Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 15
21. dagur orðið sem hann hafði gefið Jill. „Adele, við skulum ekki minnast meira á þetta. Við skulum láfa það eiga sig. Þetta fer allt einhvern veg- inn“. Hann sagði við sjálfan sig að þetta væri það sem Jill vildi. Hann hélt loforð sitt. Hann skyldi segja henni það þegar hann hitti hana á mánu daginn. Segja: „Ég reyni að vera betri við Adele fyrst þú heimtar það“. Hún rétti fram hendina og tók um hendi hans, fegin að hann kippti sinni ekki undan. „Á meðan þú vilt það, Leigh. Á meðan þú vilt gefa mér tækifæri“. Sömu orð og Jill notaði, — hugsaði hann óhamingjusam- ur. Það var svo furðulegt að einmitt þetta skyldi ske í kvöld. „Hvað er það sem þú vilt Adele? Þú ert komin heim. Það vildirðu sjálf. Að minnsta kosti skildist mér svo“. „Þú veizt það sjálfur Leigh“. Hann leit hugsandi á hana. „Ég hef oft hugleitt það síð- an þú komst“. Hún hafði hugleitt það sjálf þó hún ætlaði ekki að segja honum það. Eða mjög sjald- an helzt þegar hann var sér- lega óvingjarnlegur við hana. Þegar hún minníist þess að stundum hafði hún verið ham ingjusöm með Ronnie. En því miður hafði Ronnie líka ver- ið svo ofsafenginn og ómögu- legur að hún hafði verið hrædd við hann. Síðast þegar þau rifust hafði hún óttast að hann legði hendur á hana. — Hún hafði orðið svo hrædd að liún hafði áttað sig og vitað að það eina, sem hún gat gert var að fara heim. Og nú var hún komin heim .... épaiið j'ður hlaup & ml]i maj-gra verzlana! WRUML fl ÖllÍ AusfcurstrssCi og henni hafði skilizt að Leigh elskaði hana ekki lengur. — Hún varð alltaf ákveðnari og ákveðnari að fá hann aftur. Það hlaut að vera hægt. Hún varð aðeins að halda rétt á spilunum. Hún varð að sann- færa hann hve hún sæi eftir að hafa farið frá honum, að hún elskaði hann meira en nokkru sinni fyrr og að hún elskaði Bunty líka. Hún bjóst við að hún gerði það líka á sinn hátt. Hún vildi fá sama vald yfir honum og hún hafði haft. Það særði stolt hennar, að hann skyldi taka Jill Faulkner fram yfir hana. En hún vissi það ekki með vissu. Hann hafði kann- ski ætlað sér að kvænast Jill þegar hann hefði fengið skiln Hann vissi ekki hvað hann átti að segja. Það var óþol- andi að heyra hana opna hjarta sitt svona. Hann hefði heldur viljað að hún kæmi aftur peninganna vegna, — vegna þess að Adamson hefði svikið hana og hún þarfnaðist matar og húsaskjóls. — Ekki vegna þess að hún elskaði hann og þráði hann. Ekki þeg- ar hann elskaði hana ekki lengur og þarfnaðist hennar ekki. Þegar það eina sem hann þráði var skilnaður svo hann gæti gengið að eiga Jill. „Trúirðu mér ekki Leigh?“ „Fyrst þú segir það“. Hún hallaði sér fram á borð ið. „Ástin mín, það eina sem ég var hrædd við var að ég K VíiH SSE að ekki vegna þess að hann elskaði haria heldur vegna þess að hann áleit það heppi- legt að hafa hana á heimilinu sem eiginkonu og móðir Bun- ty. „Leigh, þú veizt hvers vegna ég kom aftur“, sagði hún blíð- lega. ,,Ég sagði þér það. Ég skildi hvað ég var heimsk að yfirgefa þig, að ég hafði aldr- ei.elskað Ronnie, það var bara blind hrifning sem hvarf fljótt“. „Það tók þig þrjú ár að koma aftur“. „Ég þorði ekki að koma fyrr“. „Hversvegna þorðirðu þá núna?