Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 12
12 FlMIVmJDAGUR 22. FEBRÚAR1996 Irheyrsla • I janúar þreyttu 133 stúdentar próf í almennri lögfræöi á fyrsta ári. Af þeim féllu 121 eöa 91% nemenda. Helgarpóstur- inn setti sig í samband viö Jónas Þór Guömundsson hjá kennslusviði lagadeild- ar Háskóla Islands og spurði hvernig stæöi á þessu gífurlega falli. „Nemendur sem ráða ekki við námsefnið geta leitað til náms- ráðgjafa“ „Fallið í lagadeild hefur verið mjög mikið undanfarin ár og rokkað allt frá sjötíu og fimm prósentum upp í níutíu pró- sent. Að þessu sinni fer það yfir nfutíu prósentin. Ástæð- urnar fyrir þessu mikla falli geta verið fjölmargar. Þetta námskeið er og hefur alltaf verið erfitt og hátt fail í laga- deild er í sjálfu sér engin ný- lunda. Nemendur hafa til- tölulega stuttan tíma til að fara yfir mikið námsefni og eru misjafnlega undirbúnir. Kennslan getur vissulega haft einhver áhrif og við get- um ekki vitað með vissu hversu vel tekst þar til. Fjöl- margir aðrir þættir geta líka spilað þarna inn í. í lagadeiid þarf háa einkunn til að kom- ast í gegn. Nemendur þurfa að fá sjö, en í flestum öðrum deildum er nóg að fá fimm.“ Nú voru fleiri spumingar á þessu prófi en oftast áður. Var prófið ekki bara erfið- ara en vanalega? „Ég skal nú ekki segja hvort fjöldi spurninga kom nem- endum á óvart. Menn vildu einfaldlega prófa sem víðast úr námsefninu.“ Af hveiju eru svona miklu strangari kröfur gerðar í lagadeild en öðmm deild- um Háskóians? „Ég get í raun ekki svarað því öðruvísi en að hér eru gerð- ar ákveðnar kröfur sem menn telja eðlilegar. Ég get ekki svarað fyrir kröfur í öðr- um deildum." Em kröfuraar í deildinni ekki orðnar ómennskar þeg- ar 91 prósent nemenda feli- ur? „Nei, við teljum þær ekki vera orðnar ómennskar og höfum ekki haft neinar sér- stakar áhyggjur af nemend- um. Ef nemendur ráða ekki við námsefnið geta þeir leit- að til námsráðgjafa. Við get- um ekki hjálpað þeim á ann- an hátt.“ Hvaða aðra möguleika hafa nemendur en að sitja nám- skeiðið aftur? „Nemendur geta náttúrulega tekið haustpróf. Almenna lögfræðin var lengi vel heils- ársnámskeið, en samkvæmt óskum stúdenta var prófið fært fram í janúar, þó svo umfang námskeiðsins hafi ekki minnkað. Þetta var gert því stúdentar vildu hafa tækifæri til að skipta yfir í aðrar námsgreinar ef þeir féllu á prófinu." -ebe í skammdeginu oma sólþyrstir íslendingar sér við lestur sumarbæklinga ferðaskrifstofanna, sem bjóða upp á sumar og sól í fjarlægum löndum íslendingum til handa. Til að átta sig betur á hvað er í boði hafði Eiríkur Bergmann Einarsson samband við Auði Björnsdóttur, sölustjóra hjá Samvinnuferðum-Landsýn. „Heims- borgarar“ fara enn til Benidorm Pölum og sólþyrstum íslendingum standa nú fleri utanlandsferðir til boða og á betra verði en nokkru sinni fyrr. Hörð samkeppni er á ferðamarkað- inum og sagt að það geti kornið niður á öryggiskröfum. Aukin útrás íslendinga á erlenda grund hefur gert þá að meiri heimsborgurum en áður þekktist en hvaða ferðir skyldu vera vinsælastar? „Spánn er tvímælalaust heitasti stað- urinn í ár. Ferðir þangað slá nú öll met. Eyjurnar Ibiza og Mallorca eru mjög vin- sælar og unga fólkið fer til Benidorm, sem er aðaldjammstaðurinn. Einnig eru sumarhúsin á meginlandi Evrópu mjög vinsæl meðal fjölskyldufólks. Þar eru heilu garðarnir þar sem fólk hefur allt til alls. Yfirleitt er einhver miðbæjarkjarni í þessum görðum með verslunarmið- stöðvum, líkamsræktarstöðvum, veit- ingahúsum, diskótekum, sundlaugum, íþróttaaðstöðu og þess háttar. Einnig er Flórída að sækja mjög í sig veðrið. Þetta eru nú ekki beint frumlegar ferðir „Þetta eru nú samt þær ferðir sem flestir sækja í, en ýmiskonar ævintýra- ferðir eru þó í sókn. Til dæmis bjóðum við upp á siglingar um Karíbahafið. Þá er yfirleitt dvalið í nokkra daga í Flórída og síðan farið í vikusiglingu um Karíbahaf- ið. í siglingunni er allt fæði innifalið og boðið upp á skemmtun frá morgni til kvölds. Þessar ferðir hafa lækkað mikið í verði og kosta í ár 