Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 26
26 FIMIVrTUDAGUR 22. FEBRÚAR1996 „Ég var eins og geim- vera, lítill og hálfskelk- aður alla mína bernsku," segir Har- aldur meðal annars í viðtalinu. „Skólinn var líka hálfkuldalegur; svona léttfasísk bygg- ing ásamt Sundhöllinni og Hallgrímskirkju. Endalausir gangar, ijósabekkir þar sem maður var látinn sitja ásamt strákunum með græn gleraugu í leður- bandi og tannlækna- stofa þar sem þýskur tannlæknir réð rikjum, en hann var ekkert frekar gefinn fyrir deyfingar." Haraldur Jónsson myndlistarmaður upplifir ísland sem strandað skemmtiferðaskip þar sem allir ganga í hringi og rekast hver á ann- an. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir rakst einmitt utan í hann á dögunum og þau tóku tal saman Heimsmynd úr torfi og grjóti Hann er ljóslifandi dæmi um norræna samvinnu; getinn í Noregi og fæddur í Finnlandi, þar sem hann var fyrstu árin. Hann sigldi síðan heim með Gullfossi þriggja ára gamall og sleit barnsskón- um í Reykjavík. Á fullorðins- árum gerðist hann fjölþjóðleg- ur myndlistarmaður sem elsk- ar miðbæinn í Reykjavik og 34 ára gamall upplifir hann ís- land öðru fremur sem strand- að skemmtiferðaskip þar sem allir fara í stöðuga hringi og rekast hver utan í annan. Har- aldur Jónsson myndlistar- maður var bam og unglingur í hálfþýsku umhverfi Skóla- vörðuholtsins hönnuðu af Guðjóni Samúelssyni, sem hann segir að hafi átt að verða Akrópólis norðursins; draumsýn ráðherra nokkurs sem fól einum og sama arki- tektinum að gera hana að veruleika. Haraldur fór síðan á vit menningarinnar á megin- landinu og stúderaði Frans- menn áður en hann hélt til Þýskalands að læra að búa til skúlptúra. Hann er núna á kafi í einangrun íslensku þjóð- arinnar og heldur í mars sýn- ingu sem tekur meðal annars fyrir það að vera útlendingur á íslandi. „Núna er ég að vinna með eins konar fyrirbærafræði. Sýn- ingin mín á Kjarvalsstöðum í mars er unnin með innilokunar- kennd í huga. ísland sem lokað svæði er meginstefið. Ég er að fjalla um tungumálið og velta fyrir mér erlendum áhrifum og spyr kannski hvað sé að gerast með „ídentítet“ íslensku þjóð- arinnar. Ég held sjálfur að eins konar þjóðernisstefna sé í upp- siglingu. Hún teygir anga sína víða, alla leið inn í mjólkuraug- lýsingu. Ljóshærðar ungar stúlkur syngja um frumafurðir og íslenska tungu.“ Finnst þér það? Kannski er það öðru fremur vegna þess að þjóðernisstefnan er að líða undir lok sem við sjáum hana sem kalda hönd aftan úr einhverju sem virðist vera forneskja? „Já, það getur verið, en það sem skapar spennuna í þessu er að allt er að renna saman. Með bættum samgöngum og samskiptum er fjarlægðin að minnka milli okkar og um- heimsins. Þá er eins og við sé- um þar með að missa allt út úr höndunum og sameiningar- táknið verður öðru fremur tungan. Eins og þetta sé full- komnasta tungumál í heimi. Mér finnst þessi einangrunar- stefna hættuleg og ég vil að hún sé brotin niður. Hvað er svona sérstakt við að vera íslending- ur? Það er einnig áhugavert að velta fyrir sér þessu grunnele- menti með það fyrir augum hvaða áhrif þessi stefna hefur haft á manns eigin þankagang." Það er svolítið skrítið að velta því fyrir sér að helming- ur alls sem fólki þykir fyndið lýtur að tungumálinu; fólki sem talar öðruvísi en meiri- hlutinn? „Það