Helgarpósturinn - 21.11.1996, Side 10
10
FIMMTUDAGUR 2L NÓVEMBER1996
HELGARPÓSTURINN
Útgefandi: Lesmál ehf.
Framkvæmdastjóri: Árni Björn Ómarsson
Ritstjóri: Páll Vilhjálmsson
Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf.
Minni karlmenn,
meiri menn
Karlmennskan er karlmönnum til trafala þegar þeir mæta því
andstreymi að skilja við barnsmóður sína og standa frammi
fyrir þeim veruleika að geta ekki stjórnað sjálfir umgengni við af-
kvæmi sín. Frumstæðar hugmyndir um karlmennsku gera karl-
mönnum erfitt með að laga sig að þeirri stöðu að eiga samskipti
við börnin fyrir milligöngu barnsmóðurinnar. Alltof oft brennur
það við að karlmenn taki versta kostinn, sem er að láta börnin sín
lönd og leið.
í Helgarpóstinum í dag er fjallað um fráskilda feður og hvernig
þeir rækja skyldur sínar. Hlutskipti þeirra er að fá samveru við
börnin sín skammtaða og það reynist mörgum þeirra ofviða. Ein-
faldasti útvegurinn er iðulega sá að gefa börnin upp á bátinn.
Þriðjungur skilnaðarbarna sér föður sinn sjaldan eða aldrei og
hjá tæplega helmingnum er engin regla á umgengninni milli föður
og barna.
Sumir vilja kenna því um að móðirin fær alla jafna forræði
barna við skilnað eða slit sambúðar. Það er hæpin skoðun. í ljósi
menningarlegrar og félagslegrar stöðu kvenna er óhugsandi að
karlar standi jafnfætis konum í forræðisdeilum — þótt finna megi
tilvik þar sem forræðið sé betur komið hjá föður en móður.
Rót vandans liggur í hugmyndaheimi karla þar sem skylda og
ábyrgð eru framandi hugtök en þess meira áberandi er sjálftekt-
arhugsun sem brýst fram í aumingjalegri heimtufrekju. Þegar
karlinn fær ekki sínu framgengt lyppast hann niður og kennir öll-
um öðrum en sjálfum sér um eigið volæði. íslenskum karlmönn-
um er sérstaklega hætt við lágkúru af þessu tagi vegna landlægs
agaleysis. íslenska karlmennskan er ekki hert í stáli og föður-
landsást, hún fleytir sér á rembingi og útúrboruhætti.
Ekki fyrr en karlmenn axla þá ábyrgð sem þeim er á herðar
lögð, m.a. með því að sinna börnunum, er hægt að ljá máls á að
þeir fái aukin réttindi í forræðismálum. Það er ekki undir neinum
öðrum en karlmönnum sjálfum komið að gera þær breytingar
sem þarf tii. Meðal nauðsynlegra breytinga er að draga úr fárán-
lega löngum vinnutíma, enn eitt birtingarform séríslenskrar karl-
mennsku, og leggja meiri rækt við lífsgildi þroskaðrar menningar-
þjóðar.
Aferðin er Alþýðubandalagsins,
orðræðan AlþýðufLokksins
Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur, ásamt Þjóðvaka og Kvenna-
lista, leggja drög að frekara samstarfi sín á milli með skipulögðum
fundum. Meðal ungliða þessara stjórnmálafiokka eru uppi áform
um sameiginlegan vettvang og fulltrúar forystu flokkanna hittust
í vikunni til að bera saman bækur sínar. Fulltrúar A-flokkanna
komu úr sveitarstjórnum og er það í samræmi við hugmyndir
Margrétar Frímannsdóttur, formanns Alþýðubandalagsins, sem í
vor lagði til að flokkarnir skyldu freista þess að ná málefnalegri
samstöðu meðal ungliðahreyfinga, í verkalýðshreyfingunni og
meðal sveitarstjórnarmanna.
En sé aðferðafræðin komin frá Alþýðubandalaginu er tungutak-
ið frá Alþýðuflokknum. Yfirstandandi viðræður eru á forsendum
jafnaðarmanna, líkt og Reykjavíkurlistinn, til að mynda, var stofn-
aður sem stjórnmálaafl félagshyggjufólks.
Orð hafa þýðingu og jafnaðarstefnan hér á landi er svo nátengd
Alþýðuflokknum að ekki verður sundur skilið. Ólíkt flestum sam-
bærilegum flokknum í nágrannalöndunum, sem höfðu þjóðfélags-
legt forræði um áratugaskeið eftir seinna stríð, var gullöld Al-
þýðuflokksins þegar hann var í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálf-
stæðisflokkinn á sjöunda áratugnum.
