Helgarpósturinn - 21.11.1996, Qupperneq 7
7
FIMMTUDAGUR ZL NÓVEMBER1996
Hagkaupsveldið
í hnotskurn
Eignarhaldsfélagið Hof sf. er móðurfyrirtæki
Hagkaups. Það var stofnað fyrir fimm árum
og er alfarið í eigu afkomenda Pálma Jónsson-
ar, stofnanda Hagkaups. Eigendurnir eru; Jón-
ína, Sigurður Gísli, Jón, Ingibjörg og Lilja
Pálmabörn. Hof sf. á hlut í fjölda fyrirtækja og
hafði á síðasta ári um 304 milljóna hagnað. Án
efa vó þar þyngst velta Hagkaups, sem nam
rúmlega 10 milljörðum. Önnur dótturfyrirtæki
og félög Hofs sf. eru að einhverju leyti í eigu
Hofs.
Hagkaup — blönduð verslun
Ikea — húsgögn
Þyrping — fasteignir
Þor — fjárfesting
Baugur— innkaup, dreifing
Þarfaþing — viðhald, verktakar
Álfheimar — Kosta Boda
Ferskar kjötvörur — kjötvinnsla
Bónus — verslun
Þórsbrunnur — vatnsútflutningur
Jari — fasteignir
Futura — Dóminós-pizzur
Höfn — kjötvörur
Loðskinn — sútun
Orkan — olíuverslun
Drífá Sigfúsdóttir, formaöur Neytendasamtakanna
Svar við kalli tímans
Eg tel að sú þróun sem hefur
átt sér stað hjá Hagkaup sé
neytendum til góðs. Það er
krafa neytenda að hafa aðgang
að hvers konar vörum, svo
sem lyfjum eða gleraugum, á
góðu verði. í fljótu bragði
virðist því ekki neitt óeðlilegt
við aukið vöruúrval. Það kerfi
sem var við lýði hjá lyfjaversl-
unum var til dæmis löngu úrelt
og það var kominn tími á að
fleiri fengju leyfi til þess að
reka lyfjaverslanir en hafði
tíðkast fram til þess. Lyfja-
fræðingar starfa í öllum þess-
um nýju lyfjaverslunum, svo
fagmennskan er á sínum stað.
Það sama á við um sölu á gler-
augum. Ég held því að það
skref sem Hagkaup hefur tekið
sé óumflýjanlegt og svar við
kalli tímans," sagði Drífa Sig-
fúsdóttir, formaður Neytenda-
samtakanna.
Drífa sagði greinilegt að
nokkrar breytingar væru fram-
undan í verslunarrekstri hér á
landi eins og hefði sýnt sig er-
lendis undanfarin ár. „Hinn ís-
lenski markaður er smár og
því slæmt ef einn aðili verður
of ráðandi og samkeppnin lítil.
í augnablikinu er því ekki til að
dreifa á þessum sviðum sem
ég nefndi hér á undan. Það
verður líka að skoða ummæli
hagsmunaaðila um útvíkkun
Hagkaups í ljósi stöðu þeirra."
ión G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar
• •
Oll samkeppni
af hinu góða
Oll samkeppni er af hinu
góða. Þess vegna er það
hið besta mál er verslanir
auka vöruúrval sitt og keppa á
sem flestum sviðum verslun-
ar, eins og í sölu lyfja og gler-
augna. Skiptir þá ekki máli
hvort sú verslun heitir Hag-
kaup eða eitthvað annað. Hag-
kaup hefur frá fyrstu tíð selt
fleiri vörur en matvörur og má
í því sambandi nefna hina víð-
frægu Hagkaupssloppa,"
sagði Jón G. Hauksson, rit-
stjóri Frjálsrar verslunar.