er grein af sama meiði. Að mínum dómi hangir þetta á sömu spýtunni hvort sem það heitir málvernd, takmörkun pólitískra flóttamanna eða þjóðernisstefna. Það er ómögu- legt fyrir útlendinga að verða hluti af þessum minnihlutahópi sem heitir íslendingar; ef mann- eskja talar með hreim þá er hún talin annars flokks. Tungumálið er trúarbrögð íslendinga og við hleypum engum inn í það sam- félag. En útlendingar, sem ein- hverjar óstaðfestar fréttir herma að hafi látið að sér kveða úti í heimi, fá sömu mót- tökur og þjóðhöfðingjar ef þeir láta svo lítið að heimsækja landið. ísland er eins og stórt skemmtiferðaskip. Maður geng- ur í hringi og er sífellt að rekast á sama fólkið, bæði í eiginleg- um og óeiginlegum skilningi. Blöðin sjá svo um að kóróna þetta með því að ljóstra upp hverjir voru hvar á skipinu og á hvaða tíma. Menn geta heldur ekki hreyft sig án þess að verða fréttaskot í DV.“ Lítil og skelkuð geimvera Afi Haralds var Haraldur Björnsson leikari, „sá svarti senuþjófuren bróðir Har- alds, Stefán, hefur fetað leik- listarbrautina. Haraldur hef- ur sjálfur komið nœrri leik- myndagerð ogseldi nýlega út- varpsleikrit sem verður vœnt- anlega flutt fljótlega á rás eitt. „Það var afi minn sem kenndi mér að lesa og þekkja plán- eturnar. Það varð til þess að ég var ári á undan í skóla, en ég var pínulítill innan um bekkjar- félagana, Ijósmyndarinn þurfti að bakka marga metra til að ná mér inn á fermingarmyndina. Afi fór með mig á leiksýningar og ég sá sumar þeirra mörgum sinnum. Ef það var ekki pláss á áhorfendabekkjunum náði hann í lítinn eldhúskoll og þar sat ég og horfði. Ég held að hann hafi ekkert frekar hugsað sér að ég lærði leiklist. Hann vildi bara kynna mér þessa hlið á heiminum. Ég man fyrst eftir mér á leiksýningunni „Nakinn maður og annar í kjólfötum", þá hef ég verið svona fimm ára. Það kemur upp í hugann mynd af nöktum manni með pípuhatt ofan í svartmálaðri tunnu og öðrum á reiðhjóli sem hann hjólaði á um sviðið. Svo var þarna alltaf einhver þjónn að reyna að þjóna fólki, en það vildi ekki láta þjóna sér og lét sem hann væri ekki til. — Eftir sýningar fór ég með afa á bak við og sá alla leikarana og gerði mér því snemma grein fyrir blekkingu leikhússins; að fólk gat sett á sig grímu og leikið framan í áhorfendur en verið síðan bara venjulegt fólk á bak við leikhúsfarðann. „Ekki er allt sem sýnist," var boðskapurinn sem ég las út úr leikhúsinu." Sofnaðirðu aldrei í leik- húsinu? „Nei, það var ekki fyrr en seinna að ég fór að sofna í leik- húsi.“ En hvernig barn varstu á bak við grímuna? „Ég var eins og geimvera, lítill og hálfskelkaður alla mína bernsku. Skólinn var líka hálf- kuldalegur, svona léttfasísk bygging ásamt Sundhöllinni og Hallgrímskirkju. Endalausir gangar, ljósabekkir þar sem maður var látinn sitja ásamt strákunum með græn gleraugu í leðurbandi og tannlæknastofa þar sem þýskur tannlæknir réð ríkjum, en hann var ekkert frek- ar gefinn fyrir deyfingar.