Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR1996 18 ■■■■■ [.rjjtið ® Hákon Amar Hákonarson nefnist ungur og efnilegur piltur sem hefur sett sig í samband viö blaöið og lýst yfir einlægri lótningu sinni á einum glæstasta merkis- bera íslenskrar blaðamennsku: Huldari okkar Breiðfjörð. Mætt- um viö fá meira að heyra af sllku oflofi, Hákon Arnar? Hann er reyndar svo ánægður með Huldar („Ég hló mig alveg geðveikan á köflum - góður penni"), að hann sýnist tilvalinn, útvalinn og einval- inn til að stofna aödáendaklúbb þann sem pistlahöfundinn okkar hefur löngum dreymt um. Tilefni skrifa Hákons Arnars er reyndar ein ákveöin grein Huldars eöa Hvaða helvítis ferðalag er á þér, böddí? og bendir sjálfur á áhuga- veröa smíð sem er að finna á heimasíðu hans http://rvik.is- mennt.is/~aviation og nefnist A Humiliating Experience. Þarna mun vera sannsögulegt drama á ferð — ehemm... ® Bandaríska Internettímaritið Wired á aðeins einn veröugan keppinaut aö mati undirritaðs, en þaö er hið breska .net. Bandaríkja- mennirnir þykja af nethausum um- talsvert svalari og töffaralegri, en á móti kemur að tímarit þeirra er oft og tíðum illskiljanlegt öörum en rækilega innvígðum. í síðasta tölu- blaöi Wired má meðal annars finna handhægan topp-tíu-lista yfir best heppnuðu netvæddu dagblöð veraldar að mati lesenda tímarits- ins, en sem kunnugt er líður varla dagur svo ekki mæti tylft eða svo til leiks á Netinu, þessum nýjasta vígvelli samskiptabyltingarinnar (ofurhraðbraut upplýsinganna). Að hætti Bandaríkjamanna kemst þó aðeins eitt dagblað utan risaveld- isins á listann og einungis í 4. sæti. Umrætt netblað er staðsett í London og er almennt talið það fremsta í heimi. Lítum á listann: 1. „Nando: McClatchy Newspapers lnc“ http://www2.nando.net/ nt/nando.cgi 2. „San Jose Mercury News" http://www.sjmercury.com/ 3. „Washington Post/Digital Ink" Enn er þetta sérþjónusta sem aðeins fæst með innhringingu 4. „The Telegraph" (London) http://www.telegraph.co.uk/ 5. „The Wall Street Journal/ Money & Investing Update" http://update.wsj.com/ 6. „Boston Globe" http://www.globe.com/ 7. „Detroit News" http://detnews.com/ TDNHOME/tdnhome.html 8. „Atlanta Journal- Constitution" http://www.ajc.com/ 9. „Star Tribune" (Minneapolis/St. Paul) http://www.startribune.com/ 10. „American Reporter" http://www.newshare.com/ Reporter/today.html Röflið í kennurum Mikið skelfing er ég orðinn þreyttur á þessu enda- lausa röfli í kennurum. Það líð- ur vart sá dagur að forsvars- menn kennarafélaganna komi ekki fram í fjölmiðlum til að kvarta og kveina milli þess sem þeir hafa uppi stór orð um aðgerðir sem þeir ætla að beita sér fyrir ef ekki verður farið að óskum þeirra í einu og öllu. Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga varð tilefni til mikils málatilbúnað- ar af hálfu kennara, sem þótt- ust þess fullvissir að nú ætti að snuða þá svo um munaði. Síðan þegar í ljós kemur að kennarar muni halda öllum sínum réttindum rjúka þeir upp á nef sér vegna fyrirhug- aðrar breytingar á áratuga- gömlum lögum um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna. Þeir virðast standa í þeirri trú að það sem búi þar að baki sé ekkert annað en til- raun ríkisvaldsins til að kné- setja kennarastéttina í