Helgarpósturinn - 21.11.1996, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 21.11.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1996 Jamaica Kincaid The Autobiography of My Mother Vintage 1996 Rómantík Sjálfsævisaga móður minnar The Autobiography of My Mother er nýjasta skáldsaga Jamaicu Kinc- aid. Sagan er í formi sjálfsævisögu sjötugrar konu, Xuelu, og sögusviöiö er eyjan Dóminíka í Karabíska hafinu. Sagan hefst viö fæöingu Xuelu en móðir hennar deyr af barnsförum. Æskuárin eru enginn dans á rósum, faöirinn er spilltur lögreglumaöur sem sinnir dóttur sinni ekkert og stjúp- móðurinni er í mun aö eyðileggja líf hennar. Rauöi þráöur bókarinnar er móðurmissirinn; lif barns án móöur. Þótt Xuela sé í æsku upptekin af þjáningum annarra þá er hún einnig hugfangin af sínum eigin þjáningum. Hún minnir stundum á aðra þekkta sögupersónu, Jane Eyre, en þær eiga þaö sameiginlegt aö í æsku eru þær báöar á valdi grimmlynds fulloröins fólks. En þeirra leiöir skilur því Jane Eyre fann ástina en Xuela heldur áfram aö hata. Sagan er eintal Xuelu, sjónarmiö annarra skipta ekki máli. Stíllinn er afar Ijóörænn, setningar knappar og notkun lýsingar- og atviksoröa í lág- marki. Stundum er eins og blindur maöur skrifi söguna því umhverfislýs- ingar eru nánast engar. En í raun er bókin kjarnyrtur oröaflaumur sem er mjög grípandi í nekt sinni. Allt er látiö flakka, Xuela lítur yfir farinn veg án þess aö fegra nokkurn hlut. Sagan er krefjandi og höfundi tekst á vissan hátt aö dáleiöa lesandann. Enginn ætti aö vera ósnortinn eftir lestur þessarar bókar. Bókin er 228 síöur, fæst hjá Máli og menningu og kostar 1.795 krónur. John Berendt Midnight in the Garden of Good and Evil Vintage 1995 Morðsaga í Suðurríí^junum Snemma morguns 2. maí 1982 heyrist skothríö af byssu í einu fín- asta húsi Savannah-borgar í Georgíu- fylki í Bandaríkjunum. Ungur glæpa- maöur, Danny Hansford, hefur falliö í valinn. Var þetta morö eöa sjálfs- morö? Hér er enginn skáldskapur á ferö heldur raunveruleg saga af morömáli. Höfundurinn, John Berendt, lýsir þvi þegar hann flytur til Savannah eftir aö hafa búið í tuttugu ár í New York, þar sem hann hefur veriö dálkahöf- undur hjá karlaritinu Esquire (hann skrifar enn í blaðiö). Sögusviöiö er eins og áöur segir hin fagra Savannah-borg. Borgin er kyrrlát og menningarleg og íbúar hennar eru tortryggnir í garö aökomu- manna og vilja síöur breytingar. Þegar glæpurinn hefur veriö fram- inn kemur nýrikur fornmunasali, Jim Williams, fram á sjónarsviöiö ogjátar á sig glæpinn. Þrátt fyrir aö Jim sé hýr og nýríkur þá nýtur hann vinsælda meðal elítunnari borginni. John Berendt gæöir söguna lifi meö skemmtilegum frásögum af hin- um ýmsu ibúum og þjóöfélagshópum Savannah-borgar. Mannlýsingarnar eru hógværar en vel til þess fallnar aö auka á spennuna því auövitaö gengur sagan út á þaö hver framdi glæpinn. Midnight in the Garden of Good and Evil hefur fariö sigurför um heim- inn og var meöal annars I rúmt ár á metsölulista The New York Times. Bókin er 388 síður, fæst hjá Máli og menningu og kostar 995 krönur. Eru fréttamenn málaliðar eigendanna? Upp á síðkastið hefur borið meira en oftast áður á