Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 6
RMMTUDAGUR 22. FHBRUAR1996 Alnæmi: Gísli Þorsteinsson ræöir við Harald Briem, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, Grétu Adolfsdóttur, framkvæmdastjóra Alnæmissamtakanna, Petrínu Ásgeirsdóttur, félagsráögjafa á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, og Percy B. Stefánsson, varaformann Samtakanna 78, um nýja lyfjaflokkinn til varnar alnæmi, fordómana sem HIV- smitaðir hafa gagnvart sjálfum sér og mögulega aukna útbreiöslu á HlV-veirunni hér á landi meö vaxandi fíkniefnanotkun. Sitjum á púðurtunnu - segir Haraldur Briem, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur 6.000 manns smitast af HlV-veirunni á dag og þar af 1.500 börn. Síðan sjúkdómurinn var uppgötvaður hafa um 20 milljónir manna greinst með veiruna. Þessar töiur eru ógnvekj- andi, ekki síst í Ijósi þess að stutt er síðan HlV-veiran greindist í fyrsta skipti, eða árið 1981. Engu að síður er alnæmi algengasta dánarorsök fólks á aldrinum 25-44 ára í Banda- ríkjunum. Þá er stutt síðan sjúkdóm- urinn náði útbreiðslu í Suðaustur-As- íu, þar sem mannfjöldi er hvað mest- ur í heiminum. Svo kann því að vera að útbreiðsla sjúkdómsins hafi ekki enn náð hámarki. HlV-veiran greindist fyrst hér á landi ár- ið 1985. í lok árs 1995 höfðu 98 greinst smitaðir. Af þeim hafa 38 greinst með alnæmi og 29 dáið af þeim völdum. Flestir hinna smituðu voru á aldrin- um 20-29 ára, eða 44%. Fjöldi nýgreindra smit- aðra einstaklinga náði hámarki á árunum 1985- 1988 en hefur síðan haldist nokkuð stöðugur. Hér á landi eru dánartölur vegna alnæmis hæstar meðal karla í aldurshópnum 30-49 ára. Til að byrja með voru samkynhneigðir karlar í miklum meirihluta, en á síðari árum hefur hlutur gagn- kynhneigðra farið vaxandi. Smit berst að lang- mestu leyti við kynmök en smit vegna eiturlyfja- neyslu hefur hingað til verið fátítt. í sumum ríkj- um Evrópu, til dæmis á Ítalíu og Spáni, eru fíkni- efnaneytendur sem nota sprautur stærsti áhættuhópurinn. Samfara aukinni eiturlyfja- neyslu hér á landi eru læknar uggandi um aö HIV- smit breiðist hratt út. Strax og sjúkdómurinn var greindur þurftu heil- brigðisyfirvöld og sjúklingar hvarvetna í heimin- um að eiga við fáfræði almennings, sem gerði sér oft ankannalegar hugmyndir um tilvist hans. í dag er hins vegar vitað að sjúkdómurinn ein- skoröast ekki við homma eða fíkniefnaneytend- ur, berst ekki með kvefi, með moskítóbiti eða drykkjarílátum svo dæmi séu tekin. En þrátt fyrir að fólk sé nú mun upplýstara en áður er ekki langt síðan helstu sérfræðingar heims töldu að HlV-smit myndi í langflestum tilvikum leiða til al- næmis og að lokum til dauða á stuttum tíma. Á undanförnum árum hafa þó orðið miklar framfarir í læknavísindum. Komið hefur í Ijós að einstaka HlV-smitaðir geta lifað í tuttugu til þrjátíu ár. Lengri ævi smitaðra er ekki síst að þakka lyfjum sem gera sjúklingi kleift að lifa lengur einkenna- lausir. Fram til þessa hafa slík iyf aðeins lamað veiruna tímabundið og einatt hefur hún náð sér aftur á strik í líkamanum. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að kominn sé fram lyfjafiokkur sem vinnur á veirunni á öllum hennar lífsferli — ekki aöeins á síðari stigum sjúkdóms- ins heldur strax á fyrstu mánuðunum eftir smit. Slíkur möguleiki hefur ekki verið fyrir hendi áður. Nú er hægt að ráðast á veiruna meðan hun er aö mestu leyti í eitlum og áöur en hún er farin að eyðileggja ónæmiskerfið. Lyfin hafa einnig þau áhrif að í mörgum tilvikum er veiran ekki mælan- leg í líkama einstaklinga. Þeir sem rannsakað hafa sjúkdóminn eru ákaflega bjartsýnir og sum- ir telja jafnvel að lyfjaflokkurinn geri sjúkdóminn læknanlegan! Þessi