Hann sagði að Hagkaup
væri brautryðjandi í lágu
vöruverði hérlendis. Fyrirtæk-
ið hefði hins vegar breyst í
tímans rás og legði nú meiri
áherslu á aukna þjónustu,
margar vörutegundir og lang-
an afgreiðslutíma. „Þótt Bón-
us, sem er svonefnd afsláttar-
verslun, sé nú sú matvöru-
verslun sem býður lægsta
vöruverðið hefur Hagkaup
ekki gleymt uppruna sínum og
er enn í dag að skerpa sam-
keppnina. Sumir hafa haft
áhyggjur af því að Hagkaup sé
orðið of stórt og ráðandi á
markaðinum — of mikið veldi.
Það er vissulega risi á mark-
aðinum. En ekkert fyrirtæki
verður stórt af sjálfu sér. Það
er stórt vegna þess að fólk vill
skipta við það.“
Edda Sverrisdóttir, formaður Samtaka
Laugavegar og nágrennis
Þrengt að kaupmönnum
úr öllum áttum
Pað er vissulega athyglis-
vert hvernig Hagkaup
tekst að selja vörur á eins lágu
verði og raun ber vitni. Ástæð-
an kann að vera sú að þeir hafa
selt árstíðabundnar vörur, svo
sem eins og bíldekk á vorin og
haustin og bækur fyrir jólin, en
þess á milli þjónusta þeir við-
skiptavini sína lítið. En það er
auðvitað viðskiptavinarins að
ákveða hvort hann vill kaupa
vöru hjá Hagkaup og fá litla
þjónustu eða versla við sér-
verslanir þar sem þjónustan er
eins góð og hugsast getur,“
sagði Edda Sverrisdóttir, for-
maður Laugavegssamtakanna.
„Ef viðskiptavinir vilja ann-
ars vegar fá góða og vandaða
þjónustu og ganga að sinni
gleraugnaverslun, dekkjaversl-
un eða bókabúð allt árið munu
þeir velja það. Ef þeir vilja hins
vegar tína vörur úr hillum án
aðstoðar geta þeir gert það
líka. Því er ekki að neita að það
er þrengt að kaupmönnum úr
öllum áttum og það verður æ
erfiðara að stunda verslunar-
rekstur. Bóksalar sem selja
bækur allt árið hafa kvartað í
gegnum árin eftir að stór aðili
eins og Hagkaup hóf jólabók-
sölu og finnst súrt í broti að
slíkur aðili skuli fleyta
rjómann. En það má ekki
gleymast að samkeppni er af
hinu góða — ef hún fer fram á
heiðarlegan hátt. Mér finnst
Hagkaup ekki vera aðalógnun-
in við verslanir í landinu —
miklu fremur verslunarferðir
íslendinga á erlenda grund.
Fjármagnið fer þá úr landi, en
með því að versla við Hagkaup
eða aðrar verslanir hér heima
styrkjum við innlenda verslun
og iðnað.“
Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis og framkvæmdastjóri Verslunarráðs
Utþensla á
erlendri grund
Eg hef engar áhyggjur af
þeim breytingum sem eiga
sér stað með tilkomu Hag-
kaups á lyfja- og gleraugna-
markaðinn. Þeir koma inn á
markaðinn á jafnréttisgrund-
vellli og ekkert sem bendir til
þess þeir muni á einhvern hátt
ná til sín stórum hluta mark-
aðarins með aðgerðum sínum.
Hagkaup hefur selt matvöru í
áratugi en þeir eru ekki eina
matvöruverslun landsins. Það
eru komnar aðrar keðjur sem
þrífast prýðilega í samkeppni
við þá,“ sagði Vilhjálmur Eg-
ilsson, formaður efnahags- og
viðskiptanefndar Alþingis og
framkvæmdastjóri Verslunar-
ráðs.
Hann sagði að íslenski
markaðurinn væri það stór að
hann gæti borið mismunandi
vörur og verð. „Sumir vilja
fremur borga lágt verð fyrir
vöruna og hirða lítt um þjón-
ustuna. Aðrir vilja fá betri
þjónustu og borga þarafleið-
andi hærra verð. Ég sé því
ekki neina hættu á að Hag-
kaup yfirtaki alla gleraugna-
sölu eða aðra verslun í land-
inu. Það er mun merkilegra að
fylgjast með útþenslu fyrir-
tækisins á erlendum vett-
vangi; bæði með opnun
skyndibitastaða og útflutningi
vatns. Slík starfsemi er til
góðs fyrir íslenskt samfélag."
