Alþýðublaðið - 01.05.1971, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 01.05.1971, Qupperneq 9
HÚNAF- GREIÐIR OKKUR Hún er í Verzlunarmann'afé- laginu og vinnur í búð. Laum- in henmar fara að verulegu leyti eftir menntun hennar um- fram skyldunám. Byrjunar- launin eru 11.984 krónur á mánuði, en geta samkvæmt samningum komizt upp í 19,- 470 krónur á mánuði. Vinnutíminn hennar er óhóf- ltega langui' og einhver sá lehgkti, siern þekkist hór á landi. Vorið 1969 var henni gert skylt að vera í lífeyrissjóði VR og öðlaðist við það mikil- vaeg félagsleg réttindi. Samningar verzlunarfólks remia út 1. októher næstk. og er félagið þegaa- farið að leggja drög að nýrri samningsgerð. • I Húnvinn- ur skrif- j stofu- | störfin Hún er í Verzlunarmanna- félaginu og vinnur á skrif- stofu. Byrjunariaunin eru 11.984 krónur á mánuði, en geta skv. samningum komizt upp í 19.470 krónur á mánuði. Ritarar hafa upp í 20.816 krón- ur í mánaðarlaun. Vinnutími hennar ei skikk- anlegur eða 38 stundir á viku, en hún vill eims og reyndar annað skrifstofufólk hafa fri á laugardögum. Hún er í líf- eyrissjóði eins og afgreiðslu- stúlkan. Núgildandi kjarasamningar, sem stúlkan fær greidd laun eftir, renna út 1. október. Að undanförnu hefur stéttar félag hanis unnið að því að fá aðbúnað allan, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum bætt. Hann er í tiltölulega nýstofn uðum lífeyrissjóði, sem stofn- aður var 1969, en greiðslur úr honum hafa enn ekki varið hafnar. Sa'mninigar járnsmiða voru undirritaður í júlí síðastl. - og renna út 1. október nælstk. Undirbúningur næstu samninga er þegar hafinn. JÁRNSMIÐUR Hann er járnsmiður og er í Félagi járniðnaðarmainna. — Samningsbundið vikukaup fyr- ir 41Vá stundar vinnuviku er 5.293 krónur. Yfirleitt hefur hann 8—10 stunda eftirvirunu á viku, Vikukaupið er 'þanndg 6.200—6.450 krónur. Atvinnuástand hjá járnsmið- um hefur að undanförnu ver- ið heldur gott og verið nokkux eftirspurn eftir fólki í störf þeirra. Bygginga- verkamaður Hann er byggingaverkamað- ur og það er mikið að gera um þessar mundir og skoriur á vönurn verkamönnum í bygg- ingarvinnu. Hann hefur 82,05 kr. á tímann í dagvinnu fyrstu tvö árin, en að þeim liðnum hækkar tímakaupið upp í 85,35. Hanm vinnur 44 stundir í dag- vinnu á viku og 10 stundir í eftirvinnu og vikukaupið nálg- ast 5.000 krónur. Yfirborganir til bygginga- verkamanna tíðkast nokkuð, og einnig ákvæðisvinna, eink'- um hjá sérhæfðum mönnum með langa stai'fsreynslu, sem geta gemgið í hvaða veæk sem Hann hefur rétt á þriggja vikna sumarfríi. Ef h'ann verð- ur veikur, á hann í'étt á ein- um veikind'adegi fyrir hVern mánuð, sem hann heifu'r vierið hjá sama atvinnurekanda. Eftir að hafa verið hjá honum í eitt ár eða lengur, á hann rétt á 4 vikna veikindafríi mleð ó- skertu kaupi eins og hann hefði verið í vinnu. Hann misisir þfessi mikilvægu réttindi sín, flytji hann sig milli atvinnurekenda. Samningar verkamanna renna út 1. október næstk. og hefur Dagsbrúr. kosið 13 mianna samninganefnd. HAFNARVE RKAM AÐUR Hann vinnur við höfnina. Honum eru greidd laum sam- kvæmt 5. taxta Dagsbrúnar og auk þess greiða skipafé- lögin 5% ofan á þamn taxta. Byrjunarlaunim við höfnina eru 88,75 kr. á tímamn í dag- vinnu Og eftir 2 ár 92,10 kr. á tímann í dagvinnu að við- bættum 5%. Hann vinnur yfiirleitt frá 8—19 virka daga ' og til hádegis á laugardögum og aldrei á sunnudögum. Ann- ars er vinnutíminm nokkuð ó- reglulegur og fer eftir skipa- komum. Hann er eins og flestir hafnarverkamenn fast ráðinn og hefur kauptrygg- ingu, en með samningum um þessi atriði, hvarf að mestu gamla „eyrarröltið“, leifar kreppuáranna. Sérhæfð störf við eyrina eru heldur hærra launuð en áður greinir. Sömuleiðis tíðkast bónusvinna, sem hefur gefizt í sumum tilvikum vel en mis- tiekizt í öðrum. Hæst munu lauinin vera við afgreiðslu á togurum, sem er að hluta til unnin í bónllsvinnu, sem gefið hefur nokkurn tekjuauka. Félagsleg réttindi hafnar- verkamanna eru hin sömu óg byggingaverkamanna. Laugardagur 1. maí 1971 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.