Alþýðublaðið - 11.04.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 11.04.1972, Blaðsíða 11
eftir Artliur Mayse Kross- gátu- krílið ,,Hann er að fá hita.” ,,Nei. Hann hefur alltaf verið svona rjóður.” „Nú ertu að blekkja sjálfa þig. Ég sé það á fólki, þegar hitinn fer að hækka. Ég gat ákvarðað hita frænku minnar með einnar gráðu nákvæmni, aðeins með þvi að taka um hendina á henni. Núna er hann með yfir 39 stig.” „Heldurðu, að hann þjáist mikið?” „Ég veit, að hann þjáist, og þú veizt, að það er satt”. Hann horfði á hana og augnabrýnnar snertu næstum hvor aðra. „Fjandinn hafi það, hvernig heldurðu, að þér myndi liða, ef annar fóturinn á þér væri eins útleikinn og hjá honum. En ég neyðist til að vera sammála þér i lýsingu þinni á honum. Ég þekkti eitt sinn annan mann, sem var mjög likur honum.” Hann sneri sér snöggt frá henni og hélt af stað til skýlisins. Þegar Linn kom aftur var búið að stinga tein i gegnum múrmeldýrið og það var komið yfir eldinn. Þetta var mjög litið dýr. Það var minna kjöt á þvi heldur en á kaninu. Faðir hennar hafði rakað sig og svaf núna — allavega hafði hann lokuð augun — og Mike var að pakka saman smádóti i ábreiðuna, sem hún hafði notað sem lak og teppi nóttina áður. Karlmenn höfðu enga ástæðu til þess að hneykslast á innihaldinu i kventöskum. Hér lá það, sem karlmaðurinn taldi sig þarfnast, á við og dreif fyrir framan hana. Hún athugaði hina einstöku hluti, um leið og Mike tók þá upp. Hann gaf sér góðan tima, var stundum heila minútu að vega og meta hlutinn i hendi sér. Auk gráa teppisins, sem pabbi hennar hafði yfir sér, og bakpokans við bakið á honum, voru eigur hans rúlla af þykku seglgarni og öxi. Það var litið meira. Hann var eins og gömul kona, þegar hann umgekkst öxina sina. í hver skipti, sem hann var búinn að höggva brenni með henni, vafði hann henni inn klút bleytan i oliu, og hann vildi ekki lána henni hana fyrir nokkurn mun, hún mátti ekki einu sinni snerta hana. Það var alls ekki ósennilegt, að hann hefði hana hjá sér þegar hann svaf, þvi svo' mikið þótti honum til hennar koma. Þarna var lika litli riffillinn, sem minnti hana á ólögleg vopn, sem glæpaflokkar notuðu i innbyrðis erjum. í belti sér hafði hann lika litinn hnif. Á meðal smærri hlutanna voru matarilátin, gull- þvottarpannan litla verkfærið, sem hann kallaði hamar. Þarna voru lika hafragrjón i plastikpoka — sem Linn hélt, að mundi endast i tvo til þrjá daga — og handfylli af tei. Einn poki var þarna til viðbótar, sennilega salt. Að öðru leyti var ekkert annað að borða en múrmeldýrið þeirra, sem var nú orðið hið girnilegasta. „Viltu snúa steikinni við, Linny?” sagði Mike. Hún hlýddi. Hann rétti henni járndós, sem var undarlega þung. Lokið var kyrfilega fest. Hún losaði það með naglaþjölinni sinni. Það var ekki eins mikið i dósinni og halda mátti eftir vigtinni að dæma. Samt sem áður varð hún undrandi þegar hún sá, að innihaldið svaraði til þeirra hugmynda, sem hún hafði gert sér af gullsteini. Flögurnar og hinir agnarlitlu gullklumpar — enginn þeirra var stærri en baun — höfðu veikan smjörgulan gljáa. Um leið og hún tók við dósinni aðvaraði Mike hana: „Varlega!” Stúlkunni fannst þetta vera mjög litið gull eftir erfiði og einmanaleik heils sumars. Hún mundi eftir þvi, að hún hafði lesið, að greitt væri fyrir gull með um það bil einum dollara fyir grammið. „Niu hundruð dollarar, Mike?” „Ætli það séu ekki frekar sjö hundruð.” „Og hve mikill var arfurinn, sem þú talaðir um? Fimm hundruð? ’ ’ „Ég er ekki viss um, að fá hann, og þess vegna ætla ég að biðja þig um að draga ekki ályktanir of fljótt. Það táknar ógæfu.” „Geturðu i raun og veru látið tólf hundruð dollara duga fyrir heils árs námi? Námsgjöld, bækur, stúdentafélög og þess háttar?” DUNGIR MENN FRA CHICAGO stöður viðs vegar um Bandarikin. Þegar hann talaði við piltana virtist honum Leopold hafa fulla sjálfsstjórn, en Loeb hins vegar órólegur og áhyggjufullur. Að- spurður hvort þeir væru haldnir nokkrum geðrænum sjúkdómi, svaraði Dr. Singer þvi til að þeirri spurningu gæti hann ekki svarað afdráttarlaust, en að þvi er hann hefði bezt getað séð, væri ekkert sem benti til geðræns sjúkdóms. Dr. William Krohn, sérfræð- ingur i tauga- og geðsjúkdómum, sem hafði verið menntaður við Yale háskóla og hafði haft á hendi ýmsar ábyrgðarstöður viðs vegar um Bandarikin. Hann sagði það skoðun sina að báðir piltarnir væru ágætlega upplýstir um tima, rúm og þjóðfélagslega um- gengnishætti. Hann fékk frá báð- um piltunum fulla lýsingu og