Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR1996 25 Gunnlaugur M. Sigmundsson, alþing- ismaður og forstjóri Kögunar „Best klæddi maðurinn pólitíkinni í dag; hef- ur yfirbragð alþjóð- legs bissnessmanns eins og sæmir manni í alþjóðaviðskipt- um.“ „í ljósgráum jakka- fötum og lekker. Þar sem hann er svo nýr á þingi vita enn fáir af honum, en ég býst við að hann eigi eftir að hafa mikil áhrif.“ Sigurður Gísli Pálmason, forstjóri Hagkaups „Hefur skapað sér sérstakan fatastíl, sem er fremur listamannslegur en þó í anda forstjóra stórveldis. Þar nýtur hann dyggs stuðnings eiginkonu sinnar, klæðskerans Guðmundu Heienu Þórisdóttur, sem er með best klæddu konum á landinu. En þótt hann sé kominn með sinn stíl er hann enn djarfur og þannig tískufyrirmynd margra í viðskiptalífinu.“ „Þótt Sigurður sjáist ekki mikið í fjölmiðlum er hann mjög áberandi í stórri viðskiptamannakreðsu sem hann hefur gífurleg áhrif á, ekki síst með sérstökum fatastíl sínum til margra ára.“ Agnar Gunnar Agnarsson, eigandi Stóra bróður „Hann bjó til Dickies-tískuna á krakkana, eða amerísku vinnufatatískuna." „Er aðaltrendsetter drengja á aldrinum 10 til 15 ára sem vilja ekki sjá ann- að en fatnað úr Stóra bróður. Líkt og með ungar stelpur kostar það nú orðið grát og gnístran tanna fái drengirnir ekki allir að vera eins.“ Guðmundur Karl Friðjónsson fatafrík „Djarfur frumkvöðull og hefur alltaf verið og verður sjálfsagt áfram ““ „Afgerandi frumlegastur ungra íslenkia karlmanna. Hefur úthugsaðan en samt af- slappaðan stíl. Er frumkvöðull, ekki í krafti frægðar, heldur manneskja sem all- ir taka eftir þegar hann gengur upp cg niður Laugaveginn “ Medal alitsgjafa voru: Anna Bentína Hermansen, Heiðar Jónsson, Björg Inga- dóttir, Sigrún Guðný Markús- dóttir, Hrafnhildur í Spútnik, Ingibjörg Óskarsdóttir, Sævar Karl Ólason og ýmsir minni spámenn í tískubransanum. Fríðrík Sophusson fjármálaráðherra „Er sá maður í íslenskri pólitík sem varð fyrst rétt klæddur við öll tækifæri.“ „Friðrik hefur verið tískufyrirmynd undanfarin ár. Hann hefur, býst ég við, innbyggða náðargáfu viðvíkj- andi því hvernig á að klæða sig.“ „Hefur haft mikil áhrif með stíl sínum, sérstaklega á aðra stjórnmálamenn." Heiðar Jónsson snyrtir „Er straumvaldur að því leyti að hann hefur verið sterkasti boðberi betri undirfatamenningar á íslandi.“ „Hefur lyft konubrjóstum upp um marga sentimetra á seinni árum.“ Halldór Bjarnason, fyrrverandi tilvonandi formaður Dagsbrúnar „Er tískufyrirmynd fyrir það eitt að hafa ekki hlotið kosningu sem formaður Dagsbrúnar vegna þess hversu vel hann var klæddur!“ „Best klæddi verkalýðsforkólfurinn og brýtur, eins og Guðrún Þorbergsdóttir á sínum tíma, upp „mussu- tískuna". Margeir Ingólfsson, DJ „Blandar fötum mjög skemmtilega saman. Er jafnflottur í jakkafötum og sem skoppari." „Sem vinsæll DJ með breiða línu hefur hann auðvitað mikil áhrif.“ UNGIR OG UPPRENNANDI Bubbi Morthens trúbador „Mér hefur alltaf fundist Bubbi vera trendsetter fyrir vissan hóp af fólki." „Bubbi hefur náð að láta íslenska karlmanninn slappa af.“ KARLMENNET Ungu strákarnir sem eru að verða sneggri en stúlkurnar. Hagaskóli. Krakkarnir í Hagaskóla hafa löngum lagt línuna fyrir alla hina. Starkaður Örn Arnarsson, bissnessmaður og barþjónn — „Mjög efnilegur straumvaldur. Hann fer ekki út með ruslið án þess að vera vel til hafður. í senn klassískur og ofsalega töff og það er augljóst að hann iætur ekki bjóða sér hvað sem er.