“ Segðu mér samt einhverja spennandi barnasögu úr miðbœnum? „Já. Tíu ára gamall var ég að leika mér fyrir utan stjórnarráð- ið með nokkrum börnum. Nix- on Bandaríkjaforseti var í opin- berri heimsókn og kom akandi að ásamt fríðu föruneyti. Þegar hann var stiginn út úr bílnum tók hann í höndina á nokkrum barnanna, þar á meðal mér. Höndin var ísköld og þvöl en hann brosti ákaflega blítt. Ógleymanlegt augnablik. Ég var líka sendur í sveit vestur á land þegar ég var lítill, ellefu ára gamall. Þar var ég lagður í ein- elti. Unglingarnir á bænum tóku mig fyrir og létu mig borða kríu- egg með skurninni, festu fing- urna á mér við símavír og sneru sveifinni hlæjandi. Ég fékk líka minn skerf af hinu villta sveita- lífi, drap lunda og hentist út um allt, en óttinn skyggði á og ég var feginn að komast í bæinn aftur." Haraldur afgreiddi kók og nammi í skólasjoppunni í MR. Þar varð hann vitni að því þeg- ar eitthvað í ætt við pönk hélt innreið sína í skólann sama ár og Johnny Rotten debúteraði í Bretlandi. Eins og allt sem er á undan sinni samtíð hlaut fyrir- bærið lítinn skilning umhverfis- ins en þeim mun meira var fjall- að um það, enda kannski ekki furða þar sem unglingarnir í MR voru frekar grunaðir um að vera eins konar framlengingar af fullorðna fólkinu eða eftir- hermur. „Það var viss félagsleg örorka að vera í MR og það tók nokkurn tíma að jafna sig á eftir," segir Haraldur. „Ég hafði samt mjög gott af því og sá um skólablaðið ásamt jafnöldrum mínum fyrir utan Landspítalann. (Guðjón Samú- elsson enn og aftur.) í kaffitím- anum fórum við í röð að kíkju- gati inn í kjallaraherbergi. Þar var verið að kryfja lík. Það lagði skrítna lykt út úr herberginu og hún blandaðist angan af ný- slegnu grasi. Skurðlæknarnir voru með vindla í munninum til að kæfa lyktina en á höndunum höfðu þeir einnota hanska. Það var rist í líkamana frá hálsi Það og niður að nára. Svo hrærðu þeir í innyflun- um, tóku eitt og eitt stykki og létu í glampandi stálskál- ergrein af sama meiði. Að niuga jökuissyní, mínum dómi hangir ar. Þannig drápum Agli Helgasyni og Kpfta á cnmn cnvhinni við tímann fram Þórhalli Eyþórs- P6ua 3 SOmU SpyiUnm ag mat j hádegis- syni. Við skrifuð- um Ijóð og sög- ur undir tilbún- um nöfnum. Ég vann líka í skólasjopp- unni og á móti mér vann stelpa sem bauð mér í partí og sagði mér að taka þá með sem ég vildi. Ég gerði það og bauð öllum sem mér datt í hug. Þegar ég mætti í partíið var þetta svona rólegheita- stemmning með kartöflu- flögum og ídýf- um. Gestirnir voru að tínast að og það sem gerð- ist seinna er eigin- lega óskiljanlegt enn þann dag í dag. Það byrjaði þannig að einhver gestanna kastaði kristalsösku bakka í glerborð og þá var fjandinn hreinlega laus; margir fleiri fóru að brjóta hluti og rífa bækur og skemma. Ég hélt nú mest að mér höndunum vegna þess að ég þekkti stelp- una. Þetta var ýkt eins og það var sett fram í blöðunum en skrítið samt. Þetta endaði með því að allir sökudólgarnir báðu foreldrana og stelpuna form- lega afsökunar og þetta gleymdist með tímanum." Það er þá ekki úr vegi að biðja um unglingasögu úr reynsluheimi þínum utan veggja menntaskólans? „Það kemur ein dálítið sér- kennileg upp í hugann. Ég var að vinna við að slá gras með þetta á sömu spýtunni hvort sem það heitir málvernd, takmörkun pól- itískra flóttamanna eða þjóðernisstefna. Það er ómögulegt fyrir útlendinga að verða hluti af þessum minnihlutahópi sem heitir ís- lendingar; ef manneskja talar með hreim þá er hún talin annars flokks. Tungumálið er trúarbrögð íslendinga og við hleypum engum inn í það samfélag. En útlendingar, sem einhverjar óstaðfestar fréttir herma að hafi látið að sér kveða úti í heimi, fá sömu móttökur og þjóðhöfðingjar ef þeir láta svo lítið að heimsækja landið.