StakkaskiptiHagkaups
Janúar 1993
Futura hf., sem rekur Dóminós-pizzur, stofn-
að af Skúla Þorvaldssyni, Siguijóni Sighvats-
syni og Hagkaup með jafnri eignaraðild.
um umfram það sem mismunur í magni gefur
tilefni til. Niðurstaða þessa máls er talin munu
marka stefnu samkeppnisyfirvalda í öðrum
sambærilegum málum.
Mars 1993
Baugur sf. stofnað utan um innkaup og dreif-
ingu Hagkaups og Bónuss.
Mars 1993
Hagkaup/Hof leigir húsnæði Miklagarðs.
September 1993
Hagkaupsmenn flytja til landsins 2,5 tonn af
soðinni danskri skinku og soðnum hamborgar-
hrygg. Hyggst fyrirtækið bjóða kjötið á innan
við þriðjungi þess verðs sem neytendur greiða
fyrir það íslenska. Tollyfirvöld stöðva afhend-
ingu kjötsins og óska eftir áliti hins opinbera.
Afhending kjötsins er skömmu síðar bönnuð
og fer Hagkaup fram á skaðabótakröfu á hend-
ur ríkissjóði upp á 1,5 milljónir króna.
Október 1993
Hagkaup hefur sölu á Levi’s-gallabuxum og
býður þær á mun lægra verði en verslunin
Faco, sem hefur einkarétt á sölu á Levi’s-fatn-
aði. Levi Strauss á Norðurlöndum fær sett lög-
bann á söluna og segir vöruna falsaða. Galla-
buxurnar eru teknar úr hillum Hagkaups og
innsiglaðar og Levi Strauss höfðar mál á hend-
ur fyrirtækinu.
Nóvember 1993
Titringur meðal blómasölumanna vegna sölu
Hagkaups á blómum. Blómaframleiðendur og
- seljendur segja það rangt að Hagkaup selji
ódýrustu blómin.
Nóvember 1993
Hagkaup, Bónus og Jakub A. Dul Jacobsen,
eigandi Rúmfatalagersins, nema land í Færeyj-
um og opna tvær Bónusverslanir í Þórshöfn og
Runavík. Færeyingar taka verslununum fagn-
andi og langar biðraðir mynduðust við af-
greiðslukassana fyrsta daginn. Jakub gerir ráð
fyrir um 500 milljóna veltu hjá fyrirtækinu í
Þórshöfn og um 300 milljóna veltu í Runavik að
ári.
Desember 1993
Desember 1994
Afsláttartilboð Hagkaups og Bónuss á bókum
fyrir jólin veldur gríðarlegum samdrætti í veltu
að áliti bókaverslana. Bóksalar segja að með
sama áframhaldi muni þeir sjá fram á erfiða
tíma í rekstri. Þá vekur undrun að fyrirtækin,
sem að stórum hluta eru í eigu sömu aðilanna,
skuli heyja verðstríð sín á milli í sölu á bókum.
Teitur Gústafsson, formaður Félags bóka- og
ritfangaverslana, segir að Hagkaup og Bónus
selji bækurnar eingöngu í auglýsingaskyni til
þess að laða fólk að verslunum sínum og fá það
til að kaupa aðra vöru. Óskar Magnússon, for-
stjóri Hagkaups, segir að hér sé um sjálfstæð
fyrirtæki að ræða og það ríki fullkomin sam-
keppni milli þeirra. Hann vísar því ennfremur á
bug að verið sé að gera út af við smærri bók-
sala heldur verði um aukna bóksölu að ræða.
Maí 1995
Þórsbrunnur, dótturfélag Hofs sf., gerir
samning um dreifingu á íslensku vatni um öll
Bandaríkin. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið selji
fimm milljónir vatnslítra.
