Alþýðublaðið - 14.05.1971, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.05.1971, Blaðsíða 3
- segir Gylfi Þ. Gíslason □ — Mikilvægasta verkefnið á sviði almannatrygigkiga er nú að endurskoða fj áröflunarkerfi tryggingaana, segir Gylfi I>. Gíslason. Tryggingagjöld eru nú innheimt sem nefskattar og tel- ur Gylfi það vera hæpið frá fé- lagslegu sjónarmiði þar, sem tryggingar hér á landi séu orðn- ar mj'íg viðamiklar. Niefskattar koma mjög ójafnt niður óg sér- staklega hart á tekjulágu fólki, segir Gylfi. Sjálfsagt er því, að fjáröflunarkerfi trygginganna verði breytt á þann hátt, að í stað nefskatta verði ti-ygginga- gjöld á lögð eftir gjaldþoíi og félagslegum aðstæðum, en sú leið hefur mjög víða verið valin, t.d. í Noregi. Um næstu verkefni á sviði al- mannatrygg'inga segú Gylfi Þ. Gíslason. „Löggjöf um alnmnnatrygging- fir verður aldrei fulisamin. Á síð- asta Alþingi var samþykkt ný almannatryggingalöggjöf, sem fól í sér veigamiklar umbætur á þessu sviði. Mieginbreytingarnar l'Utu að hæð bótanna og bótasvið inu. Hins vegar voru litlar breyt- ingar gerðar á ákvæðum gildandi laga um fjáröflun til trygginga- kerfisins. Auðvitað verður ávaiit þörf á breytingum á bæði hæð bótanna Og bótasviðinu. En eftir því sem bæturnar hækka meira og eftir því sem meira fé rennur um almannatryggingakerfið, verð ur það mikilvægara, hvernig fjárins til trygginganna er aflað. Ég er þeirrar skoðunar, að mik- ilvægasta verkefnið í trygginga- málum sé nú það að endurskoða fjáröflunarkerfi trygginganna, ekki aðeins að því er varðar skipt ingu kostnaðarins milii ríkis, sveitarfélaga, atvinurekenda og hinna tryggðu, heldur einkum og sér í lagi skdptingu byrðar- innar milli hinna tryggðu inn- byrðis. Þegar tryggingakerfi er orðið jafnvíðtækt og það er orð- ið hér á landi, verður að telja hæpið, að réttlátt geti talizt frá félagslegu sjónarmiði að inn- heimita iálmannatryggingargjöld sem nefskatta. Nefskattarnir koma mjög hart niður á tskju- lágum mönnum, t.d. námsmönn- um. Þess vegna er tvímælalaust orðið tímabært að þsssi atriði verði endurskoðuð, en samtímis þarf að fara fram endurskoðun á öllum beinum sköttum íslend- inga. Að því ætti að stefna, að byrði allra beinna skatta og al- mannatryggingagjalda verði jafn að niður eftir gjaldþoli og félags- legum aðstæðum. Jafnhliða þarf að sjálfsögðu að endurskoða gildandi kerfi pensónu- og fjöl- skyldufrádráttar og fjölskyldu- bótakerfið. Annað mikilvægt atriði á sviði almannatrygginga er að semja heildarlöggjöf um lifeyrissjóði og um tengsl tekjutengdra lif- eyristrygginga við hið almenna ellilífeyriskerfi almannatrygging anna. Almannatryggingar eru mi’cil- vægt tæki til þess að tryggja af- komuöryggi. Hitt verður samt jafnan að hafa í huga, hversu Framh. á bls. 10. □ Alþýðublaðiff sagði frá því fyrir síðustu helgi, að enskur lækningamiðill, Joan Reid að nafni hefði dvalizt hér á landi og stundað lækning- ar. Við sögðum líka frá því, að 23 ára gömul stúlka hefði að bezt varð séð, fengið bót meina sinna. Það gerffist í augsýn vitnis. Blaðamaður blaðsins var viðstaddur, þegar stúlkan var lijá miðlinum, og við rædd- um við hana tæpum hálfum mánuði eftir hún hafði leitað til hans. Hún fræddi okkur á því, að hún hefði þjáðst af bakveiki í fjölmörg ár og um fermingu hafi farið að bera á ytri ein- kennum hryggskekkju, sem lýstu sér í því, að axlir stúlk- unnar voru misháar. Og þann- ig voru þær, þegar hún fékk viðtalstíma hjá miðlinum Reid. Það fékk blaðamaður að sjá áður en miðillinn tók að með- höndla stúlkuna. En að því loknu var ekki um aff villast að axlirnar virtust orðnar jafnháar. Stúlkan sagði okkur, að lið- anin væri öll betri, og nú Iiðu nokkrir dagar án þess, að hún fyndi til nokkurra bakverkja. Þannig hafði það ekki verið áður. Hún nefndi okkur