119.800 krónur. í raun má segja að utanlandsferðir í heild hafi lækkað gríðarlega á undanförnum árum og þær halda sennilega áfram að lækka með aukinni samkeppni. Einnig bjóðum við upp á ódýrari ferðir sem fólk getur í raun hannað sjálft. Þá er flogið til Lond- on og farið með erlendum ferðaskrifstof- um áfram hvert sem hugurinn girnist. Til dæmis eru grísku eyjarnar vinsæll áfangastaður í þessum ferðum." Hafa ferðalög landans ekki breyst mikið á undanförnum árum? „íslendingar eru farnir að ferðast miklu meira en áður og orðnir sjálfstæð- ari ferðalangar, — í raun meiri heims- borgarar. Einnig er tungumálakunnátta landans orðin betri en áður og íslenskir ferðamenn því orðnir öruggari með sig og treysta sér betur til að takast á við meiri ævintýraferðir. Fyrir rúmum ára- tug voru miklar hömlur á ferðum. Það var mikill gjaldeyrisskortur í landinu og ferðaskrifstofurnar þurftu að sækja um gjaldeyri fyrir fólkið og var það þröngt skammtað. Við þurftum því að gefa út matarmiða til fólks og alls konar flækjur voru í gangi. Þessi tími heyrir sem betur fer sögunni til. Fólk vill prófa nýja staði og sækir sífellt lengra. Sólarlandaferðir eru í raun orðnar árviss viðburður hjá ís- lendingum og er jafnvel farið að bæta við stuttri ferð að hausti. Með aukinni eftirspurn er einnig hægt að lækka verð.“ Kemur þessi lœkkun ekki niður á ferðaöryggi eins og mikið hefur verið í fréttum undanfarið? „Nei, það er ekki rétt. Flugfargjöld í heiminum hafa lækkað, enda er heimur- inn sífellt að minnka vegna aukinna tækniframfara. Til dæmis voru ferðir til Asíu og fjarlægari staða aðeins á færi sterkefnaðs fólks hér fyrir nokkrum ár- um en nú getur nánast hver sem er skroppið í heimsreisu án þess að fara á hausinn. Ferðamannaiðnaðurinn í heim- inum hefur aukist mjög mikið og því hef- ur verðið lækkað með auknu framboði. Samkeppnin á einnig eftir að aukast þeg- ar flugsamgöngur verða gefnar frjálsar um næstu áramót innan Evrópu. Sam- keppnin í bransanum er orðin mjög hörð og leiðir bara til betri þjónustu og verðs fyrir viðskiptavininn. Menn þurfa sífellt að hafa augun opin fyrir nýjum tilboð- um.“ Nú beið fólk fyrir utan skrifstofuna hjá ykkur í einn og hálfan sólarhring til að fá ódýrar ferðir. Erað þið ekki að hafa fólk að fíflum með þessu? „Við lítum nú ekki svo á. Fólki er full- Mynd: Jim Smart komlega í sjálfsvald sett hvort það tekur þátt í þessu og hópurinn sem var hér fyr- ir utan var vel klæddur og græjaður fyrir dvölina. Starfsfólk okkar sá líka til þess að fólkið fengi kaffi og kökur yfir daginn. Þegar salan hófst voru allir í góðu skapi og fólki fannst þetta bara skemmtileg upplifun. Rétt er að taka það fram að all- ir í röðinni fengu ferðir. Það fór sem bet- ur fer enginn tómhentur frá okkur.“ Ferðaskrifstofur bjóða oft upp á fyrirfram ákveðnar skipulagðar ferð- ir, sem oft á tíðum eru ekki mjög dýr- ar, en hvað myndi kosta fyrir mig að skreppa í tvœr vikur til Vung Tau í Ví- etnam frá 15. ágúst til 29. ágúst og gista þar á þriggja stjörnu hóteli? „Ágúst er heitasti árstíminn í Víetnam og þá er einnig regntímabilið, þannig að betra er að fara þangað í nóvember eða desember. Víetnam er nú að opnast fyrir ferðamönnum og lítið af hótelum í Vung Tau, þannig að betra væri að fara til Saig- on eða Ho Chi Minh-borgar, sem er þar rétt hjá. Vegna þess hve ferðamannaiðn- aðurinn er nýr í Víetnam er ráðlegast að gista á fyrsta flokks hóteli. Með sköttum kostar slík ferð í tvær vikur fyrir mann- inn í tveggja manna herbergi 173.880 krónur. Einnig þarf að fá vegabréfsáritun og fólk þarf að fara í bólusetningu áður en það fer þangað.