Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 4
v Ai FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR1996 Ásakanir á hendur herra Ólafi Skúlasyni biskupi um að hann hafi í starfi sínu sem prestur sýnt konum kynferðislega áreitni hafa vak- ið gífurlega athygli. Biskup segir að um ósannan áburð sé að ræða, en siðanefnd Prestafélagsins fjallar nú um málið. Sigrún Pálína Ingvarsclóttir, sem kærir biskup fyrir meinta nauðgunartil- raun, reyndi árið 1979 að fá málið tekið fyrir en án árangurs. Fleiri konur hafa nefnt nafn biskups vegna sambærilegra mála. Sæ- mundur Guðvinsson skoðaði stöðu mála. Fleiri konur með sakir á biskupinn Þí ær ásakanir sem fram )hafa komið um að herra Ólafur Skúlason biskup hafi beitt konur kynferðislegri áreitni, er hann var sóknar- prestur, hafa valdið gífurlegri ólgu innan prestastéttarinnar og vakið þjóðarathygli. Biskup hefur vísað þessum ásökunum á bug. Heimildir Helgarpóstsins herma að fleiri konur íhugi að leggja fram kærur á hendur biskupi. Samkvæmt traustum heimildum blaðsins hefur nafn biskups meðal annars verið nefnt af litlum hópi kvenna sem hafa leitað aðstoðar eftir að hafa orðið fyrir kynferðis- legri áreitni. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem lagt hefur fram kæru vegna meints áreit- is Ólafs Skúlasonar árið 1979, mun það ár jafnframt hafa greint herra Sigurbirni Einars- syni, þáverandi biskupi, frá málinu og einnig mun hún hafa leitað til embættismanna í dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu, en enginn árangur orðið. Á þeim tíma var Ólafur Skúlason aftur á móti formaður Hins ís- lenska prestafélags. Reyndi að kæra 1979 Samkvæmt heimildum blaðsins fór Sigrún Pálína Ingv- arsdóttir til herra Sigurbjörns Einarssonar biskups árið 1979 og greindi honum frá því að hún hefði orðið fyrir áreitni af hálfu Ólafs Skúlasonar, sóknar- prests síns, er hún leitaði til vegna skilnaðar. Sömu heim- ildir segja að Sigurbirni hafi orðið mikið um þetta og ætlað að kanna málið. Ennfremur á Sigrún Pálína að hafa leitað til embættismanna dóms- og kirkjumálaráðuneytisins vegna þessa máls. í dómsmálaráðu- neytinu könnuðust menn ekki við að málið hefði komið þar upp þegaxHP spurðist fyrir um það í gær. Hins vegar eru sum- ir þeir er þar störfuðu árið 1979 nú hættir störfum, þar á meðal Baldur Möller sem var ráðuneytisstjóri og sá maður sem einkum annaðist málefni kirkjunnar. Þórhallur Ólafs- son, aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra, sagði í samtali við HP í gær, að ráðuneytið hefði ekkert með þá kæru að gera nú sem væri fyrir siðanefnd Prestafélags- ins. Biskupsstofa væri sjálf- stætt embætti. Á árum áður gegndi stjórn Hins íslenska prestafélags því hlutverki sem siðanefnd fé- lagsins annast nú. Ólafur Skúlason var í stjórn félagsins frá 1968 til 1980 og formaður Þorsteimi Páls- son dóms- og kirkjumálaráð- herra: Aðstoð- armaður hans segir að ráðu- neytið komi ekkert nálægt kæru Sigrúnar Pálínu. Sigurbjörn Ein- arsson: Fékk sem biskup ár- ið 1979 mál Sigrúnar Pál- ínu Ingvars- dóttur inn á borð til sín. Séra Vigfús Þór Árnason: Sinnti máli Sig- rúnar Pálínu ekki frekar en Pálmi Matthí- asson árið áð- ur. Séra Pálmi Matthíasson: Af einhverjum orsökum lét lianu hjá líða að koma ináli Sigrúnar Pál- ínu áfram áríð 1994. frá 1974. Meðal þeirra sem sátu í stjórn félagsins er meint- ir atburðir áttu að hafa gerst var séra Þorbergur Kristjáns- son. Hann sagði í samtali við HP að þetta mál hefði örugg- lega ekki komið til kasta stjórn- arinnar. Það gæti hann fullyrt. Kærir aftur Vitað er að Sigrún Pálína leit- aði til séra Pálina Matthias- sonar vegna sama máls árið 1994 en hann lét hjá líða að koma málinu áfram. Árið 1995 leitaði Sigrún því til séra Vig- fúsar Þórs Árnasonar, sem sinnti málinu ekki heldur. Það var ekki fyrr en hún kærði Vig- fús Þór til siðanefndar fyrir að aðhafast ekkert að hjólin fóru að snúast. Siðanefnd náði sátt- um milli Vigfúsar