Nóvember 1995
Orkan hf., sem er í eigu dótturfélags Hofs sf.,
eignarhaldsfélags Jóhannesar í Bónus og olíu-
félagsins Skeljungs, opnar þrjár bensínstöðvar
í Reykjavík og býður 4-5 króna lægra verð en
almennt gerist á bensínstöðvum.
Febrúar 1996
Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, segir
það rangt að fyrirtækið stundi þá viðskipta-
hætti að verðleggja ákveðnar vörutegundir
undir kostnaðarverði, eins og talsmenn dag-
vörukaupmanna halda stíft fram. Hann segir
tíma til kominn að fjölmiðlar hætti að láta
menn komast upp með að fara fram með órök-
studdar dylgjur og birta þær gagnrýnislaust.
Júlí 1996
Hagkaup svarar herraversluninni Dressmann
með tilboðum á jakkafötum.
Verðstríðið milli Hagkaups, KEA-Nettó og
Bónuss heldur áfram. Vöruverðið á Akureyri
það lægsta á landinu og Vilhjálmur Ingi Áma-
son, formaður Neytendafélags Akureyrar, segir
að fjölmargar vörutegundir séu seldar undir
kostnaðarverði.
Ágúst 1994
Ikea opnar verslun sína í Holtagörðum.
Ágúst 1994
Iðnrekendur kvarta undan viðskiptaháttum
Baugs hf. og vilja að Samkeppnisráð hefji rann-
sókn á markaðsstöðu Hagkaups og Bónuss.
Iðnrekendur halda því fram að Baugur setji
birgjum sínum kröfu um óeðlilega mikil afslátt-
arkjör af vörum, einhliða reglur um afgreiðsiu-
tíma, þátttöku í flutningskostnaði og fleira. Þá
telja iðnrekendur að fyrirtækin tvö selji ein-
stakar vörur án álagningar eða jafnvel undir
kostnaðarverði. Jóhannes í Bónus segist ekki
kannast við kvartanir framleiðenda.
Nóvember 1994
Landbúnaðarráðuneytið óskar eftir áliti Sam-
keppnisstofnunar á því hvaða úrræði það hef-
ur til að stöðva það sem ráðuneytið nefnir
óheilbrigða viðskiptahætti á kartöflumarkaðin-
um. Stofnunin hefur umfangsmikla athugun á
því hvort Hagkaup og Bónus njóti óeðlilega
hagstæðra kjara hjá innflytjendum og heildsöl-
Ágúst 1996
Hagkaup íhugar að opna 2.000 fermetra
verslun í Borgarholti í Grafarvogi.
September 1996
Hagkaupsmenn segjast á næstunni munu
opna lyfjaverslun í verslun fyrirtækisins í Skeif-
unni og bjóða hagstæðasta verðið á markaðin-
um. Opnun verslunarinnar veldur titringi með-
al lyfsala.
Nóvember 1996
Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, segir
að Lyfjaeftirlitið hafi lagt stein í götu fyrirtæk-
isins vegna undirbúnings nýrrar lyfjaverslunar.
Segir hann að mörg skilyrði hafi verið sett sem
mætti telja til geðþóttaákvarðana Lyfjaeftirlits-
ins þar sem það hafi í afgreiðslu sinni á málinu
fylgt drögum að reglugerð sem enn væru ekki
samþykkt. Guðrún Eyjólfsdóttir, forstöðumað-
ur Lyfjaeftirlitsins, segir gagnrýni Óskars
benda til lítillar þekkingar hans á lyfjum, lyfja-
dreifingu og þeim regium sem þar gilda.
Nóvember 1996
Stöð 2 flytur frétt þess efnis að Hagkaup hafi
velt þeim kosti fyrir sér að stofna nýtt krítar-
kortafyrirtæki ásamt öðrum fyrirtækjum. Þau
sem nefnd hafa verið til sögunnar eru Flugleið-
ir, olíufélögin þrjú, Bykó, Húsasmiðjan og Bón-
us.