Jafnaðarstefnan hefur aldrei náð nema takmörkuðu fylgi hér á
landi og hún er ekki heppilegur gunnfáni nýrra stjórnmálasam-
taka. Jafnaðarstefnan var róttæk og framsækin þegar efnahags-
legur ójöfnuður var mesta deiluefni stjórnmálanna. Núna er jafn-
aðarstefnan eins og gömul frænka sem öllum getur þótt vænt um,
enda er hún komin að fótum fram.
Helgarpósturinn
Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311
Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311,
fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777,
auglýsingadeild: 552-4888, símboði (augl.) 846-3332,
dreifing: 552-4999.
Netfang: hp@this.is
Áskrift kostar kr. 800 á mánuði et greitt er með
greiðslukorti, en annars kr. 900.
OPINBERA MALRÆKT
^ J^| Þorgeir Þorgeirson
ú er búið að gera afmæli
Jónasar Hallgrímssonar
að degi íslenskrar tungu.
Aumingja Jónas.
Af fúsum og frjálsum vilja
tók hann þátt í því fyrir rösk-
lega hálfri annarri öld að end-
urnýja íslenska tungu. En þeir
Fjölnismenn urðu raunar ekki
vinsælir af því tiltæki fyrr en
löngu seinna, þegar þeir voru
allir dánir og lærisveinar
þeirra, hreintungumenn, orðn-
ir að nýju próblemi, sem virtist
um tíma vera að gera út af við
tungumálið (svona eins og
þegar læknar eru að drepa
sjúklinga sína með lærdómi og
kórréttum meðalagjöfum).
Og nú virðist ríkisstjórnin
hafa falið Jónasi heitnum að
annast nýjar tungulækningar
upp úr gröf sinni (svona eins
og þegar farið er með dauð-
vona sjúkling til lækningamið-
ils ef spítölunum hefur hvorki
tekist að lækna hann né
drepa).
Ég hef líklega minnst á það
áður að öll opinber stefna
gagnvart tungumálinu, hversu
vel sem hún annars er meint,
fer fyrr eða seinna að minna á
umhyggju sem örvasa gamal-
menni eða sjúklingi er jafnað-
arlega sýnd.
Og menn líta upp og spyrja:
Er tungumálið þá svona ör-
vasa?
Viss hrörnunareinkenni nú-
tíma íslensku blasa við hverj-
um þeim sem hefur augu sín
opin. Ekki síst hjá mörgum
þeirra sem hafa vinnu sína af
því að rita málið. Og — það
sem verra er — fólkið sem
bera ætti daglega ábyrgð á
rýni og umfjöllun hins ritaða
máls er að bregðast okkur —
skoðum bara umsagnir bók-
menntasérfræðinga í dagblöð-
unum (sérlega þær „jákvæðu"
og „vinsamlegu"). Einhverra
hluta vegna eru kröfur þessa
fólks til atvinnurithöfunda
komnar niður fyrir lágmark.
Það glamrar að vísu eitt-
hvert tómahijóð smápening-
anna í orðum þessa fólks, en
spurningin sem heiðvirður les-
andi situr uppi með að loknum
lestrinum er bara þessi: Geta
verið til nokkrar hugsanainni-
stæður fyrir svona endalausri
logndrífu hrósyrða og skjalls?
Og svarið er oftast nær neit-
andi.
(Gæti líka verið neytandi).
Því satt að segja minna um-
sagnir um bækur meir og meir
á vanalegan auglýsingatexta
utan á morgunkornspakka.
Og tungumál deyja heldur
ekki alveg með sama hætti og
fólkið sem talar þau og skrifar.
Nær væri að segja að tungumál
deyi úr því fólki sem talar þau
og skrifar.
íslensk tunga er nú í vanda
stödd. Það steðjar margt að
henni. Vaxandi borgarsamfé-
lag virðist ætla að hafa sömu
áhrif hér og það hafði annars
staðar á Norðurlöndum fyrir
margt löngu. Beygingarkerfi
málsins virðist hafa tilhneig-
ingu til einföldunar, stefnir lík-
lega á þriggja falla kerfi eins og
í dönsku, norsku og sænsku
(og furðu mörg orð fá nú eign-
arfallsendinguna -u, a.m.k. í
sjónvarpsfréttum). Gæti það
verið lögmál að einfalt samfé-
lag skapaði flókið tungumál en
flókið samfélag þurfi aftur á
móti einfalt tungumál?
Og sjálf gullnáma málsins,
myndlíkingarnar og orðtökin,
„Og svo mikið er þó
víst að þeir sem stöðugt
eru að hugsa um það að
„vera in“ með ritverk
sín þeir „verða out“
þar sem rættværi
um frjóa hugsun."