og Sigrúnar vegna þessa en vísaði kæru hennar á hendur biskupi hins vegar til stjórnar Prestafélags- ins, sem ákvað að siðanefnd skyldi fjalla um kæruna. í síð- ustu viku var haldinn árang- urslaus sáttafundur með Sig- rúnu Pálínu og Ólafi Skúlasyni biskupi í þessu máli. Staðfestir eitt mál Siðanefnd Prestafélagsins er skipuð þremur mönnum, þar af tveimur prestum. Biskup skip- ar einn, stjórn Prestafélagsins annan og Siðfræðistofnun Há- skólans þriðja nefndarmann- inn. Nefndin hefur starfað um eins og hálfs árs skeið og úr- skurðað í fimm málum á þeim tíma, meðal annars í máli Sol- veigar Láru Guðmundsdóttur sóknarprests sem mikið var rætt um og snerti siðferðilegt álitamál. Formaður siðanefnd- arinnar er séra Úlfar Guð- mundsson, sóknarprestur á Eyrarbakka.^ Helgarpósturinn spurði séra Úlfar hvort nefndin væri að fjalla um eina kæru á hendur biskupi eða hvort þær væru fleiri: „Af hálfu nefndarinnar hefur bara eitt mál verið staðfest. Fréttir um annað eru komnar annars staðar frá. Nefndin mun ljúka við að fjalla um málið eftir nokkra daga og greina þá opin- berlega frá niðurstöðunni," sagði Úlfar. Hann vildi lítt ræða þann möguleika að sú staða gæti komið upp að málinu yrði vísað til stjórnar Prestafélags- ins og biskups, teldist það mjög alvarlegt. Því yrði þá væntanlega vísað til biskups- embættisins sem slíks. Annar viðmælandi blaðsins úr hópi presta taldi víst að ef þessi staða kæmi upp þyrftu vígslu- biskupar að fjalla um málið í stað biskups. Fleiri mál á biskup? Fram hefur komið í fréttum að kona nokkur hafi kært bisk- up fyrir meinta kynferðislega áreitni er þau hittust í Kaup- mannahöfn fyrir mörgum ár- um. Eins og fram kemur hér að framan vildi formaður siða- nefndar aðeins staðfesta að eitt mál væri þar til meðferðar, en hvorki játaði né neitaði er hann var spurður hvort einnig væri um annað mál að ræða. Samkvæmt traustum heim- ildum Helgarpóstsins hefur bor- ið við að konur, sem Ieitað hafa aðstoðar vegna meintrar kyn- ferðislegrar áreitni, hafi nefnt nafn biskups í því sambandi. Samkvæmt sömu heimildum er þó ekki um að ræða að konur hafi komið eingöngu af tilefni sem þær rekja til biskups, held- ur hafi þær nefnt hann ásamt öðrum er eiga að hafa áreitt þær á þennan hátt. Aðrar heim- ildir blaðsins segja að hér sé um margar konur að ræða og sumar þeirra íhugi að ieggja fram kæru í kjölfar þess að Sig- rún Pálína ákvað að halda kæru sinni til streitu. r Ekki tókst að ná tali af herra Ólafi Skúlasyni vegna þessa máls né heldur biskupsritara, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og skilaboð. Eins og áður greinir hefur biskupinn vísað ásökun- um á hendur sér á bug sem ósönnum áburði. Hver er siðferðílegur þungi ásakana sem biskup landsins verðurfyrir? Staða biskups krefst flekkleysis Asakanir af þessu tagi eru alltaf alvarlegar fyrir hvern sem er. En auðvitað kemur alltaf sérstakur þungi í svona ákæru þegar um er að ræða mann sem gegnir svona mikilli ábyrgðar- og eiginlega fyrirmyndarstöðu, sem krefst ákveðíns flekkleysis. Ef svona ásökun reyndist sönn gagn- vart manni sem gegnir starfi biskups gætí hann vart haldið embættinu," sagði Vilhjálmur Árnason, dósent við heim- spekideild Hásköla íslands, í samtali við Helgarpóstinn. Vilhjálmur var spurður álits á þeim ásökunum sem herra Ólafur Skúlason biskup er borinn út frá siðferðilegu sjón- armiði. Vilhjálmur tók það skýrt fram að hann væri með svari sínu ekki að segja neitt um sannleiksgildi þeirra ávirð- inga sem hér um ræðir. „Biskupinn var ekki í núver- andi stöðu þegar þetta atvik á að hafa gerst, en var hins veg- ar prestur á þeim tíma. Það breyttr þö ekki þunga málsins nú. Það eru mörg störf sem menn gætu haldið áfram í Villijálmur Ainason, heimspeking- ur við Háskóla íslands: Efsvona ásökun reyndist sönn getur biskup vart haldið embættinu. þrátt fyrir að hafa orðið upp- vísir að svona atferli, en það á varla við um starf biskups," sagði Vilhjálmur