“ „Það er allt á sínum stað. Hann hlýtur að spá í það kvöldið áður í hvað hann ætlar að fara.“ Heba Hallgrímsdóttir, innkaupastjóri í Kjallaranum „Alltaf á undan en samt á jörðinni. Kvenkynsútgáfan af Starkaði." Aðrir sem nefndir voru: Svava Johansen: „Hún stjórnar auðvitað unglingatískunni en er ekki endilega sú ferskasta." Friðrik Weisshappel: „Gerði barþjónsstarfið eftirsóknarvert í augum ungra fallegra karlmanna.“ Dýrleif Ýr Örlygsdóttir: „Var mjög áberandi tískufyrirmynd og á sjálfsagt eft- ir að verða það aftur." Jón Sæmundur Björnholt: „Heldur alltaf sínu.“ Hjónin Hjálmar W. Hannes- son og Anna Birgis, sendiherrahjón í Kína. „Ef Hjálmar og frú settust í forsetastól værum við búin að eignast alþjóðlegan trendsetter; Anna Birgis er einhver glæsilegasta kona heims.“ Hljómsveit- in Botnleðja: „Bjartasta vonin, enda tónlistarstraumvaldar.“ Árni Þór Sævarsson, eigandi Flauels um tíma: „Hefur lengi skarað fram úr. Er efni í straumvald eins og faðir hans forðum, Sævar í Karnabæ.“ tiáttborðið THF RONDŒS5 WELED BY M.SCOTT PECK, M.D Autxx of The Offerpnt Drum The Road Less Traveled Aster aðskilnaður Lífið er erfitt. Það eru mikil sannindi, einhver mestu sannindi sem um getur. Á þessum orðum Búdda, þar sem vitnað er í „Fjóra göf- uga sannleika“, hefst metsölu- bókin The Road Less Traveled, sem mætti þýða sem Fáfarna veginn, eftir bandaríska sál- fræðinginn M. Scott Peck. Bók þessi hefur í flestum löndum vesturheims prýtt helstu met- sölulista undanfarin tíu ár, allt frá því hún kom fyrst út. Á undanförnum tveimur til þremur árum hefur hún svo náð töluverðum vinsældum á íslandi, en eftir því sem HP kemst næst hafa vinsældir hennar vaxið í beinu sam- hengi við aukna hjónaskilnaði í hverju landi um sig. Þótt upphafsorðin kunni að benda til trúarlegra þanka er bókin fjarri því að falla í þá gryfju, heldur fjallar Peck að stórum hluta um þá blekkingu sem ástin og lífið almennt er. Meðal annars heldur höfund- ur því fram, og rökstyður ágætlega, að ást sé ekki tilfinn- ing heldur sé ást aðskilnaður; það sé ekki fyrr en par fái rými hvort í sínu lagi sem það gerir sér fyrst almennilega grein fyrir hvort ástin er til staðar. Þá ræðst Peck á goðsagnir eins og rómantíska ást og rök- styður líka með ágætum að ást byggist númer eitt á sjálfs- aga. Stóri misskilningurinn að ást sé tilfinning, segir Scott, er fólginn í því að menn rugla í sí- fellu saman ást og hrifningu. Ruglingurinn sé skiljanlegur þar sem ferlið er svipað, en munurinn á ást og hrifningu sé að sama skapi mikill. Hrifn- ing sé jafnt bundin við lifandi hluti sem dauða. Þannig getur manneskja hrifist af demönt- um eða listaverkum og jafnvel talið sig fá ást á þeim og líka á manneskju, án þess að nokkur andleg dýpt sé þar í. í bókinni, sem sálfræðingur- inn Scott byggir á áralangri vinnu sinni með skjólstæð- inga, hefur hann fundið út að ást sé fyrst og fremst vilji; sönn ást sé því ekki tilfinning vegna hrifningar heldur skuld- binding; ígrunduð ákvörðun. Fleira sem gerð eru ágæt skil í bókinni tengist þroska- ferli mannsins, sjálfsaga, trú og ýmsum dyggðum, svo sem mætti heilsunnar. Ólíkt sápuvandamálalausn- arritum á borð við Karlar eru frá mars og konur frá venus, sem var mest selda jólabókin í ár, er The Road Less Traveled, þrátt fyrir ýmsa ameríska kyn- lega kvisti, skrifuð fyrir nokk- uð kröfuhart fólk. Þarna er heldur engin sápa á ferð held- ur skemmtilega útfærðar af- hjúpanir á gömlum bleikum skýjahnoðrum. -GK

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.