Alþýðublaðið - 11.04.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.04.1972, Blaðsíða 3
HREINAR LUXUS- TRILLUR Árið 1969 hóf Bátalón I Haf- narfirði að smíða 11 tonn súð- byrta trébáta eftir nýrri teikningu, sem varð til á teikni- borði fyrirtækisins, og fljótlega náðu þeirslikum vinsældum, að þeir hafa verið smfðaðir stanz- laust siðan og renna út eins og heitar lummur. Á þessum þremur árum hafa verið af- hcntir milli 20 og 30 bátar, og einir 8 eru i smiðum, á mismunandi stigum, en samt er slagur um bátana og færri en vilja fá þá. Bátarnir kosta frá 3,8 mill- jónum króna, upp I 4,4 mitljónir og eru búnir mun fullkomnari tækjum en tfðkazt hefur á þetta litlum bátum. Þar á meðal eru rafdrifnar færarúllur, vökva- drifin lfnu— og trollspil, það siðarnefnda er einkum ætlað fyrir rækjuveiðar, radar, dýptarmælir, og á mörgum þeirra er sjálfstýring. Þetta kom fram I viðtali sem fréttamaður Alþýðublaðsins átti við Þorberg Ólafsson, fram- kvæmdastjóra Bátalóns, i gær. Hann var spurður hvað hann áliti að réði þessum geysilegu vinsældum bátanna. — Þetta eru fyrst og fremst afbragðs sjóskip, svaraði Þor- bergur, betur útbúnir aðtækjum en aðrir bátar af svipaðri stærð og hafa þvf betri aflamöguleika. Svo hefur verið meiri sala á litlum bátum að undanförnu en hefur lengi verið. —Hvernig stendur á þvf? —Mér hefur virzt koma I við- tölum við menn, að þeir áliti skuttogara og litla báta vera framtfðina eftir útfærslu land- helglnnar. — Og þótt lánakjörin á þessum litlu bátum séu verri en á hinum stærri, þe. útborgunin er 15% i staðinn fyrir 10%, auk styttri lánsfrests, höfum við ekki við að smiða bátana, og losni einn af einhverjum ástæðum er strax kominn kaup- andi i staðinn, — og fleiri en einn. Ein af „lúxustrillunum” frá Bátalóni. Þarna blður nun í smanaia- höfninni I Hafnarfirði eftir stoltum austfirzkum eiganda ( ljósm. Gunnar Heiðdal ). LAVjfi SLYSI Litlu munaði, að stórslys yrði I Vestmanneyjum aðfararnótt mánudagsins, þegar mótor- bátnum Lunda VE hlekktist á I hafnarmynninu, þegar hann var að fara i róöur. Fékk báturinn netadræsur i skrúfuna, svo vélin stöðvaðist.Velktistbáturinn um í haugabrimi, og tók einn skip- verjann út. Náði hann taki á neta- dræsunni og var bjargað. Þótti mesta mildi að báturinn skyldi ekki fara upp á hættulegt sker i nágrenninu, Hringsker, en þar hafa orðið mikil sjóslys. Lundi er 86 tonna bátur, og er áhöfnin 9 manns. Skipstjóri er Sigurgeir ólafsson. Fór báturinn I róður um klukkan 3,30 aðfaranótt mánudagsins, og þegar hann var kominn rétt út fyrir hafnar- garðinn, missti hann út neta- dræsu, og fór hún i skrúfuna. Stöðvaðist vélin samstundis, og rak bátinn upp I syðri hafnar- garðinn og lamdist margsinnis upp að honum, enda aftakabrim. t látunum hrökk einn skips verja útbyrðis, en hann náði taki á netadræsunni og var bjargað. Varð það honum til bjargar, að hann var kiæddur i björgunar- vesti. Bátinn rak síban inn fyrir hafnargarðinn, og var hann þá orðinn hálfullur af sjó, og vélin komin i kaf. Dró lóðsinn Lunda að bryggju . t gær var unnið við það að dæla sjó úr bátnum, en hann er mikið skemmdur, ef ekki ónýtur. Auglýsing um greiðslu arðs Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Ver- zlunarbanka Islands hf. þann 8. april 1972 skal hluthöfum greiddur 7% arður af hlutafé fyrir árið 1971. Arðsgreiðslan mið ast við hlutafjáreign 1. janúar 1971. Verður arðurinn greiddur gegn framvisun arðmiða ársins 1971. Athygli er vakin á ákvæði 5. gr. sam- þykktar fyrir bankann, að réttur til arðs fellur niður, ef hans er ekki vitjað innan þriggja ára frá gjalddaga, og rennur hann þá i varasjóð bankans. Reykjavik, 10. april 1972. VERZLUNARBANKI ÍSLANDS HF. Lausar stöður Staða bifreiðaeftirlitsmanns i Reykjavik