Alþýðublaðið - 01.11.1971, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.11.1971, Blaðsíða 7
ÆCBHIö GJjaSöD ÉTt*. AlþýSnfloklrarlu Rltstjórl: Sighvatur Bjftryvtnw BÆTT KJÖR SJÓMANNA Hvernig eigum við að manna skip- in okkar? Þessi spurning er efst í huga forsvarsmanna flestra útgerðarfyrir- tækja á íslandi um þessar mundir. Og það ekki að ástæðulausu. Staðreyndin er sú, að starf fiskimannsins er ekki eftirsóknarvert á Islandi í dag. Sífellt verður því erfiðara manna fiskiskipa flotann. Og hvernig fer þegar í flotann bætast bráðlega fjölmörg stór skip, sem smíði var hafin á í fyrra og í ár? Við íslendingar eigum allt undir sjó- sókninni komið. Gangi útgerð og fisk- vinnsla vel er hagur þjóðarheildarinnar í blóma. Sé hagur sjávarútvegsins slæm ur er hætta á efnahagskreppu í landinu. Þetta er staðreynd, sem allir íslending- ar vita. En fyrst svo er hvers vegna líðum við það þá, að bæði hag sjávarútvegsins og hag þjóðarinnar sjálfrar sé stefnt í þá hættu, að sjómenn fáist ekki á flotann vegna þess, að betri aðbúð og betri kjör fáist annars staðar. Því sú er orsök mannaflavandans í sjávarútveginum. — Kjör sjómanna eru í flestum tilfellum einfaldlega ekki eftirsóknarverð. Þess vegna fást ekki nógu margir til þeirra starfa. Það gefur auga íeið, að það er ekki aðeins nauðsynlegt fyrir sjávarútveg- inn, að hér verði gerð á mikil braga- bót. Það er þjóðarnauðsyn. Og reynslan sýnir okkur, að kjörin verða ekki bætt með fiskverðshækkun einni saman. Sú kauphækkun hverfur fljótt út í verð- lagið og lítið stendur eftir. Aðrar ráðstafanir og staðbetri verða þwí að koma til. Sjómenn njóta nú þeg- ar nokkurrar skattaívilnunar. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa lagt til, að þær ívilnanir verði mjög auknar og sjómenn verða gerðir tekjuskattsfrjálsir. Hér er um raunhæfar og staðgóðar kjarabætur að ræða, sem koma til með að skila þjóðinni meiru fé í auknum tekjum af sjávarútvegi en þær kosta hana. Og ef til vill ættum við ekki að láta staðar numið við sjómennina. Það þarf líka að verka fiskinn og einnig þar . er mikill skortur á fólki. í framsöeuræðu með frumvarpi þingmanna Alhvðuflokksins um tekjuskattsfrelsi sjómanna varoaði Benedikt Gröndal fram hpirri hugmynd að verkafólk í fiskiðnaði fengi sko+i frelsi á aukavinnutekiur* einkum næt- urvinnutekiur, en eins op allir vita barf verkafólkið í fis'kvinnslustöðvunum oft að vinna nótt með deei til að biarea frá skemmdum afla. sem horizt hefur á land. Þessi hunmvnd Renedikts er meira en athvcfli verð hvi hað er stað- revnd. að fólkið. sem vinnur við hinn mikiivæaa siávarútveg her nú allt nf lítið úr bvt.um og því skortir þar fólk til allra starfa. STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR 40 ÁRA í GÆR 1 gær voru fjörutiu ár liðin frá því Strætisvagnar Reykjavíkur tóku til starfa. Fyrst var stofnað hlutafélag um reksturinn, sem naut aðstoðar bæjar- sjóðs, en síðan 1944 hefur Reykjavík- urborg rekið þessa starfsemi. Fyrsti vagninn ók á leiðinni inn í Kleppsholt og var í fyrstu ætlaður skólakrökkum, en fljótlega vildu aðr- ir njóta þessarar fyrirgreiðslu. Feiri vagnar komu fjótega í gagnið, auk þess, sem fyrirtækið leigði vegna hjá póststjórninni. Og leiðunum fjölgaði — það var ekið í Sogamýri, á Gríms- staðaholt og Skerjarfjörð og út á Sel- tjarnarnes. Fargjöld fyrstu mánuðina voru frá 10 aurum upp í 30 aura, eftir vegalengdum, og fimm aura kostaði fyrir börn. Samkvæmt því, sem elzti starfsmaður Strætisvagnanna, Harald- ur Stefánsson, segir komu þetta inn 10—20 kr. á morgunvaktinni, frá 7—2, en á síðari vaktinni 2—12 milli 50 og 60 krónur, svo ekki var mikið um- leikis fyrst í stað. En starfsemin jókst stöðugt og fáir geta nú verið án þeirrar þjónustu, sem Strætisvagnar Reykjavíkur veita. Nú er