Alþýðublaðið - 30.12.1971, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.12.1971, Blaðsíða 1
BHIl FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1971 — 52. ÁRG. — 293. TBL. m d SEMÞAKK- IRilAR BER AÐ VEITA! □ Þetta er síðasta tölublað Alþýðublað'sins á árinu 1971. Af því tilefni höfum við horft til baka til þeirra atburða, sem einna merkasti'r hafa orðið á íslandi á því ári. Við höfum valið sérstaklega tvo atburði ársins 1971, — annan úr hópi hinna góðu og hinn úr hópi hinna □ Miðvikudaginn 21. apríl um kl. 11,30 lagðist danska Iierskipið „Vædderen" að bryggju í Reykjavík. Koma þessa skips var stór atburðúr í þjóðarsögunni. Innanborðs voru tveir mestu dýrgripir ís- lenzkra handrita, Flateyjar- bók og Konungsbók Eddu- kvæða. Eftir aldalanga útlegð voru þessi handrit aftur kom- in heim. Lausn handritamálsins er einstæður atburður í sam- skiptum þjóða, Velkomnari ’ >mh. á bls. II slæmu. Þeirra, sem stuðluðu að því að þessi'r atburðir gerðust viljum við sérstak- lega minnast með þeim hætti að senda þeim sem mest gott hafa gert blómvönd — en þeim, sem gert hefur sig sek- an um mestu mistókin eða óþurftarverkiö frá sjónar- a'rmiði almennings þyrnóttan kaktus. Hvorug gjöfin er stór, en báðar táknrænar og liugur fylgir vissulega máli hjá okk- ur Alþýðublaðsmönnum. Stillt og burrt veður á morgun □ Það var hvasst í Reykjavík í gær og í dag er búizt við að suð- læga áttin haldi sér, en á morg- un, gamlársdag, er gert ráð fyr- □ TJm kvöldið, sama dag og fyrstu handritin komu til íslands, strandaði brezki tog- arinn Cæsar við Arnarnes i Skutulsfirði, aðeins örskots- lengd frá ísafjarðarkaupstað. Næstu vikurnar var æ ofan í æ reynt að ná togaranum á flot. Hvað eftir annað mis tókust þær tilraunir. Sjór var þá kominn í skipið, ýmiss véla búnaður lá undir skemmdum og olían í togaranum, sem var all-mikil, var orðin svo þykk, að erfitt er að ná lienni úr skipinu. Samt hefði það verið hægt, en olíulosunin hefði orðið nokkuð kostnaðar söm. í maílok tókst loks að losa. togarann. Var haldið með hann til hafnar á ísafirði. — Engin tilraun va'r þar gerð til að losa olíuna. Þann 31. maí var svo hald- ið með togarann á haf út og var hann dregiim af björgun- arskipi. Ætlunin var að sökkva togaranum út af Vest- fjöíðum, um 100 sjómílum frá landi. Um kl. hálf eitt aðfaranótt þriðjudagsins l. júní var tog- arinn kominn 39 sjómílur vestur af Látrabjargi og var honum sökkt þar, en mikill sjór var þá kominn í hann. Þa'r hvarf Cæser í liafið hlað- inn 160 tonnum af olíu. „Verri stað gátu þeir vart fundið,“ sagði Guðmundur Ingimars- son hjá Fiskifélagi íslands í viðtali við Alþýðublaðið. — „Þetta er ein bezta fiskislóðin við sunnanverða Vestfirði.“ Allur gangu'r þessa máls, allt frá því togarinn strandaði og þar til hann sökk, hlaðinn olíu, í miðjum auðugum fiski miðum, er ein herfileg saga Framh. á bls. 11 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LÍTUR ÁTVO ATBURÐIÁ LÍÐANDIÁRI ir að veður lægi og verði tiJtölulega stillt á morgun. Hins vegar er ekki hægt að fullyvða um hvort nýja árið gangi í garð með roki eða rólegu veðri. Það verður þó allavega ekki eins hvasst og nú. I kvöíd á sennilega eftir að rigna töluvert um vestan vert landið, en reiknað með að dragi ú.r úrkomu á morgun „þó aMtaf henni í þessari s«nn- anátt“. sagði Páll Rergþérsson, veðurfræðingur í viðtali vi'ff Al- þýðublaðið í morgun. „Það er fullsnemmt að spá wn hvernig stendur á gusum annað kvöid“, sagði Páll. — En það er semsagt Ijóst, að fólki verður óhætt að farft út fyrir hússins dyr annað kvöld til að skoða brennur. Veður verður mildara á allan hátt og vindur hægari en í dag. Núna er lægð á vestanverðu Grænlandshafi. 87 MANNS BIDU BANA EN 149 VAR BJARGAÐ □ Alls urö'u 87 banaslys hér á árinu sem er að líða. Þar af fórust sex útlendingar liér, en þrh íslendingar fórust erlend- is. Flestir drukknuðu, eða '35, þar af 17 í sjóslysum og 18 á annan hátt. Þá urðu 24 bana- slys í umferðinni, og þar af fórust 11 með þeim. hætti að ekið' var á þá, sjö í árekátr- um og sex á annan hátt. Þrír menn fórust í tveim flugslys- Ultt. Af ýmiskonar slysförum lét- ust 19 manns, þar af sjö af reyk eða eldsvoða, fimm af áverkum (eða eitri, og síö af öðrum ástæðum. Fólk, sem bjargaðist eða Var bjargað úr lífsháska, víar so,m tals 149 á árinu, en var 108 i fyrra. Flestum var bjargað úr eidsvoða, eða 68, Þá var >22 bjargað af strönduðum skip- um, 29 ifrá drukknun á sjó effia í vötnum og ám, sjö úr oltn- um bílum og 30 manns úr ýmsum öðrum háska. Slysavarnafélag íslands átti -bíeinan eða óbeinan þáít f flestum björgununuim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.