tíðindi þykja marka viss tímamót í baráttunni við alnæmi og hafa gefið fólki aukna von í baráttunni við þennan vágest. Margir bíöa spenntir eftir að vita hvaöa áhrif lyfin munu hafa á HlV-smitaða. Percy B. Stefánsson, varaformaður samtakanna ’78: Hliðarspor sem hafði afdrifaríkar afleiðingar Percy B. Stefánsson, varaformaður samtak- anna 78, smitaðist af HlV-veirunni fyrir tólf árum, en hefur ekki fundið mikið til einkenna sjúkdómsins fram til þessa. Það tók hann nokk- ur ár að sætta sig við þá staðreynd að hann væri smitaður og hann leyndi meðal annars fjölskyldu sína þessum fréttum. Percy sýndi það hugrekki að snúa við blaðinu og hefur á síðustu árum unnið af atorku að málefnum HIV- smitaðra, meðal annars með jákvæðri kynningu á sjúkdómnum í fjölmiðlum. „Ég hef verið smitaður í tólf ár, sem er langur tími. Þar af leiðandi eru þessar fréttir um nýja lyfið ákaflega gleðilegar. Ekki bara fyrir mig sem smitaðan heldur alla mína vini og fjölskyldu, því við sem erum smituð erum ekki einsömul, heldur njótum við dýrmæts stuðnings frá fólk- inu kringum okkur. Það eru margir sem láta þessi mál sig varða. Nýja lyfið á að geta haldið veirunni í skefjum þannig að hún fjölgi sér ekki. Þetta gefur mér þá von að ég geti lifað áfram eðlilegu lífi. Ég fæ fljótlega fréttir frá lækninum mínum um hvort ég þarf strax á þessu lyfi að halda eða ekki, en mér finnst gott að vita að lyf- ið skuli vera komið fram. Reyndar líður mér mjög vel, ég hef ekki fundið fyrir neinum óþæg- indum vegna sjúkdómsins. Ég er heppinn að því leyti. Síðustu árin hef ég reynt að lifa heil- brigðu lífi; borðað réttan mat, hætt að neyta áfengis og forðast utanaðkomandi áreiti. Mér líður betur þegar ég veit að ég er að gera eitt- hvað fyrir sjálfan mig, byggja mig upp, og er þakklátur fyrir lífið í dag.“ Hvernig fínnst þér umrœðan um alnœmi hafa verið síðustu ár? „Mér hefur reyndar fundist að öll umræða um þessi málefni hafi verið lítil síðustu ár. Slíkt veitir fólki falskt öryggi og það verður kæru- Iausara í kynferðismálum. I nýlegri könnun meðal framhaldsskólanema kom frram að um 90% vissu hvernig smit á sér stað en lítill hluti fór eftir eigin þekkingu. Kannanir sem sýna að smituðum fer ekki fjölgandi veita falskt öryggi, ekki síst rljósi þess að sjúkdómurinn einskorð- ast ekki við homma því þeir lifa ábyrgara lífi en áður. í dag eru gagnkynhneigðir í meiri hættu, ekki síst ungar konur. Gagnkynhneigðir eru ekki eins meðvitaðir um þessa hættu og taka hana oft ekki alvarlega. Smokkurinn kemur ekki að- eins í veg fyrir alnæmi heldur einnig aðra kyn- sjúkdóma. Það felst engin móðgun í því þótt fólk biðji rekkjunaut, sem það hefur aðeins þekkt í nokkra tíma, að nota smokk. Það er sársaukaminna að biðja um smokkinn en lifa líf- inu með alnæmi. Því miður finnst mörgum smokkurinn vera móðgun. Þess háttar viðhorfi þarf að breyta.“ Hefur smituðum hommum ekki fœkkað miðað við gagnkynhneigða? „Til að byrja með einskorðaðist sjúkdómur- inn við homma og öll umræða um sjúkdóminn var geysilega erfið. Sjúkdómurinn var því mikið áfall fyrir hommasamfélög víða og jók enn á for- dóma gagnvart þeim. Þess vegna ákváðu marg- ir að þegja yfir sjúkdómi sínum. Síðar kom í ljós að sjúkdómurinn tengdist ekki kynhneigð, en það tók mörg ár að byggja upp eðlilega um- ræðu um alnæmi. Ef yfirvöld fræða ekki al- menning betur þá er þessi hætta alltaf fyrir hendi. Víða erlendis hefur smituðu gagnkyn- hneigðu fólki fjölgað verulega. Fyrir nokkrum árum var fræðsla mikil og það skilaði ákveðn- um árangri, en við vitum ekki hvað gerist núna þegar fræðslan er nánast engin. Heilbrigðisyfir- völd hafa ekki tekið þetta mál nægilega föstum tökum og því kann svo að fara að smituðum eigi eftir að fjölga miðað við árangur undanfar- inna ára. Það verður að vekja athygli á hætt- unni sem stafar af alnæmi og því verða heil- brigðisyfirvöld að taka þátt í stöðugri fræðslu, eins og yfirvöld erlendis hafa gert í auknum mæli. Alnæmissamtökin hafa lagt áherslu á for- varnir ásamt því að styðja smitaða og aðstand- endur þeirra. Það virðist vera siður hjá yfir- völdum að láta félagasamtök sjá um forvarnar- starfsemi. Reyndar eru það fleiri félög en Al- næmissamtökin sem vinna verk sem yfirvöld ættu í raun að sjá um.