“ Nirvana í Vesturbænum.. Islendingar eru örugglega ein happ- drættis- og spilafíknasta þjóð verald- ar. Væntaniega er það að hluta tilkomið vegna strangra boða og banna sem snerta slíkt athæfi. Svona svipað og sú staðreynd, að fáar þjóðir taka okkur fram í svaðalegri áfengisneyslu sem hotthottuð er áfram af ruddalegri for- sjárhyggju góðtemplara. Öfgakennt og árstíðabundið sveifluskap landans bæt- ir svo gráu ofan á svart. Allt hér á klak- anum er gert með inngjöfina í botni. Ég hef til dæmis aldrei kynnst öðru eins brjálæði og viðgengst beint fyrir neðan íbúð mína á horni Sólvalla og Hofsvalla. Þar er nefnilega staðsett frægasta lottó- sjoppa landsins, en hún gat sér þegar við upphaf lottógeggjunarinnar gott orð fyrir óvenjuhátt vinningshlutfall. Á stundum virðist sem hálf þjóðin (fíkin í eðli sínu og hjátrúarfull í ofanálag) hafi tekið ástfóstri við þetta tiltekna heimil- isfang. Ég þori að veðja, að lottun póst- leiðis og heimasíða á Netinu er ofarlega á dagskrá. Eiginkona mín er góðu heilli mann- fræðimenntuð og því höfum við getað brugðið yfir okkur gervi faglegra vís- indamanna á vettvangi þar sem við höf- um pískrandi svalað innbyggðri þorps- hnýsni um náungann og kannað í þaula lottósjoppuna, umgjörð hennar og við- skiptavini. í því skyni förum við að minnsta kosti tvisvar á sólarhring niður og kaupum okkur bland í poka fyrir tvö- hundruðkall og nýtum tækifærið með- an slikkeríið silast ofaní pokann — og rannsökum. Seinna ætlum við að sækja um styrk til strákanna hjá Stofnun Sig- urðar Nordal. Eða skrifa eldjárnska smásögu í TMM. Það skal tekið fram, að sjoppan er agnarsmá á íslenskan mælikvarða og stendur við mikla umferðargötu ánþess að hafa svokallaða drævinn-lúgu og get- ur ekki boðið uppá nein bílastæði. Samt er hún nánast troðfull út úr dyrum frá morgni til miðnættis, allan ársins hring. Það stöðvar ekkert fíkla í vígahug. Þétt við hlið lottósjoppunnar er síðan ljóm- andi fín myndbandaleiga (ímyndið ykk- ur freistinguna) og er innangengt fyrir viðskiptavini. Plássið fyrir sjoppugesti er þrjú skref á kant og gólfið rúmar á einhvern undraverðan hátt tuttugu til þrjátíu manns í einu. (Engu að síður eru tveir spilakassar og eitt lottó/tipp-stafíf þarna inni og fer skítsæmilega um.) Komist kúnnar ekki að í hvelli hinkra þeir tvístígandi fyrir utan eða bíða á leigunni. Pottþétt viðskiptavild þar í gangi. Afgreiðslufólk sjoppunnar er ótrú- lega stimamjúkt og ágætt — en þó ör- snöggt í svifum og líkist á köflum helst tryllingslegum verðbréfabröskurum á gólfum kauphalla heimsins; kúnnarnir hrúgast jú og hrúgast inn. Einhvern veginn bjargaði það mánuðinum um daginn þegar afgreiðslukona gaf sér smástund frá erlinum og smælaði til mín í nammibiðstöðu. Eg hef, skilst mér, varla rétt til slíkra vinahóta enn sem komið er, því ég hef einungis búið þarna í eitt ár. Um helgar fylgjumst við með spari- klæddu fólki í límósínum og leiguvögn- „Landsþekktur handknatt- leikskappi, alræmdur fyrir hörku, járnagað skap og grimmilega tilburði, kúrði sig , makindalega á sjopputröppun- um með eiginkonu sinni. í kjöltu þeirra hvíldi bunki með að minnsta kosti fimmtíu skaf- miðum og silfurspænir laum- aðist á braut í golunni. Þetta var toppurinn á tilverunni... Augljóslega hárómantísk um staldra þarna við um stund til að lotta, tippa og skafa áður en haldið er á vit Holtsins, Perlunnar eða Sögu. Aug- ljósar landsbyggðarbifreiðir mæta gjarnan með moldarkrapið umleikis og úthverfamýsnar síður en svo óalgeng- ar. Fólk finnur sér nú slakara tilefni en von á milljón til Vesturbæjarheimsókn- ar. Bara fyrir viku upplifðum við hjóna- kornin furðusýn: Landsþekktur hand- knattleikskappi, alræmdur fyrir hörku, járnagað skap og grimmilega tilburði, kúrði sig makindalega á sjopputröpp- unum með eiginkonu sinni. í kjöltu þeirra hvíldi bunki með að minnsta kosti fimmtíu skafmiðum og silfurspæn- ir laumaðist á braut í golunni. Þau voru gjörsamlega óvitandi af því sem gerðist í kring. Þetta var toppurinn á tilver- unni. Hápunktur helgarinnar. Augljós- lega hárómantísk stund. Þau fundu sitt nirvana í Vesturbænum... Ég skal síðastur manna lasta lottó- sjoppuna fínu, því góða og heiðarlega viðskiptahætti ber þvert á móti að lofa. Fráleitt er það eigendunum að kenna, að íslendingar eru breyskastir þjóða og fíknir í hverskonar fix til að glæta upp skammdegið. En þetta er náttúrlega bilun...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.