Árnason. Siðanefnd Prestafélagsins hefur til þessa haft þá reglu að taka aðeins fyrir mál sem henni berast innan eins árs frá því þau hafa átt sér stað. Vil- hjálmur var spurður hvort það væri eðlílegt að nefndin hefði slík thnamörk. „Jafnvel þótt nefndin miðaði við tíu ár þá er það mál, sem nú er tU umræðu, ennþá eldra eri það. Það getur vel verið að það sé hæpið að miða mörkin við eitt ár. Hins vegar er varla hæpið að setja einhver tíma- mörk, þótt siðferðilegar spurningar fyrnist ekki á ein- hverjum tilteknum árafjöida. En mér þykir ekki óeðlilegt að siðanefndin setji ákveðin mörk um hversu gömul mál hún tekur til meðferðar," sagði Vilhjálmur Árnason. Þær reglur gilda hjá siðanefnd Prestafélagsins að nefndin skuli leita sátta í málum sem henni berast. Ef nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að meint brot sé mjög alvarlegt er því vísað til stjórnar Prestafélagsins og biskups. En hvað ef biskup á sjálfur aðild að meintu broti? Ekki gert ráð fyrir þeim möguleika Þær reglur gilda almennt hjá siðanefnd Prestafélagsins um meðferð mála sem til henn- ar berast að nefndin tekur mál- ið fyrir og reynir í öllum tilvik- um sættir milli aðila. Nefndin er því í rauninni líka sáttanefnd og í flestum tilvikum takast sættir fyrir tilstilli nefndarinnar. Hún er áheyrnaraðili ef einhver hef- ur eitthvað fram að færa gegn félaga í Prestafélaginu og reynir sætttr," sagði Geir Waage, for- maður Prestafélagsins, er Helg- arpósturínn spurði hann hvern- íg síðanefnd félagsíns afgreiddi mál sem hún fengí til meðferð- ar. „Ef það gengur ekki á siða- nefnd það úrræði að ljúka mál- inu á sínu stigi, til dæmis með áminningu eða einhverju slíku. Það á við ef meint brot er talið vera í minna lagi. Ef siðanefnd kemst að þeirri niðurstöðu að mál sé alvarlegt þá vísar hún málinu til stjórnar Prestafélags- ins og ef málið er mjög alvar- iegt er því vísað til Prestaf élags- stjórnar og bískups," sagði Geir. Hvað tekur þá við hjá stjórn félagsins og biskupi? „Það fer algjörlega eftír eðli mála og er metið í hverju ein- stöku tilviki hvaða úrræði eru fyrir hendi." En er hwgt að vísa máli til stjórnar Prestafélagsins og biskups ef biskup sjálfur er aðili að máli sem kœrt er? „Það hefur ekki reynt á það og yfirhöfuð hafa menn kannski ekki gert ráð fyrir þeim mögu- leika. Ég hugsa að sá möguleiki hafi lítt verið skoðaður. Þetta er eigi að sfður alveg giid al- menn regla, þvi biskupinn er æðsti maður kirkjunnar og hef- ur mjög mikið yfir prestunum að segja. Hann er tilsjónaraðili þeirra. Það er því eðlilegt, ef upp koma alvarlegar ásakanir sem prófast á presta, að biskup sé sá aðili sem fær þær ti! vitn- eskju og aðgerða eftir því sem rétt telst vera." En ef aðili i minniháttar máli er óánaigður með úr- skurð siðanefndar, getur hann þá áfrýjað þeim úr- skurði? „Það hefur ekki reynt á það held ég. Siðareglur okkar eru nýlegar og raunar erum við eina prestafélagið á Norður- löndurn sem er með sérstaka siðanefnd. Þessar siðareglur eru þriggja ára gamlar og koma til endurskoðunar á aðalfundi í vor, samkvæmt ákvæ'ðl sem sett var þegar þær voru sam- þykktar á sínum tíma. Það má því segja að hvorki sé komin fullmótun á reglurnar né fram- Geir Waage, formaður Prestafé- lagsins: Ef málið er mjög alvarlegt vísar siðanefnd málinu til Presta- félagsstjómar og bískups. kvæmd þeirra. Menn eru ennþá að læra og átta sig á því hvernig hlutunum er best fyrirkomið." Hafa mörg mál komið til kasta nefndarinnar til þessa? „Ég man það ekki nákvæm- lega. Það hafa nokkur mál kom- ið til nefndarinnar, en þau eru mjög mismunandi. Einhver mái hafa komið upp sem siðanefnd hefur lokið með sátt á milli að- ila og einhverjum málum hefur verið vísað til stjórnar Prestafé- lagsins. Áður en siðanefndin tók tU starfa var stjórn Prestafélags- ins sjálfkrafa jafnframt siða- nefnd og það var ekki gott fyrir- kbmulag," sagði Geir Waage. -SC

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.