“ Var það ekki erfíð lífsreynsla að koma fram í fjölmiðlum og segja frá því að þú vœr- ir HlV-jákvœður? „Að mörgu leyti hafa viðtöl létt mjög á sálu minni; ég hef ekki neitt lengur að fela. Það var sjónvarpið sem tók fyrsta viðtalið við mig. Þeg- ar ég kom í vinnuna daginn eftir vissi ég lítið hvernig ég átti að haga mér. Sem betur fer ákvað ég að tala við alla vinnufélaga mína, sem eru um 40 til 50 manns. Það var ótrúleg lífs- reynsla, því ég mætti slíkum skilningi og velvilja frá þeim. Segja má að ég sjálfur hafi haft meiri fordóma og verið hræddari en vinnufélagar mínir. Slík afstaða helgast kannski af því að ég er ekki aðeins smitaður heldur einnig samkyn- hneigður. Ég er alinn upp í gagnkynhneigðu samfélagi og var ætlað að ganga ákveðna lífs- braut. Ég fór hins vegar aðra leið, sem ekki hef- ur verið viðurkennd í íslensku samfélagi til þessa. Af þeim sökum átti ég lengi erfitt með að sættast við sjálfan mig og má segja að ég hafi verið í tvöföldum skáp. I dag finn ég ekki fyrir neinum fordómum, aðeins velvilja. Fyrir nokkr- um árum var fólk ekki tilbúið að stíga fram og segjast vera HlV-jákvætt og því miður er það ekki enn tiibúið til þess, en góð umfjöllun getur breytt viðhorfi fólks til þeirra sem eru smitaðir. Aðeins lítill hluti smitaðra hittist og talar reglu- lega saman og er það miður. Við þurfum að ná til þeirra sem koma ekki á fundi Alnæmissam- takanna, því ég veit að mörgum líður mjög illa í þögninni. Ég veit hvað það skiptir miklu máli að þurfa ekki að fela sjúkdóminn fyrir öðrum held- ur geta lifað eðlilegu lífi. Jákvæð umfjöllun hvet- ur vonandi fleiri til að taka þátt í starfi Al- næmissamtakanna. Ég gerði þau mistök að þegja yfir sjúkdómnum í fimm ár og það var erf- iðasta tímabil ævi minnar. Sú tilhugsun að vera smitaður veldur viðkomandi miklum sálarkvöl- um, sem fólk á erfitt með að skilja meðan sjúk- dómnum er haldið leyndum. Meðan ég hélt honum leyndum fyrir fjölskyldu minni leitaði ég í áfengi og aðra hluti og var á eilífum flótta. Að lokum rann upp fyrir mér að slíkur lífsmáti eyddi ekki þeirri vanlíðan sem ég bjó við. Ég ákvað því að segja fjölskyldu minni frá því að ég væri smitaður af HlV-veirunni. Margir urðu mér reiðir og sárir vegna þess að ég hafði haldið þessu leyndu og fyrir að hafa ekki leyft þeim að styðja mig í þeirri sorg sem ég hafði þurft að þola. Ég hef verið í sambúð í sautján ár, en eitt hliðarspor var afdrifaríkt. Það tók okkur langan tíma að vinna okkur út úr þeim vandamálum á sínum tíma. Ég er ákaflega þakklátur fyrir að við gátum leyst það. Væntanleg sambúðarlöggjöf mun einnig gera líf okkar betra og öruggara. Þar fáum við þau veraldlegu réttindi sem við höfum hingað til ekki haft. Sambúð okkar verður viður- kennd og er það ómetanleg og góð tilfinning. Sambýlismáður minn er ekki smitaður, sem segir okkur að það er erfitt að smitast af HIV- veirunni. Það er líka auðvelt að verjast henni: það þarf smokk og öruggt kynlíf. Það er grátlegt að margir skuli taka þátt í þessari rússnesku rúllettu með opin augu,“ sagði Percy B. Stefáns- son í samtali við Helgarpóstinn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.