Alþýðublaðið - 15.05.1971, Side 1

Alþýðublaðið - 15.05.1971, Side 1
Tryggingafélögin og bifreiðaeigendur „BAKREIKN- liGARNIR” HUGARÖRAR □ í fréttatiIkynnLngxi, sem Al- þýðublaðinu barst í gær frá dóms- og kirkjumálaráð'uneyt- inu, er frá því skýrt, að fullyrð- ingar um að tryggingafélögin hafi gert samkomulag við ríkis- stjórnina om að fresta, þar til verðstöðvun lýkur, hækkun á tryggingaiðgjöldum bifreiða um 43,9% og um væntanlega bak- | reikninga, sem bifreiðaeigendur j ættu von á í haust, séu með öllu tilhæfulausar. Orðrétt segir i fréttatilkynn- ingu ráðuneytisins; „Vegna þeirr ar ákvörðunar tryggingafélag- anna að áskilja sér viðbótargjald fyrir tímabilið eftir 1. september n.k„ þegar verðstöðvunarlögin falla úr gildi, skal tekið fram, að ákvörðun um það efni hefur ekki verið borin undir ríkisstjóm ina, hvað þá að hún hafi fallizt á þennan fyrirvara af liálfu fé- laganna". Tilefni athugasemdar ráðuneyt isins er frétt, sem birtist í Þjóð- viljanum 5. maí s.I. undir fyrir- sögninni „43% hækkun og bak- reikningur i haust“. f fréttatil- kynningunni segir, að fullyrðing- I ar þær, sem fólgnar eru í áður- nefndri Þjóðviljafrétt, séu til- hæfulausar, enda styðjist þær ekki við upplýsingar frá ráðu- neytum, og hafi þeirra upplýs- inga ekki verið leitað. Ennfrem- ur kemur fram í tilkynningu ráðu neytislns eftirfarandi: „Umsókn tryggingafélaganna var syrs,að. Gildir sú synjun um Framh. á bls. 10. Tók því líka! Q Um 200 manns var við sladdur minningarguðsþjón- ustu um Adoílf Hitler, sem fram fór nú í vikunni í Madr- id. Sterkur lögregluvörður var um kirkjuna,. — !NN TEK- FBSK FYRiR 650,000,000 □ Undirritaður hefur verið í ,Moskvu samningur ium sölu á heilfrystum fiski og freðfiskflök- um. til Sovéíríkjanna fyrir um 635 milljónir króna. Magnið er næstum belmingi minna en bað magn, sem selt var til Sovétríkj- anna á s. 1. ári, en aítur á móti Framih. á bls. 4 í milljónaati uppi á Skaga. — Wlynd H-Dan. Fé til fiski- rannsókna TÍFALD- AÐIST Á 10ÁRUM □ Eitt af aðaleinkennunum í stórfelldri uppbyggingu sjáv arútvegsins á íslandi á þeim tíma, sem Alþýðuflokksmenn hafa farið með stjórn þeirra mála, er stóraukin rann- sókna- og vísindastarfsemi í þágu útgerðar og fiskvinnslu. Lítið dæmi skýrir þetta. Árið 1960 var varið til haf- og fiskirannsókna 7,3 m.kr. Á yfirstandandi ári er áætlað að verja beint til þessa verk- efnis 72,7 m.kr. Á tíu árum hafa fjárframlögin verið tí- földúð. Auk þess er miklu og ört vaxandi fé varið til rannsókna stofnana í sjávarútvegi, sem ekki er innifalið í þeim 72,7 m.kr., sem nefndar eru hér að ofan. Séu þeir fjármunir tald- ir með verja íslendingar í ár yfir 130 m.kr. til rannsókna í þágu útgerðar og fiskvinnslu. Hrein nettóaukning á áratugn um í fjárframlögnm verður þá aðeins innan við 400% og er þá miðað við sama verðgildi krónunnar við upphaf og lok áratugsins. Þetta hefur unnizt í tíð nú- verandi ríkisstjórnar, á þeim tíma, sem Alþýðuflokkurinn hefur farið með stjórn sjávar- útvegsmálanna í landinu. — NÝTT HLUTAFÉLAG ■I llf lll’MI IIi' illiill nllMi l| | l|i|i llliilji ||—— Áttatíu milljónir á borðið .□ Stcénfundur Fjárfe-stingafé- lags íslands var haldin á Hótei Sögu í gær og voru stofnendur um 50 talsins og lögðu fram rösk ar 80 milljónir í stofnsjóð félags- ins. Félagið er hlutafélag og er til— gangur þess að sögn stofnenða, að efla íslenzkan atvinnurekstur og örva til þátttöku í honum með því að fjárfesta í atvinnufyrir- tækjum, veita þeim fjáriiagslega fyrirgreiðslu og beita sér fyrir nýjungum í atvinnumálum. í samræmi við þennan tilgang er félaglnu m.a. heimilt að eiga þátt í stofnun atvinnufyrirtækja, að taka lán til eigin þarfa og til : endurláns, að eiga og reka fast- eignir og að annast ráðgjafaþjón- ustu við stofnun fyrirtækja, svo að nokkuð sé nefnt. Hlutafé félagsins er ákveðíð minnst 80 milljónir og hæst 20» milljónir, en rúmar 80 milljónir söfnuðust á stofnfunðinom, —- Hlutabréfin eru að nafnverði frá 10 og upp í 100 þúsundir. í stjórn félagsins voru kosnir fyrst til bráðabirgða þeir Gunnar J. Friðriksson, Hjörtur Jónsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Krist- Ieifur Jónsson og Gúðmvtnður Ólafsson. — □ Lengi getur vont versnað má segja um fangelsismál íslendinga. Ástandið í þeim málum hefur löngum þótt slæmt, en að því er Alþýðublaðið hefur fregnað, hef- ur aldrei áður veriði jafnslæmt á- stand og nú. „Ég heyri sagt, að ástandið sé með versta ,móti,“ sagði í gær maður við Alþýðublaðið, sem þess um málum er mjög kunnugur. — „Þetta situr allt við það sama, það er allt fullt núna og ekki hægt að veita nokkrum manni viðtökuj* Það er svo komið, að afbrota- menn ihijóta dóma, en fljrnáð hvort er aldrei u,m afplánun þeirra að ræðá eða þá aff menn eru látnir sitja inni stuttan tima, sem svarar til aðeins lítils brots af þeirri fangelsisvist, sem þeir hafa verið dæmdir í. „Jú, blessaður vertu, nýtingin er góð. Eg er hræddur um, að þeir yrðu ánægffir hjá ferfflaskrif stofunum, ef þeir hefðu aðra eins aðsókn“, sagði Valdimar Guð- mundsson, yfirfangavörffur i Hegningarhúsinu. Hann lét á sér heyra, að síðan háhýsi reis við hliðina á hegn- ingarhúsinu, þaðan, sem sést greinilega niður í garðinn, bar sem föngum gefst kostur á áff fá sér ferskt loft, hafi stórlega dregið úr því, að þeir notúðu sér þetta takmarkaffa frelsi, enda kannski eðlilegt, að þeír vilji ekki vera til sýnis alimenningi. „Þeir sóla sig nú minna hjá okkur enda er ástandið ómögu- legt síðan stórhýsi reis' hér vlð hliðina,“ sagffi Valdimar. Framh. á bls. 10.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.