Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 22.02.1996, Blaðsíða 32
/ Talaðu við okkur um BÍLARÉTTINGAR BÍLASPRAUTUN SóLON IsiANDUS HELGARPOSTURINN Eyrir skömmu var kveðinn upp dómur í máli sem maður nokkur höföaði til lækkunar á álagningu tryggingagjalds. Var ríkissjóður dæmdur til aö endurgreiða manninum nokkra fjárupphæð. Lögmaður mannsins, Ragnar Aðalsteinsson, gerði kröfu um málskostnað fyrir hönd stefnanda eins og eöli- legt er en dómaranum, Skúla J. Pálmasyni, þótti sú krafa nokkuð há. í niðurstöðu dómsins er drepið á málskostnaðar- kröfuna og segir að af gögnum megi ráða að lögmaður hafi leit- að víða fanga við könnun heimilda og gagna. Hins vegar hafi gagnaöflun verið meiri en efni stóðu til. „Hér gildir það, sem endranær, að ekki verður farið óbeðið á annarra kostnað frá Reykjavík til Hafnarfjarðar um Selfoss. Sé lengri leiöin valin verður sá sem það kýs að bera sjálfur kostnaðinn en kann að hafa af því gagn og garnan," segir I niðurstöðu dómarans... TVTú standa yfir svokallaðir Al- JLM þýðubandalagsdagar á Norðurlandi eystra þar sem nokkrir forystumenn flokksins heimsækja fyrirtæki og stofnan- ir auk þess aö halda stjórn- málafundi. Þingmaður flokksins í kjördæminu, Steingrímur J. Sigfússon, er þarna í farar- broddi eins og gefur að skilja. Hins vegar er margt flokksfólk í kjördæminu hissa á því að Margrét Frímannsdóttir for- maður skuli ekki taka þátt í þessum dögum en hins vegar Reykjavíkurþingmennirnir Svav- ar Gestsson og Ögmundur Jónasson... Mikið alvörumál veröur til umfjöllunar í Nonœna húsinu á laugardaginn klukkan 13. Gegn 500 króna gjaldi get- ur hver og einn komið og hlust- að á fjóra fyrirlesara flytja stutt erindi um ástina en yfirskrift fyr- irlestranna er: Að verða ást- fanginn og lifa það af. Þau sem þarna flytja erindi eru Tinna Jóhannsdóttir grunnskólanemi, Funi Sigurðsson menntskæl- ingur, Auður Haralds rithöfundur og Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. Einnig mun Gunnar Gunn- arsson organisti spila á flygil og Þórarinn Eld- járn skáld les úr Ijóðum sínum. Þessu lýkur svo með opnum umræðum um ástina, en það er Sólstöðuhópurinn sem gengst fyrir þessum ástarfundi... Sjálfstæðisflokkurinn er nú að undirbúa eigin heimasíöu á veraldarvefnum og fetar þar í fótspor Bjöms Bjamasonar menntamálaráð- herra, sem er öllum hnútum kunnugur á vefn- um. Heimasíöu Valhallar er ætlað það hlutverk að auðvelda almenningi aðgang að upplýsing- um um stefnu, skipulag og starfsemi flokksins. Þá eiga kjósendur þess kost að senda þing- mönnum sínum línu á vefnum eða senda flokknum kveðjur ellegar tóninn... Samkvæmt því sem fram kemur í Hagtíðindum voru nær 144 þúsund manns á vinnumarkaði í nóvember síðastliðn- um. Flestir störfuðu í iðnaði, þar með talinn fiskiðnaður, eða liðlega 24 þúsund manns og þar eru karlar nokkru fleiri en konur. Næstflestir starfa við heilbrigðis- og félagsþjónustu eða 20.400 manns. Þar af eru 18.200 konur en 2.200 karlar. 1 þriðja sæti er verslun og viðgerðarþjónusta þar sem 19.600 manns starfa, þar af 11.500 karlar en 8.200 konur... m - . * % ' x ■ V.: / fjlf Láttu þaö ekki vaxa þér í augum að eignast draumabílinn! Sjóvá-Almennar geta lánað þér allt að 75% af kaupverðinu. Bílalán Sjóvá-Almennra er einfalt, fljótlegt og þœgilegt og til afgreiðslu strax hjá öllum hílaumhoðunum. SJOVAggrALMENNAR m-greiðir götll þína- Sími 569 2500 • Grænt númer 800 5692 STOFN-fclagar hjá Sjóvá-Almennum greiða lœgri lántöhuhostnað Helgarpósturinn er fluttur i „bláa húsið“ Borgartúni 27 • Skrifstofur og afgreiðsla (opið 10-12 og 13-16): 552-2211.« Ritstjórn: 552-4666. Fréttaskotið: 552-1900. Símbréf: 552-2311. Auglýsingar: 552-4888.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.