sem dæmi, að þegar hún þvoði hár sitt áður fyrr, hefði liún þurft á aðstoð að halda, því þegar hún beygffi sig fram, var henni um megn að rísa af eigin mætti upp á nýjan leik. Hafi eiginmaður hennar eða móffir þurft að beita afli til að rétta hana við. „Ég finn það sjálf, að ég á ekki eins erfitt að rísa upp, það er ekki eins sársaukafullt, sagði stúlkan. „Ég var búin að leita fyrir mér um lækn- ingu, eins og ég- gat, en án árangurs. Ég var búin að gef- ast upp“. „Það er vist ábyggilegt, að ég á þessari konu mikið að þakka“. Þessi stúlka er ekki ein um, að vera þakklát Joan Reid og má m.a. benda á vifftöl, sem Alþýðubl. hafði við nokkra aðila, sem farið höfðu íil hennar fyrr á þessu ári. Joan Reid hefur komið hing að tvisvar sinnum, og í seinna skiptið var hún hér í heilan mánuð og í liverri viku komu til hennar sjúklingar í tuga- tali, en það var þó ekki nema brot af þeim fjölda, sem ósk- aði eftir viðtalstíma hjá henni. Núna Cru liðnar þrjár vik- ur frá því blaðamaður var viðstaddur miðilsfund hjá Reid. Fundurinn fór fram á einka- heimili suður í Keflavik og að þessu sinni biffu þrír sjúkling- ar eftir tíma. Fyrst var tekinn fyrir mað- ur á fertugsaldri og síðan stúlkan, sem við ræddum við. Formálalaust hófst lækn- ingameðferð Reid og að sjálf- sögðu bar hún sig að á allt annan hátt en læknar útskrif- aðir úr háskóla. Hún byrjaði á þvi að láta hendur sínar líða fram og aft- ur yfir höfði sjúklingsins. Til að byrja með var eins og hún væri meðal okkar liinna, sem sátum í stofunni, en ekki leið á löngu, þar til hún komst i annarlegt ástand. Það varði þó stutt og túlkur hennar sagði okkur, að hún félli við og við í „hálftrans“. Ekki leið á löngu þar til hún þóttist vita hvað amaði að sjúklingnum, en þess má geta, að henni er aldrei sagt fyrir- fram af hvaða sjúkdómi sjúkl- ingarnir þjást. Síffan tók hún til við lækn- inguna sjálfa og fór hún fram á ýmsa vegu. Hún nuddaði við komandi víða á líkamanum og síðan „kippti“ hún í efsta hryggjaliðinn. Sagði hún, að Franih. á bls 10. □ Samkór Kópavogs heldur söngskemmtun í Kópavogsbíói á morgun kl. 15. Á fyrri hluta s'kiEmmtunarinnar verða flutt lög úr ýrasum áttum, en á síðari hlutanum verður flutt óperan Trial by Jury eftir Gilbsrt og Sullivan í þýðingu Egils Bjarna- sonar, og nefnir hann óperuna Réttarhöldin. Kórinn var stofn.aður árið 1986 og hef'Jr haxin. st.ngið víða síðan og meðal annars farið í söngför til Færeyja. Jan Mora- vec var fyrsti söng'ítjóri kórsins, en núverandi söngstjóri er Garö- ar Cortes. Meðlimir kórsins eru um 40, en við flutning óperunn- ar hefur kórinn sér til’aðstcðar 20 manna hljómsveit o’g marga þekkta einsöngvara. Óperan er öll í léttum dúr og fjallar um mál, sem ris upp á milli hjóna og hefur afdrifa- ríkar afleiðingar. Mieðal flytj- enda verða Ruth L. Magnússon, S.næbjörg Snæbjarnardóttir, Kristinn Hallsson og’ Hákon Oddgeirsson. A-listinn á Austur- landi með íundi A-listinn í Aúst urlandskjördæmi heldur tvo kosn.- ingafundi í kjör dæ.minu um helgina. Fyrrl fundurinn verð- ur í samkomu- húsinu Heröu- breið' á Seyðis- firöi á laugar- dag'skvöld kl. 20.30. en síðari fundurinn verður í Félagslundi á Reyðarfirði sunnudag kl. 13.30. Á báðum fundunum mæta Egg ert G. Þorsteinsson. sjávarútvegs málaráðherra, Benedikt Gröndal, varaformaður Alþýðuflokksins. og Erling Garðar Jónasson. efsti mað ur á lista Alþýð'uflokksins í Aust- urlandskjördæmi. Bókasýning um umhverfismál: □ Nýlega var opmið bóka- sýning í bökasafni Upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna og íjalla bækurnar um umhverfismál á breiðum grundvelli. Bækurnnr eru eftir 70 höfunda og margii þeirra starfandi sérfræðingar L þeiim greirnun sem þeir fjalla tun. Föstudagur 14. maí 1971 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.