i smáatriðum um skipulagningu og framkvæmd glæpsins. Hann sagði það skoðun sina að hvorugur piltanna hefði verið haldinn neins konar geðrænum sjúkdómi þ. 21. mai 1924. Hann uppgötvaði að Loeb hafði furðu- lega þroskað minni. Dómgreind hans og samanburðarhæfileiki voru á engan hátt sködduð. Hann sagði alla söguna af glæpnum i rökréttu samhengi, sem er sjald- gæft, og hugsanir hans streymdu fram án nokkurrar truflunar. Hann kom ekki með eina einustu óþarfa setningu. Ekkert truflaði eftirtekt hans frá málinu, sem til umræðu var, allan timann, sem þeir ræddu saman. Baráttan milli geðlækna varnarinnar og ákæruvaldsins, geisaði i réttarsalnum i heilan mánuð i einhverri verstu hita- bylgju, sem komið hafði yfir Chicago. Skapsmunirnir voru næsta eldfimir þegar Crowe og Darrow áttust við. Saksóknarinn sakaði Darrow um að hann verði piltana einungis vegna þess hve há laun hann fengi fyrir það. Darrow kallaði Crowe blóð- þyrstan „hengingar” sak- sóknara. Þetta var þó ekki nema sýndarmennska af beggja hálfu — að mestu leyti. Crowe og Darr- ow voru gamlir vinir og héldu vináttunni áfram eftir þetta mál. Öllum vitnaleiðslum, bæði til mildunar og gegn var nú lokið. Nú áttu verjandinn og ákæruvaldið aðeins eftir að halda lokaræður sinar. IV. Tveir aðstoðarsaksóknarar hófu máls af hálfu ákæruvaldsins. Þeir Thomas Marshall og Joseph Savage. Marshall einbeitti sér að fordæmum fyrir aftöku dæmdra morðingja undir átján ára aldri og Svarge rakti staðreyndirnar i Franks morðmálinu. Hann end- aði hina tilfinningablöndnu lýs- ingu sina á þessum hvatningar- orðum: Hafi nokkurntimann verið uppi mál i sögunni, þar sem harð- asta refsing var réttlætanleg, þá er þetta slikt mál. Það væri ekki hægt að búast við að nokkur kvið- dómur i Cook sýslu, geti hér eftir dæmt nokkurn mann, hversu aug- ljós sem glæpur hans er, til hinnar þyngstu refsingar fyrir morð og mannrán, ef þessir tveir sleppa við gálgann. Saksóknarinn, Roberet Crowe talaði siðast, á eftir Walther, Benjamin Bachrach og Clarence Darrow. Þegar Darrow stóð upp til að halda siðustu ræðu sina, var dómssalurinn svo þéttskipaður, að mönnum lá við köfnun. Hann talaði i þrjá daga og öll ræðan var prentuð orðrétt jafnóðum i dag- blöðum Chicagoborgar. i ræðu sinni, þeirri frægustu, sem hann hélt á ferli sinum, sagði Darrow m.a.: — Áhyggjur vorar af þessu máli eru ekki einskorðaðar við hinn mjög svo ógæfusamlega verknað, heidur hina næstum óheyrilegu auglýsingu, sem það hefur fengiö: við þá staðreynd, að dagblöð um allt þetta land, hafa léð þvi meira rúm en þau hafa næstum nokkru ööru máli. Þeirri staðreynd, að almenningur i Chicago hefur verið fóðraður á allskyns sögum um það, þar til næstum hver einasta manneskja hefur myndað sér skoðun. Og þegar almenningsálitið hefur verið vakiö og heimtar refsingu, burt séð frá þvi hvort afbrotið er mikið eða litið, þá hefur það aðeins eina refsingu i huga og það er dauðinn. Það þarf ekki að varða það eitt, hvort svifta eigi mann lifi: það geta verið einberir hleypidómar. En þegar al- menningsálitið talar eins og einn maður, kemst ekkert að nema dauöinn einn. Darrow vitnaði i hinar yfir- gengilegu sögur, sem hefðu verið breiddarútum þær milljónir doll- ara, sem eytt væru i málið og hann vitnaði til þeirrar yfirlýs- inga að vörnin myndi ekki nota fé i óhófi. Hún hefði samvizkulega haldið það loforð: — Ef okkur mistekst i þessari vörn, verður það ekki vegna skorts á peningum. Það veröur vegna peninganna. PeningarnirJ hafa verið erfiðasti hjallinn, sem við höfum oröið að yfirstiga. Stundum er betra að vera fá- tækur. llann fullyrti að ef sakborn- ingarnir tveir hefðu ekki verið tengdir fjölskyldum, sem álitnar væru stórrikar, væri enginn sá saksóknari i Illinois, sem ekki hefði strax fallizt á lifstiðarfang- elsi við yfirlýsingu um sekt. Hann tók fram, að ,,ef piltarnir hefðu verið fátækir, hefði hann getað gengið inn i þennan réttarsal án vitna, og skoðanaágreinings og rétturinn hefði iátið þeim i té, það sem hver einasti dómari i Chicagoborg hefur gert allt frá þvi að fyrsta málið kom fyrir". Og hann hélt áfram með þvi að segja að lifi þeirra Leopolds og Loebs væri nú ógnað vegna þess eins, að foreldrar þeirra væru efnaðir. — Og þó er þessi réttur hvat- tur, nei honum er ógnað, til að hengja þessa tvo pilta i trássi við öll fordæmi og gerðir allra dóm- ara, sem nokkru sinni hafa verið i forsæli i réttarsölum þessa rikis. Sögufræg sakamál - Þriöjudagur 11. apríl 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.