“ Hún kreppti hnefana. Hann va.rð að trúa því sem hún sagði! Hún varð að trúa því sjálf! Og hún gerði það. „Mig langaði svo til að sjá ykkur Bunty aftur að allur ótti hvarf. Ég sá aðrar mæður með börn sín á götunni og ég skildi hvað ég hafði misst. Ég hugsaði um það hvernig hún yxi án þess að ég'sæi það. Ég gat ekki þolað það Leigh, — ég varð að koma aftur. Til þín og hennar. Ég þráði ykkur svo“. „Pabbi fór út að fá sér frískt loft, og ég ætla að gera þaðlíka.“ væri of sein. — Ó, Leigh, ef það hefði skeð —“ „Við hvað áttu?“ „Ég var svo hrædd um að þú elskaðir aðra. Að þú vildir giftast henni“. Hún hélt niðri í sér andan- um á meðan hún beið eftir svari hans. Nú hafði hann sitt tækifæri ef hann vildi. ,,Og hefði það skeð hvað þá?“ Þegar hann spurði velti hann því fyrir sér hvort hann ætti að segja henni það; — hvort það gerði ekki allt verra — Honum fannst einhvern vegin að hann mætti ekki blanda Jjll inn í þetta núna. Aldrei, ef hann átti einhvern tíman að eignast hana. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert“. Hún baðaði út hend- inni. „S'em betur fer þarf ég ekki að brjóta heilann um það“. Hún brosti. ,,’Viltu bara gera það fyrir mig elskan, að fara ekki að verða ástfanginn af einhverri núna? Ég vil að þú elskir mig eina. Og ég vona að þú gerir það“. Hún rétti fram hendina og tók um hans. „Leigh, getur það ekki orðið? Ég þrái þig meira en allt annað. Það yrði svo ynd- islegt Leigh og svo skynsam- legt. Því nú er ég komin aft- ur og ég fer aldrei elskan mín. Þú hafðir einu sinni tækifæri til að losna við mig en þú notaðir þér það ekki og það færðu aldrei framar og ef þú strýkur með einhverri gef ég þér aldrei eftir skilnað“. 8. Bill sagði: „Þú hefur þó ekki haldið að ég hafi gleymt þér“. Jill brosti. „Ég var bara alls ekki að hugsa um þig“. „Það er hreinskilnislega sagt þó ekki sé það hrós“. Það var sunnudagskvöldið eftir afmæli Bunty. Hann hringdi um morguninn og sagðist ætla að koma að heim- sækja hana. Hann kom að heimsækja hana, hitti móður hennar, sem leizt strax vel á hann og nú voru þau að borða í „The White Bear“, sem var eini staðuiinn sem henni hafði dottið í hug að fara með hann á. „Ég vonaði“, sagði hann, „að ég gæti verið hér um helg ina.“ Hann leit í kringum sig. „Þetta er allra þokkalegasti staður. Ég ætla að koma hing- að oft“. Hún sagði honum að allir vissu að „The White Bear“ væri bezta hótelið í margra mílna fjarlægð. Það var gam- alt hótel, stofnsett á sautj- ándu öld. Fólk kom langar leiðir að til að búa þar á sumr in, þau máttu prísa sig sæl fyrir að hafa svona gott hótel á staðnum. „Kemurðu oft hingað“, — spurði hann. „Nei, en það er heldur ekki líklegt þar sem ég bý í þorp- inu“. „Einn af þínum mörgu vin- um gæti boðið þér“. ,,Ég á ekki marga vini“. „Þessi einasti eini þá“. „Það væri ekki skynsam- legt“. „Sennilega ekki. Læknir- inn og hjúkrunarkona hans — þú sagðir mér frá því öllu“. „Ég veit að ég gerði það“. Hún leit í kringum sig. „Við skulum tala um eitthvað ann- að“. „Sjálfsagt. Hvað álíturðu heppilegasta umræðuefnið? Ástina?