landinu og koma henni endanlega á kaldan klaka. Sannleikurinn er sá að fáar stéttir hafa náð betri árangri í kjarabaráttu sinni undanfarin ár en einmitt kennarar. Það er af hinu góða, því laun kennara voru löngum skammarlega lág og ekki vanþörf á að gera þar bragarbót. Þessar kjarabætur náðust ekki baráttulaust, held- ur hafa kennarar ítrekað gri]> ið til verkfallsvopnsins til að knýja fram launahækkanir, sem hafa óneitaniega bitnað illa á nemendum. En það er komið nóg af svo góðu. Kenn- arastéttin getur ekki endaiaust haldið áfram að bæta í kröfu- gerð sína, svo að segja á hverj- um degi, og hafa uppi hótanir og stóryrði ef einhver dirfist að andmæla málflutningi þeirra. Þetta gengur einfald- lega ekki lengur. Almenningur hefur engan áhuga á að bæta við enn einni forréttindastétt- inni þar sem eru kennarar. Þótt opinberir starfsmenn séu kannski upp til hópa ekki of vei launaðir búa þeir að mörgu leyti við meira öryggi og meiri fríðindi en almennir launþegar. Nægir þar að nefna verðtryggðan lífeyrissjóð, sem er búinn að gefa út greiðslulof- orð upp á tugi milljarða króna sem komandi kynslóð á að greiða. Á móti kemur að launin eru ekkert til að hrópa húrra fvrir hjá þorra opinberra starfsmanna eins og áður seg- ir. Baráttan fyrir bættum lífs- kjörum er hins vegar ekki bundin við opinbera starfs- menn eina og allra síst bara kennara. Það er mál sem laun- mtmdur íðvinsson þegaforystan öll þarf stöðugt að vinna að. En að ein stétt eins og kennarar geti stöðugt haldið áfram að heimta meira án tillits til þess hvað aðrir fá er út í hött. Það væri nokkur tilbreyting ef kennarar gætu einhvern tímann litið upp úr kröfugerð um bætt kjör sér til handa og tækju upp baráttu fyrir því að auka og bæta námsefnið. Sí- fellt fleiri unglingar virðast koma vanbúnir til náms við framhaldsskóla og þar er raunar einnig pottur brotinn miðað við hvað nemendur virðast koma æ verr undirbún- ir í Háskóla. Afköst kennara og nemenda hérlendis eru minni en í ýmsum öðrum löndum ef marka má reynslusögur for- eldra sem hafa búið erjendis og sent börn sín í skóla þar. Þjóðin tæki undir með kennur- um sem legðu sig frekar fram um að bæta hag og kunnáttu nemenda í stað þessarar eilífu kröfugerðar á hendur hinu op>- inbera um launahækkanir til kennarastéttarinnar með ein- um eða öðrum hætti. Það kost- ar gífurlega fjármuni að koma á einsetningu skóla, en góður skriður er að komast á það mál. Víða þarf að bæta tækja- búnað skóla nú á tölvuöld og margt er varðar námsefni þarf að vera í stöðugri endurskoð- — . ■ p «1 1 | 4 L S "ivS; : i iíii-i hL un. Svo virðist sem æ fleiri nemendur útskrifist úr skóla sem talandi páfagaukar og þar er ekki við kennara eina að sakast. En það verður að ætl- ast til þess að kennarar geri ekki bara sífelit auknar kröfur til annarra en ræði lítt þær kröfur sem foreldrar og þjóð- félagið í heild gerir til skól- anna og kennararstéttarinnar í landinu. Lffillúsið • Kaffihús Listhússins Friðsælt og listrænt Pyrir nokkrum ár- um var Listhús- ið í Laugardal opn- að og var kærkomin viðbót í íslensku menningarlífi. Þar er hægt að virða fyrir sér listaverk af ýmsum toga og úr öllum áttum. Menn- ingarstraumum æg- ir þar saman. Skoða má málverkasýning- ar, höggmyndir og handverk