er laus til umsóknar. Ennfremur staða skrifstofustúlku með nokkra vélritunarkunnáttu. Umsóknir sendist bifreiðaeftirliti rikisins, Borgartúni 7, Reykjavik, fyrir 28. april n.k. Reykjavik, 7. april 1972. Bifreiðaeftirlit rikisins ENNÞÁ FJOLGAR UM- FERDARSLYSUNUM Skýrslur vegna umferðar- öhappa hrannast nú upp hjá umferðadeild rannsóknarlögregl- unnar og eru nú að nálgast 1200 frá áramótum, sem er mun meira en á sama tima I fyrra, og þess má geta að árið 1962, eða fyrir 10 árum, urðu skýrslurnar aðeins 1500 allt árið. Siðasta ár urðu þær 4,300 og útlit er fyrir að þessi tala verði mun hærri I ár. Samkvæmt upplýsingum Torfa Jónssonar rannsóknarlögreglu- manns, eru flestar skýrslurnar vegna árekstra. Þá koma skýrslur vegna slysa, og loks vegna framrúðubrota. Torfi sagði að skýrsluflóðið væri nú svo mikið, að þeir fjórir menn, sem ynnu við þetta, hefðu ekki lengur undan að vinna úr þeim jafn óðum, svo að þær hlaöast nú upp, þrátt fyrir að unnið sé að þeim langt fram á kvöld, flesta daga. Þaö er ekki einungis að rann- sóknarlögreglan þurfi að vinna úr skýrslunum og skila þeim af sér, heldur þarf oft og tiðum að eltast lengi við vitni og loks þurfa þeir alltaf að vera að gefa fólki up- plýsingar um gang málanna og tekur það langan tima. Þá varð banaslys i umferðinni i Reykjavik i gærdag, er fjögurra ára drengur varð fyrir bil, og lézt af völdum þess. Slysið varð inni á Rét- tarholtsvegi, laust fyrir klukkan eitt i gær. Drengurinn mun hafa ætlað vestur yfir götuna, skammt sunnan við Hæðargarð en vöru- bilinn, sem ók yfir hann var á norðurleið eftir götunni. ökuinaður vörubilsins kveðst aldrei hafa séð til drengsins, en hinsvegar fann hann að billinn fór yfir eitthvað og nam hann þá staðar til að aðgæta það. Þá lá drengurinn i götunni skammt fyrir aftan bílinn og mun hann sennilega hafa látizt samstundis, Lögreglan i Reykjavík átti i miklum eltingaleik við tvo öku- fanta aðfaranótt siðastliðins laugardags, og náði þeim báðum áður, en slys hlytust af, en litlu mátti þó muna. Annar ökuniðingurinn, sem er 18 ára, stal sér bil og var drukkinn auk þess sem hann var réttindalaus. Hann ók æðislega um miðbæinnog veitti lögreglan honum eftirför, en erfitt reyndist að stöðva hann. Eitt sinn er lögreglubillinn ætlaði fram úr honum á mikilli ferð, sveigði pilturinn utan í lögreglubílinn og kastaði honum frá, og munaði þar litiu að stórslys yrði. Þá ók hann viða utan i og stór- skemmdi bilinn. M.a. ók hann I gegn um skrúðgarðinn á mótum Kirkjustrætis og Aðalstrætis. Eftir það barst leikurinn út úr miðbænum, og voru þá þrir lögreglubilar komnir I eltinga- leikinn. enda fór eitt hjól vörubilsins yfir hann. Akstursskilyrði og skyggni voru upp á það bezta þegar slysið varð. Vegna aðstandenda, er ekki unnt að birta nafn litla drengsins að svo stöddu.— Þegar bílþjófurinn geystist eftir Sætúni, missti hann stjórn á bilnum sem kastaðist upp á búkka, scm þar stóðu vegna framkvæmda borgarinnar. Þar lauk ökuferðinni, því að bíllinn hreyfðist hvorki aftur- ábak eða áfram. Lögreglan hand- samaöi manninn á staönum og fór með hann i fangageymslurnar. Varla hafði lögreglan Iokið þessu verkefni, þegar fréttir bárust af öörum ökuniðingi, og var honum veitt eftirför. Hann ók um bæinn á geysi- leguin hraöa, eða allt að 120 kilómetra hraða, en lögreglunni tókst þrátt fyrir það að komast fram úr honum og stöðva hann. ökumaðurinn reyndist þá vera 17 ára, réttindaiaus og hafði tekið bil fööur síns ófrjálsri hendi, en hann var þó óskemmdur. Piltur þessi var ódrukkinn og bar þvi viö að hann hafi orðið ofsa hræddur þegar hann sá lögregluna, og ekið svona þessvegna. OG ELTINGALEIKJUM VID OKUNÍÐINGANA Þriðjudagur 11. apríl 1972.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.