ekið á 12 leiðum og eru 37 vagnar fastir á þeim, en Strætisvagnar Reykja víkur hafa á að skipa nokkrum auka-^ vögnum, sem settir eru í umferð á mestu annatímum. Nú starfa.: hjá Strætisvögnunum 132 vagnstjórar og á sumrin er 30 bætt við þá tölu — en í allt vinna nú um 200 manns við þessa þjónustu. Eiríkur Ásgeirsson er forstjóri SVR og hefur verið það í tuttugu ár, en eins og áður segir er Haraldur Stefánsson elzti starfsmað-* urinn, sem starfað hefur hjá SVR öll fjörutíu árin. VERZLUNARMIDSTÖD UNDIR HLEMMTORGI FRAMTÍDARINNAR? D Hvernig Vjerötur umhorfla á Hlemmtorgi framitíðarinnar, sem nú er að verða aðalum- ferðiarmiðstöðin í Reykj avílc og hefur þegar að miklu leyti tekið við hlutverki því, sem Lækjartorg gegndi hér áður fyrr? — Ýmsar hugmyndir hafa komið að byggja mikinn skála með biðskýlisaðBtöðu á Hlemmi og stjór,n Strætis- vagna Reykj avíkur fól Eiríki Ásgeirssyni forstjóra SVR að láta hanna byggingu þar og fleira. En er þetta ekki aðíedns und anfari einhvers meira. og við lögðum þá spurningu fyrir Rætt víð Eir'ik Ásgeirsson Eirík Ásgeirsson. Hann svar- aði, Það er mjög: líklegt, Er- lendis færist nú stöðugt meira í vöxt að byggja ihnkaupamið stöðvar undir jörðinni eða færa þær undir eitt mikið þak. S'líkt mundi hæfa mjög vel hér á landi, þar sem veðrátta er misjöfn og umhleypinga- söm. í því sambandi er gaman að minnast þess, að ég v£ir á ferð í Hollandi fyrir þremur ár- Um og þá voru þeir í Rotter- dam að byrja að færa sig nið- ur í jörðina í samibandi við meðanjarðarbraut þar.‘ Kömin var upp örlítil sælgætisverzí- un. Nú ég var þar aftur á ferð í fyrrahaust og þá var á sama stað komin upp stór verzlunarmiðlstöð (center). — Kaupmenn í Rotterdam hafa beinlinis fengið leyfi til að grafa sig undir jörðina og koma Þar upp verzlunum. — Þetta befur líkað afar veO. og því hafa framkvæmdir þama í Rotterdam verið svo miklar sem raun ber vitni. 'Er slí'kt mögulegt hér? — Ég sé ekkert því til fyr- irstöðu. Því ætti ekki að vera hæ’gt að grafa þama undir 'Hlemmi og síðan undir Lauga veg, Hverfisgötu, upp á Rauð- lairárstíg og víðar og koma þarna upp verzlunarmiðstöð. Þetta er afar þýðingarmikill staður við mjög fjölfarna um- ferðaræð. Þangað liggja leiðir nær allra strætisvagna borg- arinnar úr nær öllum hverf- um hennar. Hentugri staður til slíkrar verzlunarmiðstöðv- ar er ekki ti'l í Reykjavík. En hvað líður málinu um biðsikýOisaðstöðuna á Hlemmi? — Það var skipuð nefnd á sínum tíma til að athuga það mál og í' henni voru auk mín rafmagnsstj óri, hitaveitustj ó.ri og vatnsveitustjóri og það var borgarráð, sem fól o'kkur að kanna málið. Nefndin kom saman á fundi og skilaði áliti í maí nú í vor. Sú álitsgerð var send til borg arráðs og eftir að það hafði fjallað um málið vai- nefnd- inni falin áframhaldandi at- hugun. Þeirri athugun okkar er nú að ljúka og munum við senda lokagreinargerð til borg arráðs nú eftir fáa daga. ■ Hafa margir sýnt áhuga á að fá aðstöðu þar? — Já, visisulega eru þeír margir meðal kaupsýslu- HVAÐ ER HÆGT AD GERAI STRÆTÖ- SKYLINU? □ f sambandi við biðskýli, sem reist yrði við Híl'emmtorg hafa. komið fram margar tillög ur og hér á eftir fara nokkr- ar þeirra. Fyrst ber að nefna biðskýl- isaðstöðuna vegna farþega strætisivagnanna, en fyrir þá þyrftu að vleira margir bekkir, bæði innan húss og utan. Marg ir fótgangandi mundu eúnnig hvíla sig þarna um stund og hlýja sér á köldum vetrardög um, enda yrði upphi'tun hæfi- leg (18—20 gráður á celcíus), sem fyrr segir og lýsing góð. Almenningssalerni og að- staða til snyrtingar er hugsuð í kjjal'liara hússins og eir sa.nn- árlega mikil þörf á því á þess um stað. En þörfin ncíur auk- jzt mjag við aukna umferð um „torgið“. A 'm'enningss'mar nvundu koma í góð.ar þarfir og ættu þeir ekki að vera í hættu