því hvort tilteknir fréttamenn eða fréttastjórar séu æskilegir eða óæskilegir. Fréttastjóri, sem neitaði að hvika frá grundvall- aratriðum fréttamennskunnar til þess að þjóna öðrum hags- munum, var rekinn. Þessi brottvikning vakti umtal og raunar heyrir það almennt til frétta, þegar óbreyttir blaða- og fréttamenn fá reisupassann. Þótt fjölmiðlafólk sé yfirleitt alltof upptekið af sjálfu sér og starfssystkinum sínum, þá er þessi athygli núna verðskuld- uð. Persónurnar sjálfar skipta ekki öllu máli heldur fremur hvað stendur á bak við svona mannabreytingar auk þess litla starfsöryggis, sem blaða- og fréttamenn njóta, þegar á hólminn er komið. Brottrekst- ur Elínar Hirst ber vissulega hæst þessa dagana, en fyrr í þessari viku fengum við þær fréttir, að Þresti Emilssyni, fréttamanni hjá sjónvarpinu, hefði verið sagt upp í tvígang á tveimur árum í því skyni að koma í veg fyrir fastráðningu hans! Ráðningarsaga hans hjá Ríkisútvarpinu er reyndar svo furðuleg, að hún er sérstakt umfjöllunarefni. Með því að reka hæfan fréttastjóra er verið að koma ákveðnum skilaboðum á fram- færi. Eigendur fjölmiðils eru ekki ánægðir með störf eða stefnu fréttastjórans. Þeir vilja sjá breytingar á fréttastefnu viðkomandi fjölmiðils vegna þess, að fréttastjórinn sér þjóðfélagið öðrum augum en eigendurnir. Það táknar í fram- haldinu, að allir fréttamenn viðkomandi miðils verða að endurskoða afstöðu sína til frétta, endurmeta fréttamat sitt, og þá væntanlega í sam- ræmi við stefnu nýs frétta- Fiölmiðlar Halldór Halldórsson skrifar stjóra, sem er eigendum fjöl- miðilsins þóknanlegri en sá brottrekni. Fréttamennirnir eiga fótum sínum fjör að launa. Þeir verða að temja sér nýja siði og reyna að sjá umhverfi sitt með augum eigendanna og gæta þeirra hagsmuna, sem eigendurnir telja mikilvægari en að leggja fyrst og síðast áherzlu á að segja sannleik- ann. Það má vel vera, að þetta hljómi öfgafullt, en svona túlk- un er a.m.k. vísbending fyrir al- menning um það hversu starf fréttamanna getur verið við- kvæmt. Á öllum fjölmiðlum er ákveðið andrúm, tiltekin lína, sem fréttamenn eiga ekki að fara yfir. Línan er í sjálfu sér ósýnileg, en hún er m.a. skil- greind með brottrekstri frétta- stjóra eða ráðningarvenjum viðkomandi fjölmiðils. Félagi Lenín og „frjálsir" f jölmiðlar En hvers vegna fá fréttastof- ur ekki að starfa í friði? Það er af ýmsum ástæðum, en oftast vegna auglýsingahagsmuna, hagsmuna sérlegra fyrirtækja, sem ekki má styggja, hags- muna stjórnmálamanna eða - flokka, og síðast en ekki sízt sérhagsmunahópa, sem á að hlífa. Sumir eigendur fjölmiðla tækju sjálfsagt heils hugar undir með hugsun félaga Ni- kolaj Lenín um það sem kalla mætti mörk tjáningarfrelsisins, þegar hann sagði: „Hvers vegna ætti að leyfa málfrelsi og frjálsa fjölmiðia? Hvers vegna skyldi ríicisstjórn, sem gerir það sem hún trúir að sé rétt, að leyfa gagnrýni á „Sumir eigendur fjölmiðla tækju sjálfsagt heils hugar undir með hugsun félaga Nikolaj Lenín um það sem kalla mætti mörk tjáningar- frelsisins, þegar hann sagði: „Hvers vegna ætti að leyfa málfrelsi og frjálsa fjölmiðla?