“ hléinu fengum við matinn á stáldiskum, eins diskum og læknarnir not- uðu við iðju sína. Yfir spít- alanum sveif sama lyktin, súr fitulykt. Mér fannst ég vera hálf- óeðlilegur meðan þetta gekk yfir vegna þess að þetta ork- aði ekki frá- hrindandi á mig á sama hátt og hina. Þegar líkam- inn er dauður finnst mér hann vera hlut- ur.“ Með anarkistum Barcelona Háskólinn, hin reisulega bygging Guðjóns Samúels- sonar, tók við mörg- um af skólasystkinun- um úr MR en Haraldur fór ekki þangað. Hann var farinn út til Frakklands að lœra að tala frönsku og borða franskar. „Þetta var eins konar megam- ix af tungumálinu og franskri menningu. En raunverulegu ævintýrin gerðust á Spáni. I einni af ferðum mínum þangað kom ég til Barcelona að heim- sækja vini mína en komst að því að þeir voru fluttir úr borg- inni og ég var því vegalaus. Um allar götur þrömmuðu vopnað- ir lögreglumenn og það sveif svona fasistaandi yfir vötnun- um. Þá spruttu upp frakka- klæddir, horaðir og kinnfiska- sognir menn — eins konar Je- an Paul Sartre-týpur — og tóku mig upp á arma sína. Þetta voru katalónskir anarkistar. Þeir virtust hafa búið til einhvers konar net af mönnum sama sinnis um borgina og þeir fóru með mig á veitingastaði, í bóka- verslanir og búðir og við vorum afgreiddir af mönnum sem voru sömu týpur og tóku enga borg- un. Þeir spurðu bara: „Hvað langar þig í?“ en þar sem ég var alinn upp við að þiggja ekkert af ókunnugum lét ég þar við sitja.“ llmandi goðsagnaloft Hvað með allar frönsku konurnar, gátu þœr ekkert kennt þér um lífið? „Franskt kvenfólk er sveipað ilmandi goðsagnalofti. Þú þarft að fara tíu sinnum út að borða með frönskum konum og jafn- oft á kaffihús til að eitthvað ger- ist. En ég hafði bara námslánin upp á að hlaupa. Frönsk kona trúði mér fyrir því í einrúmi að franskir karlmenn væru ekki góðir elskhugar vegna þess að þeir væru alltaf að leika sjálfa sig í auglýsingu. Eftir að hafa labbað nokkrum sinnum eftir Pigalle og horft á konurnar þar í sínum „svörtu brúðarkjólum" sá ég að íslenskar konur klæða sig alveg eins og franskar gleði- konur, munurinn er að minnsta kosti ekki mikill þó að það sé svo sem engin meining á bak við það hjá íslensku konunum.“ Þú varst í Frakklandi ekki alls fyrir löngu, styrktur til fararinnar af Parísarborg? „Já, það voru borgin og ein- hver stórfyrirtæki. Ég hef alltaf haldið tryggð við Frakkland og farið þangað öðru hverju. París er einn heljarstór suðupottur þar sem allt hrærist og þar þarf fólk ekki að hafa áhyggjur að því að einhver finni að því að það tali með hreim. Ég spyr mig stundum, þegar ég hef tekið þátt í samsýningum með ís- lendingum erlendis, hvað þetta eigi að fyrirstilla, því fá tækifæri gefast til að sýna undir öðrum kringumstæðum. Myndlistin er eingöngu þjóðleg á þann hátt að maður er að vinna með sjálf- an sig í samhengi við annað. En hana þarf ekki að þýða á önnur tungumál, hún er alþjóðleg." En á hverju lifirðu? „Ég lifi eins og fugl. Ég lifi sem sagt af.“ Hefurðu velt fyrir þér hvernig útlendingar sjá ís- lendinga? „Einn þýskur vinur minn kall- ar ísland „Eyesland“, því hér starir fólk á aðra og rekst hvað utan í annað. Við höfum enga tilfinningu fyrir fjarlægðum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.