Alþýðublaðið - 13.01.1922, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.01.1922, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ* H. I. S. Til sölu: Mótovbitur, 8 íonn, með 7-8 besta Tux- hamvél (stendur uppi í Skipasmíðastöð Magnúsar Guðmundsson- ar, skipasmiðs). Lítill mótorbálur með amerískri benzfnvé! (stendur uppi f Duus porti). Ennfremur amevísk snyppinót ásamt síldarneti og fiakUfnum. Allar frekari upplýsingár gefur Hið ísL Steinolíuhlutafélagf. Simar 214 og 737. I unin til íjárhagslegrar endurreisnar eigi að hafa 20 milj. sterlings punda. írlanðsmálin. Símað er frá Dublin, að endur kosning de Valera hafi verið feld með 6o atkv. gegn 58. Griffith kosinn forseti Daily Eireans (þings- ins), og gengu fylgismenn Valera þá út úr salnum. Zil athugunar. Gamla árið er nú horfið og kemur aldrei aftur; horfið með sfnum góðu og vondu tfmum. En þó finst mér hafa borið meira á þeim verri tímunum hjá okkur, sem eigum i orði kveðnu að vera upp á þeirra náð komnir, sem hafa framleiðslutækin og skaffa atvinnunu, og geta, eftir sínum eigin geðtótta Iátið okkur svelta og jafnvel deyja úr hungri. Aldrei hafa augu mín opnast betur en á þessu liðna ári fyrir því, hve misjafnt og illa kjörum mannanna er skift, og hve sam- vizkulaust núverandi þjóðfélags- skipulag er. Og aldrei hefi eg betur séð innræti auðvaldsins, bæði hér á landi og annarstaðar, en á þessu liðna ári. Og eg hefi verið að furða mig á því, að eg skyldi ekki hafa tekið eftir þvf fyr, en það getur nú kannske orðlð mér til afsökunar, að eg er ungur og hefi Iítið hugsað um þau efni, sem bæði sjálfan mig og aðra skiftir svo miklu. Eins og eg sagði áðan, þá get eg nú ekki grobbað af því, að hafa verið jafnaðarmaður frá þvf eg kom til vits og ára, en lffsreynslan hefir kent mér að ifta rétt á- það mái, og nú er eg kommúnisti. Eg ætla ekki að fara að tala neitt um hvers vegna, en skeð getur að eg segi frá því sfðar. Eg er einn af þeim, sem hata öll rólegbeit og hilfvelgju f þessu, þvf eg hefi þá föstu sannfæringu, að það geti orðið til kanske óútreiknanlegs tjóns fyrir þá, sem eiga að njóta góðs af stefnunni f framtíðinni. Þegar eg kynfist stefnunni fyrst, þá sá eg strax að hún hlaut að sigra um sfðir, um síðir segi eg, ja náttúrlega vegna þess að mér hefir, af viðtali við marga sem hafa sömu stöðu og eg og aðrir almennir verkamenn og sjómenn, virzt þeir eiga bágt með að átta sig a jafnaðarstefnunni, þó ótrúlegt sé. En eg geri ráð fyrir að það sé nú aðeins vegna þess, að þeir hafi ekki haft hugsun eða viija á þvf, að kynna sér hana, og eg er ekki alveg frá því, að grunn- hyggni hjá þeim, sem þykjast vilja vera mótstöðumenn jafnaðar stefnunnar, hafi gert sitt tii að gera þá ruglaða f rfminu. En við, sem erum komnir á þessa skoðun og þekkjum stefnuna, ættum að gera okkar besta til að sannfæra þá, um hversu skaðlegt er fyrir þá, sjálfra þeirra vegna, að hringla kannske sitt á hvað, eins og svo leiðis mönnum hætrir svo mjög við. Eg álft að allir þeir, sem vilja kalla sig og eru jafnaðar- menn, ættu að álíta það skyldu sfna, bæði vegna þessarar stefnu og þessara umtöluðu manna, að koma þeira á þessa skoðun, A þessu f hönd farandi ári ættu allir að reyna að starfa af lífi og sál fyrir heili hamingju þeirra, sem eru orðnir útundan í mannfélaginu af völdum auðvalds ins, þvf um aðra getur ekki verið að ræða, sem haía ánægju af að gera meðbræður sfna að öreigum. Og höfum það hugfest, að betra og göfugra hlutverk getum við ekki kosið okkur. Og ef við leggj umst allir á eitt, þá er eg viss um að árangurinn verður góður. Og þegar við erum búnir að koma ár okkar vel fyrir borð og störfum allir að þvf markmiði sem þið vitið allir hvað er. Þá er eg viss um að þjóðfélagsstoð* irnar fúnu fara smátt og smátt að láta uudan, og þá munu sannasl orð skáidsins okkar góða, Þor- steins Erlingssonar: ,Þá nötrar vor marggylta mann- félagshöll, sem mæðir á kúgarans armi, sem rifin og fúin og ramskekt er öll og rambar á helvítis barmi. Á. M. Gr Um ðaginn og vegin. í anglýsingn frá Kaupfélagi Reykvikinga í gær vantaði undir- skriftina „Stjórnin', leiðréttist þetta hér með. Kvöldskemtnn hélt Kvenrétt- indafélagið f gær til ágóða íyrir húsmæðranámskeið, sem halda á hér f bænum. Skemtunin er fjöl- breytt og á að endurtaka hana í kvöld og á sunnudaginn. Hjálparstöð Hjúkrunarfélagsin t. Lfkn er opin sem hér segir: Mánudaga. . . . kl. 11—12 f. ki. Þriðjudaga ... — 5 — 6 e. h. Miðvikudaga . . — 3 — 4 e. h.. Fðstudaga .... — 5 — 6 e. h. Laugárdaga ... — 3 — 4 e. b,- „Leiíur hepni“ kom af veið- um f morgun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.