•
er að glatast. Líkingar sínar og
orðtök dró tungumálið yfirleitt
af atvinnuháttum og verklagi
sem fátt fólk innan við sextugt
(nema kannski Gyrðir Elías-
son) hefur nokkra persónulega
reynslu af. Samt er verið að
halda í þessa eiginleika máls-
ins með „kunnáttusemi" og
„lærdómi", en lítil viðleitni
uppi höfð til að skapa nýjar og
nærtækari líkingar. Og afleið-
ingin verður sú að unga fólkið
talar og skrifar málið eins og
bara útlendingar sem hafa að
vísu lært það en aldrei lifað
með því sætt og súrt.
Þannig verður íslenska
smám saman eins og annað
tungumái íslendinga án þess
að þeir eignist þó formlega
neina höfuðtungu.
En enskan bíður álengdar.
Einföld, þolinmóð og brúkleg.
Við þessar aðstæður má
reikna með því að andalækn-
ingar Jónasar sáluga dugi
harla skammt.
Ég þekki einkennilegan
mann, rithöfund, sem heldur
því fram að vandi íslenskrar
tungu sé — auk þess sem áður
var talið — af lögfræðilegum
toga og spretti af úreltri meið-
yrðalöggjöf sem hefur vaidið
almennri skoðanahræðslu
(eins og hann orðar þetta)
þannig að nú fari það saman
að yngra fólk missi sambandið
við sjálfar uppsprettur tung-
unnar en haldi þó sambandinu
við sálarástand forfeðranna
sem voru kaghýddir langt fram
í ætt (eins og Þorsteinn Er-
lingsson orðaði þetta). Og
markaðsvæðingin gerir varla
nema auka á þennan ótta.
Almenna ritskoðun virðist
því ekki þurfa hér.
Og svo mikið er þó víst að
þeir sem stöðugt eru að hugsa
um það að „vera in“ með rit-
verk sín þeir „verða out“ þar
sem rætt væri um frjóa hugs-
un.
Það er misbrúk á tungumáli
að nota það til að halda uppi
skoðanaleysi.
Rannsóknir hafa, trúi ég,
leitt það í ljós að sjálfsritskoð-
unin í „löndum sósíalismans“
hefur valdið almennri úrkynj-
un tungumálanna.
Áður hafði verið sýnt fram á
þetta með Þriðja ríki Hitlers.
Nú má enginn halda að ég sé
að vanþakka það sem vel er
gert við íslenska tungu. Síst
sæti það á mér nú. En mig lang-
aði samt til að nota tækifærið
og benda á það að mál eru oft
fjölþættari en svo að þau verði
afgreidd f hátíðarræðu.
Best þætti mér ef þessi orð
gætu leitt það af sér að ríkis-
valdið sparaði framvegis sak-
sóknara sinn í málefnum skrif-
andi fólks og færði hegningar-
lögin í það nútímahorf að al-
mennt þætti á það hættandi að
skrifa einmitt það sem höfund-
inum býr í brjósti. Jafnvel um
opinbera embættismenn.
Það væri líka málrækt.
Frá lesendum
■ Maður hafði samband og furð-
aöi sig á því aö Morgunblaðið
skyldi hafa lagt heilt Reykjavíkur-
bréf undir deilur blaðsins viö
Sverri Ólafsson myndlistar-
mann vegna greinar sem Bjöm
V. Ólafsson skrifaði í Morgun-
blaðið en sagði síöan aö Sverrir
bæri ábyrgð á. Morgunblaðið
krefst opinberrar rannsóknar á
málinu og þótti viðkomandi full-
langt gengiö.
■ Lesandi spuröi hvort ekki væri
ástæöa til að fjalla um samskipti
fíkniefnalögreglunnar og tollgæsl-
unnar, en þau munu vera með
stirðasta móti.
■ Verðstríð apótekanna var hug-
leikiö konu sem taldi þaö sýna aö
álagning lyfjaverslana væri fram
úr öllu hófl. Niðurgreiðsla apó-
teka til sjúklinga væri aöeins til
þess fallin að auka lyfjaneyslu.
■ Athygli okkar var vakin á því að
læknar virðast gefa út vottorð og
rukka fyrir þau í eigin nafni þótt
íkvöld brenn ég í skinninu
að skapa heiminn.
þeir gefi vottorðið út vegna starfa
á sjúkrahúsi þar sem þeir eru
væntanlega á fullum launum.
En hálfnað er verk þá hafið er.
Horfumst í augu.
Leiðrétting
Tvær villur slæddust inn í Ijóð Þorsteins frá Hamri, Sköpun heimsins,
sem við birtum í síðustu bókmenntagetraun. Ljóðið birtist hér aftur.
/mannlegri viðleitni Mest að gera á morgun:
munar um lítið handtak. nóttin fer öll f efnisflutninga.