fyr- ir skemdanvörgum, v-egna sitöð ugrar gæzlu á staðnum. Gagnlegt og' skemmtálegt væri að hafa þarna stórt kort af borginni, þar semn hægt væri að lýsa upp hverja ein- staka strætisvagnaleið. Upplýsingaiþjónusta um Reykjaviíik fyrir innlenda og er lenda aðila, sem hugsanlega væri á vegum ferðasknifstofu. Barnagæzla fyrir konur í inn kaupum hefur verið nefnd, en 'hana gætu stundað némsaneyj air í fóstruskó'lanum um miðj- an daginn. Þá væri að hafa þarna listsýningar, t. d. ungs fóliks, um helgar og barna tónileika á sunnudögum, auk þes.s sem trúarsöfnuðir, sem stundum halda sam'líiomur sín ar undir beru ioftii, ættu að geta fengið þarna aðstöðu á helgidagsmorgnum. Ýmislegt fleira. kæmi eflaust til greina. Á stað með jafn miikilli um ferð og hér er um að ræða, er mögulegt að ieiigja út að- stöðu tii'l fjöllþættari starfseimi, en rýmið er takmarkað. Verð- uir nú niefnt það helzta seim á góma hefur borið: :Fyrs,t mætti nefna bilóma- búð, þar sem hún mundi setja miikinn s.vip á staðinn, og mætti hugsa sér að ail'lur gróð- ur þama yrði á hennar veg- um. Þá kæmi hvers konar blaða sala tengd lítillá bákabúð. Tábaks- og sælgætissala er sjálfsögð. Veitinigasala af einföldustu gerð mundi áreiðanlega fá marga viðslkiptavini. Lítil gjafa- og mánjagriipa- verzlun ætti einnig rétt á sér. Þá hefur komið ti'l o:rða, að kvölld- og nætunþjónusta lyf- saia, sem nú er í Skipholti, fengi þarna aðsetur, en þá yrði afgreitt um lúgu að nóttu tiL Margt flenra kemur eflaust til greina og msetti auglýsa eftir hugmyndum og umsókn- •'um. Auglýsingaikassai' lil út- stililinga ýrðu tij dæmis eftír- sóknarverðir á svona stað. — manna, sem sýnt hafa áhuga á þessu máli og óskað eftir að fá þar leiguplásis. Þetta 'ætti að geta staðið v‘el undir sér. Þetta sagði Eiríkur Ásgeirs- soni þ'egar við ræddum aðeins við hann um þessi mál. En meðan við bíðum eftir því, að málið verði tekið fyrir i borg- arráði og það upplýsist þá frek ar, er ekki úr v'egi að líta í þá greinargerð, sem borgar- ráð fékk í maí um yfirbyggð- an. áningastað á Hlemmi. Þar s'egir meðal annars. „H'lemniur er nú orðinn mikil sam'göngumiðstöð. Nauð- synlegt er því að koma þar upp allstóru skýli fyrir far- þega ásamt nokkurri aðstöðu fyrir stjórnun umferðar stræt- isvagnanna og vagnstjóra þeirra. En uppi eru hugmynd- ir um að gera betur og sam- eina þarna ýmiskonar þjón- ustu fyrir borgarana. Eru athuganir og undirbún- ingur málsins kominn á bað 'stig, að frumteikningar hafa verið gerðar af 550 fermetra „glerhýsi“, með yfir 900 fer- m’etra þaki, sem þá næði um 3V2 m út fyrir veggina á alla vegu. Yfirbyggða svæðið myndi þannig ná milli akreina Laugavegar og Hverfisgötu. Lieitað hefur v’erið til sér- hæfðra aðila að þvi er varðar hitun og lýisingu. Sama er að segja um val byggingaefnis og byggingaraðíerða. Gert er ráð fyrir jölfnum hita í húsinu árið um kring, 18—20 gráður á C og væru þannig aðstæður til ræikiunar suðræns gróðurs. — „Hitateppi" í dyrum, ofan hit- un í þaks'kyggni yfir gangstétt um, o'g hital’eiðislum í gang- stéttunum sjálfum. Ætti þessi búnaður m.a. að bæta þrif innanhúss að mun.“ Ef eftirspurnin eftir útleigðu húsnæði yrði mikil, samkvæmt fyrirframgerðri könnun, þá mætti hafa kjallarann jafn- Framhald á bls. 11. KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR : smM&ssmsi&BSsma Aíhending afsláttarkorta til félagsm tnna hefst í dag — mánudaginn 1. nóvember, á skrifstofu KRON, Laugavegi 91, 4. hæð, gengið inn í DOMUS. l!ver félagsmaður fær 5 afsláttarkort. Kortin gildla til 16. desember n.k. — Afsláttarkortin eru ókeypis. NÝIR FÉLAGSMENN FÁ EINNIG AFSLÁTTARKORT. - ÞAÐ ER HAGKVÆMT AÐ SÆKJA KORTIN SEM FYRST. Mánudagur 1. nóv. 1971 9 Mánutiagur 1. nóv. 1971 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.