ýmiss konar. Einnig eru þar starfræktar nokkrar verslanir sem bjóða ýmsa listræna muni. Úr mörgu er að velja og allir ættu að geta fundið eitthvað við hæfi smekks og buddu. í miðju List- húsinu er síðan að finna lítið og skemmtilega útfært kaffihús þar sem gestum er boðið upp á kaffi og meðlæti. Og af nógu er að taka. Ágætisúrval er af kaffi- tegundum. Súpa dagsins er yf- irleitt nokkuð góð og mikið úr- val er af kökum og smur- brauði. Verð veiganna er svip- að og á öðrum kaffihúsum í Reykjavík, þó heldur lægra ef eitthvað er. Andrúmsloftið er frekar heimilislegt, rólegt og þægilegt. Þó getur hitnað í kol- unum þegar stórir hópar koma í heimsókn — aðallega sauma- klúbbar og skólar, ásamt biss- nessmönnum úr hverfinu — til að virða fyrir sér listina og skola henni niður með kaffi og tilheyrandi. Þá getur orðið þröng á þingi og mikið skvald- ur. Staðurinn er annars yfir- leitt tilvalinn til að flýja eril dagsins, slappa af, lesa blöðin og nærast bæði andlega og lík- amlega. (Hópum skal bent á þægilegan sal inn af kaffihús- inu sem hægt er að fá til um- ráða.) Umhverfið er annars friðsælt, enda Listhúsið stað- sett í miðjum Laugardalnum, einu helsta útivistarsvæði Reykjavíkur. Um helgar getur verið gaman fyrir barnafjöl- skyldur að gera sér dagamun eftir að hafa notið lystisemda dalsins; njóta listar Listhúss- ins og gæða sér á kaffi eða kak- ói að því loknu. - ebe Þaö skal tekið fram í upphafi, til að forðast allan misskilning og leiðindi, aö tvífarar dagsins eiga nákvæmlega ekkert sameiginlegt nema þá kannski fifldirfskuna. Jóhannes Jónsson prentari stofnaði verslanakeöjuna Bónus fyrir allnokkrum árum og með sígandi lukku, einstæðu viöskiptaviti og hagkvæmum rekstri byggöi hann upp mikiö veldi sem hann seldi síðan nokkrum dyggum kapítalistum og græddi vel á. Einlægustu aðdáendur Jóhannesar segja engan, nema þá kannski sjálfan Páhna Jónsson í Hagkaup, hafa gert eins mikiö fyrir íslenska neytendur. Jóhannes hefur löngum þótt snjall að nýta sér fréttasvelta tslenska fjölmiöla meö ýmsum skondnum uppákomum. Þannig hefur hann til dæmis nokkrum sinnum reynt aö flytja inn „bannaða" matvöru fyrir nokkra hundraðþúsundkalla, fengið afsvar frá ráöamönnum með innflutninginn, en uppskorið massífa velvild neytenda og fengið í leiðinni auglýsingu sem samsvarar milljónum of- an á milljónir króna. Sniðugur strákur, Jói. Saddam Hussein aftur á móti er öllu verr þokkaöur meðal almennings og heitt hataður af fjöl- miölamönnum, enda margsannaður pldamoröingi og harðstjóri í heimalandi sínu. Þessi forseti íraks hefur rfkt um langt skeið og herj- að meö ofbeldi og hryliingi á alla nágranna sína milli þess sem hann hefur dundað sér við aö byggja skrauthallir undir sig og sitt slekti og látiö reisa griöarstórar styttur af sér og komið andliti sínu fyrir í öllum skúmaskotum landsins. Skemmst er að minnast Persaflóastríösins þarsem þurfti Bandamannaherafla til að hrekja kóna aftur frá Kúveit, sem hann hafði hertekið af merkilegri ósvífni. Enn gráta bandariskir hemaðarsérfræöingar á borð við Norman Schwarzkopf þau hörmu- legu mistök aö hafa ekki farið með Bandamenn alla leiö til Bagdad og stútaö brjálæöingnum í lokasókninni...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.