“ „Nei, það er það alvarleg- asta sem við gætum talað um. Segðu mér hvað þú hefur ver- ið að gera síðan við sáumst“. , Hann sagði henni það í smá- | atriðum og hún hlustaði full áhuga. Hann hafði verið að reynslufljúga nýrri þotu, sem hann var mjög hrifinn af. — Augu hans Ijómuðu meðan hann lýsti hraðanum sem hann hafði náð, stjórntækj- um vélarinnar og hve gaman það hefði verið að fljúga henni. „Þetta er yndislegt líf“, — sagði hann og svo varð hann alvarlegri. „Á meðan maður lifir“. „Segðu það ekki“. HINJASAFN bæjarins. Safn deildin Skúlatúni 2 er opin daglega kl. 2—4. Árbæjar- safn opið daglega frá kl. 2 —6. Báðar safndeildir eru lokaðar á mánudögum. Fclag Djúpmanna. Vetrar- fagnaður félagsins er n. k. laugardagskvöld í Fram- sóknarhúsinu og hefst með sýningu á revýunni „Rjúk- andi ráð“ kl. 8. Félagsmenn vitji aðgöngumiða 1 Fram- sóknarhúsið fyrir fimmtu- dagskvöld. ;::í: Leynisfjóm Framhald af 1. síðu. ið hafi verið talað upp á síð- kastið um hina umdeildu yfir- lýsingu de Gaulles í september 1958, er mælti með „pólitískri stjórn'1 stórveldanna innan NATO. Síðan bætir hann við: „Samt sem áður virðist sú staðreynd, að við ýmis tækifæri hafa Bandaríkjamenn tilkynnt Bret um, Frökkum og Vestur-Þjóð- verjum fyrst um veigamikil mál, en öðrum NATO-ríkjum síðar, gefa tilefni til þeirrar spurningar, hvort þessi stjórn hafi verið sett á laggirnar með leynd“. F.yrstu fréttir af einkabréfum de Gaulle til Eisenhowers og Macmillans í september 1958 ollu harðvítugum viðbrögðum hinna minni ríkja innan NATO, sem heimtuðu, að bandalagið byggðist á jöfnum rétti allra — en ekki því, að sumar þjóðir væru settar skör lægra. Var tilvera bréfa þessara staðfest í október 1958. Kvað franska ut anríkisráðuneytið de Gaulle hafa stungið upp á þríveldaráði til að stjórna stefnu NATO. — í dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (2 ferð- ir), Bíldudals, Egilsstaða, ísafjarðar, Kópa- skers, Patreksfjarðar, Vest- mannaeyja og Þórshafnar. — — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Fagur- hólsmýrar, Hólmavíkur, •— Hornafjarðar, ísafjarðar, — Kirkjubæjarklausturs •— og Vestmannaeyj a. ./ ■ Loftleiðir h.f.: Edda er væntanleg frá Staf angri og Osló kl. 20 í dag. Fer til New York kl. 21.30. Saga er væntanleg frá New York kl. 7.15 í fyrramálið. Fer til Osló og Stafangurs kl»- 8.45. Ríkisskip. Hekla er á Aust- fjörðum á norð- urleið. Esja er í Reykjavík. Herðu breið er í Rvík, fer þaðan á laug- ardag austur um land til Bakkafjarðar. Skjaldbreið fer frá Reykjavík kl. 2 í dag vesur um land til Akureyrar. Þyrill var á Hvammstanga i gærkvöldi. Skaftfellingur fór frá Reykjavík í gærkvöldi til Vestmannaeyja. Baldur fór frá Reykjavík í gærkvöldi tiL Sands, Gilsfjarðar- og Rvammsfjarðarhafna. Skipadeild SÍS. Hvassafell átti að fara frá Stettin í gær áleiðis til Rvík- ur. Arnarfell er í Ventspils. Jökulfell fer væntanlega á morgun frá Patreksfirði áleið is til New York. Dísarfell er á Akureyri. Litlafell er á leið til Reykjavíkur frá Akureyri. Helgafell er í Gdynia. Hamra fell er væntanlegt til Rvíkur 31. þ. m. Eimskip. Dettifoss kom til Hull 27/10, fer þaðan til Reykja- víkur. Fjallfoss fór frá Rvík 23/10 til New York. Goðafoss fór frá Reykjavík 23/10 til Halifax og New York. Gull- foss fór frá Kaupmannahöfn 27/10 til Leith og Reykjavík- ur. Lagarfoss kom til Kaup- mannahafnar 27/10, fer það- an til Amsterdam, RotterdailT og Antwerpen. Reykjafoss kom til Hamborgar í gær frá Bremerhaven. Selfoss fer frá Ventspils á morgun til Ham- borgar, Hull og Reykjavíkur. Tröllafoss kom til Hamborg- ar 26/10, fer þaðan til Reykja víkur. Tungufoss kom til Kaupmannahafnar 27/10, fer þaðan til Aahus, Gdynia og Rostock. Alþýðublaðið — 29, okt. 1959 1C ■' 1■ ■ p

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.