Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 21.11.1996, Qupperneq 21

Helgarpósturinn - 21.11.1996, Qupperneq 21
FIMMTUDAGUR ZL NÓVEMBER1996 21 m Jetz og Damon íBlur Pað er ekki á hvejum degi sem Kaffibarinn stendur ljósmynd- urum blaðanna opinn. Undantekn- ingin var gerð um helgina í tilefni þess að hljómsveitin Jetz (upprisin Jet Black dó) fékk að troða upp í öllu sínu veldi á þessum innan við hundrað manna bar og nálægðin og heyrnartapið var eftir því. En rétt í þá mund sem ljósmyndarinn klár- aði filmuna mætti á svæðið sjálfur Damon Albarn — nýlentur á Kefla- víkurflugvelli — kominn í enn eitt fríið til Islands. Ætla mætti að hann hefði fallið kylliflatur fyrir einhverri íslenskri blómarós! Gunnar Bjami Ragnarsson, höfuðpaur Jetz, og Krístinn Júníusson, annar tvíburabræðra Móeiðar. Hverjir . CT): hvar Tvíburarnir Guðlaugur og Krístinn em skemmtilega ólíkir. Eins og ein- hver sagði er annar líkur Móeiði en hinn systur þeirra sópransöngkon- unni Ásgerði Júníusdóttur. Sigríður Guðnadóttir söngkona ásamt Davíð Þór Jónssyni, sem hélt mikla útgáfutónleika með Faríseunum í Loftkastalanum kvöldið áður. Úlfur Chaka Karlsson, söngvari verð- launahljómsveitarinnar Stjörnukisa, sem síðar um kvöldið rakst á kollega sinn Damon í Blur. Eftir að hafa hýst afbrotamenn í fjölmörg ár fékk Síðumúlafangelsið annað og öllu gleði- legra hlutverk um helgina þegar sextán lista- menn opnuðu þar sýningu á innsetningum sín- um í jafnmörgum klefum. í innsetningu felst að listamenn fást við rými, sem í þessu tilfelli er þröngir klefar. Sýningin var opnuð á laugardag, rúmu hálfu ári eftir að fangelsinu með litlu ein- angrunarklefunum var lokað. Olafur H. Torfason, Hallgrímur Helgason og Gunnar Smárí Egilsson rýna í útlánalista bóka til handa föngum. Kom þar margt forvitnilegt fram sem sýnir að fangar eru öðruvísi „markhópur" en annað fólk. Meðal annars var að finna á listanum verk eftir Sjón og Andra Snæ Magnason, en hvergi fannst Einar Kárason. Guðlaug Elísabet Olafsdóttir gamanleikkona mætti í félags skap barna og annarra lista- manna. Haraldur Jónsson mynd höggvarí horfir niður til Huldars Breiðfjörð. Þessar dömur eru engar ótuktir. -h™..: "í.; Skan sknpo brúar kynslóðabilið Langt er liðið síðan komið hefur upp fyrir- bæri hér á landi sem höfðar ekki bara til eins markaðshóps heldur nær að brúa öll kynslóðabil. Ekki aðeins stóru börnin hafa heillast heldur einnig þau allra minnstu. Þetta sýndi sig þegar allt troð- fylltist af börnum á öllum aldri á þrjú-sýningu með Skara skrípó á laugardag. Unglingametsöluhöfundurínn Þorgrímur Þráinsson var í fylgd með fullorðnum. Sigmundur Örn Arngrímsson. Stefán Olafsson, prófessor við Hl, ásamt eiginkonunni Eddu Andrésdóttur, fréttaþulu á Stöð 2. Inn arkar einnig framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins; Risastórt útgáfuteiti var hald- ið í einu minnsta en metnað- arfyllsta bókarforlagi lands- ins á föstudag. í húsakynnum Bjarts á horni Bárugötu og Bræðraborgarstígs mættu fjölmargir til þess að gleðast með höfundum nokkurra ný- útkominna bóka hjá forlag- inu, þeirra á meðal Pétur Gunnarsson rithöfundur, feðgarnir Mörður Árnason Og Ami Björns- son ásamt Lindu Vil- hjálinsdóttir Ijóðskáldi, vin- irnir Karl Th. Birgisson, Anna Maria McCrann, Huldar Breið- fjiirð Haraldur Jónsson niynd- höggvari, Vala Þórs leikkona og Eudardo Perez ljósmyndari, Þorsteinn J. Viihjálmsson sjónvarpsmaður, Valþór Hlöðversson stjórnarformað- ur, Jón Hallur Stefánsson rithöfundur, Gerður Kristný og Kristján B. Jónsson. Bragi Ólafsson og fullt af öðru skemmtilegu fóiki. Auk jieirra sem sjást hér á myndum voru í bráð- skemmtilegri brúðkaups- veislu þeirra Sigurðar A. Magnússonar og Sigríðar Friðjónsdóttur í Norræna húsinu þau Þórarinn Eldjárn rithöfundur og Unnur Ólafs- dóttir veðurfræðingur, Krist- björg Kjeld leikkona og Steinunn Jóhanncsdóttir leikstjóri, leikarahjónin í Skemmtihúsinu, þau Erling- ur Gíslason og Brynja Bene- diktsdóttir, Jóhanna K. Eyj- ólfsdóttir formaður Amnesty á íslandi, hjónin Hrafn Jök- ulsson ritstjóri og Ingibjörg Þórsdóttir leikkona, Jóhann Páll Valdimarsson hjá For- laginu, Hlín Agnarsdóttir sem var veislustjóri kvölds- ins, Helga Jónsdóttir leik- kona og Ömólfur Árnason rithöfundur, Gunnar Gunn- arsson ríthöfundur og Hildur Finnsdóttir prófarkalesari, Ámi Berg- mann, Þor- steinn frá Hamri, Dagný | Kristjánsdóttir J bókmennta- fræðingur, Silja Aðalsteinsdóttir menn- ingarritstjóri DV og svo mætti áfram telja. Damon Albam úr hljóm- sveitinni Blur kom eina ferð- ina enn til landsins á laugar- dag og var því eins og við var að búast Damon-kvöld á Kaffibarnum sama kvöld. Þar voru all- ir sem nöfn- um tjáir að nefna; Ing- var Þórðar, Baltasar og bara nokk- urn veginn allir þeir sem hafa verið í þessum dálki að und- anförnu. Innan um allar sætu stelp- urnar á Kaffibrennslunni sást á sunnudaginn til Jonna Sigmars kvikmyndagerð- armanns, Hú- berts Nóa mynd- listarmanns og Ingva Steinars barþjóns með meiru. Jón Sæmund- ur kvikmynda- leikari, mynd- listarinaöur og kjólamelstari sat eins og svo margir í síð- degiskaffi á Sólon á mánu- dag. Þar voru ennfremur Jón Fjömir Thoroddsen, Gunnar Smári F.gilsson útgefandi hjá Dægradvðl og Þórhallur Ey- þórsson málvfsindamaður.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.