““ sjálfa sig? Slík stjórn myndi ekki leyfa stjórnarandstöðunni að bera banvæn vopn. Hug- myndir eru mun hættulegri fyrirbæri en byssur. Hvers vegna skyldi hverjum sem er leyft að kaupa prentvél og dreifa skaðvænlegum skoðun- um, sem væru eingöngu settar fram til að koma stjórnvöldum í bobba?“ Það er í sjálfu sér ekki mjög langsótt að setja eigendur fjöl- miðla í sömu spor og Lenín. Á sama hátt og sjálfsagt þótti skv. alræði Leníns að vernda ríkið og ríkisstjórnina mætti hugsa sér stöðu fjölmiðlaeig- andans á sama hátt. Hann á öflugan fjölmiðil með frétta- stofu sem hefur mikil áhrif í samfélaginu, en sjálfur hefur hann, eigandinn, engin áhrif á fréttamatið, hvað þá efni frétt- anna. Þegar miklir hagsmunir eru í veði gæti maður ímyndað sér, að sumum eigandanum þætti þetta óþolandi aðstaða. Enda dreg ég stórlega í efa, að til sé sú fréttastofa eða rit- stjórn á íslenzkum fjölmiðlum, sem tekur ekki tillit til sjónar- miða eigandans, vitandi eða óafvitandi. „Frjálsir og óháðir“ — hvað er nú það? Flest dagblöð á íslandi hafa þjónað stjórnmálaflokkum og boðskap þeirra. Frjáls og óháð blöð eiga að vera óháð, en það er í raun goðsögn. Blöð, sem eru ekki rekin sem pólitísk málgögn, eiga að skila hagnaði. Af þeirri einföldu ástæðu er þessum blöðum ekki hollt að troða hagsmunaaðilum um tær, ef slíkt gæti haft neikvæð áhrif á tekjur fjölmiðilsins. í rauninni má færa rök fyrir því, að svokallaðir frjálsir fjölmiðl- ar séu háðari ýmsum sérhags- munum en málgögn stjórnmál- anna. Morgunblaðið, risinn á blaðamarkaðnum, var til skamms tíma málpípa Sjálf- stæðisflokksins að réttu mati flestra kunnáttumanna. Það hefur breytzt. Á hinn bóginn gleymist oftast sú staðreynd, að Morgunblaðið var í upphafi, þegar búið var að véla það af Vilhjálmi Finsen, blað er- lendra og innlendra kaup- manna í Reykjavík. Finsen gafst upp fyrir auglýsingavaldi útlenzkra kaupmanna og nokk- urra annarra íslenzkra „smá- peða“. Það væri barnaskapur að reyna að halda því fram, að fjármagn og auglýsingar ráði ekki mestu um stefnu og yfir- bragð fjölmiðlanna. Frjáls fréttamennska hefur alltaf átt í vök að verjast. Margtugginn áróður um frelsi og óhæði til- tekinna fjölmiðla verður að setja í beint samhengi við efna- hagsleg áhrif á ritstjórnar- stefnu þeirra. Bókmenntagetraun Isíðustu viku birtum við ljóðið Sköpun heimsins eftir Þorstein frá Hamri. Tvær villur slæddust inn í ljóðið (sjá bls. 10) og kannski er það þess vegna sem engin rétt svör bárust. Að þessu sinni biðjum við um höfund texta úr lítilli bók eftir mikið skáld. Þeir sem þekkja höf- undinn ættu að senda okkur línu, annaðhvort í pósti: HP, Borgartúni 27, 105 Reykjavík, eða á myndrita: 552 23 11, fyrir þriðjudag. Úr réttum lausnum verður dregið og vinningshafinn fær senda bókina Úr plógfari Gefjun- ar, tólf íslendingaþœttir, eftir Björn Th. Björnsson. Hver skrffaði? Ojá, þeir ösluðu þarna áfram í hríðinni, um annað var ekki að gera. Á meðan leið dagurinn, þessi dagur sem var ekki lengur sýnilegur, aðeins örl- aði fyrir eins og ofurlítilli glætu í snækófinu. Benedikt hafði tekið stefnu á „kofann" sinn, er hann kallaði, enda þótt það væri aðeins jarðhola með hlemmi yfir, ofurlítil grýta, einskonar gröf. Hann gróf hana fyrir tuttugu og sjö árum