á sameiginlega útsendingu
sjónvarpsstöðvanna á mánudags-
kvöldið, þar sem safnað var peningum
handa Flateyringum. Eitt er víst: það
þurfti að hafa þessa útsendingu. Það
þurfti að safna þessum peningum. Flat-
eyringa vegna og þjóðarinnar vegna.
En það var þátturinn sjálfur sem mér
stóð ekki á sama um. Það var nefnilega
ekki svo ýkja mikill munur á honum og
mörgum öðrum sem við sjáum í sjón-
varpi í hverri viku: léttpoppuð afþrey-
ing með einhverju upplýsinga- og til-
finningagildi.
Og það voru allir svo glaðir.
Stemmningin var frekar létt. Skæl-
brosandi fréttamenn og þulir spröng-
uðu um söfnunarherbergið, spjölluðu
við þá sem svöruðu í símana og spurðu
frétta. „Og hér koma síðustu tölur...“
Góðar tölur. Léttur fílingur.
Stefán Jón Hafstein í sama stuði og
venjulega, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir
jafnbrosmild og hún á að sér, Logi
Bergmann Eiðsson eins og hann væri
að lýsa fótboltaleik. „Og nú skiptum við
yfirlil..."Eins og Dagsljós eða 19:19, Al-
mannarómur eða ellefu-fréttir.
Það var raunar fátt annað en kerta-
ljósin í sviðsmyndinni sem minnti á að
tilefni þáttarins var hörmungar og sorg
hundraða og þúsunda íslendinga.
í söfnunarherberginu sátu nokkrir
tugir manna; þar var óeðlilega mikið af
þekktum andlitum, stjórnmálamönn-
um, poppurum og alls kyns forystu-
spírum. Það læddist að mér sá grunur
að þeir hefðu beinlínis verið beðnir að
koma þetta kvöld, svona til að sýna að
við værum svo mikið saman í öllum
hörmungunum, að meira að segja
fræga fólkið legði sig niður við að svara
í símann. Mikið erum við annars frábær
þjóð. Það má vel vera að þetta sé
ósanngjarnt, en syóó/z-lyktin var sterk.
Þetta var nefnilega fyrst og fremst
sjó.
Markmiðið með útsendingunni var
að safna peningum. Þess vegna þurfti
að halda fólki við skjáinn og hvaða
önnur ráð eru til þess en afþreying og
svolítil skemmtilegheit? En samtímis
— og það sendi ónotin niður um bakið
á mér — varð að minna fólk á sorgina,
neyðina, hörmungarnar — einmitt svo
það léti fé af hendi rakna.
Kannske var verkið óvinnandi öðru-
vísi. Víst er að ekki finnast kraftmeiri
menn en þeir sem skipulögðu þessa
söfnun og ekki veit ég betra sjónvarps-
fólk en flesta sem þarna stóðu í farar-
broddi. Kannske veit enginn almenni-
lega hvernig hann á að haga sér við
svona aðstæður. Og kannske hefði
safnazt helmingi minna ef dauðinn og
drunginn hefðu legið yfir öllu.
Kannske. En ónotin voru raunveruleg.
Karl Th. Birgisson
„StefánJón Hafstein ísama
stuði og uenjulega, Áslaug Dóra
Eyjólfsdóttirjafnbrosmild og
hún á að sér, Logi Bergmann
Eiðsson eins og hann vœri að
lýsa fótboltaleik. “