nálægt miðju þess svæðis, sem hann hafði ásett sér að kanna. Og hafði kosið til þess hólbarð sem lá ekki það áveðurs að veruleg hætta væri á að hlemmurinn, þyngdur með steinum, fyki út í buskann, en á hinn bóg- inn ekki nógu hátt til að loku var fyrir skotið að vatn rynni ofan í hana. Alvara # I miDIU BISTStLltB EETSÍSPÍET IIIEIIS. Robert S. McNamara: ln Retrospect The Tragedy and Lessons of Vietnam Vintage Víetriamstríðið Höfundurinn var varnarmála- ráöherra í ríkisstjórnum Kenne- dys og Johnsons á sjöunda ára- tugnum og bar stóra ábyrgö á stigmögnun Víetnamstriösins sem leiddi til ósigurs stórveldis- ins og þjóöfélagslegrar upp- lausnar. MacNamara var I senn vélmenniö; kom úr toppstööu hjá Ford, sem hann endurreisti eftir seinna stríö ásamt „töfra- strákunum" sem gátu allt (tveir frömdu sjálfsmorö), og ráögátan; eftir aö hann sagöi af sér 1968 sagöi hann ekki stakt orö opin- berlega í aldarfjórðung um Víet- namstríöiö. Meö þessari þók reynir fyrrverandi stríösherra aö gera hreint fyrir sínum dyrum. Þaö tókst ekki þótt margir sam- landar hans lofuöu verkiö. Gagn- rýnendur og fyrrverandi andstæö- ingar stríösrekstrarins eru ekki tilbúnir aö fyrirgefa og finnst lítiö til syndaregistursins koma. í tlmaritum á borö viö New Repu- blic og Nation var MacNamara skensaöur fyrir aö þegja of lengi og segia ekki nógu mikiö loksins þegar hann tók til máls. Merki- legri bækur hafa veriö skrifaðar um Vletnamstriöiö, t.d. A Bright Shining Lie eftir Neil Sheenan og The Best and the Brightest eftir David Halberstam, en bók fyrr- verandi varnarmálaráöherrans er samt lestrarins viröi. Bókin fæst hjá Máli og menn- ingu og kostar 1.850 kr. 30% afsláttur Mál og menning býður 30% afslátt af erlendum skáld- sögum í kiljubroti Fjölmidlar í tölum Myndbönd ‘95: lélenskt 446eriend Myndbandstæki er til á sjö til átta af hverjum tiu íslenskum heimilum og er hlutfallið viölika ogí Bandarikjunum, Bretlandi og Japan, sjálfum háborgum myndbandamenningarinnar. En hvaðan kemur myndbandaefniö? Undanfarin ár hafa rétthafar mynd- banda aö jafnaði gefið út 500 titla af leigumyndböndum, sem er meira en tvöfalt framboö kvikmyndahúsa. Þar af eru um nlu af hverjum tíu banda- riskar. Til samanburðar má geta þess aö „aöeins" þrjár af hverjum fjórum myndum I kvikmyndahúsum eru bandariskar. Hlutur bandarískra mynda á myndbandamarkaði hér er langtum stærra en viðast á byggðu bóli. Að sama skapi er vegur inn- lendra mynda með fátæklegasta móti hér: T.d. á Spáni og I Finnlandi telja bandariskar myndir 49% af framboö- inu, en innlendar myndir 16% og 24%. Útgefnir titlar leigumyndbanda á Is- landi 1995 eftir framleiðslusvæöum fsland Norðurl. Evrópul. Bandar. Önnur alls Fjöldi 1 4 24 404 14 447 Hlutfall 0,2 0,9 5,4 90,4 31 100 Hér eru aðeins taldir þeir titlar sem rétthafar gefa út. Ótalinn er hlutur þeirra sem gefa út og fjölfalda mynd- bönd án tilskilinna leyfa. Ætla má að þeirra hlutur nemi milli 15 og 20% af heildarmarkaöinum. Þá eru forboðnu ávextirnir ótaldir, bláu myndirnar, sem hvergi koma fram I opinberum gögn- um líkt og heimilisstörfin I hagtölum. Heimild: Hagstofa Islands

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.